Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 22
22 C MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1989 —i ■■ . ;........—.' ■ ■■ ... .....——... ............ Minnkandi vinsældir.- Leikararnir í Dynasty hafa litla ástæðu til að brosa um þessar mundir. Framleiðslu þáttanna verður senn hætt vegna síminnkandi vinsælda þeirra. Eru sápuóperur að syngja sitt síðasta? ÞÆR HÓFU flestar frægðarferil- inn í forsetatíð Reagans og eru nú að syngja sitt síðasta enda tími Reagans liðinn undir lok og Bush sestur í forsetastólinn með nýja siði og ný viðhorf. Einar af frægustu og Ianglífustu sápu- óperunum, Dallas og Dynasty, virðast nú um það bil að Ijúka göngu sinni og Miami Vice- þættirnir einnig. Astæðan er sögð breytt viðhorf bandarískra sjónvarpsáhorfenda, sem hafí nú fengið yfír sig nóg af glysinu og ríkidæminu sem einkennt hafí þessa þætti. Upp sé runnið tíma- bil hins venjulega. FÓLK i fjölmiðlum ■ÁSA Richardsdóttir hefiir ver- ið ráðin fréttamaður á erlendu deild Ríkissjónvarpsins ogtók hún við störfum þann 19. júní síðastliðinn. Ása er enginn ný- græðingur hjá stofhuninni en hún hefur starf- að þar í fíögur ár, í fimmtán mánuði I dag- skrárgerð og í tvö sumur sem tæknimaður. Þá var hún fréttaritari sjónvarpsins á meðan hún stundaði nám í al- þjóðastjórnmálum í Kantaraborg á Bretlandi um þriggja ára skeið. „Háskólamenntunin gerði mér gott og nýtist mér örugglega betur í þessu starfi en mörgu öðru. Mér likar mjög vel að vera fréttamaður, þetta er ábyrgðar- fullt starf. Ég er ráðin hér í sum- arafleysingar en síðan kemur bara í fjós hvað ég geri en ég ætla að vera á íslandi í vetur.“ Athygli vakti fyrir skömmu er Joan Collins, ein aðalleikkona Dynasty, lýsti því yfir að allt púður væri úr þáttunum og áhorfendur hefðu misst áhugann á þeim. Þó að talið væri að hún .hefði gefíð þessa yfirlýsingu til að leyna von- brigðum sínum með síminnkandi hlutverk sitt, dylst þó fáum að hún er staðfesting á því að vinsældir Dynasty hafa hrapað. Áhugi áhorfenda er hvikull og því má telja hina tíu ára Dallas- þætti og átta ára Dynasty-þætti hafa lifað lengur en búast hefði mátt við. En það kom að því, að ríkidæmið og ótrúleg atburðarás eiga ekki lengur upp á pallborðið hjá fólki, nú vilja áhorfendur sjá venjulegt fólk sem lifir venjulegu lífí. Þó að þættimir þættu heldur innihaldsrýrir, verður því ekki neit- að að t.d. Dynasty kom með fjölda nýjunga inn í bandarískt sjónvarp. Völd og glæsileiki kvenna yfír fer- tugu reist einna hæst í þáttunum. Diahann Carroll var fyrsta svarta leikkonan í aðalhlutverki í stærri sápuóperum. Og það var í Dynasty sem ein aðalpersónan var hommi, enda hlutu framleiðendur viður- kenningu frá samtökum kynhverfra listamanna fyrir að skapa fyrstu jákvæðu kynhverfu' persónuna í sjónvarpi. Miami Vice-þættimir gerðu einn- ig sitt gagn, því þeir hleyptu nýju lífí í borgina Miami á Flórída. Þeir urðu hvatning þess að það sem áður var rykfallinn dvalarstaður ellilífeyrisþega, varð að hressilegri borg, aðsetri listamanna, fullri af kaffíhúsum og klúbbum. Til þess að tryggja það að þráður- inn verði ekki tekinn upp þar sem frá var horfíð, hafa framleiðendur Dynasty-þáttanna látið skrifa loka- þátt, sem slær öllu við í ótrúlegri atburðarás. Þar mun Blake Carr- ington meðal annars ná að færa syni sínum öll völd ættarveldisins áður en hann gefur upp öndina. Alexis og fyrrverandi eiginmaður hennar munu stökkva fram af svöl- um og láta lífið, og tvær