Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 40
40 C i .ar hudaqum/up. «airtOi3TaA3 n.KiAujaviqoflOt/ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1989 Gardslöttuvélin stLSQ ma ín? Rafeindakveikja tryggir örugga gangsetningu Hún slær út fyrir kanta og upp aö vegg. Fyrirferðarlítil, létt og meöfærileg. 3.5 HP sjálfsmurð tvígengisvél. Auðveldar hæðarstillingar. Þú slærð betur með SIMI: 681500 - ARMULA 11 UTSAIAN byrjar á morgun Nýtt kreditkortatímabil. Pósthússtræti 1 3, sími 23050. Við stækkum í tilefhi þess að við opnum nýja, betri og bjartari verslun í Skeifunni 17 höfum við fengið sérstaka send- ingu af Tulip tölvum sem boðnar eru á einstöku tilboðsverði. Um er að ræða nokkurt magn af PC, XT og AT tölvum með 20 og 40 Mb diskum. Tulip tölvurnar hafa fengið góðar móttökur hjá íslenskum kaupendum enda eru hér á ferðinni vandaðar vélar á viðráðanlegu verði. Verið velkomin til ÖRTÖLVU- TÆKNI, nú í Skeifuna 17 (FORD- húsið), og gerið góð kaup í TULIP tölvum. Verðdæmi: Venjulegt Tilboðs- verð: verð: Tulip PC 89.565,- 69.900,- Tulip XT-20 116.754,- 94.900,- Tulip AT-20 174.365,- 135.300,- Tulip AT-40 199.304,- 149.900,- *Verð eru miðuð við einlitan skjá og gengi USD 14. júlí Leiðandi á sírru sviði. IH ÖRTÖLVUTÆKNIH BAKÞANKAR Aldinbora- ævintýrí •• Oll heyrðum við aldinborasög- ur þegar við vorum lítil. Einu sinni var skáld sem átti heima í húsi upp á hól. Rétt hjá húsinu rann á sem heitir Hólmsá. Brúin yfir ána þá arna hét Hólmsárbrú. Vesalings skáld- ið, það átti að semja bak- þanka-pistil en var alveg þanka- laust. Úti var lika indælt veður, glaðir þrestir sungu í greinum birkitrjánna, túnfiflar, gullmura og maríuvöndur skreyttu túnin og Hólmsáin glampaði í sólinni. Skáldið afréð að fá sér gönguferð í dýrð sumarsins og gleyma sínum vandkvæðum með pistilinn . . . en ekki var skáldið fyrr komið út en það fór aftur að hugsa um rit- störf, æ, mig auman, hugsaði það. Nú bíður ritstjórinn minn æfa- reiður og bakþankalaus. — Ég verð að finna upp á einhverju. Bara ég gæti nú samið eitt lítið aldinboraævintýri, svona eins og þau sem ég heyrði þegar ég var jítill. En nú nam skáldið staðar á göngunni steinilostið, hvað er ald- inbori, spurði það sjálft sig. Já, hvað er eiginlega aldinbori, ég hef ekki hugmynd um það. Og skáldið greip höndum saman fyrir aftan bak og gekk hnípið veginn niður að ánni. Þar settist það á grasigrólnn bakkann. Allt var sólu baðað. Andamóðir synti hjá með ungana sína. Svanur stakk löngum hálsi í vatnið tæra, áin streymdi lygn fyrir augum skáldsins, en það sá ekkert af þessari fegurð fyrir sínum þungu þönkum. — Æi-já, sagði skáldið, hverslags skrípi skyldi nú aldinbori vera? Bara ég vissi það. Aldinbori, aldinbori, hvíslaði vindurinn að ánni. Aldinbori, ald- inbori, þaut í sefinu. Blágresi sem drúpt hafði blómkrónunni ofan í vatnsflötinn rétti úr sér og spurði: Aldinbori, aldinbori, hvað er nú það? — Já, hvað er aldinbori, heyrði skáldið hvislað. Það hrökk við. Hver hafði hvíslað? Skáldið skim- aði í kringum sig. Því glæddist von í hjarta. Ef til vill var hér einhver sem vissi svarið. Skáldið hallaði sér fram á við og gægðist ofan í ána. Undir holum árbakkanum bjó silungafjölskylda og svo und- arlega vildi til að silungarnir voru einmitt að ræða þetta sama sín á milli. — Börnin góð, sagði silunga- pabbi og tók út úr sér pípuna sína, ég kann engin skil á aldinborum, en við skulum öll synda í snatri niður að brúarstólpa og spyrja gömlu bleikjuna. Enginn fer er- indisleysu til hennar. Silungarnir þutu af stað og skáldið hljóp með árbakkanum. Þegar skáldið kom upp á brúna var gamla bleikjan í mesta bobba, hún hafði ekki hugmynd um hvað aldinbori var en hún var of stolt til að vilja viðurkenna það. — Tja, sagði gamla bleikjan, aldinbori, aldinbori, já hvað skal segja. — Já, hvað er aldinborí, tafsaði skáldið æst, það starði á silung- ana í lygnunni við stólpann. Það hallaði sér fram um of, bleikjan leit upp og kom auga á skáldið um leið og það féll af handriðinu. Silungarnir tvístruðust í allar átt- ir. Þegar skáldið kom heim varð það að sitja hriðskjálfandi við eld- inn vafið innan í ábreiðu á meðan fötin þess voru þerruð. Vesalings skáldinu var svo kalt að það fékk steikt epli að borða og heitt vín að drekka. En ofan í ánni var gamla bleikj- an kampakát. — Tja, aldinborar, sagði hún, þeir eiga heima upp á þurru landi. Og svo einstaklega vel vildi til að einn þeirra féll hér ofan í áðan. — O.ooo sagði öll silungafjöl- skyldan í undrun. En ekki er allt með öllu illt. Þegar skáldinu hafði hitnað svo af vininu að það gat haldið á fjöð- urstaf, fékk það samið pistilinn. eftir Ólof Gunnarsson Tölvukaup hf, Skeifunni 17,108 Reykjavík Sími 687220, Fax 687260.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.