Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JUU 1989
C 17
Valdimar Jónsson
heildsali — Kveðjuorð
Valdimar Jónsson heildsali,
Fannafold 71 í Reykjavík, fæddist
að Flugumýri í Skagafirði 14. júní
1921. Hann andaðist í Reykjavík
7. júní síðastliðinn.
Það er nú búið að skrifa mikið
um Valdimar heitinn af vinum og
vandamönnum. í greinum þessum
er lýst lífi hans sem heimilisföður
og framkvæmdastjóra heildverslun-
arinnar K. Þorsteinssonar og Co.
Ég mun því lítið ræða þessi atriði,
enda ekki nógu kunnur starfi hans
syðra. Ég tel mig þó vita að Valdi-
mar var frábær heimilisfaðir, vak-
andi fyrir velferð heimilisins og sem
framkvæmdastjóri mjög hygginn
og hörku duglegur að öllu sem hann
gekk. Hitt var ekki síður velgengni
í störfum hans að þakka, frábær
heiðarleiki og hreinskipti á öllum
sviðum.
Það sem mig langar til að drepa
á hér er barnæska hans og ungl-
ingsár.
Eins og fyrr segir var Valdimar
fæddur á Flugumýri í Skagafirði.
Hann var sonur hjónanna Jóns Jón-
assonar og Sigríðar Guðmunds-
dóttur, er þar bjuggu lengi.
Flugumýri var myndarheimili og
er enn í dag. Þar var efnahagur
langt um betri en almennt gerðist
þá. Bú stórt á þeirra tíma vísu.
Margt fólk í heimili, og oft glatt á
hjalla. Þama ólst Valdimar upp við
leik og störf. Hann var yngstur fjög-
urra bama þeirra hjóna. Hann var
yndi allra, vegna glæsileika og
skemmtilegrar framkomu. Létt-
lyndur og kátur. Snemma hneigðist
hugur hans til smíða. Hann fór
komungur að handleika hamar og
sög. Með hamrinum og söginni
smíðaði hann kassabíl með hjólum.
Þessum kassabíl renndi hann á
undan sér á Flugumýrarhlaði, eins
hratt og hann gat. Stundum hafði
hann hund í kassanum og saklaus
bamsgleðin skein úr augum þessa
fríða drengs.
Valdimar var mjög bráðþroska,
bæði til líkama og sálar. Tímans
hjól rann. Eftir fermingu kom það
fljótt í Ijós, að hann vildi standa á
eigin fótum, bjarga sér sem mest
sjálfur. Hann fór að stunda ýmsa
vjnnu utan heimilis, svo sem vega-
vinnu og fleira. Þannig fékk hann
peninga til að kosta sig í skóla.
Hann lauk námi á Laugarvatni, og
þaðan fór hann í Verslunarskólann
og lauk honum. Eftir þetta stund-
aði hann skrifstofustörf hjá ýmsum
fyrirtækjum, þar til hann stofnaði
fyrirtækið K. Þorsteinsson og Co.
ásamt öðmm.
Hinn 17. nóvember 1945 giftist
Valdimar Dóru Ragnheiði Guðna-
dóttur, frá Kotmúla í Fljótshlíð. Þau
eignuðust fimm börn, fjórar dætur
og einn son.
Þrátt fýrir mikið annríki Valdi-
mars við sitt stóra fyrirtæki, held
ég að hugur hans hafi alloft til
Skagafjarðar leitað. Ég held, að
hann hafi komið til Skagaíjarðar á
hveiju sumri, eftir að hann flutti
til Reykjavíkur. Hann unni áreiðan-
lega Skagafirði og fæðingarstað.
Á þessum ferðum sínum kom
hann ævinlega til systur sinnar,
Þuríðar á Framnesi, og undirritaðs,
manns hennar. Hann sagði mér tvö
atriði úr viðskiptalífi sínu, sem lýsa
manninum betur en nokkur orð.
Hann sagði mér, að ef sér hefði
fundist varan, sem hann fékk til
sölu, ekki nógu vönduð, henti hann
henni frekar en láta viðskiptamenn
sína fá lélega vöm. Hann átti að
vonum mikil viðskipti við banka.
Venjulega átti hann næga inni-
stæðu í banka, til að greiða kröfur,
sem honum bárust. Einu sinni sagð-
ist hann hafa skrifað ávísun á
banka, án þess að athuga nógu
vel, hvort hann ætti fyrir henni.
Þegar til kom vantaði örlítið upp á
að næg innistæða væri í bankanum.
