Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 37
b MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1989 C 37 þá trú að eftirlit væri nú orðið svo öflugt og strangt með orkufrekum iðnaði að ekki væri hætta á að um- hverfið mengaðist. „Það hefur verið fólksflótti héðan af svæðinu, en ef hér risi stóriðja þá skapast fleiri atvinnumöguleikar hér, þess vegna þykir mér rétt að skoða þetta gaum- gæfilega," sagði Soffía. Páll nefndi Hafnarfjörð í þessu sambandi og sagði bæinn hafa blómstrað frá því álverið í Straumsvík kom til sögunnar. „Það væri af hinu góða ef hér risi stór- iðja á borð við álverið, en vitanlega verður hún að vera undir ströngu eftirliti þannig að ekki hljótist af umhverfismengun," sögðu þau Páll og Soffía. mþþ Kristján Logason Stærðfræðin er mál alheims Til Velvakanda. Fræg er spurningin: „Hvað hefði orðið úr Mozart, hefði hann fæðst á Samóaeyjum?“ Tveir eru möguleikar. Aðlagaður að þjóð hefði hann sungið fimmtóna lög, út við eyjar blár, eða þjáðst í refsi- dvöl, oft með dreymdan lagstúf í huganum allt til hádegis, gleymt honum síðan, og ekkert botnað í tilgangi fæðingar með jafn leiðin- legri þjóð. Stærðfræðin er mál alheims. Veru'r ólíkra heima þurfa ekki að gefa frá sér mörg merki: einn, tveir, þrír, fjórir og allt í einu skilst lögmálið og tjáskiptin byrja. Meðal margra þjóða tók talan „voða margt“ við þegar tám og fingrum sleppti, en klókir bættu makanum við, og komust í fjörutíu. Móðir náttúra eyðir hæfileikum eða eigindum sem ekki eru notaðar, bæði á einstaklingnum og erfða- fræðilega. Hæfileiki til óperusöngs rýrnar fljótt í þögulli munkareglu er leggur stund á íhugun í þögn. Fuglar á afskekktum eyjum sem ekki þrufa að óttast óvini eða leita fæðu úr lofti, tapa oft fluginu. Maðurinn og skyldir apar misstu skottið af því að þeir þörfnuðust þess ekki. Hver sjúkraþjálfi veit, að reyna verður á vöðva til að þeir viðhaldist og endurnýjist. Hæfileiki tónlistar og stærðfræði eru einu eigindirnar sem viðhaldast um árþúsundir, án þess að þær séu fullnýttar. Virðast hæfileikar þessir vera til staðar í sérhverjum ósködd- uðum mannsheila, en búnaður þó misjafnlega tengdur við aðra hluta heila, oft lítið eða ekkert. Heili með vel tengdum brautum stærðfræði eða tónlistar kynnir sig oft ótrúlega fljótt í bernsku. Skyldleiki er með öllum mönn- um, en skil eru á milli menningar sem var hluti af lífríki náttúru og þeirrar sem lítilsvirðir allt, nema eigin hroka og græðgi og eyðir umhverfi sínu. Arfsagnir og trúarbrögð eru spennandi. Máttarverur þarna uppi og fyrirbærið maður virðast hafa orðið til við samruna prímatateg- undar og „einhvers“ utan úr geimn- um. spurt og svarað SPURT S.S. REYKJAVIK 1) Árið 1984 fékk ég lífeyrissjóðslán að upp- hæð kr. 300 þúsund. Við hjónin höfúm alltaf greitt afborganir á réttum tíma og einu sinni mun meira en við þurftum. Eftir síðustu greiðslu stendur lánið í kr. 514.743 með vísitölu. Borgar sig íyrir okk- ur að taka bankalán og reyna að greiða lánið upp þegar kemur að næstu afborgun? 2) Ef við gerum það ekki og ef ég fell frá áður en sér fyrir endan á láninu, verður þá gerð krafa í íbúð okkar, sem er veðsett fyrir þessu, til að ljúka skuldinni. 3) Sl. þijátíu ár hefúr maðurinn minn greitt mikið i lífeyrissjóð, enda unnið mikið og haft góð laun. Ef okkur endist ekki aldur til að njóta lífeyrislauna fá þá böm okk- ar eitthvað af þeim peningum sem við höfúm greitt í sjóðinn? 4) Nú finnst okkur komið nóg af þessum greiðslum. Getum við ekki samið við vinnuveitanda um það hér eftir verði greiðslumar lagðar í ríkistryggð skuldabréf eða inn á einhveija ávöxtunarreikninga sem í boði em? SVAR Eftirfarandi svör fengust hjá Lífeyrissjóði Dags- brúnar og Framsóknar: 1) Það fer eftir því hve hagstætt bankalán fæst hvort það borgar sig að greiða lánið upp. Slíkt verður að kanna í hveiju einstöku tilviki. 2) Já. 3) Ef bömin eru undir 18 ára aldri fá þau greiddan bamalífeyri til 18 ára aldurs ef viðkomandi foreldri hefur greitt til sjóðsins sex mánuði af síðustu tólf fyrir andlát. 4) Nei, samkvæmt lögum skal greiða til lífeyrissjóðs viðkomandi stéttarfé- lags. Þörfá uppstokkun Til Velvakanda. A Eg tel að kvótakerfíð hafí verið þarft á sínum tíma en nú hefur þetta fyrirkomulag gengið sér til húðar. Eftir því sem tíminn hefur liðið hafa gallar þess betur komið í ljós. Að sjálfsögðu þarf að tak- marka sóknina en það mætti ein- faldlega gera með heildarkvóta fyr- ir landið allt. Á sínum tíma var mikið talað um auðlindaskatt og teldi ég það mun skárri lausn. Það kerfi sem nú er við lýði þrengir allt of mikið að athafnafrelsi manna og vitað er að kvótar ganga kaupum og sölum sem hlýtur að teljast nijög óeðlilegt. Athyglisverðar tilraunir hafa ver- ið gerðar með aukna nýtingu í sjáv- arútvegi. Brýnt er að þau mál verði könnuð til að auka möguleikana til verðmætasköpunar. Ólafúr Hraðlestrarnámskeið Næsta sumamámskeið í hraðlestri sem laust er á hefst 1. ágúst nk. Vilt þú lesa meira, en hefur ekki nægan tíma? Vilt þú vera vel undirbúin(n) undir námið í haust? Nú er tækifæri fyrir þá sem vilja auka lestrar- hraða sinn, en hafa ekki tíma til þess á veturna. Ath: Sérstakur sumarafsláttur. Skráning í dag og næstu daga í símum 641091 og 641099. Hraðlestrar- skólinn ( K Macintosh Bleiltrétt fyriralla Macintoshuaaeaiur! Út er komin hjá Tölvufræðslunni ný bók um Macintosh tölvuna. í bókinni er fjallað ítarlega um stýrikerfið og notkun tölvunnar. Kynnt eru vinsælustu forritin á Makkan t.d. Macwrite, Word, Excel, Works, Hypercard, Filmaker II, PageMaker, Omnis III, bókhald á Makkann o.fl. o.fl. Ómissandi handbók fyrir kröfuharða Macunnendur. Sendum bókina í póstkröfu til þeirra sem þess óska. Tölvufræðslan Borgartúni 28, sími 787590. Nútíma lausn á þekktu vandamáli. Epilady er fyrir nútímakonur. Fjarlægir óæskileg hár af fótleggjum betur og varanlegar en áður hefur þekkst. Sundaborg 9, sími 681233. Fæst í snyrtivöruverslunum, apótekum og raftækjaverslunum. Bjarni Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.