Morgunblaðið - 27.07.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.07.1989, Blaðsíða 28
28 ( MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1989 AKUREYRI Morgunblaðið/Rúnar Þór í Blómahúsinu við Glerárgötu varð töluvert tjón, og unnu þau Steinþór Sigurðsson, Svanhildur Þóris- dóttir og Albert Valdimarsson við að þrífa vatnið upp. Rigningin í gærmorgun olli töluverðu tjóni; Salerni eins og gosbrunnar þegar heimaæðar stífluðust GÍFURLEG úrkoma í gærmorg- un varð til þess að víða stífluðust heimaæðar í holræsakerfum á Akureyri þannig að vatn og drulla flæddi inn í kjallara íbúð- arhúsa og olli nokkru tjóni. Ibúar við Skarðshííð og Þverholt urðu fyrir barðinu á rigningunni, og í kjallara einbýlishúss við Byggðaveg fór einnig allt á flot. Þá varð Blómahúsið við Glerár- götu fyrir umtalsverðu tjóni af þessum sökum, en þar varð þrýst- ingur svo mikill upp um hreinlæt- istæki, að þau urðu nánast eins og gosbrunnar. „Salemið, handlaugin og niður- fallið, allt breyttist þetta í gos- bmnna hér í morgun, og síðan höf- um við verið önnum kafin með aus- ur og tuskur,“ sagði Steinþór Sig- urðsson, eigandi Blómahússins við Glerárgötu. Sagði hann að allnokk- uð tjón hefði hlotist af þessu, jafn- vel upp á nokkur hundruð þúsund- ira, en öll blóm, sem staðið hefðu á gólfi hefðu skemmst, svo og vör- ur á lager. „Það var ekki fært um búðina nema á stígvélum, og ég geri ráð fyrir að búðin verði ekki komin í samt lag aftur fyrr en eftir einn eða tvo daga,“ sagði Steinþór. „Þetta var hræðilegt; ömurlegt að horfa upp á þetta," sagði Gunn- ur Gunnarsdóttir, Byggðavegi 154, en í kjallara hússins þar fór allt á flot. „Yið vomm nýbúin að standsetja baðið í kjallaranum þegar þetta Svanhildur Þórisdóttir vindur tuskuna á salerninu í Blómahús- inu sem breyttist í gosbrunn. dundi yfir, en vatnið og drullan flæddi upp um allt, og við urðum að rífa teppi af svefnherbergi í kjalf- aranum,“ sagði Gunnur, og sagði að það hefði alveg verið ótrúlegt hvað þetta gerðist allt með skjótum hætti. Þetta er í annað sinn sem vatn hefur flætt inn í húsið, en fyr- ir nokkmm ámm flæddi þar inn i miklum leysingum, en þá bætti bærinn við niðurföllum í götunni. Sú bragarbót kom ekki að neinu haldi nú, enda vandinn af öðm tagi. Einna mest flæddi inn í kjallara- íbúðir við Skarðshlíð 9 og 11, og í aðra ibúð hafði einungis verið flutt inn fyrir örfáum dögum. „Frárennslið stíflaðist þannig að það flæddi hér um stóran hluta íbúðarinnar,“ sagði Garðar Jóhann- esson, íbúi þar. „Við hjónin emm nýbúin að kaupa þessa íbúð og nýflutt inn. Okkur hafði aldrei ver- ið sagt frá því að hingað hefði áður flætt inn við svipaðar kringumstæð- ur, og það var fyrst núna að mér var sagt að slíkt hefði gerst í tvígang," sagði Garðar. Skuldinni skellt á bæinn. Hilmar Gíslason, bæjarverkstjóri hjá Akureyrarbæ, sagði að ástæðan fyrir þessum flóðum inn í einstakar íbúðir, væri sú að heimaæðar í hol- ræsakerfi lægju of neðarlega, þann- ig að þegar vatnsmagnið hækkaði með svona skjótum hætti, þá leitaði það auðvitað þangað sem það ætti greiðastan aðgang. „Það varð einfaldlega yfirfylling í holræsakerfinu, því rigningin varð svo mikil. Við hjá bænum komum á alla þá staði þar sem vatn flæddi inn, og reyndum að vera hjálplegir. Þetta mál verður hins vegar ekki úr sögunni í bráð, og skuldinni eflaust skellt á bæinn, en það á alveg eftir að skera úr um hverjum ber að borga það tjón sem af þessu hlýst," sagði Hilmar Gíslason. FERDAFOLK ATHUGIÐ! Gisting, matur, kaffi. Tilgreina kemurað leigja húsið út um verslunarmanna- helgina. Nánari upptýsingar í síma 96-61982. Gistiheimilið, Ytri-Vík, Árskógssandi. Ísíandsmótid Hörpudeild - Akureyrarvöllur föstudag kl. 20 ÞOR - FYLKIR Akureyringar, ferðamenn: Komið og sjáið spennandi leik. Meira rigndi í gær- dag en allan mánuðinn HELLIDEMBAN sem vart gat farið