Morgunblaðið - 27.07.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.07.1989, Blaðsíða 44
 MORGUNBLAÖIÐ FIMMTéb'ÁÓljR 27. JÚLÍ 1989 44 Ömmur og afar ... HÖGNI HREKKVISI H > 4 A hvaða leið erum við? J Til Velvakanda. Það fór eins og við spáðum sem óttuðumst afleiðingar gerða"þeirra alþingismanna sem hleyptu bjór- straumnum yfir æsku þessa lands. Aukning áfengisneyslu varð 36 pró- sent og það segir sína sögu. Það er undarlegt hversu áfengisauð- valdið getur blindað jafnvel skyn- sama menn, þeir eru jafnvel orðnir þar fúsir og viljugir eða eins og stendur í vísunni ákafir að „moka skít fyrir ekki neitt". Fúsir að vera í mánuði þrælar. Og ekki batnar ástandið við bjórfiauminn þótt þeir sem á þessu græða reyni að verja sitt skinn eins og þar stendur og kemur mér þá í hug og sérstaklega þegar ég í útvarpi heyrði flutnings- manninn sem stoppaði lítið á Al- þingi en gat samt komið þessum vágesti áfram, verja þessa bjór- bunu: Oft er það með ákefð varið, eymd og neyð sem stafar frá, fram það logna blákalt barið, blindir þeir sem eiga að sjá. Og eru þessi orð ekki talandi tákn mannlífsins r dag. Slysum og óhöppum fjölgar jafnt og þétt, mannslífum fórnað, mann- dáðin lokuð inni á drykkjumanna- hælum og ijármunirnir sem áttu að fara til gagns og gróða þjóðinni okkar fara í áfengi til að eyðileggja líf margra borgara sem vonir stóðu Hestamenn: Verið vel á verði, þar sem ökutæki eru á ferð. Haldið ykkur utan Qölfarinna akstursleiða. Stuðlið þannig að auknu umferðaröryggi. Ökumenn: Forðist alian óþarfá hávaða, þar sem hestamenn eru á ferð. Akið aldrei svo nærri hesti að hætta sé á að hann fælist og láti ekki að stjórn knapans. til að yrðu með í uppbyggingu gró- andi þjóðlfs. Ljótt en því miður satt. Menn tala um að þeir vilji ekki bönn eða höft en eru áður en varir komnir í ægilegustu haftaklær mannlífsins, fjötra áfengis og eitur- efna. Þetta er staðreyndin og þessu hafa þeir komið til vegar og átt dijúgan þátt í sem jafnvel undirrita eiðstaf um að lyfta þjóð vorri til vegs og virðingar. Kaldhæðni örlag- anna getur stundum verið bitur. Nú hefði maður haldið eftir þessi ósköp sem á hafa gengið af völdum áfengisins og annarra eiturefna að menn rumskuðu og gerðu eitthvað til að draga úr þessum voða. Sæu að þær krónur sem koma af þess- ari iðju og lauguð er í sárum og vonbrigðum samferðamannanna, en því er því miður ekki að heilsa. Það er eins og menn vilji hafa þetta og í gegn um áfengið eru alls kon- ar klækir bæði í viðskiptum og sam- skiptum í framþróun, svik og prett- ir í uppivöðu og orðum má varla treysta og allt er varið, jafnvel dómskerfið er sýkt og almenningur uggandi um réttlætið í kerfinu. Eg man þá tíð þegar menn voru hugsandi, vildu þjóðinni sem mest gagn, unnu iandi og lýð, voru bind- indissamir hugsjónamenn. Man að þá var undantekning að ekki væri hægt að treysta orði. Menn byggðu frekar upp en rifu niður. Hugsandi maður. Á hvaða leið erum við. Hvenær koma þeir tímar aftur að menn þurfi ekki að óttast áfengið og afleiðmgar þess? Árni Helgason Víkverji skrifar Stöð 2 er hætt að greina á milli truflaðra og ótruflaðra þátta í dagskrá, þegar hún birtist í dag- blöðunum. Áður fyrr var sérstak- lega greint frá því, hvaða þáttur væri sendur út ótruflaður og hver truflaður. Þetta er, þjónustuatriði fyrir fólk og skorar Víkverji á stöð- ina að taka upp aftur þennan góða sið. xxx Mannlegi þátturinn heitir þátt- ur, sem sýndur var fyrir skömmu í sjónvarpinu. Þátturinn Qallaði um íslenzkt mál og á hvern hátt íslendingar gætu bezt varð- veitt tungu sína og varizt þeim hættum, sem menn telja að steðji að henni. Það vakti athygli Víkveija að til þess að vitna um málið og málnotkun voru kallaðir til hinir ýmsu aðilar, en það voru allt karl- ar. Nú er það svo að rúmlega helm- ingur íslenzku þjóðarinnar eru kon- ur. Þær nota líka þetta sama tungu- mál og nota það ekki minna en karlar. Gjarnan hefði mátt sjá nokk- ur kvennaandlit á skjánum og lofa þeim að láta ljós sitt einnig skína. Mikið hefur verið fjallað í frjöl- miðlum um frönsku bylting- una, sem er 200 ára um þessar mundir og sýndi sjónvarpið m.a. beint frá hátíðahöldunum í París 14. júlí, Bastilludaginn. Eitt þeirra blaða, sem Víkveiji les gjarnan sér til gamans er rit National Geo- graphic Society, sem gefið er út í Bandaríkjunum. Þar sem annars staðar er fjallað um Frakkland og byltinguna og er júlíheftið helgað afmælinu. National Geographic bendir á söguleg tengsl frönsku byltingar- innar og frelsisstríðsins í Banda- ríkjunum og bendir á að 13 árum áður hafi sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna verið samþykkt eða 1776 og þar hafi fyrst verið í lög leitt að sérhver maður sem fæðist sé jafn að lögum og mannréttindum án tillits til efnahags, kynferðis eða litarháttar. Þetta var og einmitt inntak frönsku byltingarinnar. Þeir benda á að Frakkar hafi styrkt frelsisöflin í Bandaríkjunum og telja raunar að öðru vísi hefði farið þar vestra, ef ekki hefði verið sendur franskur her vestur um haf til styrktar frelsisheijunum. Foringi þessa franska hers var einmitt Lafayette, sem síðar átti eftir að leika mikið hlutverk í frönsku bylt- ingunni. Er því raunar haldið fram í tímaritinu, að ekki sé tilviljun að sömu litir séu í bandaríska fánanum og hinum franska. í þessu sambandi er einnig bent á að Benjamin Franklin hafi verið sendiherra Bandaríkjanna í París fram til 1784 og einn af höfundum sjálfstæðisyfirlýsingarinnar, Thom- as Jefferson, sem síðar varð for- seti, tók síðan við af honum það sama ár og varð sendiherra Banda- ríkjanna í París. Hafi þessir menn greinilega haft mjög víðtæk áhrif meðal ráðamanna í Frakklandi. Sé þetta rétt, er upphafið að sjálfstæð- isyfirlýsingu Bandaríkjanna og frönsku byltingarinnar eitt og hið sama og undirstaða nútíma hug- mynda um mannréttindi. En þegar sagnfræðingar nú fjalla um frönsku byltinguna hér uppi á íslandi og sjálfsagt víðar, er þessa skyldleika hvergi getið. Hvernig ætli standi á því? Getur verið að þessi bandaríski uppruni manngild- ishugsjóna sé eitthvert „tabú“ í augum nútíma sagnfræðinga? 4 4 4 4 H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.