Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1989 C 33 Steinunn Olafs- dóttir — Minning Fædd 6. september 1893 Dáin 8. júlí 1989 Á bjartri sumamóttu hvarf af sjónarsviðinu Steinunn Ólafsdóttir. Hún var kona trúuð og hreinlynd, og hef ég fáum kynnst sem þar voru henni fremri. Ég minnist með hlýhug móður- systur minnar, Steinu frænku, sem alltaf átti bijóstsykur eða annað lostæti fyrir uppburðarlítinn en óseðjandi strák úr Skeijarfirðinum. Mér kemur einnig í hug hvemig Fæddur28. nóvember 1903 Dáinn 14. maí 1989 Afi minn, Sigursteinn Þórðarson, er látinn. Þessi frétt barst mér er ég var staddur erlendis fyrir nokkr- um vikum. Það er ætíð erfitt að taka slíkum tíðindum, jafnvel þótt vitað væri að afi yrði hvíldinni feginn eftir veikindi hina síðustu mánuði. Sennilega er það ein af mínum allra fyrstu bemskuminningum, er hann leiddi mig dag einn um fjör- una úti á Granda í leit að skeljum og kuðungum. Aðrar minningar frá þessum bernskudögum um afa Steina, eins og við systkinin kölluð- um hann, tengjast heimsóknum á Sjafnargötuna þar sem hann bjó síðustu áratugina, lengst af með systur sinni, Nóu, sem lést fyrir tveimur áram. Þegar fram liðu stundir naut ég þess í ríkum mæli að vera elstur bamabarnanna, er hann fór að bjóða mér með sér í ferðir á vegum Ferðafélags íslands. Þær ferðir urðu margar og var oftast farið í Þórsmörk en sá staður var afa ákaf- lega kær. Það var dýrmætt að fylgja honum á þessum ferðum, enda þekkti hann hvern krók og kima og áhugi hans á fegurð landsins vakti áhuga unglingsins. Á öllum sínum ferðum tók hann mikið af myndum og afraksturinn sýndi hann íjölskyldunni á sérstök- um myndakvöldum. Það vora góðar stundir og efast ég um að afi hafi nokkum tíma notið sin eins vel og þá er hann sýndi okkur myndirnar sínar og sagði frá ferðalögum sum- arsins. Ekki kann ég að greina náið frá ætt og upprana afa míns. Veit þó að hann fæddist á Stokkseyri og foreldrar hans voru þau Þórður Bjömsson og Sesselja Steinþórs- dóttir í Sjólist. Alla ævi vann hann algeng verkamannastörf, lengi vel hjá Gamla kompaníinu og í fyrir- tækinu GK-hurðir, þar sem hann starfaði allt fram á síðustu ár. Nú þegar afi minn er lagður upp í sína hinstu ferð vil ég þakka hon- Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjóm blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofú blaðsins í Hafharstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. hún strauk mér um koll og kvaddi með fyrirbænum og guðsorði. Seint gleymast fjölskyldufagnað- ir á Grettisgötu 29 hjá Steinu frænku og Magnúsi G. Guðnasyni, steinsmið. Með nokkram orðum langar mig að minnast konunnar, sem fylgzt hefur hvað bezt með Skeijafjarðar- stráknum. Hún bar sívakandi um- hyggju fyrir ættingjum og vinum, forvitin um þeirra hagi, ef til vill afskiptasöm, en gjafmild og vin- veitt. Hún hugsaði til mín ekki aðeins um fyrir öll þau tækifæri sem hann gaf mér til að kynnast fegurð lands- ins. Ein þessara ferða var farin í Kerlingarfjöll og þar sem ég veit að sá staður var afa ekki síður kær en Þórsmörk, læt ég fylgja hér upphaf ljóðs sem ferðafélagi afa míns, Gestur Guðfinnsson, orti um þann fallega stað: Lyftir Loðmundur brún. Logar snjófónn á tindi. Margt er morgunyndi. Skríður með skrautsegl við hún ský í sunnanvindi. Með þessum ljóðlínum sem lýsa svo vel hughrifum ferðamannsins í faðmi íslenskra fjalla, kveð ég afa minn og þakka honum samfylgdina. Guð blessi minningu hans. Einar Eyjólfsson stuttbuxnaárin í Skeijafirði, heldur náði umhyggja hennar einnig til námsára minna í Svíþjóð. Inn á borð til mín bárast einhvetju sinni skildingar svo ég mætti halda jól heima á ísiandk Gefanda var hvergi getið, en síðar kom í ljós að þarna áttu í hlut Steina frænka og Magn- ús. Fleiri góðverk gerði hún mér og mínum. Drenglyndi hennar gleymist ekki, þótt ógert sé látið að festa það á blað. Steina frænka var trúuð kona. Biblían