Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 14
14 Œ MORGUNBLAÐIÐ MAiMIMLÍFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1989 Síðasta tala númersins segir til um skoðunarmánuðinn. Láttu skoða í tíma - öryggisins vegna! MATUR OG DRYKKUR/Hvad er eins og myglub samloka meb njjum karsa? Gegn hundadagagráma Nú standa yfir svokallaðir hundadagar (13.7.— 23.8). í elsta varð- veitta almanaki íslensku, íslensku rími, svokölluðu „ævarandi tímat- ali“, unnu af þeim Guðbrandi biskupi Þorlákssyni og sr. Arngrími Jónssyni lærða, er júlímánuður reyndar nefndur maðkamánuður. Þessar naftigiftir eiga ágætlega við í ár, a.m.k. á suðvesturhom- inu. Þetta er óttalegt hundalif: sem maðkar smjúgum við gegnum óætar kartöflur í ævarandi gráma og rigningu. mtr"' eftir Jóhönnu Sveinsdóttur Malbikið er grátt og himinninn er grár og trén eru vissulega græn. Þar sem ég er hávaxin og því nokkum veginn á sama plani og íslensk tré líður mér stundum mmmmmmmmm eins og nýsprottn- um karsa milli tveggja myglaðra franskbrauð- sneiða — góðri fyllingu í vondri samloku. í helli- dembu er aftur á móti ekki laust við að mér finnist ég vera maðkur í mysu. Gegn svoleið- is fílíngi dugar ekkert nema end- orfín og aftur endorfín og ráðlegg ég því öllum sem heltakast honum að framleiða það í líkama sínum með því að hjóla, dansa, teygja tól eða hlaupa á fjöll. Ef undankomu er ekki auðið má sippa á staðnum. Kortérs sipp er á við 40 mínútna skokk. Nafngiftin hundadagar á reynd- ar ekkert skylt við hundalíf. Hún mun sótt til Fomgrikkja sem settu sumarhitana í samband við hunda- stjömuna (Síríus), sem um þetta leyti tekur að sjást á morgun- himninum þar syðra. Seinna kom fram sú alþýðuskýring, að hunda- æði og aðrir faraldrar gripu hvað mest um sig á þessum heitasta ttaa ársins. Á þessum heitasta tíma árs- ins ... Tíu gráður. Bittinú og trall- ala og ekki ætar kartöflur til í landinu. Ég hef a.m.k. ekki áhuga á að hundnýta þær sem fyrir em. Aftur á móti er við hæfi að hund- nýta bein af lágmarksverðslamba- kjötinu ráðherrans, eða önnur bein, svo sem af grísum eða nautum, á þjóðlegan og meinhollan hátt. Skyr- og- beinastrjúgur Sýra- eða mjólkurmysa hefur reynst íslendingum dijúg, bæði til drykkj- ar og sem bragðbætir út í súpur og grauta, en síðast en ekki síst til geymslu á matvælum, enda ekki ofmælt að sýmkeröld hafi verið ísskápar fyrri alda. Við súrsun matvæla lækkar sýmstig og kemur í veg fýrir vöxt óæskilegra gerla og eykur geymsluþol; maturinn fær einkenndandi bragð, verður auð- meltari og næringargildið eykst — bætiefni mysunnar síast inn í mat- vælin. Súrmeti er því góð upp- spretta bætiefna, einkum kalks og Bl- og B2-vítamína. Algengur mjólkurmatur á fyrri öldum, einkum á fátækari heimil- um, var beinlínis matreiddur úr sýru og nefndist stijúgur. Eggert Olafsson greinir í ferðabók sinni frá tvenns konar stijúgi, skyrstijúgi og beinastijúgi. Skyrstijúgur er þannig gerður, að mysa er hituð í stómm potti og bætt í skyri. Síðan er potturinn byrgður og blandan seidd þar til hún er orðin þykk. Beinastijúgur er aftur á móti gerður þannig að sauða-, nauta-eða fiskbein em látin liggja í sým þang- að til þau em nokkurn veginn upp- leyst og blandan síðan soðin þar til hún er orðin að þykkum graut. — Hér áður fyrr var beinastijúgur geymdur og látinn geijast eða súrna og hafður á vetmm með flautum út á. Nú er lag að sjóða beinastijúg sem ganga má að vísum hvenær sem þarf að herða sultarólarnar — og nota hugmyndaflugið varðandi krydd og með- læti. íslenska blóðbergið er t.d. mjög gott krydd í þessu skyni og fer nú sjálfsagt hver að verða síðastur til að tína það í ár, þar sem það skal helst takast fyrir blómgun. Magálar og reyktar pokabaunir Hér kemur uppskrift að öðram þjóðlegum en lítt kunnum rétti úr fór- um Hallgerðar Gísladótt- ur safnvarðar sem í síðasta pistli útlistaði m.a. ágæti reyktra mag- ála sem bjórnasls. En magálar fara vel með fleiru en bjór eins og þessi uppskrift sýnir. Reyktu pokabaunirnar munu ættaðar af Áustfjörðum og tíðkast enn í Austur-Skaftafellssýsiu og suðurijörðunum fyrir austan. Gular, þurrkaðar baunir em bleyttar og settar í grisju, bundið fyrir og baun- irnar soðnar ásamt hangikjöti. Baunaþykknið er ekki borðað með hangikjötinu, heldur er feitin fleytt ofan af soðinu og henni hrært sam- an við baunirnar sem eru bornar fram með reyktum magálum — og endilega bjór, Þessi réttur hentar t.d. afar vel endorfínölvuðu fólki eftir góða fjallgöngu. Hundadagasamlokur með karsa Til að losna við þau þyngsli sem umlykjandi grámi getur valdið og ég gat um í upphafi, er og ágætt að útbúa þær samlokur sem nú verður lýst. Upplagðar á hlaðborð, í útilegur, sem náttverður eða í nestispakka dagsins. Sem fyllingu í u.þ.b. tólf samlok- ur úr nýju heilhveitibrauði þarf eft- irfarandi: saxið sex harðsoðin egg smátt, hrærið saman við sex msk. af majónesi, sex msk. af ijóma- skyri, 1 msk. Dijon-sinnep, bragð- bætið með salti, pipar, karrí, víned- iki og miklum karsa. Smyijið blönd- unni á tólf brauðsneiðar, leggið þær saman tvær og tvær, pakkið sam- lokunum inn í rakt viskustykki og látið standa undir fargi í tvo tíma. P.S. Hvers eiga svo hundar að gjalda? Guðir, djöflar og hundar eiga það sameiginlegt að tíðkast hefur að nota nöfn þeirra sem skammaryrði. Hundur er ljótt skammaryrði, einkum á þýsku; yngra afbrigði kristið er svínahund- ur; og tíkarsonur er eitthvert mesta háðungaryrði sem geta kallað óvin sinn á ýmsum tungumálum, jafnvel þótt þeir séu miklir hundavinir. Og hvers vegna eru menn sem iðka kaldranalegt tal og hafa kaldrana- legar skoðanir nefndir „cyníkerar" — á íslensku hundingjar? BIFREIÐASKOÐUN ÍSLANDS HF. Hægt er að panta skoðunartíma, pöntunarsími í Reykjavík er 672811 SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA BORGARTÚNI 18 SÍMI 28577 — SÍÐUMÚLA 1 SÍMI 685244

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.