Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JULI 1989
C 5
Barnsburður í Sovél er ekkert spaug
Fyrir skömmu birtist í sovéskum Qölmiölum heldur óhugnanleg
lýsing á því, sem sængurkonur í Sovétríkjunum þurfa að ganga í
gegnum — á óþrifnaJinum og óviðunandi aðbúnaði á fæðingar-
heimilunum. Það var kunnur rithöfúndur, Jevgenía Albats, sem
greinina skrifaði, ogþykir hún endurspegia vel þá miklu óánægju,
sem er með ástandið í sovéskum heilbrigðismálum.
Afæðingardeild fyrir 70 konur
„í einu besta sjúkrahúsi í
Moskvu“ eru engin baðherbergi
eða sturtur, ekki er skipt um rúm-
fatnað dögum saman og bleijur,
handklæði og barnaskyrtur eru af
skornum skammti. Eins og mörg-
um öðrum Sovétmönnum verður
Albats hugsað til hersins, sem ekk-
ert er til sparað, og hins vegar til
grámóskulegs hversdagsins:
„Svona er ástandið hjá þjóð, sem
getur sent geimfar á braut og
heimt það aftur; svona er ástandið
hjá þessari þjóð, sem er í 50. sæti
— á eftir Barbados — hvað varðar
ungbarnadauða."
Greinin, sem birtist í því oft á
tíðum opinskáa vikuriti Moskvu-
fréttum, er dæmigerð fyrir glasn-
ost-stefnuna og einkum fyrir það,
að í henni eru tekin dæmi úr dag-
lega lífinu og þau notuð til að
benda á galla sovétkerfisins. í
henni er líka slegið á strengi kven-
réttindabaráttunnar, sem er heldur
sjaldgæft í Sovétríkjunum, jafnvel
nú á dögum Gorbatsjovs.
„Hve lengi enn á þetta eftir að
glymja í eyrum okkar:„Þú ert
hvorki fyrsta né síðasta konan,
sem elur barn. Svo hefur guð líka
verið góður við ykkur. Þið getið
bæði fermt og affermt jámbrautar-
vagna og lagt malbik á vegina
okkar ..." Ég var annars að tala
um börn. Tölur sýna, að fimmta
hvert barn fæðist vanskapað eða
með einhvern líkamsgalla."
Þegar Albats lá á fæðingardeild-
inni var henni sagt, að verkjalyf
og svæfingargas væru „allt of dýr“
auk þess sem hjúkrunarkonurnar
hefðu ekki tíma til að standa í
slíku. „Hættu að öskra“ var allt
og sumt, sem við hana var sagt
síðustu 12 tímana fyrir fæðingu.
Albats segir, að í Sovétríkjunum
megi feður ekki vera viðstaddir
fæðingu og ekki koma í heimsókn
fyrr en tíu dögum síðar og sé það
eftir öðru hjá sovéska skrifræðinu.
Þar sé nefnilega lögð smásmugu-
leg áhersla á hreinlætið samkvæmt
bókinni — læknar skipa mæðrun-
um að þvo sér um hendur í alkó-
hóli áður en þær snerta börnin og
bannað er að koma með föt, bæk-
ur og tímarit frá hinni óhreinu
veröld utan dyra — en samt er
lágmarkshreinlæti á stofnuninni
sjálfri skelfilega áfátt.
Heilbrigðismálaráðherrann sov-
éski viðurkenndi á síðasta ári, að
barnadauði væri um þrisvar sinn-
um meiri í Sovétríkjunum en í sum-
um vestrænum ríkjum og einnig,
að í þriðjungi sovéskra héraðs-
sjúkrahúsa væri ekki almennilegt
skolpræsakerfi eða rennandi vatn.
Jevgenía Albats var á fæðingar-
stofu með sjö öðrum konum og
þegar að því leið, að hún skyldi
fæða, bað hún um lækni en hann
lét ekki sjá sig. Að fæðingu lok-
inni bað hún um tebolla en var
svarað því til, að matartíminn
væri löngu liðinn. „Atti ég að skilja
það svo, að ég hefði átt að flýta
mér við fæðinguna?“ spyr Albats
og bætir við, að hún telji sig
heppna, dóttir sín hafi aðeins sýkst
af tiltölulega vægum sjúkdómi.
