Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÍJLÍ 1989 C 31 SÉRA MAGNÚS GUÐJÓNSSON BISKUPSRITARI Gera verdur ríkar lcröfur ENGAR TÖLULEGAR upplýsingar um hrösun presta og prestnema (guðfræðistúdenta) var að fá á Biskups- stofu. Séra Magnús Guðjónsson biskupsritari sagði í samtali við Morgunblaðið að hann minntist'þess ekki legorðssakir þessara starfshópa hefðu komið til um- fjöllunar. Hitt væri önnur saga að til væru tilvik sem hefðu samkvæmt ströngustu laganna hljóðan átt vera tekin til meðferðar. En „lögin eru mjög gömul og úrelt.“ Hann tjáði Morgunblaðinu að kirkjuyfirvöld hefðu ekki lagt sig sérstaklega eftir því að fram- fylgja þessum lögum. ár eru liðin, sem Lögin áskilja; b. skal slíka uppreist aldrei veita þeim, er legið hefur stúlku, sem honum sem lausakennara, skólahaldara, barnaspyrjanda eða á annan hátt var trúað fyrir að kenna, hvort sem hún var af ríkum eða fátækum komin, og hvort sem hann átti hana síðar eður eigi. 3) Þá er þau tvö ár, sem að ofan eru nefnd, eru lið- in, og stúdent eða einhver annar vill beiðast allramildilegastrar upp- reistar af Oss til þess að geta feng- ið prests .. . embætti, þó að hann hafi brotlegur orðið svo sem áður er greint, þá skal hann útvega og hafa með sér skilríki fyrir þvi: a) að stúlkan, sem hann varð brotleg- Biskupsritari . sagðist ekki vita til þess að menn væru spurðir um barneignir, lifnað og hátt- erni þegar þeir æsktu eftir prestsvígslu. — „Við vitum að sumir guðfræðinemar hafa átt börn ógiftir á skjön við lögin. — Og við höfum fengið símhringingar varðandi þessi lög. Menn hafa t.d. gert athugasemdir um vígslu presta sem hafa átt óskilgetin börn áður. Jú, það orkar ekki tvímælis að gera verður ríkar kröfur til presta hvað varðar sið- Morgunblaðið/Sverrir Séra Magnús Guðjónsson biskupsritari. ferðiskröfur. — En þessi lög eru hreint og beint úr- elt. Það átti að hreinsa þessi lög í burtu með frum- varpi um starfsmenn þjóð- kirkjunnar sem lagt fyrir Alþingi 1985-1986. En því miður komst það aldrei í gegnum þingið. Þessi laga- ákvæði munu væntanlega falla burtu þegar samræmt frumvarp um prestaköll, prófastsdæmi og starfs- menn þjóðkirkjunnar verð- ur lagt fram.“ Aðspurður kannaðist séra Magnús við að hafa heyrt það sjónarmið að halda bæri í þessi lög af menningarsögulegum ástæðum. Þetta álit hefði t.d. komið fram hjá ungum presti. þeirra. Til að koma í veg fyrir allan misskilning og sporna við því að prestar haldi að þeir geti hagað sér eitthvað fijálslegar en nemarnir, er í íslenskum lögum, konungsbréfi frá 1756 um uppreist presta, er vikið hefur verið frá embætti, skrifað: „ ... Fyrir því skal þér allramildi- legast tjáð, að með þvi að Lögin i 2. bók, 2. kap., 5 gr. banna að veita stúdenti, sem verður legorðssek- ur,... prestlegt embætti, nema hann hafi áður allramildilegast leyfi Vort,... þá leiðir af því, að heldur eigi má veita presti annað kall, sem verður slík stóryfirsjón á, og fyrir- gerir með því kalli sínu eftir Lögun- um og tilskipunum, nema hann fái til þess allramildilegasta uppreist Vora.“ Margir hafa fallið Þess finnast dæmi að prestar og ■prestnemar hafi misstigið sig á dyggðarinnar vegi. Séra Agúst Sig- urðsson leiðir að því líkur í bókum NORSKIR GUÐS MENN Goll sidferói ■ heiórihaft NÚ Á VORUM dögum hefur einstaka maður látið í ljós það álit að sérstakar reglur um líferni kirlgunnar manna ættu að heyra fortíðinni til. — Það er þó enginn einhugur um þessa skoðun. Ýmsir telja að enn megi gera með réttu þá kröfu til hirðanna í söfti- uði Krists að þeir séu óflekk- aðir af „bersýnilegu holdsins athæfi“. Þess er skemmst að minnast að fyrir tveimur árum var þess fai’ið á leit við Fartein Valen Senstad lektor við óháða prestaskólann í Osló (nors. Menighetsfakult- etet) að hann segði stöðu sinni lausri. Ástæðan var öll- um augljós. Valen Senstad hafði gert konu sína ólétta fyrir brúðkaupið. Valen Senstad reyndi á eng- an hátt að leyna þungun eiginkonunnar en viðurkenndi að hann hefði syndgað og hann iðraðist. Stjórn prestaskólans voi-u þessar skriftir ekki nægj- anlegar; samlag þeirra hjón- anna fyrir brúðkaupið bryti í bága við kristið siðferði og Valen Senstad hefði brugðist ábyrgð sinni bæði sem kennari og sem fyrirmynd nemenda sinna. „Tilmælin“ til Valen Senstad þóttu nokkuð harkaleg og var mótmælt af ýmsum, þar á meðal biskupym, prestum og margvíslegum kristilegum samtökum. Að