aðrar sögu- hetjur munu farast er þær verða undir gífurlegu magni af rusli. Aðfjárfesta í fjölmiðlum UTAN ÚR HEIMI berast fréttir af heiftarlegum átökum blaða- °g útgáfiiþursa og fíölmiðlarisa. Stjórnendur risafyrirtækjanna Time Inc. og Warner Bros. voru að ganga frá samningum um samruna fyrirtækjanna þegar Paramount-þursinn gerði sig líklegan til þess að gleypa Time Inc. með kauptilboði sem vart átti sér fordæmi í sögu bandarískrar kaupsýslu. Fræg og útbreidd tímarit, bókaútgáfur, áskrifendasjónvarpsfyrirtæki, kapalsjónvarpsfyrirtæki og hlutabréf í alls konar fjölmiðla- og samskiptafyrirtækjum, sem töldust til eigna Time Inc. voru orðin bitbein kvikmyndarisa sem fyrir áttu útgáfu- og einka- rétt á jafíi ólíkum dægurmenningargullkálfum og nýju Batman kvikmyndinni, Miss USA-keppninni og íslenskum Sykurmolum. Á sama tíma fréttist það sunnan úr Ástralíu að þar hefði millj- ónamæringur að nafni Bond, Alan Bond, sem m.a. á eitt stærsta sjónvarpsfyrirtæki á suðurhveli jarðar og er einn helsti hlut- hafi í BSB-gervitunglinu sem á næsta ári verður skotið á braut yfír Evrópu, verið dæmdur óhæfur til þess að reka ljósvaka- stöð. Hann var fundinn sekur umað hafa látið sjónvarpsstöð sína þjóna á óheiðarlegan hátt hagsmunum annarra fyrirtækja í sinni eigu. slík leyfissvifting gæti orðið. Að sögn Kjartans Gunnarsson, for- manns útvarpsréttarnefndar, yrði það væntanlega á grund- velli almennra laga, m.ö.o. bryti ljósvakamiðill lög með frásögn- um sínum gæti hann misst leyf- ið. Samkvæmt þessum skilningi núverandi formanns þá mega íslenskir Ijósvakamiðlar í einka- eign útvarpa siðlausum aðdrótt- unum svo fremi þær bijóti ekki lög. Með annarri skipan manna í útvarpsréttarnefnd gæti þetta þó breyst. Hér er spurt hvort ekki sé ástæða til þess kveða skýrar á um þessi mál þannig /fuí9&9 Islenskir Ijósvakamiðlar hafa vart slitið bamsskónum en samt eru þeir og hlutabréf í þeim farin að ganga kaupum og söl- um. Fyrir skömmu runnu tvær útvarpsstöðvanna saman í eina og halda sumir því fram að þar hafi frekar verið um yfirtöku að ræða. Þegar það er athugað hveijir eiga íslensku ljós- vakamiðlanna kemur það í ljós, — sem er áberandi víða erlendis, að eignaraðilar eru gjaman eignamenn sem einnig reyna að ávaxta sitt pund í öðr- um fyrirtækjum og þá oft sem tengjast dægurmenningu og skemmtanaiðnaði. Jón Olafsson og Ólafur Laufdal em að líkind- um stærstu eigendur Bylgjunnar og Stjömunnar. Eins og flestum er kunnugt þá er Ólafur ókrýnd- ur konungur skemmýanaiðnaðar- ins hér á landi og Jón er einnig eigandi plötuútgáfufyrirtækis og verslunar sem einnig flytur m.a. inn myndbönd og tækjabúnað fyrir sjónvarpsver. Auk þess hef- ur hann að undanfömu komið nærri kvikmyndaútgerð. Upp- haflegir eigendur Stöðvar 2, Hans Kristján Ámason og Jón Óttar Ragnarsson, em ekki vísir að neinum öðmm rekstri en hins vegar em þeir, sem síðar komu inn í reksturinn, tengdir öðmm fyrirtækjum. Ólafur Jónsson sel- ur einnig íþróttavömr, en sér- staklega em það Svavar Egils- BAKSVID eftirÁsgeirFridgeirsson son, sem nú hefur selt hlut sinn í íslenska myndverkinu, og Páll Jónsson, sem kenndur er við Pólaris, sem era dæmigerðir kaupsýslumenn sem víða eiga hagsmuna að gæta. Líklegt er miðað vð ijárhagsstöðu Stöðvar 2 að auka þurfí hlutafé fyrirtæk- isins og eykur það enn frekar líkurnar á að kaupsýslumenn eignist stærri - hlut í því. Það er því ekki út í hött að ætla að íslenskir einka- miðlar verði í framtíðinni frekar