var hennar vegvísir. Sam- vistir við hina helgu bók hafa vafa- laust fært henni umbun og hjálp þegar á móti blés. Hún reyndi margt á langri ævi, sorg og gleði. Eg hygg að hún hafi verið sterkust á þeim stundum, sem maður segir ekki frá. Magnús lést fyrir rúmum þremur áratugum. Ég ætla að hætta á að segja það, sem ég veit sannast um Steinunni Ólafsdóttur, minnugur þess að ósatt lof er ekki lof, heldur háð. Hún var hreinlynd og sönn, ósérhlífin og sjálfstæð, bijóstgóð og raungóð. Hún var sannur full- trúi aldamótakynslóðarinnar, þar sem heiðarleiki og nýtni sat í fyrir- rúmi. Hún las í Biblíunni daglega og bað til Guðs fyrir venslafólki og vinum. Hún fylgdist vel með líðandi stund og þjóðmálum, hlustaði á útvarp og las sitt Morgunblað. Steina frænka sinnti vel hinni and- legu hlið og vanrækti ekki heldur hina líkamlegu. Leikfimisæfingar gerði hún hvem morgun og fór í heilsubótagöngur, þegar vel viðraði. Örlögin bjuggu henni einsetu rúma þijá áratugi, lengst af á Grett- isgötu 29. Þennan tíma sýndi hún sjálfstæði í ætt við Bjart í Sumar- húsum. En Steina frænka var aldr- ei ein, Guð var henni nálægur. Nú þegar öldrað kona er kvödd hinstu kveðju, er það með nokkrum trega en þó fyrst og fremst gleði yfir því að hafa átt að þessa frænku. Við Erla biðjum bömum hennar og fjölskyldum Guðs blessunar. Manfreð Vilhjálmsson. + Ástkær eiginkona mín, ELSE M. JANSEN, Norðurbrún 1, andaðist í Borgarspítalanum að morgni 14. júlí. Fyrir hönd aðstandenda, Aksel iansen. t STEINUNN ÓLAFSDÓTTIR, Droplaugarstöðum, áður til heimilis á Grettisgötu 29, verður jarðsungin frá Frikirkjunni í Reykjavík mánudaginn 17. júlí kl. 13.30. Knútur R. Magnússon, Guðrún Leósdóttir, Svava Magnúsdóttir, Páll H. Kristjónsson, Katarína S. Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. Sigursteinn Þórðar- son - Minningarorð + Faðir okkar, EIRÍKUR ÓLAFSSON loftskeytamaður, verður jarðsunginn frá Áskirkju mánudaginn 17. júlí kl. 15.00. Magnús Eiríksson, Axel Eirfksson, Ingibjörg Eiríksdóttir, Grímur Eiriksson, Helga Eiríksdóttir. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORSTEINN GUÐLAUGUR PÁLSSON, vélvirkjameistari, Vesturgötu 57a, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 18. júlí kl. 1 5. Ingibjörg Guðlaugsdóttir, Elín G. Þorsteinsdóttir, Páll N. Þorsteinsson, Þórdis Rögnvaidsdóttir, Guðlaugur Þ. Þorsteinsson, Arndís Ragnarsdóttir, Þóra D. Þorsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR M. ÓLAFSSON fyrrum menntaskólakennari, Grundarlandi 8, sem lést 7. júli, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudag- inn 19. júlí kl. 13.30. Anna Hansen, Guðrún Birna Ólafsdóttir, Kristinn H. Grétarsson, Ólafur Magnús Ólafsson og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGIMAGN EIRÍKSSON bifreiðastjóri, Meistaravöllum 7, sem lést 7. júlí, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudag- inn 18. júlí kl. 13.30. Þuríður Jónsdóttir, Jón Bergmann Ingimagnsson, Þórdfs Karlsdóttir, Guðrún Erla Ingimagnsdóttir, Valdimar Stefánsson, Eiríkur Ingimagnsson, Sigríður Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkkur samúð og hlýhug við fráfall og útför dóttur minnar, stjúpdóttur og dótturdóttur, HÖRPU RUTAR. Sonja B. Jónsdóttir, Guðmundur Kristjánsson, Guðrún Sigurgeirsdóttir, Jón G. ívarsson. + Þökkum af alhug auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KATRÍNAR KRISTÍNAR HALLGRÍMSDÓTTUR, Dragavegi 6. Sérstakar þakkir til starfsfólks öldrunardeildar Landspítalans, Hátúni 10b. Sigurlaug Marinósdóttir, Jens Guðmundsson, Hallgrfmur Marinósson, Arndfs Sigurbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföðurog afa, MARINÓS JAKOBSSONAR fyrrverandi bónda, Skáney. Vilborg Bjarnadóttir, Bjarni Marinósson, Birna Hauksdóttir, Jakob Marinósson, Anna Sigurðardóttir, Þorsteinn Marinósson, Berglind Nína Ingvarsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.