Morgunblaðið - 27.07.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.07.1989, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JULI 1989 fclk í fréttum Laurence Olivier 80 ára. Sem Lér konungur 1946. Alec Guin- ness leikur fíflið. Ásamt Merle Oberon í Fýkur yfír hæðir. Laurence og Vivien árið 1939. LAURENGE OLIVIER MEISTARI MEISTARANNA Hinn þekkti leikari Sir Laurence Olivier lést á heimili sínu í Sussex í Englandi 11. júlí síðastlið- inn. Laurenee er af mörgum talinn mesti leikari þessarar aldar. Margir urðu til að minnast leikar- ans. Michael Caine sagði að enginn myndi nokkurn tíma geta fyllt skarð hans. Anthony Quayle lét hafa eftir sér að með dauða hans hafi dýr- mætri bók verið lokað. Megan Ros- enfeld segir í grein í Washington Post „Olivier lék myndarlega menn, illskeytta, göfuga, veik- byggða, volduga, slæga, veikgeðja og fatlaða. Hann lek svikara, kon- unga, hermenn, guði og elskuhuga, og einu sinni eða tvisvar konur. En hann hélt alltaf virðingu sinni. Anthony Hopkins segir Laurence mesta leikara aldarinnar en Peter Hall gengur enn lengra og segir Laurence mesta leikara allra tíma. Laurence Olivier fæddist 22. maí árið 1907 í smábæ í Englandi. Fað- ir hans var skapmikill prestur en móðir hans hlý og nærgætin hús- móðir. Laurence fékk snemma áhuga á leiklist. Þegar hann var 5 ára breytti hann leikherbergi sínu í leikhús þar sem hann flutti frum- samin verk fyrir þá sem vildu fylgj- ast með. Tíu ára lék Laurence Brut- us í uppfærslu á Julius Caesar á vegum sunnudagskólans sem hann var í. Tólf ára gamall missti Laur- ence móður sína og var sendur í fábrotinn ríkisskóla. Tveimur árum seinna var Skassið tamið sett upp í skólanum. Laurence fór með hlut- verk Kate „dökkeygðar lauslætis- drósar" eins og ánægður gagnrýn- andi komst að orði. Sautján ára gamall hélt Laurence til Lundúna. En frægðin lét bíða eftir sér. Hann fékk aukahlutverk í leikhúsunum og skrimti. Á þessum árum giftist Laurence fyrstu konu sinni, Jill Esmond. Þau eignuðust einn son, Tarqin, árið 1952. Árið 1933 sóttist Laurence eftir að leika elskhuga Gretu Garbo i Queen Christina en var hafnað. John Gil- bert hreppti hlutverkið. Á miðjum fjórða áratugnum vinnur Laurence hvern leiksigurinn af öðrum á sviði. Um svipað leyti er tekið eftir honum í Hollywood. Honum er boðið að fara með hlut- verk Heathcliff í Fýkur yfir hæðir HJÓLREIÐAR A fjallahjólum frá Akranesi til Olafsfjarðar ■ : ' • ' ■. : yrðum líka að hjóla aftur til baka. Ég þurfti líka að passa Hanna Brynja Axelsdóttir, létu . um kvöldið svo við snérum við. gamlan draum rætast þegar þær Eftir að við fluttumst til hjóluðu frá Akranesi til Ólafs- fjarðar fyrr í mánuðinum. Álf- heiður og Hanna eru báðar upp- Reykjavíkur hefur blundað með okkur draumur um að hjóla frá Reykjavík til Ólafsfjarðar. Á endanum ákváðum við að gefa sjálfum okkur ferðina í eins kon- ar afmælisgjöf en við erum báð- ar fertugar í sumar. Ég átti af- mæli á meðan á hjólreiðaferðinni stóð en Álfheiður á ekki afmæli fyrr en 2. ágúst. Við ákváðum aldar a Olafs firði. „Fyrstu meiri- háttar hjólreiða- ferðina fórum við þegar við vorum 13 ára,“ segir Hanna. „Þá æt- luðum við að hjóla frá Ólafs- firði upp í Siglu- fjarðarskarð. Við fórum þó ekki alla leið því þeg- ar við vorum komnar vel á veg áttuðum við okk- ur á því að við Hanna Brynja Axelsdóttir og Álfheiður Árnadóttir. Morgunblaðið/Svavar B. Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.