Morgunblaðið - 27.07.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.07.1989, Blaðsíða 16
16 ___________________ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1989 Hvernig ætlar bless- “ aður maðurinn að , komast til himna ' Dagstund með Jóni Eiríkssyni Drangeyjarjarli sem nytj- að hefiir helstu perlu Skagaijarðar undanfarin 35 ár æ Texti og myndir/Agnes Bragadóttir DRANGEY OG GRETTIR Ásmundarson eru nöfn sem kalla á hvort annað. Þú nefnir ekki annað, án þess að hitt komi upp i hugann. Sjálfsagt er það svo í dag að Drangey og Jón Eiríksson, frá Fagra- nesi, iðulega nefndur Fagri Jón, eða Eyjarjarlinn, kalli fram samskon- ar nafnatengingu í hugum Skagfirðinga. Jón, þessi rammi maður til afls og vits, hefur leigt og nytjað Drangey frá árinu 1954, eða leng- ur en margir muna. Jón er ekki drýldinn maður, þrátt fyrir orðstír um hreystimennsku, afl og hagmælsku. Hann segir meira að segja í hálfniðrandi tón um sjálfan sig, er við siglum norður til Drangeyj- ar: „Maður er ekki einu sinni hálfdrættingur á við hann Eyjólf Grímólfsson!" Jón er hér að vísa til þjóðsögu um Eyjólf þennan, sem var fjórkvæntur, og átti sjö börn með hverri konu. Jón er „aðeins" tvíkvæntur og á „aðeins“ fimm börn með hvorri konu! Jón Eiríksson, öðru nafhi Eyjaijarlinn, er mikill hestamaður. Hann átti forláta gæðing, sem hann kallaði Skugga, en segist hafa selt hann í ölæði, sem fáir trúa að vísu. Þeim viðskiptum lýsti Jón svo: Ég er meiri bölvuð bullan býsna mikið til þess finn. Heildsalinn mig hellti fullan honum seldi ég Skuggann minn. Drangey, aðalperla Skagafjarðar liggur heldur norðar en kaupstaðurinn Sauð- árkrókur, þaðan sem Drangeyjarferðin er hafin, eða langt úti á Skagafirði. Hún rís tígulega úr firðinum og hennar er vandlega gætt af Kerlingunni, sem af tign ber við himin, en Karlinn er hins vegar horfinn. Honum hafa ágjafir sjóa og vinda grandað, og er hann nú ekk- ert annað en agnarlítið sker, sem brýtur á. Okkur konum finnst það hreint ekkert verra að sjá Kerling- una standa af sér tímans tönn með þeim hætti sem hún gerir, á sama tíma og Karlinn hefur veðrast niður í nánast ekki neitt. Þótt það falli ekki í góðan jarðveg hjá Körlum þessa lands, ætla ég að varpa fram þeirri spumingu, hvort varðveizla Kerlingarinnar sé kannski táknræn endurspeglun raunveruleikans! Fjallasýn allt suður til Hofsjökuls Dagsferð til Drangeyjar verður ugglaust öllum sem hana fara ógley- manleg, „en að vísu ekki hent nema hraustum taugum. “ Skagafjörður skartaði sínu fegursta, hvað veður varðar. Ekki skýhnoðri á himni og fjallasýn slík, að á leiðinni út í Drangey sást alla leið suður til Hof- sjökuls. Okkar ágæti fararstjóri í Drangeyjarferðinni er títtnefndur Jón Eiríksson, bóndi að Fagranesi á Reykjaströnd í Skagafirði. Karlinn sá, er svo sannarlega ekki jafnmáður og veðraður og Karlinn við Drang- ey, þótt rúnum sé hann ristur. Jón hefur, eins og áður segir, leigt og nytjað Drangey allt frá árinu 1954 og hann hefur sigið í bjarg í Drang- ey, allt frá unglingsárum og gerir enn, sextugur maðurinn. Um margt líkur Gretti Hygg ég það vera vel við hæfi að Jón sé nefndur Eyjaijarlinn og að hann leigi og nytji Drangey. Hann er þekktur fyrir hreysti sína og líkamsburði, rétt eins og Grettir Ásmundarson var „svo frægur mað- ur fyrir sakir