í eigu manna sem hafa lifibrauð af kaupum og sölum fyrirtækja og setu í stjóm þeirra en beinlín- is rekstri og stjómun fjölmiðla. Það er alls ekki til þess að kasta rýrð á ofangreinda menn 101, að spyija í þessu samhengi hvort íslenskum ljósvakamiðlum í einkaeign leyfist að fjalla um menn og málefni á þann hatt að eigendur miðlanna geti beinlínis hagnast af því. Miðað við núver- andi lög og túlkun þeirra virðist þeim leyfast það. Útvarpsréttar- nefnd hefur heimild til þess svifta aðila útsendingarleyfi. Ekki er kveðið á um á hvaða forsendum <■ H A N N I: , „Spilapeningar í pókerspili auðjöfra og kaupsýslu- manna?“ að braskarar viti fyrir víst hvort þeir megi reka útvarpsstöð sem leggði aðaláherslu á vondar fréttir af samkeppnisaðilum. HVERSUIANGT? Undirritaður hefur um skeið notið þeirrar ununar að leika á bumbu í hinní sjálfskipuðu sinfóníusveit, sem ár og síð klifar á nöldur-hljómkvið- unni mikiu um tungutak þeirra, sem öðmm fremur hafa orð fyrir oss á opin- bemm vettvangi. Þar hefur þeim verið send- ur tónninn, sem hnýta saman málsgreinar eins og hér get- ur að líta í upphafi þessa pistils, þar sem tilvísunar- setningar hanga hver í tagli annarrar líkt og áburðar- tmntur í lestarferð; einnig þeim sem nota fomafn ann- arrar persónu sem óákveðið fomafn; einnig þeim sern beita viðbjóðslegri skildaga- tíð í staðinn fyrir yndislegan viðtengingarhátt; einnig þeim sem að ófyrirsynju hafa eintöluorð í fleirtölu eða fleir- töluorð í eintölu; einnig þeim sem misþyrma fornöfnunum hver, hvor, sinn, hvortveggi og báðir; einnig þeim sem setja persónufornafn í stað afturbeygðs fomafns; einnig þeim sem brúka fomöfn í stað miðmyndar sagna; og yfirleitt öllum þeim sem búa til enskar setningar úr íslenzkum orðum. Löngum hafa fjölmiðla- menn verið eftirlætis-bráð nöldurseggja. En þeir sem iðnastir em við málspjöllin hafa þann kost með sér, að allt það fólk í fjölmiðlastétt sem jafnan vandar mál sitt verður þeim mun betri auð- fúsugestir á íslenzkum heim- ilum. Þar skal að þessu sinni einungis nefndur einn flokk- ur manna, sem mjög er til fyrirmyndar, en það er starfsfólk Veðurstofu ís- lands. Það hygg ég teljist til tíðinda, ef á þeim bæ heyrist annað en heilsugott mál, hraustleg en tilgerðarlaus íslenzka, vel búin til allra veðra. , Eitt er það samt, sem ég hef undrazt í málfari þeirra sem flytja veðurfregnir í út- varp, og ég hef lengi beðið eftir að yrði fært til betri vegar. Þegar tilgreind er hnattstaða, einkum staður skips á rúmsjó, er einatt sagt, að skipið sé á svo eða svo mörgum gráðum, til dæmis á 60 gráðum norður- breiddar og 30 gráðum vest- urlengdar. Þess er að gæta, að hér er gráða notuð sem mæliein- ing um vegalengd, annars vegar um fjarlægð frá mið- baugi, en hins vegar um fjar- Iægð frá tilteknum lengdar- baugi. Enginn segði að kaup- staðurinn Selfoss væri á sextíu kílómetrum austur frá Reykjavík, jafnvel þó svo mældist að hann væri sextíu kílómetra austur frá Reykjavík. Auðvitað væri þá líka rétt að segja: Selfoss er sextíu kílómetrum austar en Reykjavík, ef því væri að skipta. En „á sextíu kíló- metrum“ næði engri átt. Um skipið í dæminu væri því rétt að segja: Skipið er statt 60 gráður norður og 30 gráður vestur. Mikið væri nú gaman, ef Veðurstofan sæi sér fært að kippa þessu lítilræði í lag, svo að trú vor íslendinga á veðurguðina megi enn eflast, jafnvel þótt þeir skreppi í smáverkfall annað veifið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.