„Alvarlegra er þó, að við erum
að sýkja sjálfa framtíðina: Framtíð
þjóðarinnar er í hættu,“ sagði hún
að lokum.
Japan:
Kyndugir þankar á kontórnum
Framhjáhald, skilnaður og slagsmál - þetta þrá karlar, sem
starfa á skrifstofum Tókýó-borgar, að því er fram kemur í nýrri
japanskri könnun. Samkvæmt henni fer mikill hluti „vinnutíma"
þessara manna í það að lesa blöð, versla og eyða tímanum í kaffi-
húsum.
Könnunin staðfestir það sem
Vesturlandabúa hefur alltaf
grunað: samkvæmt stimpilkortinu
eru skrifstofumenn í Tókýó ef til
vill 200 tímum lengur í vinnunni
á ári heldur en starfsbræður þeirra
á Vesturlöndum, en þeir vinna
ekki endilega svo miklu lengur.
Rúmur helmingur aðspurðra
kvaðst lesa dagblöð og tímarit eða
hringja í eigin þágu í vinnunni.
Svipaður ijöldi sagðist skreppa í
bankann eða sinna öðrum einkaer-
indum á vinnutíma.
Ríflegur þriðjungur þessara
kraftaverkamanna efnahagsund-
ursins kvaðst eyða hluta vinnutím-
ans í kaffihúsum og 40 af hundr-
aði þeirra kváðust þrá náin kynni
. við ungar starfssystur sínar.
Atvinnulausir Vesturlandabúar
óska sér að öllum líkindum ævir-
áðningar, en samkvæmt japönsku
könnuninni þrá 36 af hundraði
skrifstofumanna í Tókýó að skipta
um starf.
Hjónaskilnaðir eru helmingi
færri í Japan en á Bretlandi, en
þetta virðist ekki rétti mælikvarð-
inn á hjónabandssæluna: rúmur
þriðjungur Japana vill skilja við
konu sína, en telur sér það ekki
fært vegna almenningsálitsins.
Fjórðungur þessara fórnfúsu
berserkja risafyrirtækjanna elur
með sér þann strákslega draum
að sttjúka að heiman eða lúskra á
einhveijum. Fjórðungurinn vill
einnig segja upp og stofna eigið
fyrirtæki. Fimmtungur þeirra læt-
ur sig og dreyma um glæfralegt
íjárhættuspil og verðbréfabrask.
Tæpur helmingur karlanna
kvaðst ekki njóta frídaganna þar
sem þeir þyrftu að „sinna skyldum
sínum við ijölskylduna“.
- LISA MARTINEAU
Áskriftarsíminn er 83033
1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989
‘Súluritið sýnir hiuuall skatta af vergri landsframleiðslu
(sveiflujöfnun, miðað við magnvísitölu 1981).
Vilt þú feta
skattaveginn til
sósíalismans?
Skattar á einstaklinga og fyrirtæki hækka ár frá ári.
Skattheimta núverandi vinstristjórnar hefur slegið öll
met fyrri stjórna.
Finnst þér fé þínu hafa verið vel varið?
Hvorum treystirðu betur fyrir fé þínu, þér eða Ólafi
Ragnari?
Ungt sjálfstæðisfólk treystir á að Sjálfstæðisflokk-
urinn hafi þor og dug til að afnema vinstriskattana
sama dag og hann tekur sæti í nýrri ríkisstjórn.
Samband ungra sjálfstæðismanna
BENETTONVTSALAN
BYRJAR KL. 10.00
(MANUDAG)
& b
enellon
Qz b
enellon
SISLEY
012
benelton
KRINGLUNNI SKÓLAVÖRÐUSTÍG KRINGLUNNI KRINGLUNNI
. 'J 'v.J .'a”
L&jfc.CSioWáÍiiSwfe.ftjL.lÍ .»> fe-4- i