Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 28
28 O MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUU 16. JÚ.LÍ 1983 Minning: Pálína O. Vestmann, Fáskrúðsfírði Fædd 29. október 1930 Dáin 26. júní 1989 Hörð þykja okkur oft á tíðum örlögin. Ekki sízt á það við þegar það fólk, sem á gnótt lífsorku og ekki síður lífsvilja er hrifsað á braut svo alltof, alitof fljótt. Svo fór mér þegar ég vissi að dáðríku stríði Pálínu vinkonu minnar við mikinn vágest væri nú lokið. Sú öriagahríð var hörð. Það eru fá ár frá því móðir henn- ar var kvödd hinztu kveðju og hvern óraði þá fyrir tíðindunum nú, sem pkilja okkur eftir hnípin og hennar nánustu harmi lostin. Síðbúin er örstutt kveðja mín til minnar kæru vinkonu og hins trygga félaga um leið, en hennar hefur þegar verið minnst á svo ein- lægan og fallegan hátt af vinkonu hennar að betur verður varla gert. Hugurinn hvarflar um hálfan Qórða áratug aftur í tímann til ungrar húsmóður austur á Fá- skrúðsfirði, sem átti þá þegar þar sitt hlýlega og fallega heimili með dugmiklum, einlægum eiginmanni. Hún var falleg kona, sem ekki var unnt annað en taka eftir, hún var glaðleg og hress í bragði, sagði óhikað sína meiningu, og hafði sínar eigin mótuðu skoðanir og lífssýn um leið. Ég kom aðeins tvisvar eða þrisv- ar á þetta notalega heimili þá, en þangað var bæði gott og gaman að koma. Það spillti auðvitað ekki að ég fann fljótlega að skoðanir fóru fjarska vel saman og svo var í raun ævinlega. Ágæt greind hennar og glögg athygli fóru ekki framhjá neinum og heimilið bar myndarlegri húsmóður vitni þá sem alltaf. Um sextán ára skeið átti ég margar ferðir á Fáskrúðsfjörð og þó alls staðar þætti mér ágætt að koma eystra ollu gömul kynni við gott fólk því að hvergi fékk ég vinhlýrra viðmót en á Fáskrúðsfirði. Pálína var ein þeirra sem allra bezt var að hitta, hvort sem var heima, við síldartunnuna eða færi- bandið. Ekki af því hún segði ævin- lega einhver blessunarorð jáfélag- ans, heldur af því að hreinskilni hennar og einlægni, en fastheldni um leið var óhætt að treysta, og hún sagði það sem aðrir hugsuðu, en hollt var á að hlýða þeim sem þurfti að vita hvar helzt væru van- kantar á. Þetta átti að vera þökk fárra orða og fátæklegra fyrir þessi kynni áranna og undurgóða minningu um tryggan félaga og vin. Eiginmaður hennar, Trausti Gestsson, sem einnig er hinn trúi um, máske einnig af því að sú mynd máðist ekki i áranna rás, eins þó alvara sjúkdómsins hefði markað sín spor. Ég kveð og þakka henni einarða og ágæta fylgd og allan trúnað við þann málstað, sem við bæði mátum svo mjög. Megi vonbjört ósk hennar um æðri heima verða að veruleika og þá veit ég það verður hlýtt og bjart í kringum hana. Blessuð sé björt minning Pálínu Vestmann. Helgi Seljan Kveðjuorð: Benedikt Bogason og góði félagi sem alltaf má reiða sig á, stendur nú einn eftir, en æðrulaus mun hann taka því eins og hann tók erfiðu lífsstríði eigin- konunnar síðustu árin. Þar fóru saman fórnfýsi og ein- lægur hjálparvilji á örðugri göngu Pálínu, en sjálf var hún með bros á vör og glettnisglampa í augum er við sáumst síðast. Einlægar sam- úðarkveðjur eru honum fluttar frá okkur hjónum svo og þeirra efnilegu og ágætu börnum og öllu þein'a fólki, ekki sízt öldruðum föður hennar. Stundum knýr þökkin svo fast á hugann að ekki verður undan vikist að kvitta fýrir, þó segja megi að of seint sé þakkað. Huggulega, brosleita unga konan frá kennsluárum mínum stendur mér enn ljóslifandi fyrir hugarsjón- Hvað eru rúm tvö ár í lífi manns, eða