Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 30
m o M0RGUNELAÐR) I SUNNliÐAGURclfi. iÆÚLÍ; ;m& eftir Pól Lúðvík Einarsson FRJÁLSLYNDIOG FRJÁLSRÆÐI í siðferðis- og kynferðismálum hefur að flestra áliti farið vaxandi hin síðari ár. Margir landsmenn telja sér frítt og fijálst að samrekkja hverjum sem er, — hvenær sem er, — svo fremi sem samþykki beggja — eða allra sé fyrir hendi. Þetta fijálsræði nær þó ekki til presta og kennimanna, né heldur prestnema, þ.e.a.s. guðfræðistúdenta. í gildi eru strangari lagaákvæði um lifiiað þeirra og hátterni. íslenskum lögum um kirkjumál er skýrt kveðið á um legorðssakir presta, það er að segja kynmök utan hjónabands: „Viljum Vér náðarsamlegast hér eftir boðið og skipað hafa alvarlega, að allir prestar, er gerast þannig sekir um hórdóm og frillulifnað ... skuli þegar að undangengnum dómi settir af og hafa fyrirgert kalli sínu, og fái eigi annað embætti aftur fyrr en þeir hafa fengið þar til náðarsamlegast leyfi Vort.“ Fyrrgreindur texti er frá árinu 1646. Hann hefur enn lagagildi og nú á okkar tíð merkir ofangreint að forseti íslands þurfi að veita föllnum kennimanni starfsleyfi. Kirkjudómur fer með refsimál vegna afbrota bisk- ups og presta þjóðkirkjunnar út af hneykslanlegu framferði þeirra í embættisathöfnum eða einkalífi, enda sé ekki um almenn refsiverð brot að tefla. Þar fyrir ofan er Synódalréttur sem er æðsti dóm- stóll í málum, sem að lögum liggja undir kirkjudóm í héraði. Eftir því sem næst verður komist hafa þessir dómstólar verið aðgerðalitlir eða iðjulausir á síðari tímum. Komelíusi Sigmundssyni forsetaritara er ekki kunnugt um að endurnýjun starfsleyfa presta vegna legorðssaka hafi komið til kasta forsetaembættisins. Þorleifur Pálsson deildarstjóri í kirkjumálaráðuneytinu kannast heldur ekki við að reynt hafi á þetta ákvæði undanfarna ártugi. Prestnemar verða einnig að gaumgæfa breytni sína og fram- ferði. í gildi em ákvæði frá 1683úr „Dönsku lögum Kristjáns 5“: „Nú verður stúdent legorðssekur, og má þá eigi veita honum eftir fyrsta brot hans . . . prestakall fyrr en eftir 2 ár. Skal hann þá skyldur til að sýna biskupi fullnægjandi vottorð um lifnað sinn, háttemi og betmn og þar að auki konungs- leyfí til þess að hann megi gegna prestsembætti svo framarlega sem hann á kost á að fá nokkurt kall. Þó má það eigi verða í sókn þar, er hann varð brotlegur. En ef hann verður brotlegur öðru sinni, þá skal hann aldrei í préd- ikunarstól koma.“ Það ákvæði að prestur megi ekki þjóna í þeirri sókn þar sem hann hrasaði á sér sennilega þá löggjafinn telur ólíklegt að prestur um, af nægjanlegum myndugleika, Gfldandl lög um Iijú- skaparfar presta og prestnema A aó framfylgja lög- um eóa fella burt? skýringu að geti vandað við þann söfnuð sem sé nákunnugur afbroti sálu- sorgarans. Barn of snemma Nú hefur það lengi tíðkast á íslandi að fmmburð- ur hjóna hefur fæðst nokkm fyrr en níu mánuðum eftir giftingardag. Kennimönnum og þeirra mökum er ekki liðið slíkt framferði átölulaust. í íslenska lagasafninu má lesa konungsbréf frá 1738: „Það mundi vafalaust hneyksla menn allmik- ið, ef Vér allramildileg- ast tækjum til greina í hvert skipti og án nokk- urs greinarmunar allra þegnsamlegust bænar- skjöl þau, er nú um tíma hafa tíðar en áður kom- ið til Vor frá stúdentum og jafnvel stundum prestum, um að eigi verði á því tekið, þótt konur þeirra hafi orðið léttari of snemma eftir brúð- kaupið, og veittum þeim allramildi- legast uppreisn Vora, enda má með réttu krefjast þess af þeim, sem annaðhvort eru þegar, eða ætla að verða kennarar í kirkju guðs og söfnuði eða í skólunum, að þeir séu óflekkaðir af syndum þeim, sem bæði teljast með ber- sýnilegu holdsins at- hæfi, og auk þess er eigi hægt að leyna. Fyr- ir því gefum Vér hér með til vitundar, að til þess að stemma stigu fyrir slíku hneyksli framvegis, höfum Vér ákveðið að eftirleiðis skuli farið svo sem nú skal sagt með slík bænar- skjöl, hvort sem þau koma frá prest- um eða stúdentum. 1) Um presta þá, er verða brotlegir gegn guðs lögum og 2. bók, 11. kap., 13. gr. Vorra allramildustu Laga, fer Fjöldi brota óþelditur Morgnnblaðið/Einar Falur beinlínis framvegis eftir því, sem ákveðið er í Lögunum.“ 13. greinin sem vísað er til er enn í gildi og birt í íslenska laga- safninu: „Hver sá prestur, er geng- ur að eiga konu er annar maður hefur legið, eða hefur samrekkt konu sinni áður en þau voru gefin saman skal, að undangenginni lög- legri málsókn, hafa fyrirgert emb- ætti.“ — Og „að því er kemur til stúd- enta eða annarra, sem legorðssekir hafa orðið og ætla að sækja um prests ... embætti, þá skal: a. far- ið beint eftir Lögunum að því leyti, og hinum legorðsseka eigi leyfast að leita uppreistar fyrr en þau 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.