Morgunblaðið - 27.07.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.07.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1989 V erslunarmannahelgin: Mínna um skipu- lagðar útihátíðir SKIPULAGÐAR útlhátíðir um verslunarmannahelgina 5. - 7. ágúst verða færri nú en undanfarin ár. Léleg afkoma þeirra í fyrra er sú ástæða sem flestir nefha en sumir geta um viðkvæman gróður í ár. Ekki er þó'ástæða til að örvænta; þeir sem vilja á útihátíð með öllu tilheyrandi geta valið um Bindindismót í Galtalækjarskógi, Rokkhátíð í Húnaveri og Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. í Vík verður Qölskyldu- hátið og hestamenn hittast á Vindheimamelum. Að auki verða dansleik- ir um allar sveitir og um eitthundrað tjaldsvæði opin víða um land. Bæklingar um þau fást meðal annars á ferðaskrifstofiim og í Upplýsinga- miðstöð ferðamála við Ingólfsstræti í Reykjavík. Böll fyrir börn og fullorðna í Galtalækjarskógi Bindindismótið í Galtalækjarskógi hefst með dansleik klukkan 22 að kvöldi föstudagsins 4. ágúst. Dansað verður á palli og í kúluhúsi tvö næstu kvöld við undirleik fímm hljómsveita. Söngvarakeppni verður haldin síðdegis á laugardag og sungið til úrslita á kvöldskemmtun þar sem Spaugstofan verður líka meðal at- riða. Áður en kvöldvaka hefst á sunnudagskvöldinu ávarpar ungfrú heimur, Linda Pétursdóttir, mann- skapinn. Leikir og keppni fyrir böm hefjast klukkan 11 fyrir hádegi á laugardag og sunnudag. Af öðru sem yngstu mótsgestunum býðst má nefna bamaball á laugardagseftir- miðdag og skemmtun á sunnudag, tívolí og sérhannað leiksvæði. Mótsgjald í Galtalækjarskógi er 4.000 kr. fyrir fullorðna, 3.500 kr. fyrir þrettán til sextán ára unglinga en tólf ára böm og yngri fá ókeypis inn. Slysavakt verður á svæðinu, veitingahús og sölubúð. Rútur fara frá BSÍ á föstudag og laugardag og flylja fólk heim seinni dagana tvo. Stanslaust rokk í Húnaveri í Húnaveri verður stanslaus tón- listarflutningur frá föstudagskvöldi fram á aðfaranótt mánudags. Þar leika 49 hljómsveitir á fullkomnu útisviði og undir þaki. Hátíðargestir og sérstök dómnefnd velja björtustu vonina af þrjátíu hljómsveitum hvað- anæva af landinu sem skráðar eru til keppni. Auk þeirra halda uppi fjör- inu Stuðmenn, Bubbi Morthens, Síðan skein sól, Langi Seli og skug- gamir, Geiri Sæm og hunangsgs- tunglið, Sniglabandið, Strax, Nyd- önsk og Ex. Hjálparsveitarmenn annast veit- ingar og gæslu í Húnaveri. Sætaferð- ir verða frá sérleyfishöfum viða um land, þar fást jafnframt aðgöngumið- ar sem einnig eru seldir á mótsstað, í Varmahlíð og söluskálanum á Blönduósi. Mótsgjaldið er 3.950 kr. Þjóðhátíð í Eyjum Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefst efir hádegi föstudaginn 4. ágúst með messu, íþróttakeppni og bjargsigi. Þá tekur við sleitulaus dagskrá í Heijólfsdal til mánudagsmorguns. Bítlavinafélagið, Sálin hans Jóns míns og Eymenn leika fyrir dansi á tveimur pöllum kvöldin þijú, en ýms- ir taka forskot á sæluna á húkkara- balli strax á fimmtudagskvöldinu. Kveikt verður í stærðar brennu um miðnætti á föstudag og fiugeldasýn- ingar verða tvö næstu kvöld. Margir landsþekktir skemmtikraftar koma fram í Heijólfsdal um Verslunar- mannahelgina. Miðaverð á þjóðhátíðina er 6.000 kr. en til 1. ágúst eru miðar seldir í forsölu í Vestmannaeyjum með 500 króna afslætti. Hetjólfur verður í ferðum milli lands og Eyja um Versl- unarmannahelgina og Flugleiðir mynda loftbrú auk þess sem fleiri flugfélög fara á milli. Valaskjálfti ’89 í Atlavík verður ekki útihátíð um