Mikið féll honum þetta þungt. Þetta
lýsir best, hversu hann var heiðar-
legur og vandaður á allan hátt.
Ábyggilegri og traustari mann var
erfitt að finna.
Síðasta árið sem Valdimar lifði,
var hann veikur. Hann kaus að
dvelja heima sem mest í umsjá konu
sinnar. Má segja að það ár hafi
verið ein samfelld andvökunótt fyr-
ir Dóru konu hans. Slík var hennar
fórn. Nú er hann horfinn yfir landa-
mærin. Missir þinn er mikill, Dóra
mín, og vart bætanlegur, en minn-
ingin um ástkæran eiginmann, sem
fórnaði sér fyrir heimili sitt og böm,
og fyrir heiðarleika hans í öllu
starfi, verður þér lýsandi stjarna,
er varpar birtu á sorgar skuggann:
„Aldrei er svo bjart yfir öðlings-
manni, að eigi geti syrt eins svip-
lega og nú, og aldrei er svo svart
yfir sorgarranni, að eigi geti birt
fyrir eilífa trú.“ Guð gefi þér þessa
trú, Dóra mín.
Seinast kom Valdimar til Þuríðar
systur sinnar og undirritaðs um
mánaðamótin ágúst og september
á síðastliðnu ári. Þá var hann orð-
inn veikur af hinum alvarlega sjúk-
dómi, er leiddi hann til dauða. Hann
gekk þess ekki dulinn, hver endirinn
yrði. Hann sagðist ekki kvíða dauð-
anum, það skipti ekki svo miklu
máli, hvort maður færi í dag eða á
morgun. Allra biði það sama, að
kveðja þetta líf. Hann taldi trúlegt
að næg verkefni væru í nýjum
heimi. Margir vinir og vandamenn
biðu í varpanum og vísuðu veginn.
Þannig var andlegur styrkur og trú
þessa góða drengs.
í kvöldskyni hnígandi miðnætur-
sólar, stend ég við norðurgluggann
og horfi til hafs. Kvöldsólin sýnist
stijúka hafflötinn, og hafíð verður
allt upplýst í öllum regnbogans lit-
um, eins og af himnesku ljósi.
í huga mínum er þetta kveðja
skagfirskrar miðnætursólar til
Valdimars, fyrir ást hans og tryggð
við heimahaga, og Fjörðinn allan.
Við kveðjum Valdimar svo, systir
hans, Þuríður, og undirritaður, með
þakklæti og virðingu fyrir hlýhug
og tryggð við okkur alla tíð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Bnem)
Framnesi í júní 1989,
Björn Sigtryggsson
Verslunin Habitat,
Laugavegi 13, býður upp á fallegat
vegglampa, borðlampa, loftljós,
Ijóskastara og gólflampa í ótrúlega
miklu úrvali.
NEW YORK vegglampi.
Ópal-hvítt.gler óg króm.
D13xB26 cm.
Verð kr. 3.330-,
DIVA vegglampi.
Glæsileg hönnun. Skálin
er úr krómi og ofan á eru
sandblásnar glerplötur. -
Dýptl6cm.
Verð kr. 4.950-,
CONE vegglampi.
Ávalur lampi úr Ópal-hvítu
. gleri sem gefur milda
lýsingu. Dýpt 17 cm.
Verð kr. 3.980-,
Ódýr og falleg Ijós sem prýða heimilið.
Góð greiðslukjör, þægilegur verslunar-
máti. Póstsendum um land allt.
habitat
Laugavegi 13 — 101 Reykjavík
91-625870 WS4
EUROCARD
Tannlæknastofa
Þriðjudaginn 18. júlí mun ég opna tannlæknastofu í
Snekkjuvogi 17.
Viðtals- og tímapantanir í síma 33737 á milli kl. 14 og 18.
Evamarie Bauer,
tannlæknir.
Draumavagninn:
Stórir Hjólbarðar
Tvö Svefntjöld
Stór og Rúmgóður
Áföst Eldhúseining
Auðveld Tjöldun
Sterkur en Léttur
Ákaflega Meðfærilegur
Lúxus á aðeins kr. 245.000
Það má öruggt telja að Camp-let tjaldvagninn sé sá
heppilegasti fyrir íslenskar aðstæður, — það sannar
ánægjuleg reynsla fjölda Camp-let eigenda. Talaðu fyrst
við þá áður en þú heyrir í sölumönnunum. Þá sérðu best
hversu góður Camp-let er.
Camp-let, sá besti fyrir íslenskar aðstæður.
Sundaborg 11 Sími 91-686644