Morgunblaðið - 27.07.1989, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.07.1989, Blaðsíða 48
VEIÐIHJÓL OG STANGIR SAGA CLASS Fyrir þá sem eru aðeins á undan FLUGLEIÐIR FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 80 KR. Fimm hand- teknir við innbrot í Stjörnubíó FIMM menn reyndu innbrot í Stjörnubíó seint í fyrrinótt en lögreglan náði að handtaka þá alla á vettvangi. Um kl. 4 um nóttina barst lög- reglunni tilkynning frá íbúa í ná- grenni bíósins um að tveir menn væru að reyna að brjótast inn í það. Hálftíma síðar kom önnur til- kynning og nú um að þrír menn væru að reyna innbrot í bíóið. Er lögreglan kom á staðinn í fyrra útkallinu náði hún öðrum inn- brotsmannanna strax en hinum eft- ir nokkum eltingaleik um hverfið. Hálftíma síðar, í seinna útkallinu, náði hún mönnunum þremur á staðnum. Rannsóknarlögregla ríkisins hef- ur nú málið til meðferðar og voru innbrotsmennirnir fimm í yfir- heyrslum þar til í gærdag. Þeir hafa flestir komið við sögu lögregl- unnar áður og eru á aldrinum sext- án ára til þrítugs. Ekki liggur ljóst fyrir hvað gerði Stjörnubíó svo eftir- sóknarvert til innbrota þessa nótt. Erlendir ferðamenn: Tekjurnar gætu verið 2,7 milljörð- um meiri v Stoltur veiðimaður Morgunblaðið/Óskar Sæm. SJÖ ára drengur, Sæmundur Óskarsson, veiddi fyrsta laxinn sinn, „maríufiskinn", í Fiská í Rang- árvallasýslu á dögunum. Reyndist þetta 13 punda hrygna, 89 sentímetra Iöng og nær veiðimannin- um upp undir hendur. Sæmundur tók laxinn stoltur í fangið þegar hann hafði náð að landa honum með góðri aðstoð föður síns. Norðurlanda- mótið í skák: Margeir er einn efstur MARGEIR Pétursson vann Dan- ann Erling Mortensen í 8. umferð Norðurlandamótsins í skák, og er nú einn efstur á mótinu með 6/> vinning. Þetta var 6. vinnings- skák Margeirs í röð. Helgi Ólafsson vann Jón L. Árna- son 0g er í 2.-3. sæti með 6 vinn- inga ásamt Finnanum Jouni Yijölá. Öðrum skákum umferðarinnar lauk með jafntefli. Simen Agdestein er í 4. sæti með 3A vinning og Danarnir Bent Larsen og Curt Hansen eru næstir með 5 vinninga. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir tap- aði fyrir Ninu Höjberg frá Dan- mörku í 4. umferð kvennaflokksins, en er í 2.-5. sæti með 2J4 vinning. Höjberg er efst með 4 vinninga. Lárus Jóhannesson og Tómas Björnsson unnu báðir í 5. umferð í meistaraflokki og eru með 3 vinn- inga. í unglingaflokki unnu ína Björg Árnadóttir og Hrund Þór- hallsdóttir sínar skákir og eru með 2!4 vinning. 1. deild: KA á toppinn í fyrsta sinn KA skaust í efsta sæti fyrstu deildarinnar í knattspyrnu — í fyrsta sinn í sögu félagsjns — í gærkvöldi er liðið vann Islands- meistara Fram 3:1 á Laugardals- velli. Leikurinn var skemmtilegur og bæði Iiðin léku vel, en gestirnir frá Akureyri nýttu betur færin. Sjá nánar íþróttir á bls. 47. Lokaskýrsla um rannsóknir á Hatton Rockall-svæðinu: Fundist hafa setlög sem sennilega innihalda olíu SETLÖG sem sennilega innihalda olíu er að finna á einstöku stöðum á Hatton-Rockall-svæðinu, og telja þeir sem unnu úr gögnum sameig- inlegra rannsókna Islendinga og Dana á svæðinu, að vert væri að rannsaka svæðið betur með tilliti til olíuleitar. Úrvinnslu á gögnum rannsókn- STÓRAUKA mætti tekjur íslend- inga af erlendum ferðamönnum, eða um 2.700 milljónir króna, ef hver útlendingur eyddi jafiimiklu hér á landi og Islendingar gera að meðaltali í öðrum löndum. Á síðasta ári komu tæplega 129 þúsund erlendir ferðamenn til ís- Iands og alls eyddu þeir um 4.680 milljónum króna, og eru þá far- gjaldatekjur undanskildar. Sam- kvæmt þessu var meðaleyðsla hvers ferðamanns rúmlega 36 þúsund krónur. íslendingar eyða hins vegar miklu meira að meðaltali á ferðalög- um í öðrum löndum eða tæplega 58 þúsund krónum. Ef útlendingar éyddu að meðaltali jafn miklu hér á landi 0g íslendingar gera erlendis gætu tekjur af ferðamönnum aukist um allt að 2.700 milljónir