Morgunblaðið - 27.07.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.07.1989, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1989 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JULI 1989 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Harakírí á frjálsum markaði Guðmundur Einarsson, fyrr- verandi framkvæmdastjóri Alþýðuflokksins, segir í nýlegri grein í Alþýðublaðinu að svo virt- ist sem ríkisstjórnin fáist aðeins við tvö merkileg mál, forystu fyrir EFTA-EB samningi og kannanir á nýjum virkjunum og nýjum orkufrekum iðnaði. Hann segir orðrétt: „Um þau er nokkuð almennt samkomulag í landinu. Andstæð- inga þessara mála er ekki að finna í flokkum sem vantar ráð- herrastóla. Þröngsýnustu and- stæðingar þeirra eru þegar í stjórn.“ Fyrrverandi framkvæmda- stjóri Alþýðuflokksins segir enn- fremur: „Það er ólíklegt að ráherra- dóm Borgaranna þurfi til að tryggja þeim framgang.“ Loks segir framkvæmdastjór- inn fyrrverandi: „Ef ríkisstjórnin ætlar sér ekki að vinna nein sérstök þjóðþrifa- verk má spyija, hvort hún geti ekki damlað á leiðarenda án fjölgunar ráðherra,"? Svo virðist sem alvarlegur ágreiningur sé innan ríkisstjórn- arinnar um aðild Borgaraflokks- ins að henni. Tíminn skýrir frá því í foiystugrein að þingflokkur framsóknarmanna hafi „falið formanni flokksins, Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra, að vinna að því að Borgaraflokk- urinn undir stjórn Júlíusar Sólnes gerist aðili að ríkisstjörninni“. Tíminn fylgir þessari þing- flokkssamþykkt eftir með opnu- viðtali við forsætisráðherra. Þar segir hann: „Mér virðist mjög lítill mál- efnalegur ágreiningur vera milli okkar og Borgaraflokksins og það yrði styrkur fyrir ríkisstjórn- ina að hann kæmi til liðs við hana... Ég viðurkenni þó að þrjú ráðu- neyti fyrir fimm manna þing- flokk er mikið, en mér sýnist dæmið ekki ganga upp öðruvísi, því miður.“ Þegar þessi afstaða framsókn- armanna lá fyrir hvessti heldur betur í Alþýðublaðinu. í forystu- grein þess í gær segir m.a.: „Borgaraflokkurinn er hvorki fugl né fiskur í núverandi mynd. Og þó hann kunni einhveiju sinni að hafa verið regnhlíf yfir fagra drauma um fijálst íhald er erfitt að sjá að það þjóni einhveijum tilgangi að dubba upp á stjórnina með því að bæta einum flokknum í safnið. Hver um sig þarf nefni- lega sitt. Ummæli formanns Framsókn- arflokksins í viðtali við Tímann um vexti og tal Halldórs sjávar- útvegsráðherra í sjónvarpsfrétt- um um óvinveitta banka bendir til þess að Framsóknarflokkurinn ætli sér að þvinga forstöðumenn stofnana til aðgerða og fresta því að taka á vanda atvinnulífs- ins með almennum aðgerðum. Hagsmunir Framsóknar eru kannski ekki sízt fólgnir í því að sömu sjónarmiða hefur gætt í Borgaraflokknum, þar sem þing- menn eru spenntir fyrir að beita handafli á viðfangsefni efna- hagslífsins... Mun upptaka Borgaraflokks í ríkisstjórn ekki auka á spennuna sem er fyrir í stjórninni? Mun Alþýðuflokkurinn þola það til lengdar, þegar Borgaraflokks- menn og framsóknarmenn sam- einast um bein afskipti í blóra við eðlilegan framgang markaðs- kerfisins og þróun efnahagslífs- ins? A yfirborðinu virðist sem Borgaraflokkurinn fari nú í ríkis- stjórn til að afla henni nægilegs styrks á þingi, en afleiðingin mann að verða afdrifarík. Erfið- ara mun reynast að sýna sam- stilltan vilja í verki. Ágreiningur- inn í ríkisstjórninni gæti vaxið“. Svo er að sjá sem stjórnar- flokkunum hafi bætzt enn eitt ágreiningsefnið. Það er nú