fram hjá nokkrum Akur- eyringi í gærmorgun mældist meiri heldur en samanlögð úr- koma í júlímánuði á Akureyri fram fram að því. Arni Magnússon, lögregluvarð- stjóri, tjáði Morgunblaðinu, að úr- koman í gær hefði mælst 16,2 millilítrar, en það sem af var mán- uðinum hafði hún einungis mælst 14,3 millilítrar. „Ég býst við að úrkoman í gær- morgun sé með því almesta sem rignt hefur hér á Akureyri á svona stuttum tíma,“ sagði Árni, en hann hefur ásamt starfsfélögum sínum á Lögreglustöðinni, séð um mælingar fyrir Veðurstofuna um árabil. „Auð- vitað hefur oft rignt mun meira á einum degi og ekki eru mörg ár síðan ég mældi hátt í 40 millilítra úrkomu. Það er hins vegar langt síðan svona hellidemba hefur verið, eins og var hér á milli níu og hálf tíu í morgun,“ sagði hann að lokum. Morgunblaðið/Rúnar Þór Yfir fímmtíu gestir voru í móttöku Akureyrarbæjar í gær, þegar tekið var á móti 25 manna hópi vestur-þýskra brunavarða og mökum þeirra í Dynheimum. Vestur-þýskir bruna- verðir í heimsókn ÞÝSKIR brunaverðir frá Schmitten voru staddir hér í gær ásamt starfsbræðrum sínum frá Reykjavík, en hérlendis munu þeir dvelja í tiu daga. Þeim var boðið til móttöku á vegum bæjarins í gær í Dynheimum, en upphaflega stóð til að taka á móti þeim með góð- gjörðum uppi í Lystigarði. Rigningin setti hins vegar strik í reikning- inn, eins og víðar, og samkoman var færð undir þak. Björn Gíslason, varaformaður Brunavarðafélags Reykjavíkur, var fyrir hópnum og í samtali við Morg- unblaðið sagði hann að íslenskir brunaverðir hefðu haldið uppi sam- skiptum við brunaverði frá Schmitt- en undafarin tólf ár, og hefðu skipst á heimsóknum við þá. Fyrir utan það að ræða um brunavarnir, sagði hann samskiptin aðallega felast í því að kynnast landi og þjóð hvers annars, en hingað kom hópurinn eftir ferðalag um Snæfellsnes, og á heimleiðinni verður haldið suður Kjöl. Að lokum vildi hann koma á framfæri kæru þakklæti til Akur- eyrarbæjar fyrir móttökurnar. Óttumst hótelrekstur — segirÁsbjörn Dagbjartsson, íbúi við Heiðarlund „SJÓNARMIÐ íbúa við Heiðar- lund og í kring eru þau að þetta svæði sé því sem næst orðið fullbyggt og nokkuð þéttbyggt, auk þess sem það liggur ekki alveg Ijóst fyrir hvers konar rekstur verður í nýbygging- unni, sem fyrirhugað er að rísi þama og óttumst við að þar verði hótelrekstur," sagði As- björn Dagbjartsson, íbúi við Heiðarlund 1, í samtali við Morgunblaðið, en eins og áður hefur komið fram hafa íbúar í nærliggjandi húsum haft áhyggjur vegna fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu. Ásbjörn sagði að margir væru tortryggnir í garð þeirrar tillögu- teikningar, sem lögð hefði verið fram af hálfu verktakans og benti á, að á fundinum, sem haldinn var um málið á mánudagskvöldið, hefði tali um einhvers konar hótel- rekstur aldrei verið mótmælt. „Það kom meðal annars fram á fundinum að þetta svæði hefði á áðalskipulagi verið skilgreint sem svæði með miðbæjarstarfsemi, það var hins vegar ekki farið nánar út í það, hvers konar starfsemi það væri, og virðist mér hugtakið vera mjög teygjanlegt. Þá er gert grein fyrir töluverðri lofthæð í kjallara og hafa sumir verið tortryggnir í garð þess. Niðurstaðan er því sú að fólk veit ekki almennileg á hverju það á von, en gerir sér hins vegar grein fyrir því að þarna yrði mjög aukin umferð og aukið ónæði. Hverfið er hins vegar mjög friðsælt og þannig viljum við hafa það áfram,“ sagði Ásbjörn. Sálin í Sjallann Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns heldur tónleika í Sjallanum á Akureyri í kvöld og eru það fyrstu tónleikar sveitarinnar norð- an. Hljómsveitin mun flytja nýtt og gamalt frumsamið efni í bland við eidri slagara frá gullaldarárum soul- og rokktónlistar í Bandaríkjunum. -Húsið verur opnað kl. 22.00. (Frcttatilkynninff)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.