Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 32
,32 ,C MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 16. JULI 1989 ||AI lUfl Aldarminning: milimil II” Guðrún Haraldsdóttir ANDirom frá Hrafhkelsstöðum að slá á hjónabands hamingj- una... En aðalskugginn var kvennafar föður míns ... Þegar ávextir komu í ljós af kvennafarinu, og faðir minn lagðist í rúmið í ein- hvers konar geðveiklunarörvænt- ingu út af ástandinu, og svo leit út sem hann gæfi allt frá sér og ætlaði að láta skeika að sköpuðu, þá fekk hún sér kvenhjálp til að annast hann og börnin. Lagði svo sjálf af stað tii að útvega feður að börnunum. Og alltaf tókst henni þetta.“ Þó fór svo að lokum að Helga gafst upp: enda: „Þnríður mun ekki hafa viljað ótignari barns- föður en prest.“ Þau hjónin skildu og séra Jón lét af prestskap 1869. Jóni var síðar aftur veitt presta- kall, hann fékk Ögurþing 1871 og Skarðsþing 1873. Jóni varð fleiri bama auðið, hann eignaðist dóttur árið 1872, — ekki með Þuríði né heldur Helgu fyrrum eiginkonu sinni. Kunnugt er um presta og prest- nema sem hafa fallið í legorðssakir á þessari öld, þótt hér sé látið hjá líða að nefna nöfn. Kveðja frá Ásaskóla Fædd 16. júlí 1889 Dáin 9. ágúst 1960 í dag eru liðin 100 ár frá fæð- ingu Guðrúnar Haraldsdóttur, en hún fæddist á Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi, Árnessýslu, þann 16. júlí 1889. Foreldrar henn- ar voru hjónin Haraldur Sigurðsson frá Kópsvatni og Guðrún Helga- dóttir frá Birtingaholti í sömu sveit. Heimili þeirra hjóna var mikið menningarheimili og búsýsla öll og umgengni svo af bar. Guðrún var elst af stórum systkinahóp, en systkinin sem upp komust voru 9, og er eitt þessara systkina enn á lífi, en það er Sigríður, fyrrum hús- freyja á Hrafnkelsstöðum og á hún enn heima á ættaróðali sínu í hárri elli. Mikla atorku hefur þurft til að sjá þessum stóra hóp farborða. Á þeim tímum var krafist mikillar vinnu af öllum. Um annað var ekki að gera, og munu þau systkin hafa farið að vinna að heimilis- og bú- störfum svo fjótt sem kostur var. Heimilið var mannmargt, því auk systkinanna voru auðvitað vinnu- menn og vinnukonur og svo kaupa- fólk á sumrin. Þar að auki var oft á heimilinu gamalt fólk, karlar og konur. Oft tóku þessar gömlu konur eldra bamið að sér, þegar nýtt barn bættist í hópinn, og létu mikið með „sitt“ bam. Gátu þá risið kátlegar deilur milli tveggja fullorðinna kvenna, um það hvor fóstraði efni- legra bam. Öll vora systkinin vel gefin og námfús og tóku foreldrar þeirra heimiliskennara handa þeim. Mun það hafa verið mjög fátítt á þeim tímum. Kennaramir vora þær Margrét Eiríksdóttir frá Fossnesi í Gnúpveijahreppi, síðar húsfreyja í Haga í sömu sveit, og Steinunn Egilsdóttir frá Kjóastöðum í Bisk- upstungum, síðar húsfreyja á Spóa- stöðum í sömu sveit. Þessar konur voru afbragðskennarar og var mik- il vinátta alla tíð með þeim og Guð- rúnu. Með Steinunni, sem Guðrún var alla tíð mjög handgengin, fór hún eitt haust til ísafjarðar, en Þórdís Egilsdóttir, systir Steinunnar, bjó þar. Hún var gift Þorsteini Guð- mundssyni klæðskera, en hann var ættaður úr Tungunum eins og þær systur. Hjá Þorsteini var Guðrún svo um veturinn og lærði karl- mannafatasaum. Aðra menntun hlaut hún ekki, nema í heimahúsum svo sem fyrr er getið, og af lestri góðra bóka. Guðrún var mjög söngvin og hafði góða rödd. Hefur það ekki verið úrættis, því faðir hennar hafði verið söngmaður góður. Á Hrafn- kelsstöðum var til Iítið stofuorgel, Guðrún lærði að spila hjá Margréti Gísladóttur frá Ásum í Gnúpverja- hreppi, síðar húsfreyju á Hæli í sömu sveit og var nú óspart spilað á orgelið á Hrafnkelsstöðum. Upp úr aldamótum fer ung- mennafélagshugsjónin eins og eldur í sinu um Iandið, og í kjölfar henn- ar margskonar leikir og söngvar. Fóra Hrafnkelsstaðasystkinin ekki varhluta af því. Var Guðrún, ásamt eldri systkinum sínum, ein af stofn- endum