Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBllAÐIÐ l IUIANNLÍFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1989 G 15 LÖCm/EÐI/^AíJ^W treystirfólk þeim ekkif Vantraust almennings á dómstólum í nýlegri könnun félagsvísindastofnunar Háskóla íslands á viðhorfum fólks til opinberrar þjónustu var m.a. spurt um það hvernig viðkom- andi teldi dómstólana gegna hlutverki sínu. Af þeim sem afstöðu tóku töldu 16,9% að þeir gerðu það vel, 54% sæmilega og 28,9% illa. Þetta er áreiðanlega verri einkunn en þeir sem hjá dómstólunum starfa telja sig eiga skilda. Aðeins löggjafarsamkunda þjóðarinnar, hið virðulega Alþingi, og stjómsýslan fá lélegri einkunn hjá almenningi. Hlutskipti dómstólanna hlýtur að vera þeim sem þar starfa, og raunar lögfræðingum yfirleitt, um- hugsunarefni og um leið áhyggju- efni. Ég þekki það af eigin raun að flestir sem þar starfa vinna sín verk af mikilli sam- viskusemi og reyna að leysa úr ágrein- ingsefnum af vand- virkni og eftir bestu vitund. Siök einkunn hjá þjóð- inni veldur dómur- um o g öðrum sem þar starfa áreiðan- lega vonbrigðum. Það er kunnara en frá þurfi að segja að alltaf verður að skoða niður- stöður slíkra kannana með nokkrum fyrirvara. Ekki eru til sambærilegar kannanir um traust almennings á dómstólum frá fyrri árum, né er við sambærilegar kannanir hjá öðrum þjóðum að styðjast. Það eru þvi ekki skilyrði til að meta hvað er „eðlilegt vantraust", ef svo má að orði kom- ast. Þá eru forsendur fyrir afstöðu einstakra manna mismunandi og eins víst að, a.m.k. stundum, sé afstaðan byggð á vanþekkingu eða misskiln- ingi á því sem um er spurt. Þetta skiptir þó tæplega máli, enda getur jákvæð afstaða einnig byggst á mis- skilningi eða fákunnáttu. Það verður því tæplega hægt að draga aðra ályktun af niðurstöðu þessarar könn- unar en að álit almennings á dómstól- um sé mjög lftið. Þegar að er hugað koma margar hugsanlegar skýringar upp í hugann og mismunandi eðlis. Ein skýringin, og sú sem kemur eflaust upp í huga flestra, er áfengiskaupamálið sem svo hefur verið nefnt. Komið hefur í ljós að fyrrverandi forseti Hæsta- réttar neytti fríðinda sinna með þeim hætti að þorra almennings þykir ógeðfellt, með réttu eða röngu. Þetta, ásamt þeim upplýsingum sem dregn- ar hafa verið fram í dagsljósið um áfengiskaup annarra embættis- manna, á án alls efa þátt í takmörk- uðu trausti almennings á dómstólum. Það má því segja að könnunin sé gerð á óheppilegum tíma. Önnur skýringin leiðir beinlínis af eðli dóm- stóla sem tækis til að skera úr rétt- arágreiningi. í öllum málum tapar einhver og í mjög mörgum málum er niðurstaðan umdeilanleg, bæði lögfræðilega og þá ekki síður frá sjónarhóli réttlætis og sanngimi. Dómarar hafa beinlínis atvinnu af því að taka umdeildar og óvinsælar ákvarðanir. Þriðja skýringin á að mínu viti rætur að rekja til umfjöllun- ar ijölmiðla um dómsmál. Dómar og aðrar dómsathafnir, þ.m.t. gerðir þinglýsingadómara, fógetaréttar, uppboðsréttar og fleiri dómstóla, skipta árlega tugum þúsunda. Að sjálfsögðu eru mál þessi mismikil að vöxtum og yfírgnæfandi meirihluti þeirra einföld og auðleyst. Fjölmiðlar fjalla hins vegar eingöngu um hin stærri mál og umdeildari. Þetta er oft gert af töluverðri fákunnáttu og smekkleysi. í umfjöllun sinni um dóma verða fréttamenn og aðrir (stjómmálamenn þar á meðal) ávallt að vera minnugir tvenns: að ávallt verður að vera endir allrar deilu og að dómarinn getur ekki skotið sér undan að kveða upp dóm, sama hversu erfitt honum kann að þykja málið og hann getur aldrei svarað gagnrýni. Hlutskipti hans er því alls ólíkt hlutverki þingmannsins, sem einfaldlega skrópar á þingfundum til að forðast óþægilegar ákvarðanir. Sá sem setur sig í stellingar gagnrýn- andans verður því ávallt að gæta þess að draga fram þær forsendur