Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 26
r £ n 26 € M- U MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1989 JHOI 4 i | I f ? about you í Fílharmóníuhöllinni og er gaman að bera þá útgáfu saman við þá í Antibes. Hugmyndimar þær sömu, en búið að fága sérhveq'a og slípa svo engri nótu er ofaukið. Þannig verða listaverk til. Miles Davis segist hafa lært að blása ballöður af Coleman Hawkins, en hann hefur líka lært af Louis Arm- strong: „Það er ekki hægt að blása neitt í trompet sem Louis hefur ekki blásið,“ sagði Miles eitt sinn. Hvað sem um það má segja er eitt víst að þeir unnu ekki ósvipað úr efniviðnum en þegar Miles hafði náð fullkomnunni var verkið ekki lengur á dagskrá, en Louis blés þau ævilangt. Skömmu eftir Fílharm- óníuhallartónleikana var Wayne Shorter kominn á tenórinn og þá fer tónlistin að breytast enn einu sinni oggömlu lögin hurfu nær öll af efnisskránni. Eins og áður grein- ir heyrði ég Miles fyrst á tónleikum í Antibes 1969. Næst heyrði ég hann í Fflharmóníuhöllinni í Berlín 1971. Þá var Keith Jarrett kominn til liðs við Miles og Live-Evil tíminn genginn í garð. Ekki hrifu þeir tón- leikar mig neitt í líkingu við þá í Antibes og þeir næstu jafnvel enn minna. Það var seint á árinu 1973 í Tívolíkonsertsalnum. Davis var greinilega þjáður, átti erfitt með gang og allur skakkur og skældur og í keng þegar hann blés. Bijósk- eyðing í mjaðmaliðum þjáði hann. 1975 hvarf hann heiminum og kom ekki fram aftur fyrr en 1981. „Mig langaði ekki að blása í trompetinn. Mig langaði ekki að hlusta á tón- list. Ekki heyra hana, sjá hana, finna hana, vita af henni.“ Og þá var ekkert annað sem hann langaði til. Honum leið trúlega eins og þeg- ar hann ánetjaðist heróíni 1949, þá 26 ára. En Miles Davis er ótrúlega sterkur eins og sjá má á því hvem- ig hann skildi við eitrið hvíta. Eftir að hafa notað heróín í fjögur ár fannst Miles komið nóg. Hann reyndi sálgreiningu en árangurs- laust. Þá tók hann til sinna ráða. ,,Ég ákvað að hætta við heróínið. Ég þoldi það ekki lengur. Maður getur hætt að þola hvað sem er, einnig að láta eyðileggja sig. Ég lagðist í rúmið og horfði uppí loftið í tólf daga og bölvaði öllum í sand og ösku sem mér var í nöp við. Ég valdi erfiðustu leiðina til að losna. Djassinn hefur eignast fjóra stórmeistara — Louis Armstrong, Duke Eliington, Charlie Porker og þann sem hér segir fró eftir Vemharð Linnet UM Þ AÐ er engum blöðum að fletta: Miles Davis er stórstimi djassins. Hann hefúr allt frá því Bitches Brew kom út árið 1970 náð langt út fyrir hóp djassunnenda og komið firam jafht á djass og rokkhátíðum. Eg gleymi aldrei þegar ég hlustaði fyrst á Miles í hold- inu á Antibes djasshátíðinni fyrir 20 áram. Pálmatrén bærðust í hlýrri kvöldgol- unnni og voldugir Ijóskastarar lýstu upp sviðið. Þúsundimar fylltu hátí- ðarsvæðið og ég sat í fremstu röð. Wayne Shorter, Chick Corea, David Holland og Jack DeJohnette komn- ir á sviðið og beðið eftir meistaran- um: Alltí einu stóð hann þama í rauðum flauelsbuxum, hvítri skyrtu með ógnarstór sólgleraugu og gull- inn trompet og blés, blés og blés; tvö kvöld og klukkutíma í hvort skipti. Þó ég hefði drukkið Miles í mig frá ungum aldri kannaðist ég við fæst. Verkin vora tvinnuð sam- an og ekkert kynnt: Round about midnight, No blues, I fall in love too easily og Nefertiti skutu þama upp kollinum — en hver voru öll þessi nýju verk sem komu táranum út á mér? Svarið fékk ég ári síðar er ég eignaðist Bitches Brew. Þama skinu perlumar frá Antibes í rafur- loga, því rafhljóðfæraleikarar alls konar höfðu bæst í hóp þeirra fimm- menninga er léku í Antibes 1969. En Miles er ekki aðeins stór- stjama — þær skína margar á himni tónlistarinnar um stund, blikna síðan og hverfa — hann er einn af