Morgunblaðið - 27.07.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.07.1989, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1989 35 Keisarinn kemur til Waldheim Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Regnboginn: Samsærið - „Manifesto" Leiksljóri Dusan Makavejev. Aðalleikendur Camila Söeberg, Alfred Molina, Eric Stoltz. Bresk- júgóslavnesk 1988. ■Svört kómedía, meira í anda Kóka kóla stráksins og Montene- gro en þeirrar yfirgengilegu Swe- et Movie, sem fólk hristir enn höfuðið yfir, í megnri vandlætingu er það minnist þessarar dæma- lausu myndar sem prýddi eina af okkar fyrstu kvikmyndahátíðum á síðasta áratug. Eitt aðalhjálpar- meðal Makavejevs við að ná fram viðbrögðum hjá leikurum og áhorfendum í „Sætu myndinni“, var nefnilega laxerolía. Nú er karl kominn yfir notkun hægðalyfja, og er það vel. Hins- vegar snýst Samsærið um ástina sem allra meina bót. Efnið er ekki ýkja djúpt né skilmerkilegt, gengur útá samsæri gegn keisar- anum er hann heimsækir krumm- askuð úti á landsbyggðinni. Það rennur út í sandinn, einkum sök- um þess að það má enginn vera að því að drepa karlinn, allt snýst um kynlífið. Brokkgeng einsog önnur verk hins júgóslavneska sérvitrings. Söguþráðurinn er lítt áhugaverð- ur, hins vegar nær karl sér á strik í afmörkuðum atriðum, einkum þeim sem ganga hvað mest út á kynlífið, helst svolítið „kinkí“. Þar er hann á heimavelli. Mynd fyrir aðdáendur þessa einstaka, um- deilda kvikmyndagerðarmanns, sem farinn er að nálgast almenn- ingssmekk á kostnað þess krass- andi og erótíska andrúmslofts sem einkenndi myndir hans fyrrum. Og fólk fær í kaupbæti aldeilis óborganlegan gamanleik af hálfu Molina, (Bréf til Brésnefs). Evrópskir jafinréttisráðherrar: Aðgerðir boðaðar í þágu jaftiréttis kynjanna í ályktun fundar evrópskra jafiiréttisráðherra er lagt til að Evrópuráðið skipuleggi kynning- arherferð um jafnrétti milli kvenna og karla sem miði að því að almenningur geri sér betur ljóst hve mikilvægt jafiirétti kynjanna er og hvað það hefur í för með sér. ’ Evrópskir jafnréttisráðherrar funduðu í annað sinn í Vínarborg í Austurríki í byijun þessa mánað- Hárgreiðslu- sýning í Hollywood Hárgreiðslusýning verður haldin í Hollywood á fóstudags- og laugardagskvöld. Meðal þess sem kynnt verður í fyrsta sinn á íslandi er „Sunglits" eða sólarlýsing á hári. Allir þátttakendur eru af yngri kynslóðinni og koma frá flestum hárgreiðslustofum Reykjavíkur. Einnig verða kynntar nýjustu hársnyrtivörur á markaðnum í dag. Stjórnandi og kynnir verður Torfi Geirmundsson. (Fréttatilkynning) ar. Fundinn sátu fyrir íslands hönd Jóhanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra og Rannveig Guðmunds- dóttir aðstoðarmaður hennar. A fundinum var einkum rætt um aukin áhrif jafnréttismála á stefnu ríkisstjórna, um framkvæmd lög- gjafar og alþjóðasamþykkta á sviði jafnréttismála og hvernig ætti að gera körlum og konum kleift að sameina þátttöku í atvinnulífi störf- um inni á heimilunum. í ályktun fundarins var meðal annars lagt til að aðildarríki Evróp- uráðsins grípi til tímabundinna að- gerða til að flýta fyrir því að jafn- rétti kynjanna komist á, t.d. með áætlunum um séraðgerðir í þágu kvenna. Einnig er lagt til að stuðlað verði að því að konur séu skipaðar í ábyrgðarstöður til jafns við karla og sérstaklega í stöður þar sem stefnumótandi ákvarðanir eru tekn- ar._ I fréttatilkynningu segir að fé- lagsmálaráðherra hafi á fundinum fjallað ítarlega um jafnréttisáætlan- ir ráðuneyta og ríkisstofnana hér á landi sem miða að jafnrétti kynja á vinnumarkaði. Fram kom í máli ráðherra að hún telur nauðsynlegt að ríkisstjómir grípi til tímabund- inna aðgerða til þess að bæta stöðu kvenna og ná fram jafnrétti. Einnig lagði hún áherslu á aðgerðir til að endurmeta hefðbundin kvennastörf og til að uppræta launamismun kynja. Karlmannaföt kr. 5.500,- til 9.990,- Terylenebuxur kr. 1.395,- til 2.195,- Gallabuxur kr. i.195,- og 1.420,- Flauelsbuxur kr. 1.220,- og 1.900,- Sumarblússur kr. 2.390,- og 2.770,- Skyrtur, nærföt, sokkar o.fl. ódýrt. Andrés, Skólavörðustíg 22, sími 18250. ARÐHUSGOGN ÚTSALA! Nú rýmir BÚSTOFN fyrir nýjum vörum og vill losna við öll garðhúsgögn, sem eftir eru. Þessvegna hefur verðið verið lækkað niður úr öllu valdi, — sumt niður fyrir kostnaðarverð! Við verðum tíu daga að rýma allt. Neytið færis og njótið rigningarinnar í vönduðum garðhúsgögnum á hlægilega lágu verði. OG VERÐIÐ ER VITASKULD FRÁBÆRT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.