sem dómarinn byggir á og gera sér far um að skýra þær fyrir þeim sem gagnrýnina er ætlað að lesa og setja dóminn í samhengi við réttinn í landinu að öðm leyti. Á þetta skort- ir oft og getur haft óheppileg áhrif á traust almennings til dómstóla. Dæmi um þetta er upphlaupið í kringum dóm í ærumeiðingamáli eftir Dovíð Mr Björgvinsson Dómstólar — Þriðjungur landsmanna hefur lítið álit á dómskerfinu. ónefnds blaðamanns, sem nýlega var kveðinn upp í Sakadómi Reykjavík- ur. Þess ber þó að geta að stór hluti af þeirri gagnrýni beinist frekar að þeim lagaákvæðum sem dómurinn er reistur á, en síður að dóminum sjálfum. í fjórða lagi liggur skýring- in í því að vald dómstóla til að þvinga menn til athafna (greiða skuldir o.s.frv.) er í raun mun minna en margir halda. Gjaldþrot hafa verið býsna tíð hin síðustu misseri og raun- ar tíðari en áður hefur þekkst. Þetta merkir auðvitað að fleiri en áður hafa glatað kröfum sínum. Ég þekki það af eigin raun að þeir sem glata fé með þessum hætti hafa tilhneig- ingu til að skella skuldinni á „kerf- ið“, sem þeir kalla svo, og er þá fyrst og fremst átt við dómstólana. Þessir aðilar átta sig ekki alltaf á því að þvingunarúrræði dómstóla eru tak- mörkuð, jafnvel þótt allir sem um málin fjalla vinni störf sín óaðfínnan- lega. Þær skýringar sem hér hafa verið reifaðar eiga það sameiginlegt að engin þeirra gerir ráð fyrir að dóm- stólar eigi skilið svo lítið traust sem framangreind könnun vitnar um. Líklegt er þó að dómstólamir sjálfir eigi einhveija sök á þessum óvin- sældum. Má í því sambandi benda á að þegar verðbólga var sem mest hér á landi og allt fram á 9. áratug- inn, græddu menn beinlínis á því að tefja mál fyrir dómstólum sem mest þeir máttu með kærum og áfrýjun- um. Ástæðan var sú að dómstólar synjuðu einatt kröfum um verðbætur eða vexti sem dugðu til að kröfur héldu verðgildi sínu. Dómstólamir þjónuðu með þessum hætti gjarnan þeim hagsmunum sem síst skyldi. Þetta hefur eflaust átt þátt í því að rýra traust manna á dómstólum, ekki síst þeirra sem leita þurftu at- beina þeirra. Á sama tíma heyrðist mikið kvartað yfir því að málarekst- ur tæki mjög langan tíma. Sú gagn- rýni heyrist enn, enda þótt hún eigi ekki jafn vel við og áður. Varðandi þetta síðasta atriði ber ennfremur að hafa í huga að það em oft aðilar sjálfír sem tefja mál og draga á lang- inn. Eflaust mætti geta sér til um fleiri skýringar sem liggja dýpra í þjóðar- sálinni og ekki hafa verið reifaðar hér. Ég læt öðmm eftir að velta þeim upp á borðið. LÆKNISFRÆÐI//7iv;.f má væntaf Enn um inflúensu Það liðu fímmtán ár frá því spanska veikin æddi um veröld- ina þangað til mönnum tókst að fínna og handsama sökudólginn, inflúensuveiruna. Þá fyrst var hægt að ráðgera tilraunir með bóluefhi og firamleiðslu þess. Áður höfðu flestir hallast að þeirri kenningu að sóttin væri af völdum staflaga og nyósleg- innar bakteríu sem fánnst árið 1881 og oft sést í slími sem inflú- ensusjúklingar hósta upp. Hún var ýmist kennd við sjúkdóminn eða lækninn sem fyrstur kom auga á hana og kölluð Pfeiffers- sýkill eða inflúensubaktería. Það naöi loðir reyndar við hana enn, líklega mest af gömlum vana. Eftir 1918 hafa faraldrar geng- ið öðra hvora, oft á 2-4 ára fresti en stundum á hverju ári, misstrangir og misjafnlega víðförl- ir. Talið er að útbreiðslan fari eink- um eftir því hve mikið af viðkom- andi mótefnum frá fyrri faröld- ram leynist í mannfólkinu. En stundum kómast á kreik ný veiruaf- brigði sem lítið eða ekkert ónæmi er fyrir og þá má búast við heims- farsótt eins og spönsku veikinni. Asíu-inflúensan 1957 var af því tagi. Hún náði hingað um haustið og lagði 22 þús. manns í rúmið; aðeins í október og nóvember voru skráðir tæplega fimmtán þúsund inflúensusjúklingar á landinu, þar af um fjögur í Reykjavík. í nóvem- ber dóu 40 manns en alls í faraldr- Faraldrar á rúmum áratug. inum hálfur sjötti tugur. Þegar nánar fregnir bárast af eðli og atferli veikinnar var ákveðið að búa til bóluefni hér á landi, því að ólík- legt þótti að unnt yrði að nálgast það frá útlöndum í tæka tíð. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður og nauman undirbúningstíma framleiddi Til- raunastöðin á Keldum undir stjóm Björns Sigurðssonar 16 þús. skammta, með öðram orðum nóg til að tvíbólusetja 8000 manns. I fyrstu var ætlunin að þær starfs- stéttir sem inntu mikilvægustu þjónustustörf af höndum yrðu bólusettar; ennfremur sjúklingar sem búast mátti við að þyldu veik- ina illa, ekki síst fólk með berkla og aðra alvarlega lungnasjúkdóma. En framleiðslan varð ríflegri en ráð hafði verið fyrir gert svo að hægt var að slaka á hömlum og Táta fleiri njóta góðs af. Bóluefnið reyndist vel og alls ekki lakar en annars staðar í heiminum þótt vísindamenn stæðu víðast hvar betur að vígi en hér. Nákvæm eftir- grennslan benti til að bólusetningin hefði veitt 67 af hundraði fulla vernd. Ekki era tök á að telja hér upp alla faraldra undangenginna ára- tuga en þó er vert að geta stutt- lega um suma. Eins og sagt var frá í síðasta pistli gekk faraldur árið 1919 um nokkurn hluta lands- ins og varð 91 manni að bana. Tveim áram síðar dóu 79 manns úr inflúensu og árið 1937 vora 22 þús. sjúklingar skráðir og dauðs- föll 87, en 1941 veiktust 10 þús. og 38 dóu; tveimur árum seinna 13 þús. og dauðsföll urðu þá 36. Árið 1949 var inflúensa í landinu alla fyrri sex mánuðina og voru þá skráðir um 9 þús. sjúklingar, en ekki dóu í það sinn nema tíu manneskjur og leikur naumasi vafi á að penisillín og ef til vill fleiri ný og öflug meðul hafi þá komið í veg fyrir strandhögg lungnabólgunnar sem áður hafði jafnan siglt í kjölfarið. Þótt hér á undan væri staldrað lengur við Asíu-faraldurinn 1957 en aðra var ekki því að heilsa að landið væri flensulaust árin þar á undan, því að faraldrar gengu nær árlega og 9-12 þúsund manns voru skráð með inflúensu hveiju sinni. Árin 1959 og 62 komu enn faraldr- ar og var sá fyrri allskæður, 20 þús. sjúklingar skráðir og 45 dauðsföll. Og 1968—9 var á ferð- inni heimsfaraldur kenndur við Hong Kong. Veirafræðingar skipa inflúensu- sóttkveikjum í flokka eða stofna og nefna þá A og B. Af hvoram stofni finnast mörg afbrigði og gerir það framleiðendum bóluefnis ókleift að búa til algilt varnarmeð- al. C-stofn er líka til en veldur sjaldan eða aldrei veikindum. A- stofn er oftast í föram og þeirra skæðastur, en faraldrar B-stofns eru flestir vægir og ná ekki mik- illi útbreiðslu. Það kemur því ekki á óvart að fundist hefur með blóð- prófun á þeim sem veiktust af spönsku veikinni að þar var A- stofn að verki. Nú á dögum era bólusetningar vel skipulagðar og standa almenn- ingi til boða en mest áhersla er enn sem fyrr lögð á að vernda þá sem vegna aldurs eða sjúkleika era veikir fyrir og sist færir um að standast áhlaup farsóttar af eigin rammleik. Samvinna milli þjóða heims og vaxandi skilningur heil- brigðisstétta ætti að draga úr þeirri hættu að sorgarsagan frá 1918 nái að endurtaka sig. ORLOFSHÚS Á SPÁNI Viljið þið tryggja ykkur sólríka framtíð í hlýju og notalegu umhverfi við ströndina COSTA BLANCA, þar sem náttúrufeg- urð er hvað mest á Spáni? VERÐ FRÁ ÍSL. KR. 1.900.000,- AFBORGUNARKJÖR. Við LAS MIMOSAS er fjölbreytt þjónusta sem opin er alla daga, m.a. veitingastaðir, diskótek og 18 holu golfvöllur. SÉRSTAKUR KYNNINGARFUNDUR með myndbandasýningu á Laugarvegi 18, í dag, sunnudag 16. júlí frá kl. 13.00-17.00. Kynnisferð til Spánar 22. júlí. Örfá sæti laus. ORLOFSHÚS SF., Laugavegi 18, 101 Reykjavík, ____________________simar 91-17045 og 15945.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.