svið- sett með grátbroslegum hætti í fjölmiðlum. Ríkisstjórn, sem nýt- ur stuðnings 25% þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum, er komin í hár saman um „mark- aðsverð“ á þingflokki, sem er oltinn út af þingi samkvæmt þessum sömu könnunum. Það virðist eini áhugi þessarar hall- ærislegu ríkisstjórnar á fijálsum viðskiptum og markaðskerfi. Það er ekki oft sem jafn mörg, jafn stór og jafn alvarleg vanda- mál hafa blasað við íslenzkum þjóðar- og ríkisbúskap. Þrátt fyr- ir þann dapurlega veruleika hef- ur ríkisstjórninni tekizt að gera feril sinn að eins konar gríniðju eða skopdrama, sem er að verða eitt alvarlegasta samfélags- vandamálið. Og helzt er hún með nefið niðrí hvers manns koppi. Asklok er hennar himinn eins og venjan er um vinstri stjórnir. Það er ekki út í hött þegar Davíð Oddsson borgarstjóri setur síðustu sviðsetningu þess þjóð- málaleikhóps, sem ríkisstjórnin er, í kímniljós og segir: „Mér virðist það dálítið kynd- ugt með Borgaraflokkinn að það virðist aðalmálið í þjóðiífinu að fá flokkinn inn í ríkisstjórnina. Það virkar þannig á mig eins og að lík rísi upp frá dauðum og fremji harakírí og það yrði þá í fyrsta skipti sem það gerist og verður fróðlegt að sjá það.“ Samviskusemin er horn- steinninn í starfi flugvirkjans Rætt við Jón N. Pálsson yfirskoðunarmann flugvéla 1 flóra áratugi í FJÖRUTÍU ár hefúr hann staðið vaktina sem yfirskoðun- armaður flugvéla, fyrst hjá Flugfélagi íslands en síðan Flugleiðum. Hann kom skoðun- ardeild F.í. á fót vorið 1949, var í fyrstu eini starfsmaðurinn en fljótlega bættust fleiri við og í dag eru skoðunarmennirnir níu auk skrifstofufólks. Maðurinn er Jón Norðmann Pálsson flug- virki og má vafalaust telja það gott úthald að vaka í fjóra ára- tugi yfir starfsemi deildar sem þessarar með þeirri miklu ábyrgð sem því fylgir varðandi flughæfi, öryggi og tæknilegt ástand flugvéla félagsins. Jón er Reykvíkingur, elstur barna Páls Isólfssonar tónskálds og fyrri konu hans, Kristínar Norð- mann. Jón segir að samvisku- semi sé hornsteinninn í starfi flugvirkjans en lætur annars lítið yfir sér. Jón N. Pálsson er í upphafi beð- inn að rekja lítillega aðdraganda þess að hann fór út í nám í flug- virkjun: — Ég lauk burtfararprófi frá Verslunarskóla íslands þegar ég var 19 ára, vorið 1942, en mér fannst hann bjóða upp á hagnýta og góða menntun. Eftir ýmis störf í eitt ár réði Örn Johnson mig til starfa hjá Flugfélagi íslands, vorið 1943, og vann ég um sumarið sem aðstoðar- maður í skýli og við önnur störf hjá Brandi Tómassyni yfirflug- virkja. Þá störfuðu hjá félaginu 9 manns og flugvélarnar voru tvær, Beechcraft D-18, tveggja hreyfla flugvél, TF-ISL, sem Örn flaug, og eins hreyfils Waco sjóflugvél, TF- SGL, Haföminn, sem Björn Eiríks- son flaug. Tæknimálin höfðu alltaf heillað mig og haustið 1943 hélt ég til Bandaríkjanna til flugvirkjanáms. Um sama leyti fóru einnig tveir aðrir ungir menn til slíks náms, þeir Sigurður Ingólfsson, sem vann með mér um sumarið og Halldór Siguijónsson, síðar yfirflugvirki Loftleiða. Þeir fóru á Spartan- flugtækniskólann í Tulsa, Okla- homa, en ég fór einn á Burgard- flugtækniskólann í Buffalo í New York-ríki við landamæri Kanada, rétt við Niagara-fossana. Við, þess- ir þrír, urðum fyrstir íslendinga til að læra flugvirkjun í Bandaríkjun- um. Þeir sem á undan okkur voru höfðu allir lært í Þýskalandi fyrir stríð. Létu ófriðlega Jón kynntist fluginu um sumarið. Meðal annars fór hann nokkrar ferðir í