Morgunblaðið - 27.07.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.07.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1989 21 Minningarsjóður Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar; Styrkir veittir að upphæð 2,5 milljónir króna STJÓRN Minningarsjóðs Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Krist- jánssonar hefiir ákveðið að veita 10 styrki að upphæð 250 þúsund kronur hver. Samkvæmt erfðaskrá hjónanna Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar kaupmanns var stofnaður sjóður til styrktar efni- legum nemendum í verkfræði- og raunvísindanámi. Stofnfé sjóðsins var ákveðinn hluti af eignum þeim er þau létu eftir sig en heimilt er samkvæmt skipulagsskrá að veita styrki af þeim vöxtum sem sjóður- inn ber. Eyðublöð vegna styrkumsókpa fást á aðalskrifstofu Háskóla ís- lands og ber jafnframt að skila umsóknum þangað. Umsóknarfrestur er til 8. sept- ember nk. og er fyrirhugað að tilkynna úthlutun fyrir septemb- erlok. Á sl. ári voru veittir 12 styrkir að upphæð 200 þúsund krónur hver. Alls bárust 79 umsóknir um styrki úr sjóðnum. Þau sem styrki hlutu voru: Bjarni Birgisson, tölv- unarfræði, Emil Ólafsson, sjáv- arlíffræði, Guðrún Borghildur Jó- hannsdóttir, vélaverkfræði, Jónas Snæbjörnsson, byggingaverk- fræði, Jordi Capellas, jarðfræði, Kristján Einarsson, vélaverk- fræði, Már Másson, efnafræði, Ragnar Þórarinsson, fiskeldi, Sig- urjón Árnason, vélaverkfræði, Torfi G. Sigurðsson, byggingar- verkfræði, og Þorkell Guðmunds- son, rafmagnsverkfræði. Steingrímur sýnir í Eden í KVÖLD klukkan 21 opnar Steingrímur St. Th. Sigurðsson sína 67. málverkasýningu heima og erlendis í Eden í Hveragerði. Á sýningunni sýnir listamaðurinn 49 verk, ýmist olíu-, vatnslita- eða akrýlmyndir, auk nokkurra rauðkrítar- og viðarkolsteikninga. Þetta verður 13. sýn- ing Steingríms í Eden, en fyrstu sýningu sína þar hélt hann 1974 þeg- ar hann var búsettur í Roðgúl á Stokkseyri. Steingrímur sagði í samtali við Morgunblaðið að verkin á sýningunni væru að meginhluta ný, en einnig væri þar að finna sjö myndir frá fyrri árum. Hann kvað verkin vera ýmist sjávarmyndir eða abstrakt fantasíur sem er sá stíll sem hann segist hneigjast æ meira til. „Ég kann betur við að sýna í Eden heldur en galleríunum, því það fylgja því margir kostir að vera í þjóð- braut. Til dæmis slæðast margir út- lendingar inn á sýningar þar, og þeirra viðbrögð er hollt að heyra, auk þess sem annað fólk kemur á sýning- amar í Eden en á almennar mál- verkasýningar,“ sagði listamaðurinn. Fyrsta sýning Steingríms var í Bogasalnum árið 1966, en síðan hef- ur hann sýnt hinum ýmsu stöðum, til að mynda tvisvar á Kjarvalsstöð- um, í Svíþjóð, London og í Dan- mörku. Sýning hans í Eden stendur til 7. ágúst næstkomandi. Morgunblaðið/Sverrir Steingrímur St.Th. Sigurðsson við mynd sina Páfinn II, eitt verk- anna sem hann sýnir í Eden. Morgunblaðið/Frímann Ólafsson Ánægður hópur að lokinni máltíð og sjóferð. Talið frá vinstri: T. Bartshucoff og frú, Shimamura, Arni Kristinsson og sonur, J. Stennberg, fini Shimamura og Y. Katsuyama Grindavíkurhöfn: Óveiijulegt borðhald Grindavík. HÓPUR manna kom til landsins um helgina á vegum umbúðafyr- irtækisins AB Tetra Pak i Svíþjóð. I hópnum voru þrír menn frá Japan og þrír frá Svíþjóð. Slík heimsókn væri kannski ekki í frásögur færandi nema ef vera skyldi vegna byijunar hennar. Heimsóknin hófst nefnilega í lúk- arnum á fimmtugum báti, Ólafi GK-33 sem gerður er út frá Grindavík. Þar sat hópurinn sem taldi 6 manns auk japansks túlks og skipstjórans, Árna Kristinsson- ar, og borðaði þríréttað, rækjukok- teil í forrétt, steikta lúðu í aðalrétt og jarðarber með rjóma í eftirrétt. Allrasíðast voru bragðlaukamir kitlaðir með graflaxi. Að borðhaldi loknu var siglt með gestina út fyrir hafnarmynnið í Grindavíkurhöfn þeim til mikillar ánægju þó að það hafi pusað yfir bátinn. Tetra Pak sem framleiðir meðal annars umbúðir fyrir MS hefur útibú í Japan og forstjóri þess er sænskur, T. Bartshukoff. Hann sagði í viðtali við Morgunblaðið að ferðin til íslands væri til þess að kynnast starfsemi Mjólkursamsöl- unnar í Reylqavík sem væri rómuð á sviði mjólkuriðnaðar og með í förinni væri Shimamura, forstjóri Meji Tokyo í Japan, sem væri einn aðalviðskiptavinur Tetra Pak á sviði mjólkuriðnaðar í Japan. Ferðin væri einnig hugsuð til að kynnast náttúru íslands. Með í förinni voru einnig Y. Katsuyama varaforstjóri Tetra Pak í Japan og J. Stenberg frá Svíþjóð. Samvinnuferðir/Landsýn sá um að skipuleggja ferðina fyrir hópinn og Guðjón Jónsson frá Sjómanna- stofunni Vör sá um matinn. Árni Kristinsson skipstjóri Ólafs sagði að þetta borðhald væri gott tillegg í sögu bátsins sem er eins „blöðrubátur“, einn síðustu báta á og fyrr segir á fimmtugsaldri og landinu í notkun. smíðaður í Danmörku, svokallaður FÓ Lúkarinn á Ólafí er áreiðanlega ekki eins rúmgóður og matsalur 5 stjörnu hótels en samt góður til síns brúks. | Renault 19 GTS frá kr. 799.399,- Bílaumboðiö hf Krókhálsi 1, Reykjavík, sími 686633 Er þetta ekki ofninn sem þú hefur beðið eftir? Frábær og ánægjuleg nýjung — stórt og mikilvirkt tæki jafnt fyrir heimilið sem sumarbústaðinn. • Örbylgjuofn* Blástursofn* Grillofn — Alltísamatæk- inu. ífCEEJÁ 1929 %60 ára/^1989 AFMÆLISTILBOÐ: Áður kr. 39.600, nú kr. 33.660. Staðgreitt kr. 31.975 — sparnaður 7.625! M 'f ‘1 H "A B0rgartdni 20, sími 26788 ™ m ^ Kringlunni, sími 689150 Sömu kjör hjá umboðsmönnum okkar um land allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.