Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 21
20 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGÚR 16. JÚLÍ 1989 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1989 KROSSFARINÆTURINNAR F/EST VID SPAUGARANN í NÝRRI ZILLJÓN DOLLARA ÆVINTÝRAMYND FYRIR FULLORÐNA Kvikmyndir A maldur Indridason ISLAND UM miðjan sjöunda ára- tuginn. Batman nemur land í mýflugumynd. Daufar minningar um Batman-bíl í Matchbox-stærð; Batman þrjúbíó í Nýja bíói, sem gert var í tengslum við sjón- varpsþættina spaugilegu og var engu minna spaugilegt; einstaka Batman-hasarblað. Síðan ekki söguna meir þar til í sumar að við fréttum að hetjan er komin aftur, Bat-menningin blómstrar, Bat-mennin fljúga úr hellum sínum og flykkjast á nýju Bat- man-myndina. að _eru sjálfsagt fá Bat-menni á íslandi, amerískar hasar- blaðahetjur hafa átt í erfiðleikum með að festa rætur hér þótt flest annað hafi verið gleypt hrátt að vestan, en Bat-mennin eru að koma fram um öll Bandaríkin vakin upp af einhverri mest augiýstu og þar með umtöluðustu bíómynd seinni ára, POW, ZAP, WOW. Þeir flykkj- ast í bíó að sjá hetjuna sína, hellis- búarnir í undirmenningu amerísku hasarblaðabókmenntanna sem dýrkað hafa hinn skykkjuklædda krossfara næturinnar í gegnum súrt og sætt í hálfa öld. Hinir fara af einskærri forvitni sem búið er að vekja í þeim á listilegan hátt. Ekkert mátti leka út um gerð zilljón dollara myndarinnar en eftirvænt- ingin var orðin slík að Bat-mennin keyptu sig inn í bíó til að sjá 90 sekúndna kynningarmynd um Bat- man-myndina og löbbuðu út þegar aðalmyndin byijaði. Nóg er til af slíkum sögum því Batman er líka partur af umfangs- mikilli markaðssetningu, söluher- ferð og auglýsingaskrumi. Um leið og myndin var gerð voru verksmiðj- ur í óða önn að búa til Bat-varning- inn; sólskyggni, eyrnalokka, Bat- man-bíla, boxarabuxur — 400 teg- undir. ALLT Á AÐ SEUAST. Það var því ekki að undra, þegar búið var að .mynda allan þennan spenning, að miðasölumet Indiana Jones frá í vor varð ellinni að bráð mánuði eftir að það var sett. Fyrstu þijá dagana tók Batman, sem frum- sýnd var 23. júní, inn yfir 40 millj- ónir dollara. Batman tryggir enda góða skemmtun ef marka má umsagnir erlendis frá. Myndinni er leikstýrt af þrítugum nýliða í Hollywood, Tim Burton, sem á tvær myndir að baki, „Pee-Wee’s Big Adventure“ og „Beetlejuice". Báðar einkennast af hugmyndaríkri og afar sjónrænni listhönnun og súrrealískri, svartri gamansemi en hvort tveggja má finna í hrúgum í Batman-mynd- inni. Batman sjálfan leikur Michael Keaton, sem átt hefur heldur skrykkjóttan feril en sló að ráði í gegn í „Beetlejuice" og trompið er Jack Nicholson í hlutverki Spaugar- ans, erkikrimmans í Gotham-borg. Nicholson var skrautfjöðurin í hatti framleiðendanna, sprengjudú- ettsins Jon Peters og Peter Gubers. Hugmyndin að nýrri Batman-mynd csm*m.s «oe a sweesunotjs OEWwpt-v toe som cssetnse MtíST 6E A&lE ÍD SWK£ vestaoa. imo T5-KSB HEMVálMjSr bek cftemxæoE wew&nx &íM;KjEmmL£. Hasarblaðahetjan