Ungmennafélags Hrana- manna. Nú er það svo, að skammt frá Hrafnkelsstöðum er hinn sögufrægi kirkjustaður Hrani. Þá var þar prestur séra Kjartan Helgason, móðurbróðir þeirra Hrafnkelsstaða- systkina. í Hruna var stór systkina- hópur og glaðvær. Sá var siður þeirra frændsystkina að efna til fagnaðar á heimilunum um hátíðar, og þá var glatt á hjalla. Á Hrafn- kelsstöðum var baðstofunni breytt í skemmti- og dansstofu, með því að taka rúmin öðram megin og láta þau upp á rúmin hinum megin. Var þá komið hið besta dansgólf, enda betra að hafa nóg pláss fyrir Vef- aradansinn góða. Auk þess var far- ið í alls konar leiki, sem gáfu hug- myndafluginu lausan tauminn, svo sem að leika sagnir og málshætti, og þá var nú um að gera að geta ráðið þrautimar. Öllum þessum leikjum og dönsum fylgdu söngvar, bæði á íslensku og öðram norður- landamálum, sérstaklega sænsku. í Hrana var lestrarfélag hrepps- ins og sá séra Kjartan um bókaval. Hefur hlutur hans verið ómetanleg- ur, því hann var mikill og íjölfróður bókmenntamaður. Keypti hann all- ar bækur helstu rithöfunda Norður- landa, sem hann dáði mjög, en þó sérstaklega Selmu Lagerlöf. Kom það nú af sjálfu sér, að bókelskt fólk, svo sem Hrafnkelsstaðasystk- inin, fóra að lesa þessar bækur, ekki síst Selmu, þó tungumálanám í skóla væri ekki fyrir hendi. Má fullyrða, að þau menningaráhrif og víðsýni, sem þau Hrafnkelsstaða- systkini hafa orðið fyrir á unga aldri, hafa orðið þeim gott vega- nesti, enda gætti þess ætíð í fram- komu og lífsviðhorfi Guðrúnar. Guðrún var mikill unnandi góðra bókmennta og las mikið, bæði inn- lendar og erlendar bækur, hvort sem þær vora sænskar, danskar eða norskar, en Selma Lagerlöf var hennar uppáhaldshöfundur. Einnig var Guðrún mikill ljóðaunnandi, en mest dáði hún „listaskáldið góða“. Haustið 1924 tók Guðrún að sér ráðskonustörf við nýstofnaðan heimavistarskóla að Ásum í Gnúp- veijahreppi. Unnur Kjartansdóttir frá Hrana, frændkona Guðrúnar, var fyrsti skólastjóri og kennari við Ásaskóla og samvinna þeirra gerði skólann að þeirri fyrirmyndarstofn- un, sem hann varð. SIGURÐUR LÍNDAL LAGAPROFESSOR Kirkjan setjf regfur MORGUNBLAÐIÐ FÓR á fúnd Sigurðar Líndals lagaprófess- ors og spurði hann hvort það væri ekki óæskilegt og hættu- legt fordæmi að framfylgja ekki þeim lögum sem í gildi væru: „Það er almennt óheppilegt að setja lög eða viðhalda lögum sem ekki er framfylgt. Það ýtir undir virðingarleysi fyrir lög- um og ólöghlýðni.“ A Aað fella lögin um legorðssak- ir úr gildi? „Já, ef lög era orðin úrelt og í ósamræmi við réttarvitund manna eða aðstæður hafa breyst svo að þeim verður ekki framfylgt leng- ur, ber að fella þau úr gildi. Þess ber þó að gæta að meginregla tiltekins ákvæðis kann að vera í fullu gildi, þótt ytri búningur laga- reglunnar sé ekki í fyllsta sam- ræmi við það sem nú tíðkast. Þannig má oft laga forna reglu að nýjum aðstæðum.“ — Er óeðlilegt að gera meiri kröfur til hirðanna í söfnuði Drott- ins en sauðanna? „Ég tel eðlilegt að kirkjan geri þær kröfur til þjóna sinna að þeir hagi breytni sinni a.m.k. í megin- atriðum í samræmi við þær siða- kenningar sem kirkjan boðar. Það er hins vegar álitamál hvort festa eigi slíkar kenningar í landslög. Þetta þótti sjálfsagt á einveldis- öld, ekki síst þegar heittrúarstefn- an var ráðandi, en nú á dögum eru önnur viðhorf. Eðlilegast væri að kirkjan sjálf veitti þjónum sínum siðferðilegt aðhald. Má hér minna á að ýmsar stéttir hafa sett sér siðareglur, — Codex ethic- us.