Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 10
U—é- MORGUNBLAÐlÐ sÚnnIJDAGUR 16.!jVjLÍ ÍM Morgunblaðid/BAR eftir Urði Gunnarsdóttur og Árna Matthíasson FYRSTA SKIPTIÐ sem menn heyrðu Guðmundar getið, var vorið 1987 er músíktilraunir SATT voru haldnar í Tónabæ. Músíkskríbentar, rokk- og blúsaðdáendur máttu vart vatni halda af hrifhingu yfir gítarleik fjórtán ára stráks, Guðmundar Péturssonar. Hann kom, sá og sigraði, spilaði af þvílíkri innlifun að menn áttu allt eins von á að hann og gítarinn sameinuðust í eitt á hverri stundu. Hann spilaði með tönnunum og hálfsítt hárið flaksaðist út um allt. Það kom afgreiðslustúlku í hljóðfæraverslun því dálítið á óvart þegar hann laumaðist inn í verslunina og bað um linar gítarneglur. Það var ekki auðvelt að þekkja aftur gítarleikarann í þessum hlédræga og uppburðarlitla strák. En núna, tveim árum síðar, hefúr Guðmundur Pétursson braggast heilmikið þó hann viðurkenni fúslega að hann sé ennþá feiminn. Hann notar ekki lengur linar neglur heldur harðar, þær hörðustu sem fást. Hann veit hvar hann stendur og hver geta hans er sem hljóðfæraleikara en er ekkert að flíka henni. „ Að spila er það eina sem er mér nokkurs virði,“ segir hann og hefúr ekki fleiri orð um hljóðfærið sem hann hefur heillað svo marga með. Og blúsáhugamennirnir segja að hann sé góður, strákurinn, „djöfúll góður“. Eg hef verið alinn meira og minna upp í músík; því sem hefur verið að gerast í rokkinu fyrir 1980, til dæmis Yes pg Jethro Tull,“ segir Guðmundur. „Ég var hvattur til þess að læra á hljóð- færi, enda töluverður áhugi á tón- list í fjölskyldunni. Ég byrjaði að læra á píanó þegar ég var tíu ára en missti áhugann, fannst allar prelúdíurnar og menúettarnir sem ég lærði á píanóið lítið spennandi þó ég sjái gildi þeirra nú. Ég hætti þegar ég hafði lært í tvö ár og fór ég að spila á gítar. Þá kom blúsinn til sögunnar. Einn félagi minn var að læra á gítar og ég fékk að grípa Guðmundur Pétursson er að- eins sextán ára en þykir þó einn sn jallasti gítarleikari landsins í dag. Hann hefur leikið með nokkrum af þekkt- ustu tónlistarmönnunum á ferli sem spannar ekki nema tvö ár en hann hefur spilað mun lengur á gítarana fjóra. staðar. Síðan hef ég ekki þurft að koma sjálfum mér á framfæri." Hvernig tóku strákarnir því að þú værir dreginn svona fram í dags- ljósið? „Ágætlega. Við héldum áfram í smátíma, spiluðum í sjón- varpi og á fleiri stöðum áður en við hættum. Ég spilaði síðan sáralítið sumarið eftir en fór þá að spila með Bobby Harrison síðastliðið haust. En hef æft mig stöðugt heima. Pabbi hefur hvatt mig áfram, hefur meira að segja verið að gutla eitthvað sjálfur á gítar og það kemur fyrir að við spilum sam: an heima.“ En skólafélagarnir? „í skólanum varð ég aðeins vinsælli en ekkert merkilegri.“ IHHHi Einhveija hug- mynd hlýtur þú nú að hafa haft um að þú værir góður gítarleikari . . .? „Það var bara nokk- uð sem vinirnir sögðu. Ég var ekki alveg meðvitaður um það og átti allra síst von á þessum viðbrögðum. En ég get ekki ímyndað mér hvað ég væri að gera ef ég hefði ekki farið í Músíktil- raunirnar. í hjá honum. Fyrst lærði ég sjálfur en fór síðan á námskeið í tvo mán- uði. Það er eina kennslan sem ég hef fengið. Ekki þurft að auglýsa mig Fyrst fannst mér að gítarinn væri eingöngu til að spila rokk og ról en þegar ég ætlaði mér að spila eitthvað af viti, fór ég að hlusta á blús. Ég spilaði með hinum og þess- um, með vinum mínum og í skólan- um. En það varð ekki hljómsveit úr fyrr en Bláa bílskúrsbandið var stofnað, sem fór svo í Músíktilraun- ir. Við tókum þátt í þeim til að auglýsa okkur, til að spila einhvers Engin stjarna Að ioknum Músíktilraununum var ég dreginn fram í dagsljósið sem fullburða gítarleikari án þess að vera það. Ég hafði miklar áhyggjur af því hvort ég myndi standa undir því síðar meir. Músíkskríbentarnir gerðu allt of mikið úr hæfileikum mínum og ég vissi af mörgum sem voru ósammála þeim. En auðvitað var ég í sigurvímu fyrst. í dag þyrði ég ekki að láta nokk- urn mann sjá mig ef ég tæki sama gítarsólóið og ég gerði þegar ég kom fram í kosningasjónvarpinu fyrir tveimur árum. Aldurinn skipti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.