króna. Sjá nánar Viðskiptablað, Bl. Skreiðarframleiðsla hérlendis er áætiuð 1.500 tonn í ár, en var 1.000 tonn á síðasta ári. Skreiðarverð er ákvarðað í ellefu gæðaflokkum sem lækka mismikið, og er miðað við dollara. Raunlækkun fyrir framleið- endur í íslenskum krónum mun vera anna á Hatton Rockall-svæðinu er lokið og hefur utanríkisráðuneytinu borist lokaskýrsla um málið frá Orkustofnun. Rannsóknirnar beind- ust meðal annars að því að kanna arframleiðendur greiði í verðjöfnun- arsjóð í ár. Hilmar Daníelsson hjá Fiskmiðlun Norðurlands, sem mun að líkindum sjá um helming skreiðarútflutnings- hvort til væru á svæðinu setlög sem gætu innihaldið olíu. Jarðeðlisfræðingarnir Guðmund- ur Pálmason og Karl Gunnarsson hjá Orkustofnun hafa meðal ann- arra unnið að þessum rannsóknum ins í ár, sagði í samtali við Morgun- blaðið að verðið ylli sér nokkrum vonbrigðum, en hins vegar hefði orð- ið að koma til einhver lækkun til að koma til móts við óskir kaupenda. Árni Þ. Bjarnason hjá íslensku umboðssölunni sagði, að líklega hefði mátt selja hluta skreiðarframleiðsl- unnar á hærra verði, en með því að lækka verðið á þann hátt sem gert var hafi sala allrar þeirrar skreiðar sem hér er framleidd í ár verið tryggð. af íslands hálfu. Þeir sögðu í sam- tali við Morgunblaðið að svæðið væri þakið hraunlögum sem runnið hafa er hafsvæðið milli Grænlands og Evrópu myndaðist. Ofar þessum hraunlögum eru víða þunn tiltölu- Iega ung setlög sem eru ekki áhuga- verð frá olíuleitarsjónarmiðum. En þar sem hægt er að sjá dýpra niður í hafsbotninn, koma í ljós eldri og þykkari setlög sem gætu hugsan- lega innihaldið olíu. Mælingarnar sem gerðar voru eru þó ekki nægi- legar til að skera örugglega úr um slíkt. Til þess að það sé hægt þarf frekari mælingar og boranir. „Við fyrstu sýn er þetta svæði lítið spennandi til olíuleitar, bæði er þarna mikið dýpi, aðstæður til að athafna sig erfiðar og setlögin liggja djúpt í jarðskorpunni," segja þeir Guðmundur og Karl. Hugmyndin um sameiginlegar rannsóknir íslendinga, Dana og Færeyinga á Hatton Rockall-svæð- inu kom upp 1985. Ákváðu stjórn- völd íslands og Danmerkur að leggja fram fé til þeirra og var hafist handa um mælingar 1987. Alls var veitt 1 milljón dollara til þeirra eða 58 milljónum- króna á núvirði. Sett var upp stjórnarnefnd sex manna, þriggja íslendinga og þriggja Dana, til að annast fram- kvæmdina. Verkefnisstjóri var ráð- inn Morten Sparre Andersen frá F'æreyjadeild Jarðfræðistofnunar Danmerkur. Ástæður þess að íslendingar og Danir ákváðu þessar rannsóknir voru einkum þær að styrkja samn- ingastöðu landanna þegar farið verður að ræða um skiptingu svæð- isins milli þeirra landa sem liggja í kringum það og eiga hugsanlegan rétt á nýtingu þess. Þar að auki var svæðið lítt rannsakað fyrir og þær rannsóknir á svæðinu, sem á annað borð hafa verið birtar, hafa ekki beinst að olíuleit. Samið var við bandarískt fyrir- tæki um gagnasöfnun. Fór gagna- söfnunin fram í október og nóvem- ber 1987. Orkustofnun var síðan falin tölvuúrvinnsla á gögnunum en jafnframt annaðist bandarísk háskólastofnun úrvinnslu á hluta gagnanna ásamt bresku fyrirtæki. Sá sem annaðist umsjón með þess- ari vinnu Orkustofnunar var Einar Kjartansson jarðeðlisfræðingur. Italíuskreið: Verðið lækkar um 5-10% LÁGMARKSVERÐ fyrir skreið til útílutnings á Ítalíumarkað lækkar um 5-10% frá síðastliðnu ári, en skreiðarverð var ákveðið á sameigin- legum fundi útflytjenda og fulltrúa utanríkisráðuneytisins fyrr í vik- unni. Reglan hefur verið sú að miða verðið við opinbert verð á norskri skreið á Ítalíumarkaði, en nú ber svo til að Norðmenn hafa enn ekki gefið út opinbert verð. Hins vegar hafa borist fréttir sem herma, að norsk skreið sé seld gegn lægra verði en í fyrra. svipuð lækkuninni í dollurum. Það mun því ekki koma til þess að skreið-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.