í eilífðinni? Fyrir mig hafa þau liðið hratt. Þessi ár hafa gefið mér mjög margt dýrmætt, þar á meðal hef ég kynnst mörgu góðu fólki. Eina gjöf hafa þau gefið mér, sem ég met gulli betri, það er að hafa fengið að kynnast Benedikt Bogasyni, og eignast vináttu hans. Benedikt var geislandi persónu- leiki, sem miðlaði svo miklu af gáf- um sínum, kærleika og gleði, til samferðamanna sinna, í mínum huga „einstakur maður“. Það er sárt til þess að vita að hafa hann ekki lengur á meðal okk- ar. Benedikt var nýsestur á al- þingi, sem aðalmaður, og væntum við vinir hans mikils af störfum hans þar. Hann átti svo margar góðar hugmyndir og mörg mál, sem hann vildi koma fram á þeim vett- vangi — landi og þjóð til heilla. Benedikt var óvenju framsýnn maður, bæði hvað varðaði atvinnu hans, en ekki síður á hinum pólitíska vettvangi, enda hafði hann langa reynslu þar. Það liðu ekki margir dagar í NÚMÁLAKKA YFIR RYÐIÐ FÁAHLEGT115 LITUM \ þessi rúm tvö ár sem við höfðum þekkst, að við hittumst ekki eða töluðumst við í síma. Stjórnmálin voru oft okkar aðalumræðuefni, og stundum æðilöng samtölin sem við áttum um þau, en ekki síður töluð- um við um ýmis áhugamál, þ. á m. drauma og ráðningar þeirra um lífið og tilveruna og líf eftir þetta líf, sem við bæði trúðum á. í stjórn- málaumræðum vorum við oftast sammála en ef upp kom ágreining- ur, þá virtum við skoðanir hvors annars. Á vináttu okkar féll aldrei skuggi. Ég kynntist Benedikt, þegar ákveðið var að stofna Borgaraflokk- inn. Ég lenti með honum og fleiri í að semja stefnuskrá flokksins, þá komst ég strax að mannkostum hans og greind. Þessi 10 manna hópur vann nær sleitulaust í tvo sólarhringa við þessa vinnu. Ég veit að Benedikt átti stærstan þátt í að búa til góða stefnuskrá, að öðrum ólöstuðum. Benedikt var mjög laginn við að sætta ólík sjónar- mið og ná sameiginlegri niðurstöðu. Þetta var mjög ánægjuleg vinna þótt hópurinn væri ólíkur. Benedikt var boðinn og búinn til að leiðbeina og miðla af þekkingu sinni og reynslu, bæði til þeirra yngri og eldri af frambjóðendum og öðrum þeim sem unnu kosninga- vinnuna, mjög margt af þessu fólki var reynslulaust á hinum pólitíska vettvangi. Eftir kosningarnar, sem voru stór sigur fyrir Borgaraflokkinn, var Benedikt 1. varaþingmaður flokks- ins í Reykjavík. Honum voru falin mörg trúnaðarstörf fyrir flokkinn og leysti hann þau öll vel og sam- viskusamlega af hendi. Ég veit að hann var bæði hugmyndasmiður og kjölfesta flokksins. Ef Borgaraflokksfólk hefði borið gæfu til að kjósa hann varaformann á síðasta landsfundi, þá er ég viss um að flokkurinn stæði betur að vígi í dag. Eitt er það sem var eitur í hans beinum en það er óheiðarleiki og fals. Hann kom til dyranna eins og hann var klæddur, sagði sína mein- ingu umbúðalaust og fylgdi sinni .sannfæringu, en ef hann sá að hann kom ekki þeim málum fram, sem hann taldi vera til bóta, beið hann færis til að taka þau upp aftur. í einkalífi var Benedikt mikill gæfumaður, elskaði fjölskyldu sína ofar öllu, en fjölskyldan er einstak- lega samhent og samrýnd. Benedikt gaf þeim allan sinn kærleika og ómælda gleði og visku. Unnur mín, ég og fjölskylda mín sendum þér og fjölskyldu þinni okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Ég mun sárt sakna góðs vinar, en veit að hann hefur verið kallaður til æðri starfa, sem eru mikilvæg- ari _en hér á jarðríki. Ég þakka góðum guði fyrir þá gæfu að hafa kynnst Benedikt Bogasyni og átt hann að vini. Ragnheiður Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.