síldarleit fyrir Norðurlandi með Birni Eiríkssyni í byijun ágúst- mánaðar á sjóflugvélinni TF-SGL sem var staðsett á Akureyri: — Þá var vestursvæðið, Skaga- fjörður og Húnaflói, leitað fyrri part dags en austursvæðið síðdegis og var þá farið allt austur fyrir Font á LangánesL Þetta var mikið flug og þurfti því að lenda í ferð- inni til að bæta eldsneyti á vélina en það var haft meðferðis í stórum brúsum í aftursætinu. Þetta fór fram á Hraunhafnarvatni nyrst á Melrakkasléttu. Dag einn vorum við á flugi nálægt Grímsey þegar við mætum tveimur bandarískum Lo- okheed Lightning orrustuflugvélum og fannst okkur þær láta ófriðlega. Önnur vélin kom aftan að okkur fast upp að vinstri hlið okkar svo að okkur þótti nóg um. Hann virt- ist vera að skoða okkur nánar en íslensku flugvélarnar voru þá mál- aðar í rauðum lit hlutlauss ríkis. Skýringuna fengum við síðar því þeir skutu niður þýska Focke-Wulff Jón N. Pálsson við eina Fokker-flugvél Flugleiða á Reykjavíkurflugvelli. Kurier í þessari ferð á svipuðum slóðum. Förin vestur var hvorki tíðinda- laus né beint þægileg hjá Jóni og ferðafélögum en lagt var upp frá Reykjavík með Goðafossi þann 11. september 1943 og siglt fyrst ein- skipa til Skotlands. Fjallfoss fór einnig á sama tíma en honum gekk betur og hvarf fljótt úr augsýn. — í Skotlandi sameinuðumst við skipalest og fengum síðan fylgd herskipa yfir Atlantshafið og það er skemmst frá því að segja að við lentum í einhveijum mestu kaf- bátaárásunum allt stríðið og virtust þær koma mönnum í opna skjöldu. Þær dundu á skipalestinni svo til látlaust alla ferðina og fórust mörg skip úr lestinni svo að enginn var óhultur: Skipin voru skotin í kaf fyrir augum okkar hvert af öðru og verður þeim óhugnaði ekki lýst með orðum. Það mátti enginn fara í koju, við urðum að vera á fótum og í fötum, með þykk ullarnærföt næst okkur allan tímann og með björgunarvesti. Við reyndum að hvílast á gólfi í borðsal og reyksal þegar færi gafst. Það var því orðinn þreyttur og slæptur hópur sem komst að lokum til New York en er þangað kom bauð borgarstjórinn, La Guardia, farþegum Goðafoss til móttöku í ráðhúsi borgarinnar og bauð okkur velkomin til landsins eftir mikla háskaferð. Ferðin vestur tók þijár vikur og hefur Jónas Árnason rithöfundur, sem var einn farþeganna, lýst henni í bókum sínum. Elsta flugvélin Jón dvaldi síðan í Buffalo við flugvirkjanámið í tæplega tvö og hálft ár og fékk skírteinið í janúar 1946. Hann lærði líka að fljúga og fékk amerískt flugskírteini haustið áður. Islenska skírteinið var númer 28 og hélt hann því við í nokkur ár og kom með eigin flugvél heim: — Ég keypti nýja flugvél í Bandaríkjunum, Piper Cub TF- KAK, sem ég átti í nokkur ár með nokkrum félögum mínum, þar á meðal Einari bróður mínum, og lærðu þeir allir að fljúga hjá Antoni Axelssyni flugmanni. TF-KAK er elsta flugvél á skrá hér á landi og er hún enn í fullu fjöri eftir sín 44 ár. Ástæðan fyrir því að ég lærði að fljúga var meðal annars sú að ég vann eiginlega fyrir því. Ég réð mig í vinnu að sumarlagi hjá flug- skóla og fékk vinnuna greidda í flugkennslu og flugtímum og sá ekki eftir því. Um vorið 1944, að skóla loknum, vann ég um mánað- artíma í Curtiss-Wright flugvéla- verksmiðjunum í Buffalo og vann við að hnoða vængi á orrustuflug- vélar af gerðinni P-40 Warhawk. Var öruggt að þú fengir vinnu hjá Flugfélagi íslands að loknu flugvirkjanámi? — Það var nú fátt öruggt í þess- um efnum en við óbreyttar aðstæð- ur var fastmælum