afls og hreysti að engi þótti þá slíkur afungum mönnum. “ Jón er nánast eins og sagnabanki og segist honum afburðaskemmti- lega frá. Hann er aukin heldur hag- mæltur og líkist Gretti því einnig hvað það varðar, og fengum við ós- part að kenna á þeim hæfileika hans. Mér liggur við að segja að Jón sé framsóknarmaður af Hriflu-Jónasar gerðinni — rammíslenzkur og forn. Haldið þið ekki að þessi kveðskapur Jóns hefði verið Hriflu-Jónasi þókn- anlegur: Mig það aldinn mikið gleddi, en meira hjarta þitt ef ég loksins kvittur kveddi, kaupfélagið mitt. Jónasi hefði ugglaust einnig fallið vel í geð kveðskapur Jóns til mín, sem hann snaraði að mér á aðal- fundi Sambands íslenskra samvinnu- félaga i byijun júnímánaðar, en Jón var þar mættur sem fulltrúi, eins og góðum og gegnum framsóknar- manni sæmir: Eigi skaltu öllu trúa unga blaðadís og ekki má nú Mogginn Ijúga miklu upp & SÍS. Eg ætla ekki einu sinni að bera það við að endursegja frásagnir hans hér, því ég tel að þeir sem hafi hug á því að sækja Drangey heim, ættu að falast eftir því við Jón að hann flytti þá út í eyju og fræddi og skemmti. Þó er nánast skylt að nota hér tækifærið og upplýsa lesendur örlítið um bemskubrek Eyjaijarlsins. Fyrir eins og 40 árum kleif Jón, ásamt vini sínum Sigfinni eyjuna, þar sem hún hafði aldrei verið klifin áður og hefur enginn maður reynt uppgöngu þar síðan. Jón var heldur skömmustulegur, þar sem hann stóð úti á bjargbrúninni og benti okkur á uppgönguleiðina, sem virtist al- gjöriega ófær nema fuglinum fljúg- andi. En mikið rétt, þegar rýnt var í bjargið ofarlega, sáust tveir hálf- ryðgaðir fleinar til merkis um það að þama hafði raunverulega verið klifið. Jón sagði okkur að hann væri lítið hreykinn af þessum bernsku- brekum sínum og hann viðurkenndi raunar að þeir félagarnir hefðu ver- ið að storká æðri máttarvöldum með þessu klifi sínu. Honum sagðist svo frá að nokkm eftir þennan atburð hefði hann verið staddur þarna frammi á bjarginu með ferðalang sem hann var að sýna eyjuna og þá hafi ferðalanginum orðið á orði: „Var það ekki hérna sem einhveijir tveir vitleysingar klifu um daginn?" Drangey svo gott vígi að hvergi má komast upp á hana Það er ekkert nýtt að tala um að Drangey sé nánast ókleif, hvað þá á stöðum eins og þeim sem þeir fé- lagarnir „vitleysingarnir“ fóm upp: í Grettlu er það Guðmundur hinn ríki á Möðmvöllum sem lýsir henni svo fyrir útlaganum Gretti: „Ey sú liggur á Skagafirði er heitir Drang- ey. Hún er svo gott vígi að hvergi má komast upp á hana nema stigar séu við látnir. Gætirþú þangað kom- ist þá veit ég eigi þess manns von er þig sæki þangað með vopnum eða vélum ef þú gætir vel stigans. “ „Klifið upp Drangey er ekki ýkja erfitt. Helst var það lýjandi að renna í sandinum eins og hálft skref nið- ur, fyrir hvert eitt sem upp var klif- ið. Þó fór nú um menn og konur, þar sem paufast var á mjórri sillu, fyrir klettanef, því þverhnípt var þar fyrir neðan. En allt gekk þetta þó að óskum og Jón stýrði okkur öllum upp á eyna áfallalaust. Þegar upp var komið greindi hann okkur frá því að á síðastliðnu sumri hefðu menn frá Stöð 2 ætlað að gera þátt í Drangey, en af þáttagerðinni hefði aldrei orðið, þar sem þeir hefðu guggnað í miðju klifinu og haldið ofan eyna aftur. Þessi frásögn gerði það að verkum að okkur fannst sem við hefðum unnið talsvert afrek, ■jafnvel heyrðust hógværar fullyrð- ingar blaðamanna eins og „einstök hetjudáð“ og „einstætt þrekvirki" en þær ber að taka hóflega alvar- lega.