Morgunblaðið - 16.07.1989, Side 6

Morgunblaðið - 16.07.1989, Side 6
1 8á(>f .91 flUOAÍíUKMUf. (tlttAJaMUOflOM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1989 6 C eftir Benedikt Stefónsson ÞEG AR Bítlarnir voru enn að spila í Hamborg lagði ungur skraddarasonur úr Sjuharads- bygden í Suður-Svíþjóð af stað til Lundúna. Fyrir honum lá að sauma fbt á breskan aðal hjá einum þekktasta klæðskera borgarinnar við Seville-road. Hálfúm þriðja áratug síðar sit- ur Jan Davidson í nýuppgerðu húsi í Þingholtunum. A víð og dreif í stofúnni eru frumgerðir af skíðafatnaði sem prýða munu verslanir víða um heim að ári. Eftir nokkra sólahringa verður hann í Hong Kong að segja klæðskerum fyrir verkum við framleiðslu flíkanna. Jan hefúr valið sér ísland sem bækistöð fyrir starfsemi sem teygir anga sína vestur og austur um haf. Hann getur nefiit ótal ástæður fyrir því að flyfjast burtu frá Islandi, en enga nógu ríka til að fara. Jan Davidson þekkja senni- lega ekki margir með nafni, en flestir kannast við Don Cano íþróttafatnaðinn sem naut vinsælda hér á landi fyrir fáum árum. Jan var höfundur flíkanna og tók þátt í að koma upp sauma- stofu hér á landi til að framleiða þær. Reksturinn gekk brösuglega. Þegar annað fyrirtækið sem stofnað var um framleiðslu Don Cano fatn- aðar lagði upp laupana ályktaði Jan að fataiðnaður á íslandi ætti ekki framtíð fyrir sér. Þetta er sorgar- saga sem hann hefur lítinn áhuga á að riíja upp. Vissulega hvarflaði oft að honum að flytja starfsemi sína annað. Hann hefur hinsvegar aldrei verið gefinn fyrir að flýja af hólmi Mistökin eru til að læra af þeim „Ég hef ekki við aðra en sjálfa mig að sakast fyrir hvernig fór. Jan Davidson með dóttur sinni, Söndru.Hún hefur hug á að feta í fótspor föður síns og afa og verða skraddari. „Hér á ég tvær dætur sem ég vil alls ekki missa af, hús sem ég hef gert upp undanfarið ár, fyrir utan ótal þræði sem toga í mig.“ Morgunblaðið/Emilía hefur á eigin spýtur byggt upp fataiönab sem teygir anga sína úr Þingholtunum til Austurlandafjœr, Bandaríkjanna og Evrópu Stærstu mistökin sem ég gerði voru þau að velja mér slæma samstarfs- menn. Á íslandi er of mikið af mönnum sem ég kalla „gullgraf- ara“. Mönnum sem sækjast eftir skjótfengnum gróða en eru ekki tilbúnir að leggja neitt af mörkum til að öðlast hann. Ég hafði aldrei séð víxil á ævinni fyrr en ég kom hingað. Áður en ég vissi af var sótt að mér úr öllum áttum með þessa pappíra. Ég hata ekkert eins mikið og víxla og hef í seinni tíð gert mitt besta til að vera engum háður um lánsfé,“ seg- ir hann. „Það tók mig langan tíma að jafna mig á skakkaföllum vegna Don Cano,“ heldur Jan áfram. „Á tímabili var ég haldinn sjúklegri hræðslu við að eiga nokkurn þátt í viðskiptum á íslandi. Um daginn fór ég til spákonu. Hún sagði mér að mér myndi aldrei vegna vel hér á landi og ég myndi flytjast burtu innan þriggja ára. Ég hef aldrei trúað á forlögin og kannski hleypti þessi spádómur í mig kergju sem á sinn þátt í að ég hef ákveðið að vera hér áfram. Ég gefst aldrei upp og sjálfsagt má flokka það sem veikleika. En leggi maður árar í bát þegar á móti blæs er þeim lærdómi fórnað sem felst í að gera mistök. Allir hafa rétt til að reka sig á. Mistökin eru aðeins prófsteinar sem eiga að herða mann í lífsbaráttunni. Það nær enginn settu marki nema að hann skilji þetta," segir Jan. Skrifræðið er það versta Don Cano heyrir sögunni til. Fyrir þremur árum hóf Jan fram- leiðslu á skíðafatnaði undir merkinu Davidson. Hann er sjálfs sín herra, hannar fatnaðinn hér á landi, kaup- ir efni í Evrópu og Asíu og stjómar undirbúningi framleiðslunnar sem fer fram í Hong Kong. Samstarfsaðilar eða umboðs- menn á Norðurlöndum og í Banda- ríkjunum leggja síðan inn pantanir og greiða Jan höfundarlaun fyrir hveija framleidda flík. Þannig hefur honum tekist að íjármagna allan reksturinn án þess að leita á náðir banka eða opinberra sjóða. Hann kveðst leggja mikinn metnað í að halda þessu sjálfstæði. „Ég ætla aldrei aftur að vera

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.