bundið að ég fengi vinnu og þetta ítrekaði Örn Ó. Johnson við mig er ég hitti hann í New York haustið 1944. Ég hóf störf að nýju 1. apríl 1946 og vann almenn flugvirkjastörf undir stjórn Brands Tómassonar yfirflugvirkja og flaug auk þess nokkuð sem flug- vélstjóri á fyrsta Catalina-flugbáti félagsins, TF-ISP, fyrsta sumarið. í ársbyijun 1949 hélt ég síðan aftur til Bandaríkjanna í framhalds- nám hjá flugmálastjórn Banda- ríkjanna. Þá lærði ég skoðanir og öryggiseftirlit flugvéla og eftir heimkomu mína að loknu prófi um vorið var sett á fót skoðunardeild hjá Flugfélagi Islands undir minni stjórn. Viðhaldsdeildinni var þá í raun skipt í tvær deildir. Brandur sá áfram um viðhaldsdeildina og flugvirkja hennar og ég varð deild- arstjóri skoðunardeildar og yfir- skoðunarmaður en deildin annaðist skoðanir og öryggiseftirlit á vélun- um. Skipulaginu var breytt í kjölfar nýrra reglna um flugrekstur en þá var ákveðið að skilja þessar deildir að. Skoðunardeildin varð þannig fulltrúi Flugfélagsins gagnvart Loftferðaeftirlitinu og bar ábyrgð á því að farið væri að öllum reglum. Við einsettum okkur í upphafi að viðhalda háum gæðastaðli og við flugvirkjarnir höfum frá fyrstu tíð og æ síðan gert okkur grein fyrir því að samvisk;usemi væri horn- steinninn í starfi okkar, sem sé að flugvélarnar færu ekki í loftið nema þær væru í lagi. Éigi flugfélag sam- hentan hóp góðra flugvirkja eru öryggismálin 5 lagi. Stöðugt eftirlit Er stundum erfítt að vega og' meta hvort vél er flughæf eða ekki? — Nei, ekki fyrir reynda flug- virkja. Það liggur ljóst fyrir hvenær flugvél er í flughæfu ástandi og hvenær ekki. Flugvélarnar eru und- Norseman-sjóflugvélin var meðal annars notuð til síldarleitar. mönnum á báða bóga. Virtust þeir kunna vel að meta hiýlega og al- þýðlega framkomu hans. Ég var tíður gestur hjá Fokker- verksmiðjunum í Amsterdam en hvergi var ég eins oft og hjá Rolls- Royce-verksmiðjunum í Énglandi og.Skotlandi í sambandi við hreyfl- ana í Viscount- og Friendship- vélunum, þar var ég nánast heima- gangur. Þá hafði Jón mikil samskipti við SAS á Norðurlöndum og fjölmörg önnur fyrirtæki og verksmiðjur í öðrum löndum varðandi tæknileg málefni félagsins, einkum hreyfla- mál, svo og kaup á mörgum flugvél- um fyrir FÍ. Flugvélarnar hafa tekið miklum breytingum gegnum árin og segir Jón fyrstu miklu breytinguna hafa verið þegar Flugfélag íslands keypti Viscount-skrúfuþotumar árið 1957 til að annast millilandaflugið: — Þá komu svokallaðir skrúfu- hverflar í stað gömlu bulluhreyfl- anna, þ.e. þrýstiloftshreyflar með skrúfublöðum og vélamar voru bún- ar jafnþrýstibúnaði sem þýddi að þær gátu flogið mun hærra en aðr- ar og ofar flestum veðrum. Örn fól mér tæknilega verkefnastjórn þeg- ar vélarnar vom teknar í notkun en það var mikið verk fyrir mann- skapinn að sitja þjálfunarnámskeið og læra allt um þessar nýju vélar. Þá heimsótti ég allar verksmiðjum- ar í Englandi sem að smíði vélanna stóðu. Næsta stóra breytingin átti sér stað áratug síðar þegar Flugfélag íslands fékk fyrstu þotuna af gerð- inni Boeing 727, Gullfaxa TF-FIE, TF-KAK undirbúin til flugs en Jón flaug með Óskar Gíslason kvik- myndagerðarmann yfir Reykjavík eitt sumarið skömmu eftir stríð. Hér er Jón í hópi kennara sinna eftir að hann lauk prófi í Banda- ríkjunum. ir daglegu eftirliti flugvirkjanna og síðan fá þær sínar lögboðnu og reglulegu A, B, C og D skoðanir eins og mælt er fyrir um auk ýmissa annarra aðgerða sem kröfur eru gerðar