Morgunblaðið - 27.07.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.07.1989, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B 168. tbl. 77. árg. FIMMTUDAGUR 27. JULI 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Handtökum haidið áfram í Kína: Andófsfólk atað auri í fj ölmiðlum Bíógestir í Peking hlæja háðslega að áróðursmynd um Deng Xiaoping Peking. Reuter. Daily Telegraph. MÁLGAGN kínversku stjórnarinnar, Dagblað alþýðunnar, færist nú mjög í aukana í árásum sínum á andófsmenn í landinu og eru þeir m.a. sakaðir um að fyrirlíta allt sem kínverskt er. T.d. er háskólakenn- ari úr röðum andófsmanna, sem handtekinn var í júní, sagður hafa fyrirlitið „samtanda sína af gula kynstofninum" og skriðið „fyrir Vestur- tandamönnum". Einnig er hann sagður hafa lýst aðdáun sinni á for- ingja þýskra nasista, Adolf Hitler. Dagblaðið Xinhua, sem gefið er út í Nanking, hefur skýrt frá því að rúmlega 3.000 manns hafi verið handtekin í Jiangsu-héraði einu í herferð gegn pólitískum andófs- mönnum og öðrum afbrotamönnum. Fréttir frá Hunan í Suður-Kína Morðið á Palme: Dómur kveð- inn upp í dag Stokkhólmi. Reuter. VIÐ því er búist að Christer Pettersson, 42 ára gamalf Svíi, verði í dag fimdinn sek- ur um morðið á Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, þegar borgardómur Stokk- hólms kveður upp úrskurð sinn. Palme var myrtur skömmu fyrir miðnætti 28. febrúar 1986 þegar hann var á leið heim úr kvikmyndahúsi ásamt eigin- konu sinni Lisbet. Lisbet er aðalvitni ákæruvaldsins gegn Pettersson en hann hefur neit- að sakargiftum. Það má telja vist að endanlegur dómur falli ekki í dag því málinu verði skot- ið til æðri dómsstiga. herma að 20 manns séu þar á bak við lás og slá fyrir að reyna að frélsa fanga í vörslu lögreglunnar. Vest- rænir stjórnarerindrekar í Peking telja að eingöngu sé skýrt frá hand- tökunum í blöðum úti á landsbyggð- inni til að valda sem minnstum ugg hjá erlendum ferðamönnum og fjár- málamönnum í Peking. Á sunnudag söfnuðust nokkur hundruð stúdentar saman við Peking-háskóla og kyrj- uðu söngva, hliðholla stjórnvöldum, en embættismenn skólans dreifðu fljótlega hópnum. Áróðursmynd um líf Dengs Xiaopings, leiðtoga Kína, hefur verið tekið með hæðnishlátri af bíógestum í Peking. Reuter Peking-búar á leið í bíó til að sjá myndina „Uppreisn hundrað litbrigða" sem er um ævi Dengs Xiaop- ings, hins aldraða leiðtoga Kína. I annarri mynd sáust menn stjórnar Kuoinintangs-flokksins, er réð yfir landinu fyrir byltingu kommúnista, sundra mótmælagöngu með háþrýstivatnsdælum en ekki byssu- kúlum. Áhorfendur klöppuðu ákaft þegar þessi hluti myndarinnar var á tjaldinu og hefur hún nú verið tekin af dagskrá. Mikill órói 1 Eystrasaltslýðveldum Sovétríkjanna: Sjálfetæðiskröfur í Lettlandi og verkfall Rússa í Tallinn Moskvu. Reuter og Daily Telegraph. RÚMLEGA 100.000 manns komu saman í miðborg Riga í Lettlandi í gær til að krefjast sjálfstæðis og m ■I Torséða sprengjuvél- in fær brautargengi George Bush Bandaríkjaforseti fór með sigur af hólmi í Öldunga- deild Bandaríkjaþings í gær þegar fallist var á smíði þriggja sprengjuvéla af gerðinni B-2, sem hefur þann eiginleika að vera torséð í ratsjám. í fiilltrúadeildinni var á hinn bóginn samþykkt að leyfa aðeins smíði tveggja véla og þurfa fulltrúar þingdeild- anna tveggja nú að koma sér saman um málamiðlun. Fjárframlög til geimvarnaráætlunarinnar voru skorin niður um tæp 40% í þinginu, þrátt fyrir að varnarmálaráðherra landsins hafi varað við slíku, þar sem niðurskurðurinn kynni að koma