verður til árið 1939. varð til fyrir áratug þegar þeir tveir tryggðu sér réttinn til að kvikmynda sögu hasar- blaðahetjunnar. í fyrstu var aðeins hlegið að þeim. „í augum fólks var hann stutt- buxnastrákur og ólíkt Súper- man gat hann ekki flogið," segir Peters. Þegar Nichol- son bauðst fyrst hlutverk Spaugarans þar sem hann vann við Nornirnar í East- wick sagði hann við Jon Pet- ers: „Ekki til í dæminu ... þú hlýtur að vera bijálaður." Það tók Nicholson hálft ár að segja já. Handrit var ann- að vandamál. Fyrri handrit röktu sögu Batmans frá því hann, tíu ára gamall, fylgist með krimmanum Jack Napier myrða for- eldra sína. „Þú þurftir að vaða í gegnum 20 ár áður en þú fékkst að sjá mann- inn í búningnum, sem allir eru komnir til að sjá,“ segir Sam Hamm, einn af þremur handrits- höfundum myndarinnar. Lausnin: Bruce Wayne er þegar orðinn Bat- man en Jack Napier er ekki enn orðinn að Spaugaranum. Batman leyfir honum að falla oní eituref- naúrgang og útúr honum sprettur Spaugarinn með andlit hvítt eins og á líki, hár grænt eins og eitur og blóðrauðan munn fastan í geð- veikislegu brosi.„Ég er fyrsti morð- listamaðurinn í heimi,“ segir hann og hrindir af stað glæpaöldu í Got- ham-borg og eitrar með Smylex- gasi sem skilur fórnarlömbin eftir dauð með glott á vörum. Og auðvit- Skrautlegur glæpalýðurinn í enn skrautlegri sjónvarpsþáttum um Batman frá miðjum sjöunda áratugnum. að getur enginn nema Batman stöðvað Spaugarann. Nú er það alvaran. Enginn Rob- in. Ekkert POW, ZAP eða GROOM. Engar Heilagar Bat-upphrópanir. Aðeins Spaugarinn og Batman í baráttu góðs og ills I kraumandi glæpa- og spillingarpotti Gotham- borgar. Mestur hluti 35 dollara kostnaðarins við hina myrku mynd fór í gerð hönnunar borgarinnar undir stjórn Anton Furst. „Hug- myndin að baki Gotham-borgar var að nota það versta úr New York, fara 200 ár aftur í tímann og ímynda sér að ekkert borgarskipu- lag væri til,“ segir leiklistarhönnuð- urinn Furst, sem áður hefur unnið með Stanley Kubrick (Full Metal Jacket). Hann segist hafa byggt mikið á mynd Orson Welles, „Chimes at Midnight". „Þar er fas- ismi og þýski expressjónisminn og iðnaðarlegt umhverfi.“ Á meðan leitaði leikstjórinn, Tim Burton, jafnt aftur til fortíðarinnar og nútíðarinnar að Batman fyrir níunda áratuginn. Hann fletti upp á fyrstu sögum Robert Kane frá 1939 og keypti sér nýjustu hasar- blöðin um Batman eins og „Killing Joke“ frá síðasta ári en í þeirri sögu er Spaugarinn tvífari Batmans. „Eg vildi taka efnið úr hasarblöðunum Michael Keaton og Jack Nic- holson og gera það raunverulegt,“ segir hann. „Það besta við þessar persón- ur er að þær eru ekki ofurmannleg- ar eins og Súperman. Þær eru raun- verulegt fólk.