Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 16
Í6 C MORGUNBLAÐIÐ MAIMNLÍFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 16. JULI 1989 HAGFRÆÐI/£/? samdrátturfjárfesting? Þorskur og hagfræði íslenskt hagkerfi lýtur um sumt öðrum lögmálum en önnur. Hér er ekki átt við lögmálið um fram- boð og eftirspurn, en kjarninn í íslenskri bijóstvitshagfræði en einmitt að það hafí ekki lögsögu . á Islandi. Það sem einkum skilur íslenskt hagkerfí frá öðrum er hversu háð einni náttúruauðlind það er. Nú má auðvitað finna hliðstæður í löndum við Persaflóa og öðrum olíuframleiðsluríkjum, þ.m.t. Noreg- ur. Og aðrar hliðstæður er að fínna í löndum þriðja heims sem oftsinnis eftir Sigurð Snævarr eru mjög háð út- flutningi einnar vönitegundar. í hagfræði nátt- úruauðlinda er auðlindum skipt í endurnýjanlegar og óendurnýjanleg- ar auðlindir. í eðli sínu eru allar nátt- úruauðlindir endurnýjanlegar. Mynd- un olíu úr rotnandi gróðurleifum á sér stað á hverri mínútu, en enginn heilvita maður sáir gróðurleifum til að uppskera olíu, enda er myndun- artími olíu nokkur hundruð milljónir ára! Olía er því talin endurnýjanleg auðlind, þar sem endurnýjunartíminn er það langur að hann hefur enga hagræna þýðingu. Ttjágróður vex í nýtanlega stærð á nokkrum áratug- um og er því talinn til endurnýjan- legra auðlinda. Þorskur verður kyn- þroska á 4—12 árum og má af því ráða um endurnýjunartíma fiski- stofna. Nýting endurnýjanlegra og óend- urnýjanlegra auðlinda er með nokkuð mismunandi hætti. Fyrir þjóð sem byggir á óendurnýjanlegri auðlind er vandinn fyrst og fremst að ákveða hversu hratt á að eyða henni. Sem dæmi má hér taka Noreg, en talið er að olíulindir þeirra muni duga í 25 ár miðað við núverandi nýtingu. Við ákvörðun um eyðingu olíunnar þarf m.a. að taka tillit til þátta eins og vaxta, fjárfestingamöguleika, verþróunar olíunnar o.fl. Endurnýjanlegri auðlind má líkja við fjárhæð sem lögð er inn á banka- bók. Ef eigandi tekur aðeins út ár- lega fjárhæð, sem svarar til raun- vaxta, stendur fjárhæð óbreytt að raungildi og teknanna af bankabók- inni (vaxtanna) getur eigandi notið til æviloka. Taki hann árlega út meira en nemur árlegum raunvöxt- um, rýrnar hins vegar höfuðstóllinn og vaxtatekjur næstu ára minnka. AMERI CAN EXPRESS B A N K Opin leið á Bandaríkjamarkað Hefur þú hug á að koma vörum þínum á Bandaríkjamarkað? Ótal spurningar vakna í því sambandi sem þörf er á að fá svör við. Veistu hver staða vöru á borð við þína er á Bandaríkjamarkaði? Ertu vel að þér um lög og reglugerðir sem varða innflutning til Bandaríkjanna? Sérðu í hendi þér hve mikið kynningarstarf þyrfti að fara fram áður en þú getur boðið þína vöru á Bandaríkjamarkaði? Og hvað með dreifingu? Að afla grunnupplýsinga á borð við þessar er ekki aðeins tímafrekt heldur óhemju kostnaðarsamt. International Trade Consulting Group (ITC) er deild innan American Express Bank í New York sem hefúr sér- hæft sig á sviði upplýsinga- öflunar og ráðgjafar fýrir meðal- stór og smærri fyrirtæki sem ekki hafa bolmagn til að leggja út í dýrar markaðs- rannsóknir eða afla annarra nauðsynlegra upplýsinga. í gegnum Landsbankann er hægt að gerast áskrif- andi að fjölbreyttu safni nýjustu upplýsinga sem varða innflutning til Bandaríkjanna, sérhæfðra fyrir þitt fyrirtæki, jafnt sem almennra. Auk upplýsinga sem berast reglulega skipu- leggur ITC stutt námskeið og hefur milligöngu um viðskipta- fúndi með hugsanlegum innflutningsfyrirtækjum í Bandaríkjun- um, svo dæmi sé nefnt. Allar nánari upplýsingar um þjónustu ITC fást á Markaðssviði Cmdsbankans og bæklinga er auk þess hægt að fá á öllum af- greiðslustöðum bankans. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Ef eigandinn tekur hinsvegar út minna en nemur vöxtunum, nýtur hann vaxtavaxta og höfuðstóllinn vex og framtíðartekjur af fjárhæð- inni aukast. Þessi líking fiskistofna við höfuðstól og vexti er augljós; vextirnir svara tii vaxtar stofnsins og það sem er tekið út svarar til veiðanna. Ofveiði í dag rýrir stofninn 0g dregur úr vexti hans til frambúð- ar og þar með úr framtíðarafla. Þann samdrátt sem nú er á Is- landi má ekki hvað síst rekja til þess að dregið hefur verið úr veiðiheimild- um. Framleiðsla sjávarafurða jókst að raungildi um ’/z% í fyrra og spá Þjóðhagsstofnunar fyrir þetta ár bendir til 4% samdráttar framleiðslu, og að aflý minnki um 6% á föstu verðlagi. í þessari spá Þjóðhags- stofnunar er gengið út frá þeim veiði- heimildum sem sjávarútvegsráðu- neytið hefur úthlutað. Nú berast fréttir af því að afli hafi verið mun betri á þessu ári en ráð var fyrir gert og að margar út- gerðir séu langt komnar með að kiára sína kvóta. Þrýstingur á stjórnvöld um að rýmka veiðiheimildir mun án efa fara vaxandi. Bent er á að ef svo haldi sem horfir muni kvótaleysi leiða til aukins atvinnubrests víða um land. Enn er vísað til langvarandi halla- reksturs í sjávarútvegi. Með því að auka veiðar á þessu ári er verið að ganga á stofna og atvinna á þessu ári kann að verða tryggari, en þá á kostnað aukins atvinnuleysis á komandi árum. Skýrslur Hafrannsóknarstofnunar sýna vel það val sem þjóðin stendur frammi fyrir. Veiðstofn Þorsks, en þar er átt við þorsk fjögurra ára og eldri, var um 1.600 þús. tonn árið 1979, en minnkaði í rúmlega 800 þús. tonn árin 1982—1983. Hafrann- sóknarstofnun telur að stofn í árs- bytjun 1988 hafi verið um 1.130 þús. tonn. Að mati stofnunarinnar var staðan þanr.ig, að ef veidd yrðu 400 tonn á þessu ári myndi veiði- stofn minnka úr 1.00 tonnum í 940 tonn. Verði afli hins vegar 350 þús- und tonn myndi veiðistofn verða um 1.000 tonn. Til þess að veiðistofn yrði óbreyttur mætti afli ekki verða meiri en 250 þúsund tonn. Stofnunin lagði til að veidd yrðu 300 þús. tonn á þessu ári, sem engu að síður felur í sér minnkun veiðistofns. Til saman- burðar má nefna að meðalþorskafli á árunum 1986—1988 var um 370 þúsund tonn og mesti afli sem veiðst hefur á Islandsmiðum var 550 þús. tonn um miðjan 6. áratuginn. Sjávar- útvegsráðueytið gaf út veiðiheimildir fyrir 335 þúsund tonnum sem er rúmum 10% yfir tillögu fiskifræðinga og því er ljóst að teflt er á tæpasta vað. Hér er engu að síður um veru- legan samdrátt að ræða sem hefur gífurleg áhrif á efnahagslífið. Þess- um samdrætti má að nokkru líkja við fjárfestingu, sem koma á þjóðinni til góða í framtíðinni, rétt eins og líkingin við bankabókina sýndi. Þessi fjárfesting er hins vegar ekki færð í þjóðhagsreikninga, en einn veikleiki þeirra er einmitt að auðlindir á borð við hreint vatn, loft og fiskistofna eru þar ekki færðar. í nýjustu spá Þjóðhagsstofnunar sem birtist í Agripi úr þjóðarbú- skapnum eru sýnd dæmi um þróun efnahagslífsins á næstu árum, og er þar gert ráð fyrir að framleiðsla sjáv- arafurða muni dragast saman um 4% á þessu ári og 2% á því næsta, en eftir stöðnun árið 1991 er gert ráð fyrir 5% aukningu framleiðslunn- ar árin 1992 og 1993. Á þessum grundvelli m.a. reiknar stofnunin með að hagvöxtur verði að meðaltali um 1,6%, sem er langt undir þeim 4,5% hagvexti sem þjóðin hefur no- tið frá stríðslokum. Bygging álvers gæti breytt þessum tölum verulega til hins betra. Við gætum ausið út veiðiheimild- um til hægri og vinstri til að auka framleiðsluna og komið í veg fyrir atvinnuleysi, en slík stefna væri al- farið á kostnað hagsældar á kom- andi árum. Meginverkefni stjórnvalda nú hlýt- ur að vera að laga atvinnulífið að breyttum aðstæðum á næstu árum. í þessu felst m.a. að liðka um kvóta- kerfið í sjávarútvegi og þó enn frem- ur í landbúnaði, þannig að fram- leiðslugetan verði löguð að fram- leiðsluheimildum og jafnframt að framleiðslan verði í auknum mæli færð til hagkvæmustu framleiðend- anna. Það er aðeins ein leið fær til að ná þessu markmiði: Aukin heim- ild til sölu framleiðsluheimilda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.