Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 20
20 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JULI 1989 + KROSSFARINÆTURINNAR FÆST VIÐ SPAUGARANN í NÝRRI ZILLJÓN DOLLARA ŒVIHTÝRAMYND FYRIR FDLLORÐNA Amaldur Indribason ÍSLAND UM miðjan sjöunda ára- tuginn. Batman nemur land í mýflugumynd. Daufar minningar um Batman-bíl í Matchbox-stærð; Batman þrjúbíó í Nýja bíói, sem gert var í tengslum við sjón- varpsþættina spaugilegu og var engu minna spaugilegt; einstaka Batman-hasarblað. Síðan ekki söguna meir þar til í sumar að við fréttum að hetjan er komin aftur, Bat-menningin blómstrar, Bat-mennin fljúga úr hellum sinum og flykkjast á nýju Bat- man-myndina. Það eru sjálfsagt fá Bat-menni á íslandi, amerískar hasar- blaðahetjur hafa átt í erfiðleikum með að festa rætur hér þótt flest annað hafi verið gleypt hrátt að vestan, en Bat-mennin eru að koma fram um öll Bandaríkin vakin upp af einhverri mest auglýstu og þar með umtöluðustu bíómynd seinni ára, POW, ZAP, WOW. Þeir flykkj- ast í bíó að sjá hetjuna sína, hellis- búarnir í undirmenningu amerísku hasarblaðabókmenntanna sem dýrkað hafa hinn skykkjuklædda krossfara næturinnar í gegnum súrt og sætt í hálfa öld. Hinir fara af einskærri forvitni sem búið er að vekja í þeim á listilegan hátt. Ekkert mátti leka út um gerð zilljón dollara myndarinnar en eftirvænt- ingin var orðin slík að Bat-mennin keyptu sig inn í bíó til að sjá 90 sekúndna kynningarmynd um Bat- man-myndina og löbbuðu út þegar aðalmyndin byrjaði. Nóg er til af slíkum sögum því Batman er líka partur af umfangs- mikilli markaðssetningu, söluher- ferð og auglýsingaskrumi. Um leið og myndin var gerð voru verksmiðj- ur í óða önn að búa til Bat-varning- inn; sólskyggni, eyrnalokka, Bat- man-bíla, boxarabuxur — 400 teg- undir. ALLT Á AÐ SELJAST. Það var því ekki að undra, þegar búið var að mynda allan þennan spenning, að miðasölumet Indiana Jones frá í vor varð ellinni að bráð mánuði eftir að það var sett. Fyrstu þrjá dagana tók Batman, sem frum- sýnd var 23. júní, inn yfir 40 millj- ónir dollara. Batman tryggir enda góða skemmtun ef marka má umsagnir erlendis frá. Myndinni er leikstýrt af þrítugum nýliða í Hollywood, Tim Burton, sem á tvær myndir að baki, „Pee-Wee's Big Adventure" og „Beetlejuice". Báðar einkennast af hugmyndaríkri og afar sjónrænni listhönnun og súrrealískri, svartri gamansemi en hvort tveggja má finna í hrúgum í Batman-mynd- inni. Batman sjálfan leikur Michael Keaton, sem átt hefur heldur skrykkjóttan feril en sló að ráði í gegn í „Beetlejuice" og trompið er Jack Nicholson í hlutverki Spaugar- ans, erkikrimmans í Gotham-borg. Nicholson var skrautfjöðurin í hatti framleiðendanna, sprengjudú- ettsins Jon Peters og Peter Gubers. Hugmyndin að nýrri Batman-mynd varð til fyrir áratug þegar þeir tveir tryggðu sér réttinn til að kvíkmyndasögu hasar- blaðahetjiinnar. í fyrstu var aðeins hlegið að þeim. „í augum fólks var hann stutt- buxnastrákur og ólíkt Súper- man gat hann ekki flogið," segir Peters. Þegar Nichol- son bauðst fyrst hlutverk Spaugarans þar sem hann vann við Nornirnar í East- wick sagði hann við Jon Pet- ers: „Ekki til í dæminu ... þú hlýtur að vera brjálaður." Það tók Nicholson hálft ár að segja já. Handrit var ann- að vandamál. Fyrri handrit röktu sögu Batmans frá því hann, tíu ára gamall, fylgist með krimmanum Jack Napier myrða for- eldra sína. „Þú þurftir að vaða í gegnum 20 ár áður en þú fékkst að sjá mann- inn í búningnum, sem allir eru komnir til að sjá," segir Sam Hamm, einn af þremur handrits- höfundum myndarinnar. Lausnin: Bruce Wayne er þegar orðinn Bat- man en Jack Napier er ekki enn orðinn að Spaugaranum. Batman leyfir honum að falla oní eituref- naúrgang og útúr honum sprettur Spaugarinn með andlit hvítt eins og á líki, hár grænt eins og eitur og blóðrauðan munn fastan í geð- veikislegu brosi.„Ég er fyrsti morð- listamaðurinn í heimi," segir hann og hrindir af stað glæpaöldu í Got- ham-borg og eitrar með Smylex- gasi sem skilur fórnarlömbin eftir dauð með glott á vörum. Og auðvit- Skr skr, E

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.