um, svo sem sérskoðanir og útskipti á hreyflum, loftskrúfum og öðmm hlutum. Skoðunarmennirnir, sem allir eru reyndir flugvirkjar, skoða svo flug- vélarnar í stærri skoðunum og þeg- ar unnin eru stærri verk. Þá eru notaðar röntgenmyndir og fleiri hátækniaðferðir. Einnig fara allir varahlutir í gegnum hendur þeirra og eru skoðaðir áður en þeir eru settir á lager. Skoðunarmenn yfir- fara líka verk flugvirkjanna. Vérk- þættir skoðunardeildar eru margir og yfirgripsmiklir og fjölbreytni í störfum, þar á meðal geysimikil pappírsvinna og skýrslugerð. Fyrir kemur að talið er nauðsyn- legt að taka flugvél úr notkun af tæknilegum ástæðum og getur það komið sér illa stundum. Manni er engan veginn ljúft að grípa til slíkra aðgerða en við setjum öryggið ofar öllu og það er hagur allra að fast sé um þá tauma haldið. Og í því sambandi er rétt að geta þess að spurning um peninga má aldrei vera á kostnað öryggisins. Öll starf- semi tæknideildar Flugleiða miðar að eins miklu og snurðulausu rekstraröryggi flugvélanna og unnt er. Það er svo í verkahring skoðun- ardeildar að sjá um skoðanir og öryggisgæslu flugyélanna og að gæðastaðallinn sé eins og vera ber. I árið 1967. Það var mikið stökk fram á við og þá þurftum við allir að setjast á skólabekk aftur. Það var líka spor í rétta átt þegar Flugfélag- ið fékk sína fyrstu Fokker Friend- ship-skrúfuþotu árið 1965 til end- urnýjunar innanlands flugflotanum. Það þýddi líka skólanám fyrir okk- ur. Öll gögn í lagi Nú fór félagið ekki varhluta af flugslysum, DC-3 flugvélin Glitfaxi TF-ISG fórst í Faxaflóa árið 1951, Viscount-flugvélin Hrímfaxi TF- ISU fórst við Osló árið 1963 og ein Fokker-vélanna TF-FIL í Færeyjum arið 1970. Voru það ekki erfiðir tímar fyrir yfirskoðunarmanninn? — Jú, það voru erfiðir tímar og þessi hörmulegu flugslys fengu mjög á mig eins og alla aðra. Þá var ég í yfirheyrslum hjá viðkom- andi rannsóknarnefndum flugslysa. Þar svaraði ég öllum spurningum sem fyrir mig voru lagðar og lagði fram öll gögn varðandi rekstur og viðhald vélanna sem sýndu að allt hafði verið framkvæmt eins og lög og reglur mæltu fyrir um. Styrkur minn í þessum yfirheyrslum var sú fullvissa að við hefðum allt á hreinu. Þetta sýnir einnig hversu allar bækur og upplýsingar um viðhald vélanna eru mikilvæg gögn. Sjálfur var ég í fyrstu rannsóknarnefnd flugslysa á íslandi frá árinu 1949 ásamt Sigurði Jónssyni, Sigga flug, og Þorsteini E. Jónssyni flugstjóra. í þessu sambandi get ég nefnt Það er góður og samhentur hópur í tæknideildinni sem vinnur allur að sama marki og þar ríkir góður starfsandi. Þar eru líka margir með mikla þekkingu og starfsreynslu. Utanferðir í erindum félagsins voru tíðar hjá Jóni í þijá áratugi og margoft hefur hann verið með flugvélunum í skoðunum erlendis: — Fyrsta ferð mín af því tagi var haustið 1949 þegar ég var með fyrstu DC-4 flugvél FÍ, Gullfaxa TF-ISE, í þijár vikur hjá hollenska flugfélaginu KLM í Amsterdam þar sem fram fóru stórskoðun og út- skipti á þremur hreyflum. Ég fylgd- ist með verkinu fyrir hönd Flugfé- lagsins og oft kom Plesman, for- stjóri KLM, í skýlið til okkar og ræddi við okkur. Hann vildi greini- lega fylgjast sem best með öllu starfi félagsins og heilsaði starfs- Jón athugar hér hreyfil af gömlu gerðinni. að þegar flugskýli FÍ á Reykjavík- urflugvelli brann í janúar 1975 munaði ekki miklu að allar viðhalds- bækur flugvéla brynnu líka með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Ég var heima þegar