Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLAR 01=1 -SUNNUDAGUR -16.- JULI-1989 - i <■<? C 23 FÓLK i fjölmiðlum ■NÝR fréttamaður á Stöð 2 tók við þann 1. júlí síðastliðinn en það er Kristín Helga Gunnars- dóttir. Bylgjuhlustendur ættu að kannast við rödd hennar en hún starfaði sem fréttamaður á þeirri stöð í tvö ár. Kristín Helga var í spænskunámi hér heima og á Spáni þar sem hún var einnig fararsijóri í eitt ár. Hún lagði stund á fjölmiðla- fræði í Utah í Bandaríkjunum í rúmlega tvö ár áður en hún fór í fréttamennsku. „Þetta er skemmtileg tilbreyting frá því að vera fréttamaður á útvarpi þar sem eru margir fréttatímar á dag. Annars er þetta allt mjög svipað, stressið er alltaf við hend- ina f þessu starfi, aðeins mismun- andi eftir flölmiðli. Á útvarpi er það jafiit yfir daginn og dreifist á vissa álagspunkta en á sjón- varpi er stressið að magnast al- veg markvisst upp fyrir þennan eina pakka að kvöldi. Mér líkar það alveg ágætlega." Kristín Helga er ráðin í sumarafleysing- ar og verður jafht með erlendar sem innlendar fréttir. KRISTIN HELGA Vil takast á við ný verkefhi - segir Jón Örn Marínósson, tónlistarstjóri Ríkisútvarpsins sem hyggst nú láta af störfum NYLEGA VORU auglýstar lausar stöður tónlistarstjóra og varadagskrárstjóra hjá Ríkisút- varpinu. Lilja Guðmundsdóttir, núverandi varadagskrárstjóri, lætur af störfum eftir fimm ár og er að flytjast af landi brott. Jón Örn Marinósson, tónlistar- stjóri, sem tók við starfi af Þor- steini Hannessyni fyrir átta árum, er að yfirgefa útvarpið eftir fimmtán ára starfsferil, en áður var hann á fréttastofúnni í sex ár og í hálft ár varadag- skrárstjóri. æT að eru engar sérstakar breyt- ingar á dagskrá hjá útvarpinu, þetta eru í raun aðeins manna- skipti núna. Hins vegar hefur ver- ið skipuð nefnd til þess að stokka upp í dagskránni á Rás 1, þó aðal- lega í efnisniðurröðun, og sú nefnd tekur til starfa á næstunni. Út- varpið mun halda sínu gamla yfir- bragði. Annars er það komið í ákveðinn farveg eftir gífurlega miklar breytingar sem átt hafa sér stað þau fimmtán ár sem ég hef starfað við stofnunina,“segir Jón Örn. Mesta breytingin varð auðvitað þegar einkarétturinn var afnuminn og stemmningin innan stofnunar- innar varð öll önnur. Menn heils- uðu ekki lengur allri þjóðinni í Morgunútvarpinu. Starfið var jafnt sem áður mjög ábyrgðarfullt en tilfinningin allt.önnur. Hiðjákvæða Morgunblaðið/Einar Falur Jón Örn Marinósson lætur af störfum þann 1. september næst- komandi. var að menn reyndu að vanda bet- ur til hlutanna með tilliti til sam- keppni. Eftir að við fluttum í nýja húsið, sem var mikil framför, varð allt annað starfslag, og við reynd- um að gera dagskrána betri þrátt fyrir að hafa minna fjármagn umleikis. í starfi tónlistarstjóra felst bæði dagleg skipulagsstörf en starfið er líka skapandi. Ég hef frum- kvæði, er nokkurs konar efnislegur ritstjóri fyrir báðar stöðvarnar og legg grófustu línurnar. Við megum vera sátt við þá hlustun sem við höfum á klassíska tónlist og nútímatónlist, þó að hún sé ekki há í prósentum. Hún er meiri en hjá Svíum en svipuð og hjá Finn- um. Annars er útvarpshlustun alls staðar að minnka, hvar sem sjón- varpsstöðvar eru farnar að senda út allan sólarhringinn. Hún er einna mest á vinnustöðum og í umferðinnni." Hefur gagnrýni haft áhrif á ákvörðun þína um að hætta? Nei, ég hef verið að hugsa um að hætta í tvö ár, eða síðan við fluttum. Átta ár er hámarkstími, ég er búinn að tæma sarpinn ef svo má segja. Ég er orðinn leiður á mér í þessu starfi og vil takast á við ný verkefni. Mín fasta höfn verður hjá Islensku íiuglýsinga- stofunni og ég býst við að kallast textagerðarmaður. Svo hef ég ýmis önnur járn í eldinum, og verð hugsanlega eitthvað við dagskrár- gerð hér innanhúss. Líklega á ég eftir að hlusta meira á útvarpið eftir að ég hætti hér en nokkurn tíma áður.