Morgunblaðið - 27.07.1989, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.07.1989, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1989 41 og eftir það hvert hlutverkið á fæt- ur öðru. Laurénce kynnist bresku leikkon- unni Vivien Leigh árið 1937 og verður yfir sig ástfanginn af henni. Þremur árum seinna ganga þau í hjónaband. Laurence og Vivien léku töluvert saman. Þekktastar eru uppfærslur Vic leikhúsins á Antony og Kleópatra og Caesar og Kleó- patra en þar fara hjónin með aðal- hlutverkin. Vivien er þekktust fyrir leik sinn í kvikmyndinni á Hverf- anda hveli. En Laurence fékkst einnig við leikstórn. Meðal mynda sem hann leikstýrði eru Hinrik V og Hamlet. í Hamlet frá 1948 fer Laurence einnig með aðalhlutverkið í mynd- inni. Sambúð Laurence og Vivien var æði stormasöm. Þau skildu árið 1960. Skömmu seinna gekk Laur- ence að eiga eftirlifandi konu sína, Joan Plowright. Laurence og Joan eignuðust þrjú börn, Richard 27 ára, Tamsin 26 ára og Julie-Kate 22 ára. Laurence Olivier hefur hlotið margs konar heiður um ævina. Má þar nefna fern óskarsverðlaun. Verðlaunin fékk hann fyrir leik og leiksjórn auk þess fékk hann sér- stök óskarsverðlaun fyrir störf sín í þágu kvikmynda. Hann var aðlað- ur 1947 og gerður að lávarði 1971. Laurence er eini leikarinn sem hlot- ið hefur þann heiður. Þeir sem kynntust Laurence eru sammála um að hann hafi verið heillandi persónuleiki, viðkunnan- legur og hlýr. Laurence átti þó til að vera hvassyrtur við starfsbræður sína. Einhvetju sinni hafði banda- ríski leikarinn Dustin Hoffman vak- að í tvo sólarhringa því hann átti að leika uppgefinn mann í mynd sem verið var að kvikmynda. Laur- ence, sem þarna var viðstaddur, vék sér að Dustin og sagði: „Þú ættir að læra að leika, drengur minn, þá þyrftir þú ekki að ganga í gegnum þess ar þrautir." Sir Laurence Olivier var 82 ára að aldri þegar hann lést. að hjóla frá Akranesi en ekki Reykjavík því verið var að gera við veginn í Hvalfirðinum.“ Ferðalagið gekk, að sögn stallsystranna, dável. „Við hjó- luðum að meðaltali 80 kílómetra ádag,“ segir Álfheiður. „Og stoppuðum á fjórum stöðum á leiðinni. Áður en við fórum var fólk að vara okkur við að hjóla svona langt án þess að æfa okk- ur fyrst. En við kunnum ráð við því. í hvert skipti sem við komum á áningarstað leituðum við uppi sundlaugina á staðnum og synt- um strengina úr okkur. Á eftir höfðum við yfirleitt tíma til að fara í skoðunarferð um bæinn.“ Álfheiður og Hanna voru báð- ar á vel útbúnum fjallahjólum. „Ég fékk mitt í afmælisgjöf,“ segir Hanna. „En þegar sonur Álfheiðar, sem er 12 ára, sáþað fannst honum ómögulegt að hún færi á gamla reiðhjólinu sínu. Hann fékk sér vinnu og safnaði þannig fyrir hjóli sem hann lán- aði mömmu sinni norður.“ Þær Álfheiður og Hanna eru sammála um að ferðin hafi að- eins verið upphafið að öðrum fleiri. Hvert ferðinni verður hei- tið næst er þó með öllu óvíst. ÍÞRÓTTIR Sr. Pálmi heils- ar og kveður SR. Pálmi Matthíasson prestur í \Bú- staðasókn var heiðursgestur á leik Víkings og Þórs á dögunum. Segja má að Sr. Pálmi hafi þarna verið bæði að heilsa og kveðja. Þór hefur nefnilega bækistöðvar sínar í Glerárhverfi á Akureyri, þar sem Pálmi var áður sóknarprestur, en bækistöðv- ar Víkings eru í Bústaðahverfinu. „Það er verst að þú skulir vera fluttur suður, ég ætlaði einmitt að biðja þig að gifta mig,“ sagði einn leikmanna Þórs, er hann heilsaði Sr. Pálma. TIMKEN FAE itlO KEILULEGUR KÚLU- OG RÚLLULECUR LECUHÚS Eigum á lager ailar gerðir af legum í bíla, vinnuvélar, framleiðsluvélar og iðnaðartæki. Allt evrópsk og bandarísk gæðavara. Útvegum allar fáanlegar legur með hraði. Það borgar sig að nota það besta. Þekking Reynsla Þjónusta {FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SiMI 84670 „Hjá ÓS fást sterkar og faUegar hellur til að gera hvers kyns stéttir og bflastæöi. Ég mæli með hellunum frá ÓS og byggi þau meðmæli á reynslunni. Þær eru framleiddar úr öldu hráefni og góðir kantar gera það verkum að allar línur verða reglulegar. Hellunum er pakkað í plast og þeim ekið heim í hlað. í fáum orðum sagt: Gæðavara og góð þjónusta.“ Markús Guðjónsson, skrúðgarðyrkjumeistari, eigandi Garðavals.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.