eldurinn kom upp og heyrði um hann í kvöldfréttum útvarpsins og hraðaði mér út á flug- völl þegar ég vissi hvað var að ger- ast. Þegar ég kom að hafði eldurinn ekki náð skrifstofu minni svo ég braut mér leið utan frá gegnum glugga og naut aðstoðar góðra manna við að ná bókunum út úr ■ steyptum skáp sem átti að vera eldtraustur. Það var eins gott því að skápurinn þoldi ekki hitann og hefði allt sem í honum var eyði- lagst ef við hefðum ekki náð því út á síðustu stundu. Þessi gögn og viðhaldsbækur skipta líka höfuðmáli varðandi allt viðhald og endursölu á flugvélun- um. Það hefur verið ómetanlegt fyrir Flugleiðir að geta lagt þessi gögn fyrir hugsanlega kaupendur og þeir hafa lokið upp einum munni um að viðhald vélanna sé í mjög góðu lagi. Þetta kom vel í ljós þeg- ar Boeing 727-þotan FLH, sem áður var TF-FIE fyrsta þota Islend- inga, var seld um árið. Kaupendur höfðu skoðað margar vélar í ýmsum löndum og þeir sögðu Flugleiðaþot- una bera af öllum öðrum vélum þótt elst væri og það sama gilti um öll viðhaldsgögn hennar og þetta segir sína sögu. Skipulagi tæknideildarinnar var enn breytt árið 1980 og deildinni skipt meira niður. Fram til þess tíma frá árinu 1949 hafði Jón verið bæði yfirskoðunarmaður og deildar- stjóri skoðunardeildarinnar eða í 31 ár. Þetta er hins vegar ekki eins manns starf heldur tveggja manna og það hafði Jón bent oft á. En ennþá annast Jón skoðunarmálin og hefur á sinni hendi alla verk- stjórn og umsjón með þeim. Deildar- stjóri skoðunardeildarinnar nú er Ólafur Marteinsson sem er gamal- reyndur í faginu. Hann fylgdist með smíði hinna nýju Boeing 737-400 véla Flugleiða í Seattle síðasta vet- ur en á meðan gegndi Jón starfi hans hér heima. Jón segir álagið á tæknideildinni hafa verið mjög mik- ið síðastliðinn vetur og fram á vor þegar margir voru í þjálfun vegna nýju vélanna og fyrirsjáanlegt sé einnig mikið álag næsta vetur vegna 757-200 vélanna sem félagið fær þá. Besta fjárfestingin — Ég er nú samt að vona að ég geti farið að hægja aðeins á, þetta er búinn að vera mikill sprettur undanfarið. Þróun og framfarir hafa verið með ótrúlegu móti þessi 40 ár og þetta hefur svo sannarlega verið viðburðarríkt tímabil. Ég er þakklátur fyrir þessa sérstæðu lífsreynslu og þau tækifæri sem ég hef fengið til að taka þátt í þessari uppbyggingu og þessu starfi. Þessu hefur fylgt mikil ábyrgð og oft mikil spenna og þetta hefur ekki alltaf verið dans á rósum, það hafa vissulega skipst á Skin og skúrir. Ég hef kynnst báðurp hliðunum af eigin raun, þeirri björtu og þeirri dökku. Hjá félagi eins og Flugleið- um er það ómetanlegt að eiga góða og trausta samstarfsmenn og þess hef ég fengið að njóta um dagana. Þetta er allt úrvalsfólk sem hefur verið gott að vinna með. Flugvirkj- ar félagsins og aðrir tæknimenn hafa getið sér gott orð fyrir vönduð vinnubrögð og gott viðhald og eftir- lit flugvélanna og slíkt tel ég vera einhveija bestu fjárfestingu sem nokkurt flugfélag getur státað af, það að hafa gott orð á sér. Það er hægt að kaupa menntun og þekkingu fyrir peninga en reynsluna kaupir enginn fyrir pen- inga, hún er áunnin og hún er besti skólinn þegar á allt er litið. í þessi 40 ár hef ég átt náið og mjög gott samstarf við starfsmenn Loftferða- eftirlitsins, þar hafa jafnan verið hinir hæfustu menn og eru enn í dag. Á milli okkar hefur ríkt gagn- kvæmt traust og virðing sem er alveg nauðsynlegur þáttur í þessu starfi. jt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.