“ Útbreiðsla dagblaða fyrr á öldinni EINN af þeim sem nýlega hlutu styrk úr Vísindasjóði er Ragnar Karlsson, þjóðfélagsfræðingur, en rannsóknarverkefhi hans er fé- lags- óg hagsaga íslenskrar blaðaútgáfu. Markmið hans er að kanna upphaf dagblaðaútgáfu á íslandi, sögu þess og þá einna helst út- breiðslu og upplagstölur. Rannsóknin er tvíþætt. Annars vegar felst hún í því að fara í gegn um einkabréf sem til eru á skjalasöfnum, einkum bréfasöfn rit- stjóra og kunnra umboðs- og út- breiðslumanna fyrr á öldinni. Hins vegar geri ég úrtakskönnun í við- talsformi og ræði þá við fólk sjötíu ára og eldra í þeim tilgangi að kanna blaðakaup á heimili þeirra í ,æsku. Tilgangurinn með þessu tvennu er að reyna að kasta tölu á stofnaða blaðaútgáfu á fyrstu ára- tugum þessarar aldar en upplags- tölur eru engar- til. Það er ekki fyrr en um 1960 sem einhveijar slíkar tölur verða til en þær eru allar í- skötulíki enn í dag,“ sagði Ragnar. Hann sagði jafnframt að með þessu væri hann meðal annars að styðja tilgátu sem hann setti fram í BÁ-ritgerð sinni um þróun, út- breiðsluskilyrði og eignarhald á ísienskum dagblöðum. Útbreidd- asta blaðið, Morgunblaðið, hefði til- tölulega fljótt náð stöðu sinni í blaðaútgáfu hérlendis er það rann saman við ísafold. Lesendur Þjóð- ólfs, hins forna keppinauts ísafold- ar, færðust á milli eftir sameiningu þess og Morgunblaðsins, og þar með hefðu tvö pólitísk bandalög róið á sömu mið. Ragnar sagði við- fangsefni sitt að vissu leyti vera andsvar við hugmyndum um að auglýsingamagn í blöðum ráðist af frjálsri samkeppni eingöngu. AM FLUG OG BILL VERÐ FRÁ KR. 25.800 (Verð m.v. bíl í c flokki í 2 vikur og ^ 2 fullorðna og 2 börn 2-11 óra) íbúð í viku frá kr. 12.600 WALCHSEE VERÐ FRÁ KR. 35.050 A MANh Innifalið: Flug, flutningur til og frá flugvelli í Salzburg, gisting í íbúð með einu svefnherbergi í tvær vikur og íslensk fararstjórn. (Verð m.v. staðgreiðslu og 2 fullorðna og 2 börn 2-11 ára). ÍCIlÐASKRIfSTOFAN UKVU - fólk sem kann sitt fag!_ Pósthússtrœti 13 - Sími 26900. SALZBURG ereinfallegasta borg Evrópu með glæsilegum byggingum, leikhúsum, tónleikasölum, fjölmörgum kaffihúsum, veitingahúsum, ölkjöllurum og stórgóðum skemmtistöðum. Til Salzburg erflogið íbeinu áætlunarflugi og gefst farþegum Urvals kostur á ýmsum gerðum hótela, bílaleigubíla auk dvalar á hinum vinsæla sumardvalarstað WALCHSEE í WALCHSEE er Úrval með aðalbækistöð sína í Austurríki. Þaðan skipuleggja fararstjórar Úrvals, þau Ingunn og Rudi, vikulega dagskrá með skoðun- arferðum, íþróttum, leikjum og grillveislum. Þeir farþegar, sem kjósa frekar að dvelja í ZELL AM SEE, geta líka tekið þátt í flestu því sem Ingunn og Rudi skipuleggja í WALCHSEE. Tekið er á móti farþegum á flugvellinum í Salzburg og þeir aðstoðaðir við að fá afgreiðslu á bílaleigubílum o.fl. Einnig er boðið upp á rútuferð frá flugvelli og til WALCHSEE við komu og brottför. FLUGLEIDIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.