meisturam djassins. Louis Arm- strong, Duke Ellington, Charlie Parker og Miles Davis era hinir flóra stóra í djasssögunni. Ýmsir aðrir era í nágrenninu en áhrif þeirra ekki eins yfirþyrmandi né sérstaðajafnskýr. Armstrong og Parker vora ör- eigaættar og umskópu djassinn í einni sjónhendingu og breyttist stfll þeirra lítið eftir það — eins og tón- list þeirra væri sú Aþena er stökk fullsköpuð úr höfði Seifs. Það var eins og öll reynsla hins ameríska negra kristallaðist í tónlist þeirra. Duke og Miles voru aftur á móti af velstæðu millistéttarfólki komnir og hlutu sæmilega menntun og liðu aldrei skort þó þeir kynntust helvíti kynþáttafordómanna ekki síður en aðrir kynbræður þeirra. Foreldrar Miles fiuttust í hvítt hverfi í East St. Louis ogein fyrsta minning Miles er þegar hvítur maður elti hann hann þar á röndum æpandi: Niggari, niggari! Þetta hafði mikil áhrif á Miles og seinna lenti hann bæði í því að vera barinn til óbóta og fangelsaður vegna iitarháttar síns. Miles er nú 63ja ára gamall og eins og Ellington staðnar hann aldr- ei. Það var Ellington sem fyrst líkti honum við Picasso: Sífelld umbrot, ný tímabil. Miles lítur ógjaman til baka. „Faðir minn hafði mikil áhríf á mig. Hann kenndi mér að velja og hafna og líta aldrei til þess sem liðið var eða láta mig nokkru skipta hvað aðrir sögðu um mig.“ Sam- komulag foreldra hans var ekki uppá marga físka og þegar Miles varð 13 ára ætlaði móðir hans að gefa honum fiðlu. „Pabbi gaf mér þá trompet, af því honum þótti svo vænt um mömmu." sagði Miles seinna. Miles lærði mikið af vini sínum Clark Terry í æsku — svo og Freddie Webster. Hann hélt til New York og lék með Charlie Parker; síðan tók hvert tímabilið við af öðra: Hið svala skeið, módalskeiðið, raf- skeiðið, svo hin helstu séu nefnd. Oft þótti gagnrýnendum jafnt sem aðdáendum nóg um nýsköpunina, sérílagi eftir að rokkáhrifanna tók að gæta og ófáir gömlu aðdáend- anna hættu að hlusta en nýir bætt- ust í hópinn — fleiri og fieiri eftir því sem árin liðu. Um þessar mundir má fá nýjustu skífu Miles Davis í Reykjavík. Hún nefnist Amandla og er gefin út af Wamer bræðram — einnig má fá fimm platna albúm er CBS hefur gefið út og nefnir: The CBS years 1955—1985. Þar má greina feril Miles í hnotskum þó ég hefði valið öðravísi stundum og raðað á annan hátt. Skífumar fimm nefnast: Blu- es, Standards, Orginals, Moods og Eletricks og samkvæmt því riðlast öll tímasetning auk þess sem lög eru ekki í réttri tímaröð á hverri skífu fyrir sig. Réttara hefði verið að raða verkunum í tímaröð svo hin ýmsu skeið á ferli Davis hefðu orð- ið skýrari, en aðeins Eletrick-skífan er tilraun til slíks. En hvað um það. Tónlistin á þessum fimm skífum er magnþrangin og meira . að segja má fínna þar óútgefna hluti Milesgeggjuram til mikillar ánægju: I thought aboutyou, ótút- gefinn ópus frá Antibes djasshátíð- inni 1963, óútgefin taka af Someday my prince will come frá 1961, óútgefin taka af Flamenco sketches úr Kind of blue svítunni o g óútgefin taka af Pinocchio af Nefertiti-skífunni. MéL þykir sérílagi mikill fengur af I thought about you tökunni frá Antibes. Þarna hljóðritaði hann í annað sinn.með nýjum kvintett; George Coleman á tenór, Herbie Hancock á píanó, Ron Carter á bassa og Tony Williams á tromm- ur. Þessi ungmenni hleyptu nýju blóði í Davis og hann endurskóp túlkun sína á ýmsum uppáhalds ballöðum sínum — hámarki náði sú sköpun á Fílharmóníumhallartón- leikunum í New York rúmu hálfu ári síðar þar sem hann hljóðritaði eina fegurstu ballöðutúlkun sína: My funny Valentine, sem hann blés þá í þúsundustaoghvað skipti veit ég ekki. Þá útgáfu má finna á þessu safni. Miles blés líka I thought MILES DAVIS sextíu og þriggja ára. « (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.