Morgunblaðið - 27.07.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.07.1989, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐ^Ð FIMMTUDA.GUR 27, JULI ,1989 Mannleg reisn og meðferð sjúklings eftir ÓíafOdd Jónsson Að gefnu tilefni ætla ég að fjalla um mannlega reisn og meðferð sjúklings, dánarskilgreiningu, líffæragjöf, sjálfsvíg.og líknardráp og sjálfsákvörðunarrétt sjúklinga til meðferðar út frá kristilegri sið- fræði í þessari blaðagrein. Eflaust finnst mörgum ég færast mikið í fang. Það er einnig viss hætta fólg- in í því að telja sig vita allt best, þegar fjallað er um viðkvæm mál sem þessi. Orð mín ber ekki að skoða sem gagnrýni á einn eða neinn heldur umíjöllun um málefni sem brýnt er að hugsa um. Ég reifaði umræðu um þetta efni á fundi lækna og presta á sínum tíma, en það hefur áfram leitað á hugann við störf á sjúkrahúsi Keflavíkurlæknishéraðs og einnig eftir að ég sótti ráðstefnu í Noregi sl. haust um heilsu, trú, kirkju og samfélag. Ég vona að þetta innlegg vekji fleiri til um- hugsunar. Mannleg reisn Helmut Thielicke skrifaði eitt sinn bók sem nefnist: Læknirinn sem dómari um hver skuli lifa og hver skuli deyja. Efni bókarinnar var fyrst sett fram á ráðstefnu skurðlækna, sem haldin var í Ham- borgarháskóla, þar sem höfundur- inn starfaði sem rektor og prófessor í siðfræði. í bókinni kemur m.a. fram að þegar við tölum um skyldu læknis til að viðhalda lífí, þá sé ekki átt við líffræðilegt líf heldur mannlegt líf, sem vart verður skilgreint út frá staðreyndum hjarta- og heilalínu- rita einvörðungu. Allt frá 1. Móse- bók til heimspekingsins Heideggers hefur meðvitund mannsins verið það sem greindi að dýralíf og mannlíf. Samkvæmt kristnum skilningi hefur maðurinn reisn (dignitas aliena), sem honum er gefin af Guði. Það var í nafni þeirr- ar mannhelgi sem presturinn Bod- elschwingh stóð gegn SS-foringjum Hitlers, þegar þeir vildu tortíma gömlu fólki og geðveiku, fólki sem af nasistum var talið óhæft til lífs. En Bodelschwingh sá hvemig það brást við kærleika, umhyggju, sálmasöng og ritningarversi. Kristnir siðfræðingar hafa alltaf tekið mið af helgi lífsins og þeirri mannlegu reisn, sem mönnum er af Guði gefin, hvert sem andlegt eða líkamlegt ástand þeirra kann að vera. Á þessu hvílir vitundin um að viðhalda lífi enda þótt lina beri þjáningar. Hins végar geta kristnir sið- fræðingar viðurkennt réttmæti þess að hætta beri meðferð sjúklings þegar engin von er um ba.ta og heilinn er hættur að starfa. í þeim tilvikum verður að vega og meta hvort viðkomandi eigi kost á mann- legu lifí. Það er fyllilega réttmætt að taka mið af heiladauða og gæð- um'þess lífs sem sjúklingurinn á kost á, en ekki líffræðilegu lífi ein- vörðungu. Þetta þýðir ekki að já- kvæð euþanasía eða virkt líknar- dráp sé viðurkennt. „En það liggur fyrir mönnum eitt sinn að deyja,“ segir í Hebreabréfínu (9.27). Það þýðir að menn hafa rétt til að deyja, eins og þeir hafa rétt til að lifa. Þá vaknar spurningin: Er leyfi- legt að svipta menn réttinum til að deyja þegar dauðastundin er í raun komin? Er leyfílegt að lengja dauða- Ólafiir Oddur Jónsson „Það ber ekki að við- halda lífi hvað sem það kostar,þegar möguleik- ar mannlegs lífs og meðvitundar eru ekki lengur fyrir hendi. Það er rangt að gera lífið sem slíkt algilt þar sem dauðinn er hluti af lífínu.“ stundina, þegar í raun og veru er ekki verið að viðhalda lífí heldur þjáningunni? Thielicke telur það skammvinnan sigur fyrir lækni að halda dauðanum í skefjum í nokkra daga eða klukkustundir. í ljósi þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað í læknavísindum eru menn jafnvel farnir að óttast meira að- dragandann að dauðanum en dauð- ann sjálfan. Nútíma læknisfræði á það á hættu að grípa inn á mörkum lífs og dauða á þann hátt að hlutverk læknisins, að lækna viðkomandi sjúkling, verður að ómannlegri ógn. Það ber ekki að viðhalda lífi hvað sem það kostar, þegar möguleikar mannlegs lífs og meðvitundar eru ekki lengur fyrir hendi. Það er rangt að gera lífið sem slíkt algilt þar sem dauðinn er hluti af lífínu. Samkvæmt yfirlýsingu Píusar páfa XII. frá 1957 er fýllilega rétt- mætt að áliti kaþólsku kirkjunnar að lina þjáningar, jafnvel þótt það geti orðið til þess að flýta dauðá- stundinni. Samt sem áður er brýnt að menn geri sér grein fyrir því að þjáningin hafi ekki aðeins neikvæða hlið. Hún getur haft skapandi áhrif. Það er vissulega uggvænlegt hve nútímamenn eru þollausir gagnvart þjáningunni. Læknirinn Konrad Lorenz