í veg fyrir að áætlunin kæmist í framkvæmd fyrr en á næstu öld. þess að lýðveldið verði með í áætl- un um aukna efnahagslega sjálf- stjórn Eystrasaltsríkja. Hart var deilt um áætlunina á sovéska þing- inu í gær. Kolanámamenn í Úkr- aínu sneru aftur til vinnu sinnar í gær en verkföll brutust út í Tall- inn, höfiiðborg Eistlands. Þar lögðu Rússar, sem vilja mótmæla nýjum lögum í lýðveldinu um for- gang eistneskunnar, niður vinnu. Þriðja daginn í röð kom til mót- mæla í Tíflis, höfuðborg Georgíu, og mikil spenna er í lofti í Súk- húmi, höfuðstað sjálfstjórnarhér- aðsins Abkhazíu. Þing Lettlands kemur saman í dag til að taka ákvörðun um það hvort lýðveldið gengur til liðs við Eistland og Litháen í baráttunni fyrir auknu efnahagslegu sjálfstæði. Þykir líklegt að svo verði. Það ræðst einn- ig í dag hvort áætlun sem gengur út á efnahagslega sjálfstjórn lýðveld- anna tveggja frá og með næstu ára- mótum hljóti náð fyrir augum sov- éska þingsins. Hart var deilt um þetta efni í gær. Leóníd Abalkín, sem nýverið tók við embætti varaforsæt- isráðherra Sovétríkjanna, sagðist líta svo á að aukið efnahagslegt sjálf- stæði lýðveldanna væri órofa hluti af umbótastefnunni. Júrí Masljúkov, 1. varaforsætisráðherra Sovétríkj- anna og félagi i Stjórnmálaráðinu án atkvæðisréttar, varaði við því að Eystrasaltsríkin fengju aukið sjálf- stæði. Masljúkov sagði að slíkt myndi hafa ófyrirséðar afleiðingar fyrir ríkjaheiidina en hann er jafnframt yfirmaður Gosplan, ríkisáætlunar- nefiidar Sovétríkjanna, sem sam- ræmir alla efnahagsstjórnun lands- ins. Starfsmaður kommúnistaflokks Eistlands sagði í samtali við Reut- ers-fréttastofuna í gær að 5.000 rússneskir verkamenn væru í verk- falli í Tallinn. Þeir hefðu valdið vinnustöðvun hjá verksmiðjum með samtals 18.000 manns. Um þriðjung- ur íbúa Eistlands er rússneskur. Margir þeirra eru áhyggjufullir vegna lagafrumvarps um forgang eistneskunnar í lýðveldinu og talið er að árangursríkt verkfall námu- manna í Síberíu og Úkraínu hafi orðið þeim hvatning til sams konar aðgerða. Fréttastofan Tass sagði frá því í gær að tvær sprengjur hefðu sprung- ið í borginni Súkhúmí í sjálfstjórnar- héraðinu Abkhazíu en ekkert mann- tjón hefði orðið. Héraðið er inni í Georgíu og hefur 21 maður fallið þar undanfarið í skotbardögum milli Abkhaza og Georgíumanna. Haft eftir Jaruzelski, forseta Póllands: Nágrannaríkin óánægð myndi Samstaða stjórn Varsjá. Reuter. ÞINGFLOKKUR Samstöðu, óháðu verkalýðssamtakanna í Póllandi, hafhaði í gær boði Wojciechs Jaruzelskis forseta um myndun samsteypu- stjórnar í landinu. Við það tækifiæri sagði Jozef Slisz, leiðtogi Samstöðu í dreifbýlinu, að Jaruzelski hefði sagt sér að nágrannaríkin yrðu ekki ánægð ef Samstaða myndaði ein ríkissljórn: „Hann nefhdi einkum Austur-Þýskaland, Tékkóslóvakíu og Sovétríkin.' Allir þingmenn Samstöðu að fjór- um undanskildum, sem sátu hjá við atkvæðagreiðslu, studdu tillögu Bronislaws Geremeks, leiðtoga þing- flokksins, um að hafna boði Jaruz- elskis um myndun stjórnar með kommúnistum. Geremek sagði að óháðu verkalýðssamtökin væru reiðubúin að mynda stjórn upp á eig- in spýtur. Kommúnistaflokkurinn gæti hins vegar ekki sætt sig við það af ótta við að þúsundir embættis- manna í lykilstöðum, sem flokkurinn setti til valda, yrðu látnir fjúka í uppstokkun á stjórnkerfinu. Þingflokkur Samstöðu lagði bann við því að einstakir þingmenn gengju til liðs við kommúnistá við stjórnar- myndun eða aðrir einstaklingar með aðild að samtökunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.