“ Sömuleiðis sagði Jón okkur af klerki einum, sem hann hefði flutt út í eyna, en hann hafði sömuleiðis misst kjarkinn í klifrinu og horfið niður aftur. Varð Jóni þá að orði: „Hvernig ætlar blessaður maðurinn að komast til himna!“ Líkast til finnst Jóni klifíð upp Drangey „Lítið verk og löðurmannlegt," eins og Grettir mælti forðum, er faðir hans, Asmundur hærulangur setti hann tíu Fuglalíf í Drangey er mikið og þessir einu ábúendur eyjarinnar geta svo sannarlega látið í sér heyra. ' vetra til að gæta heimgása sinna. Drangey, auk þess að vera skjól útlagans Grettis Asmundarsonar, og þar afleiðandi sögufræg eyja, hefur ígegnum tíðina verið Skagfirðingum mikil búbót. Þegar fugl var veiddur í mestum mæli í og við Drangey, segir Jón að mest hafi um 200 þús- und fuglar verið veiddir. Þá hafi menn hafzt við í Drangey yfir veiði- tímann. Jafnframt hefur eyjan jafn- an gefið mikið af eggjum, þeim sem þar hafa stundað bjargsig á vorin. Jón segir að hann haldi að mest hafi um 24 þúsund egg verið tekin á einu vori, en að jafnaði sé eggja- tekjan nálægt helmingur þeirrar tölu. Skammar þingmenn sem aðra Jón liggur ekki á skoðunum sínum og hann vandar hinu háa Alþingi ekki kveðjurnar, þegar hann ræðir lagabreytingu frá árinu 1965, sem hann segir nokkuð dæmigerða fyrir þingmennina blessaða: Þeir séu að vasast í lagasetningum um málefni, sem þeir hafi ekki hundsvit á. Hér á Jón við þá ákvörðun Alþingis að ekki megi veiða fugl með þeim hætti, sem gert hafði verið í aldarað- ir, fram til ársins 1965, að snúa hann úr hálsliðnum. Jón segir þá drápsaðferð vera mun manneskju- legri en beitingu skotvopna, þar sem iðulega sé hætta á því að fuglinn sleppi með skotsár, jafnvel helsærð- ur. Jón lætur ekki þar við sitja að senda þingmönnum þeim er sátu á Alþingi árið 1965 tóninn. Hann fylg- ist glöggt með þjóðmálum og kastar fram stöku og stöku, þegar honum finnst við eiga. Honum hugnaðist greinilega ekki allskostar gagn- kvæmt daður A-flokka formannanna í upphafi þessa árs, er þeir þeystu um landið þvert og endilangt á „rauðu ljósi“: A-flokkarnir ákaft þinga, yfir þeim er sigurglans. Hundar rauðir rófur hringa, og reistir þjóta um sveitir lands. Sólbrenndir fréttamenn og rúnum ristur fararstjóri hverfa nú aftur niður Drangey, og ólíkt er nú niður- gangan léttari en uppgangan. Sigl- ingin til baka inn á Sauðárkrók er ekki síðri í síðdegissólinni. Fyrir- tækjaheimsóknir og annað viðlíka lítt spennandi, eftir einstakan dag í Drangey, eru það sem við okkur fréttamönnunum blasir nú, og þarf engan að undra að ég lúki þar með frásögn minni. Það getur vart farið betur á sögulokum en að taka þau orðrétt upp úr Grettlu: „Lýkur hér sögu Grettis Ásmundarsonar, vors samlanda. Hafi þeir þökk er hlýddu en sá litla sem krabhað hefir sög- una. Er hér verksins endir en vér séum allir Guði sendir. Amen. “ Drangey og Kerlingin. Hér er það komið, sem klifið fær hjartað til að slá örar. Herramenn- imir þeir Jón Gauti Jónsson (fremstur) og Jón Eiríksson leiða kven- peninginn þar til hjartað slær rólegar á ný.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.