“ — Kemur til greina að halda í þessi lög af „menningarsöguleg- um ástæðum"? „Það tel ég varla. Annars vil ég halda í sem mest af fornum lagaákvæðum meðan þau era ekki í hróplegu ósamræmi við réttarvit- und manna eða beinlínis til traf- ala. Vil ég sem dæmi nefna lang- flest Jónsbókarákvæðin í laga- safninu." Legstdnar MARGAR GERÐIR Mmorex/Gmít Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður Blömastofa Friöfinm Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. m LEGSTEDíAR MOSAIK H.F. Hamarshöföa 4 — Sími 681960 Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. ii S.HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48'SlMI 76677 Gunna, eins og við börnin hennar í Ásaskóla kölluðum hana alltaf, var miklu meira en ráðskona skólans. Hún var húsmóðir í þess orðs fyllstu merkingu. Til hennar gátum við alltaf leitað með öll okk- ar vandamál, hvernig sem á stóð. Ásaskóli var hvorki stórt né há- reist hús á nútímamælikvarða. Gengið var inn í skólann af jafn- sléttu og komið inn í stóra forstofu, þar sem við geymdum yfirhafnir okkar og skófatnað. Úr forstofunni var gengið inn í stórt eldhús. Þar mötuðust allir við stórt og mikið langborð. Oft var glatt á hjalla, þegar var setið að borðum, því þær frænkur kunnu ósköpin öll af gát- um. Margar þeirra voru svokallaðar „talnagátur“ og var séra Kjartan, faðir Unnar, höfundur flestra þeirra. Við krakkarnir sáum um uppþvottinn, skiptust þijú og þijú á í einu. Gunna stjórnaði þessu og það vora skemmtilegar stundir. Upp úr forstofunni var gengið upp á loft, en þar var skólastofa og þijú svefnherbergi, kennaraherbergið, þar sem Unnur svaf, en það var um leið kennslugagna- og korta- geymsla, strákaherbergi með fjór- um rúmum og svo stelpnaherberg- ið, en í því voru þijú rúm. Gunna svaf í stelpnaherberginu. Þá sváfu alltaf tveir og tveir saman, og ef stelpurnar voru fimm, svaf ein þeirra hjá Gunnu, sem fúslega tók að sér dálítið telpukom og lofaði því að sofa í hlýrri holu. Það var mjög gott fyrir okkur stelpurnar að Gunna svaf í okkar herbergi, því hún las oft dálitla stund áður en hún fór að sofa, og máttum við líka líta í bók þar til hún slökkti, en ljósfærin vora auðvitað olíulamp- ar og vel varð að gæta þess að slökkt væri áður en farið var að sofa. Engin söngkennsla var í skólan- um en þar var lítið stofuorgel og kom það sér nú vel, að Gunna gat spilað. Deginum lauk alltaf með kvöldvöku, þegar allir sátu með handavinnu, strákar og stelpur, og einhver las hátt. Var þá ekki ónýtt að fá leiðsögn Gunnu fyrir litlar hendur, sem ekki voru of vanar nál eða pijónum. Kvöldinu lauk svo með því að Gunna spilaði á orgelið og söng með okkur sálm. Eins og ég hef áður sagt, kunni Gunna ósköpin öll af danskvæðum og leikjum. Ég minnist t.d. „Ég lonníetturnar lét á nefið“, og hún kenndi okkur meira að segja að syngja á sænsku, „Och jungfrun hon gár i dansen med röda gull- band“ og hringdans með. Það var nú ekki lítið varið í að geta sungið á sænsku! Og annan sænskan hringdans kenndi hún okkur, ein vísan í því ljóði byijaði svona: „Stampa tackten, pojkar“ og hún sagði okkur að „pojkar" væra strák- ar, en „flickor" stelpur. Eða þá Vefaradansinn! Hann var svo skemmtilegur. Okkur er það minnisstætt, börn- unum í Ásaskóla, þegar systkini Gunnu komu í heimsókn, en það gerðu þau alltaf einu sinni á vetri, þó aldrei á sama tíma. Þá var nú dansaður Vefaradans. Aldrei gleymi ég, hvað Helgi bóndi á Hrafnkelsstöðum var lipur í dansin- um. Hann stóð nú aldeilis ekki „eins og þvara í pott“. Marga fleiri leiki kenndi hún okkur, t.d. að fela hlut, sem einn átti síðan að finna, en á meðan sungum við ýmist veikt eða sterkt: Að hveiju leitar lóan? í lyngvöxnum mó? Hún flýgur fram og aftur, en finnur ekkert þó. Unnur og Gunna kenndu okkur líka einhvem tíma ákaflega skrýtn- ar vísur um fjóra prinsa og fjórar prinsessur, sem hétu fjarska undar- legum nöfnum. Og Gunna kenndi okkur lag, svo við gætum sungið vísurnar og lagið var „Napóleons- marsinn". Og þá var nú sungið af miklu íjöri. Allt sýnir þetta okkur hve íjölbreytt og skemmtilegt heim- ilislífið var í Ásaskóla. Árin horfnu í Ásaskóla eru okkur dýrmæt og nú minnumst við Guð- rúnar Haraldsdóttur frá Hrafnkels- stöðum með gleði og þakklæti. Hulda Runólfsdóttir frá Hlíð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.