lokum var beiðnin dregin til baka en Va- len Senstad var leýstur frá störfum fram til 1. janúar 1990. Nú kennir hann við kennaraháskóla í Kristjánss- andi og er óvíst að hann komi aftur til starfa við óháða prestaskólann. Óháði prestaskólinn í Osló ei' talinn vera fastheldinn á forna siði og íhaldssamur í guðfræðilegum efnum. Þess má geta að auk þessa presta- skóla er hægt að læra guð fræði við háskólann i Osló. Guðfræðideildin þar er eilítið fámennari en óháði prestaskól- inn. ÍSLENSKIR GUÐFRÆÐINEMAR , . . , - Morgunblaðið/Þorkell Pau þekkja login. Frá vinstri: Þór Hauksson, Gunnbjörg Oladóttir og Hannes Björnsson. Þekkja lögin MORGUNBLAÐIÐ TOK nokkra guðfræðinema tali og innti þá eftir því hvort þeim væri kunnugt um þær takmark- anir sem hin umdeildu lög settu þeim varðandi íf- og hátterni. Blaðamaður var fiillvissaður um að séra Bjarni Sigurðsson prófessor við guðfræðideildina fræddi nemendur skilmerki- lega um lagagreinar þessar í starfsháttafræði. Þessu næst voru nemendur spurðir um hvernig þeim gengi að feta „veg laganna": „Yfirleitt er gengið framhjá þessu. Við erum ósköp^venjulegt fólk,“ sagði einn viðmælandi Morgun- blaðsins. „Það vita það allir að það er ekkert farið eftir þessum Iögum,“ bætti Hannes Björnsson guðfræðinemi við. Aðspurður tjáði einn guðfræði- nemanna, Þór Hauksson, Morg- unblaðinu að dagsdaglega hu- gleiddu guðfræðinemar ekki hvaða afleiðingar sinnuleysi um skírlífi gæti haft á starfsframa þeirra í framtíðinni. Þór benti á að hafa yrði í huga að oft eignuð- ust menn börn utan við hjóna- bandið áður en þeir afréðu að hefja nám í guðfræði eða leggja fyrir sig prestskap. Nánari eftir- grennslan Morgunblaðsins leiddi í ljós að Þór er kvæntur en frum- burður þeirra hjóna er tveimur árum eldri en hjúskapurinn. Þór sagðist enn ekki hafa gert ráð- stafanir til að útvega vottorð um „lifnað, hátterni og betrun". Gunnbjörg Óladóttir guðfræði- nemi vildi láta það koma fram að til væru guðfræðinemar sem „færu að lögum“. Ekki vildi hún þó nafngreina þá; því að um væri að ræða óframfærna og lítilláta einstaklinga. Gunnbjörg taldi ákvæði laganna ná til sín þótt talað væri um að stúdentar og prestar féllu með konum. Jafnt yrði yfir bæði kynin að ganga. Guðfræðinemar við Háskóla íslands voru þó hlynntir hjóna- bandinu þrátt fyrir að sumir þeirra yrðu að kannast við að vera nokk- uð reikulir í spori „á laganna og skírlífisins torsóttu braut“. Þeir bentu á, að nokkurs tvískinnungs gætti í lögum og þjóðfélaginu yfir- leitt. Þeim væri ætlað skírlífi eða hjónaband en á hinn bóginn væri hvatt til óvígðrar sambúðar með lögum, reglum og ýmsum ráðstöf- unum í skatta- og dagvistunar- málurn. Oft væri engu líkara en þjóðfélagið væri andsnúið hjóna- bandinu. ur með hafi eigi verið skyld honum í forboðna liðu, eða honum verið trúað fyrir henni til kennslu, svo og að hann hafi eigi orðið brotlegur nema í þetta eina sinn; b) hvort hann hafi átt stúlkuna, sem hann féll með eður eigi; c) hvernig hann hafi hegðað sér bæði fyrir og eftir, en einkum hvetjar alvarlegar tilraunir hann hafi gert til að bæta ráð sitt, um kristindóm hans, gjafir og aðrar kringumstæður." Jaftirétti kynjanna í fyrrgreindum texta gerir lög- Löguiiuin eldd framlylgt gjafinn ekki ráð fyrir því að prestnemi eða prestur geti verið kven- kyns. Einhveijir kynnu að vilja halda því fram að þessi lagaákvæði stríddu gegn jafnrétti kynjanna. — En á hinn bóginn má einnig líta til þess að á síðustu árum hafa raddir heyrst — einkum frá konum, í þá veru að raunverulegt jafnrétti kynjanna náist ekki nema beita svokallaðri ,jákvæðri mismunun". E.t.v. má segja að þessi gömlu lög séu í anda nýrra viðhorfa; að konur njóti nokkurra forréttinda og líta beri mildari augum á yfirsjónir sínum Forn frægðarsetur, að hefði enginn prestur fengið hempuna eft- ir barneignarbrot myndi af því hafa hlotist mikil prestfæð í landi. Hin erfiðari og tekjurýrari brauð hefðu orðið án sálusorgara. Má í þessu sambandi nefna Þönglabakka í Fjörðum sem virðist á stundum hafa verið nokkurs konar „Síbería“ Hólabiskupsdæmis. Barneignarbrot presta hafa löng- um verið viðkvæm mál og ekki höfð í hámælum. Séra Magnús Bl. Jónsson segir þó í endurminningum sínum frá hjónabandi foreldra sinna, séra Jóns Bjarnasonar og Helgu Árnadóttur: „En ekki liðu langir tímar, áður skuggum færi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.