“ í því skyni m.a. var Michael Keaton fenginn í hlutverkið. Enginn hafði ímyndað sér hann neinn súp- erhlúnk. Bat-menrii um allan heim stundu í angist. Teiknarinn Kane, skapari Batmans, hafði sínar efa- semdir en þegar Keaton var kominn í búninginn hurfu allar áhyggjur hans. Bat-mennin aftur skrifuðu Warner Bros., framleiðanda mynd- arinnar, í tonnávís og grátbáðu um annan í hlutverkið. Keaton brá. Mótmæli hasarblaðahámaranna höfðu aldrei hvarflað að honum eða að nokkur tæki leikararáðningu yfirleitt alvarlega. „Þetta er eftir allt bara bíómynd. Ég er þó svolítið stressaður yfir atriðinu þar sem ég ímynda mér að við María Magdal- ena elskumst.“ Það mótmælti hins vegar enginn þegar Nicholson samþykkti að leika Spaugarann. Teiknarinn Kane hafði sent Warner Bros. ljósmynd af Nicholson í hlutverki geðsjúklings- ins Jack Torrance í„The Shining“ en hafði litað hárið grænt og húðina hvíta. Hin takmarkalausa illska Spaugarans höfðaði til Nicholsons. „Ég reyni alltaf að vita hve langt ég kemst og hingað til hef ég aldr- ei stoppað mig af.“ Þessum fræg- asta áhanganda körfuboltaliðsins Los Angeles Lakers fannst jafnvel sagan góð. „Eins og körfubolti ger- ist hún að kvöldlagi." En hvers vegna er Hollywood sífellt að gera ævintýramyndir fyrir fullorðið fólk? Einfaldlega af því það er það sem Hollywood gerir best og fær mest fyrir; þijúbíósýningar handa þijúbíófólki að borða þijúbíó- popp. Framhaldsmyndasumarið vestra er áþreifanlegasta dæmið. Yfirskriftin er: SKEMMTUM OKK- UR. Það jafnast ekkert á við skemmtanaiðnaðinn, listina færðu á söfnum. Batman verður frumsýnd í Bíó- höllinni/Bíóborginni um mánaða- mótin ágúst-september. NOKKRIR BAT-MOLAR TIL FRÖÐLEIKS ■ B ATM AN birtist fyrst í „Detec- tives Comic,s“ þann 27. maí árið 1939. Fullkomið eintak selst á tvær og hálfa milljón ísl. í dag. ■ Batman bjó fyrst í New York áður en hann fluttist til Gotham City. ■ Skapara Batman, Bob Kane, voru greiddar fimm þúsund krónur fyrir fyrsta ævintýrið, „The Case of the Criminal Syndicate“. í dag hefur Batman selst fyrir sex millj- arða bandaríkjadala. ■ Batman-bíllinn í sjónvarpsþátt- unum komst aðeins upp í 50 km á klst. og var byggður á Chrysler Futura árgerð 1955, sem notuð var til að auglýsa myndina „Forbidden Planet" árið 1956. ■ Batman-þættirnir hafa verið sýndir í 108 löndum. Rússland er næst. ■ Ásinn, Bat-hundurinn frægi, hjálpaði einu sinni grímuklædda húsbónda sínum gegn glæpum. Hann átti jafnvel sína eigin grímu. ■ Joan Collins, Eartha Kitt, Zsa Zsa Gabor og Liberace hafa öll barist við Batman. ■ Fyrsta kærasta Batman var hjúkkan Julie Madison en þau kysstust aldrei. ■ Herra og frú Batman (Martha og Thomas Wayne) voru myrt af krimma að nafni Joe Chill. Þannig varð Bruce munaðarlaus milli. ■ Bruce var illur viðureignar og var jafnvel kallaður „erkibófi“ en 'hann lét ekkert aftra sér frá því að hefna dauða foreldra sinna. ■ Nýi Batman-bíllinn er verulegt hörkutól, sjö metra langur og tveggja metra breiður með vélbyssu undir húddinu. AKSTUR 0G AFENGIEIGA ALDREI SAMLEIB! <<<<<<<<<<<< SJÓVÁ-ALMENNAR Þú tryggir ekki eftir á! Allt of oft má rekja orsakir umferðarslysa til ölvunar ökumanna. Höfum ávallt hugfast að akstur og áfengi eiga aldrei samleið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.