segir það eina af dauðasynd- um mannkyns. Þetta er umhugsun- arefni fyrir íslendinga, sem virðast neyta lyfja í allt of ríkum mæli. Að deyja með reisn Margar spumingar vakna í kjöl- far nýrra uppfinninga í læknis- fræði. Ein þeirra er spurningin um að fá að deyja með reisn, sem teng- ist umræðunni um öndunarvélar og annað búnað sem getur viðhaldið lífí, enda þótt mennskt líf sé ekki lengur til staðar. Þróunin í læknis- fræði má ekki meina mönnum að deyja með reisn. Mér er ljóst að það er ekki alltaf um að ræða einfalt svar við einfaldri spurningu í þessu sambandi. En í mínum huga er biýnt að gera greinarmun á mann- legu lífi og líffræðilegu Iífi. Al- mennt séð er lífið heilagt og líffræðilegt líf er öllum nauðsyn, en ekki nægilegt skilyrði fyrir kenn- ingu um helgi lífsins, enda þótt ég sé alfarið á móti virku líknardrápi. Ég tel að það beri ekki að veita meðferð til að lengja lífaldur í þeim tilvikum þar sem byrðarnar sem fylgja meðferðinni vega þyngra en óskin um að lifa. Þegar teknar eru ákvarðanir um að hætta meðferð mega spurningar um efnahag og afkomu aldrei hafa úrslitaáhrif á slíkar ákvarðanir, sem einkum er hætta á erlendis, heldur réttlæti, kærleikur og mannleg umhyggja. Þetta á einnig aðeins við þegar ljóst er að sjúklingurinn muni aldrei geta notað frelsi sitt og þegar líf hans hefur ekki lengur sjáanlegan tiigang. En það á ekk- ert skylt við hagnýt sjónarmið um ’ nytsemi lífsins, líkt og menn veltu fyrir sér á Hitlerstímanum. Maður- inn heldur ávallt reisn sinni sem honum er af Guði gefin. Dánarskilgreiningar í framhaldi af þessu ætla ég að koma inn á skilgreiningar á dauðan- um og ijalla um heiladauða í því sambandi. Mikil umræða hefur átt sér stað um heiladauða og skilgrein- ingar á dauðanum síðustu tvo ára- tugi. Afdráttarlaus afstaða til 5. boðorðsins „Þú skalt ekki mann deyða“, vekur nú margar spurning- ar. Það er erfitt að sjá hvaða merk- ingu lífíð hefur þegar heilinn starf- ar ekki. Líf þeirra sjúklinga er oft mikil byrði fyrir ástvini og auk þess er miklu til kostað. Margir telja að fjármunir væru betur komnir í nærtækari verkefni, þar sem hæg- ara er um vik að greina siðferðileg markmið. Þess vegna hafa læknar reynt að móta ákveðnar viðmiðanir í sambandi við dauða, svo kallaðar dauðakríteríur. Þær felast í því: 1) Að sjúklingurinn sýni ekki viðbrögð við sársauka og er það kannað á sólarhrings fresti. 2) Að hann hreyfi sig ekki og andi ekki ef slökkt er á öndunarvél- unum. 3) Að hann hafi engin ósjálfráð viðbrögð og hreyfi ekki augun eða augasteinana. Sé sjúklingur þannig á sig kom- inn starfar heilinn ekki lengur og því siðferðilega réttmætt að hætta meðferð og taka öndunarvélina úr sambandi. Menn geta að vísu gert mistök hvað þetta varðar, en þau heyra til undantekninga. En hugs- anleg mistök geta orðið til þess að fólk vilji láta öndunarvélina ganga áfram og stundum hafa aðstand- endur óraunsæja trú á að sjúkling- urinn nái bata. Þróun læknavísindanna hefur gert það óljóst hvað bannið að deyða merkir. Hugtakið dauði er orðið tvírætt. í gamla daga var maður látinn ef hjartað hætti að slá og menn önduðu ekki lengur. Nú er þörf á víðtækari skilgreiningu á dauðanum. Sú skilgreining kann að liggja fyrir innan tíðar. En á meðan svo er ekki þurfa læknar og aðstandendur sjúklinga að taka á sig ábyrgð á skilgreiningunni heila- dauði. Umræðan um þá skilgrein- ingu hefur nær eingöngu tengst umræðunni um líffæraflutning. Páll Ásmundsson, sérfræðingur í nýrnalækningum og yfírlæknir á lyflækningadeild Landspítalans kemur inn á þetta efni í Morgun- blaðinu 15. júlí sl. og bendir á að Islendingar hafí verið þiggjendur líffæra, einkum nýrna, í 18 ár í gegnum stofnun sem nefnist Scand- iatransplant og ekki átt kost breskra líffæra, að frátöldum ígræðslunum í ungmennin tvö. Við höfum glaðst yfir þessum afrekum læknavísindanna og blessum hend- ur þeirra sem slík verk vinna. En ef læknisfræðin leyfir að við- ÚTSALA - ÚTSALA 30 - 70% afsláttur Dömupeysur og blússur Herrapeysur, buxur og skyrtur gardeur dömufatnaður Opið daglega frá kl 9-18 - laugardag frá kl. 10-14 UTSALA Uáuntv. VERSLUN v/NESVEG, SELTJARNARNESI Skerjabraut 1 UTSALA SMMm latfp ISiIfiHTS. Blfí CITY HATTAR §§&£?£ • • af bestu MYNDBOND , -bestu 'é/kurum árS'nS- tJST sloðar Michael J F_nyrrar kyn. psszsL&vsr', SSL’ tra lista- á næstu úrvalsleigu LOKAD vegna sumarleyfa 31. júlí - 13. ágúst. ASETA hf., Armúla 17A, símar 83940 og 686521.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.