Verslunarmannahelgina en UIA mun þó annast veitingasölu og gæslu á tjaldstæðinu. Þaðan verða rútuferðir á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum þar sem dansleikir verða að kvöldi föstu- dags, laugardags og sunnudags og síðdegis á laugardag. Yfirskrift dan- sleikjanna er Valaskjálfti ’89 og fram koma hljómsveitimar Stjómin, Langi Seli og skuggamir, Heitar pylsur, Enginn okkar hinna, Hálfur undir sæng og „Pete Suffa & the Disast- er“. Á Valaskjálfta skemmta einnig söngkonurnar Sigríður Beinteins- dóttir og Ellen Kristjánsdóttir, blúsarinn Guðgeir Bjamason, eld- gleypir og fleira fólk. Miðar á alla dansleikina kosta UTIHATIÐIR um verslunarmannahel 3.600 kr. en jafnframt er hægt að kaupa sig inn á hvert ball. Ferðir á sjó og jökul á fjölskylduhátíð í Vík Fjölskylduhátíð verður haldin fjórða árið í röð í Vík um Verslunar- mannahelgina. Að henni standa Ung- mennafélagið Drangur og Björgun- arsveitin Víkveiji. Hátíðin hefst á föstudagskvöld með varðeldi á tjald- svæðinu við Vík og hann verður kveiktur aftur tvö næstu kvöld. Dansleikir verða í Leikskáluin laug- ardags- og sunnudagskvöldið. Meðal þess sem í boði verður í Vík em út- sýnisferðir með hjólabát í Reynis- dranga og Dyrhólaey og rútuferðir að nýrri skíðalyftu í Sólheimajökli. Fyrir yngstu kynslóðina verður hald- ið íþróttamót, farið í leiki og flutt skemmtiatriði. Ekki er selt inn á svæðið í Vík, heldur greiða gestir fyrir það sem þeir velja af dagskrár- liðum. Hestamenn á Vindheimamelum í tuttugasta sinn Hestamenn koma saman á Vind- heimamelum í Skagafirði um Versl- unarmannahelgina tuttugasta árið í röð. Gæðingakeppni og kappreiðar hefjast á laugardagsmorgninum en jafnframt verður keppt í unglinga- flokkum og hestaíþróttum. Úrslit fara fram á sunnudeginum. Gjald inn á svæðið er 1.000 kr. Dansað verður í Miðgarði fyrri kvöldin tvö en í Ár- garði á sunnudagskvöldið. Suðurlandsskjálfti í Árnesi Suðurlandsskjálftinn heitir tónlist- arhátíð sem haldin verður í félags- heimilinu Árnesi um Verslunar- mannahelgina. Þar koma fram hljómsveitirnar Kátir piltar og Rokkabillýband Reykjavíkur. Þá munu Valgeir Guðjónsson og John Collins syngja fyrir gesti í Árnesi. Tjaldstæði er nærri félagsheimilinu og á svæðinu verður m.a. hestaleiga, ýmsar uppákomur og leikjadagskrá á daginn. Tuttugu ára aldurstakmark verður í vínveitingasal í Árnesi en skífum þeytt í hliðarsal fyrir unglinga. Ekk- ert kostar inn á svæðið, handhafar dansleikjamiða fá afslátt á veitingum og matargestir ókeypis á dansleiki. Fimmtíu ára afmælis- hátíð Höfðahrepps Fyrsta athöfnin í nýrri kirkju á sunnudag Skagaströnd. HÁTÍÐ verður haldin á Skagaströnd um næstu helgi í tilefni af því að Höfðahreppur er fimmtíu ára um þessar mundir. Hátíðahöldin hegast með opnun myndlistarsýningar og varðeldi á föstudagskvöld og þeim lýkur með kaffisamsæti síðdegis á sunnudag. í millitiðinni verður sitthvað gert til gamans hátíðin stendur. Vindhælishrepp hinum foma var árið 1939 skipt í þijá hreppa; Vind- hælis-, Höfða-, og Skagahrepp. Til að fagna hálfrar aldar afmæli ætla íbúar Höfðahrepps (Skagastrandar) Sparisjóðssljórinn í Rauðasandshreppi: Fimm mánaða fangelsi fyrir fjárdratt SAKADÓMUR Barðastrandasýslu hefiir kveðið upp dóm í máli ákæruvaldsins gegn sparisjóðs- sfjóranum í Sparisjóði Rauða- sandshrepps. Var sparisjóðsstjór- inn dæmdur til fimm mánaða fang- elsisvistar fyrir að hafa dregið sér fé, með ólögmætum hætti, úr sjóð- um sparisjóðsins, samtals að upp- hæð 2,6 milljónir króna. Fjórir mánuðir af fímm eru skilorð- bundnir til þriggja ára. Spari- sjóðssljórinn íhugar nú að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Forsaga máls þessa er sú að um áramótin 1987/88 tilkynnti endur- skoðandi sparisjóðsins Bankaeftirlit- inu að ekki væri allt með felldu með fjárreiður sjóðsins. Eftir að Banka- eftirlitið hafði kannað málið var Rannsóknarlögreglu ríkisins falin rannsókn á því. Sú rannsókn leiddi til ákæru. og útvarpsstöð starfrækt meðan að gera sér dagamun með ýmiskon- ar uppákomum næstkomandi helgi. Margt verður á dagskránni sem ýmis félagasamtök í bænum standa að. Hún hefst á föstudagskvöld með gróðursetningu, opnun myndlistar- sýningar frá Listasafni ASÍ og varðeldi þar sem sungið verður og farið í leiki. Á laugardagsmorgun verða bridsmót, sundmót og útiskákmót. Eftir hádegi verður síðan knatt- spyrnuleikur á íþróttavellinum milli liða ÍA og USAH. Að leiknum lokn- um verður farið í skrúðgöngu frá íþróttavellinum að Hólatúni þar sem útiskemmtun hefst um klukkan fjögur. Þar verða ýmis skemmtiat- riði auk leiktækja og tækifæri gefst til að fara á hestbak. Skemmtun- inni lýkur með grillveislu á túninu. Um kvöldið verður fyrst tveggja tíma fjölskylduball og síðan al- mennur dansleikur. Helgistund verður í nýju kirkj- unni eftir hádegi á sunnudag. Kirkj- an er nú fokheld og þetta verður fyrsta athöfnin sem þar fer fram. Klukkan 14.30 fer fram að Syðra- hóli í Vindhælishreppi afhjúpun á minnisvarða um Magnús Björnsson sagnfræðing sem þar bjó. Áð þeirri athöfn lokinni verður kaffisamsæti í Félagsheimilinu á Skagaströnd og áætlað er að það hefjist um klukkan fjögur. Meðan hátíðin stendur yfir verð- ur starfrækt útvarp RÁS-SKA á Skagaströnd sem senda mun út á FM 97,7. ÓB Borgarráð hefur samþykkt stækkun á lóðinn við Hátún 6a. Morgunblaðið/RAX Borgarráð: Nagrannar óttast aukna umferð BORGARRÁÐ hefur samþykkt að úthluta 410 fermetra viðbót við lóðina Hátún 6a, þar sem verslunin Fönix hf. er til húsa. Hafa nágrannar mótmælt fyrir- huguðum framkvæmdum á lóð- inni og bera við aukinni umferð bifreiða. Að sögn Hjörleifs Kvaran fram- kvæmdastjóra Iögfræði- og stjórn- sýsluldeildar, hyggst fyrirtækið reisa nýbyggingu á lóðinni og er stækkun lóðarinnar ætluð undir bif- reiðastæði. Lóðarstækkunin og ný- byggingin verður lögð fyrir bygg- ingamefnd, sem taka mun afstöðu til umsóknar um bygginarleyfið en grenndarkynning hefur þegar farið fram. Nýtt búðarkassakerfi í BSE Tölvuvæddir búðarkassar voru teknir í notkun fyrir nokkru hjá Bókaverzlun Sigfusar Eymundssonar í Austurstræti 8. Með tilkomu þeirra verður strikamerking tekin í notkun á blöðum, bókum og ritfongum í fyrsta sinn á íslandi. Þessi tölvuvæðing mun m.a. leiða til þess að neytendur fá betri upp- lýsingar um hvað keypt er, þar sem vöruheiti birtist á greiðslukvittun. Rangur ásláttur á kassa kemur ekki fyrir þar sem tölvuaugað les strikamerkið ávallt rétt. Afgreiðsla verður hraðari. í frétt frá verslun- inni segir að með fullkominni birgðastýringu sem þessari muni birgðahald verða hagkvæmara, auðvelt sé að sjá stöðu eftir hvem dag, minni hætta verði á vömvönt- un, sem um leið muni stuðla að lækkuðu vöruverði. Afgreiðslubúnaður þessi er frá DTS sem Hans Árnason Umboð og þjónusta hefur umboð fyrir. Þess má geta að afgreiðslubúnaður sem þessi hefur verið í notkun undanfar- in ár í stærstu verslun landsins, Fríhöfninni. Stefnt er að tengingu útiþúa Eymundssonar í Nýjabæ, í Mjódd og í íslenskum markaði á næstu mánuðum. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.