Morgunblaðið - 27.07.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.07.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1989 17 Selfoss: Ánægja með úthlut- un Húsnæðisstofiiunar Selfossi. „ÉG ER sáttur við þessa afgreiðslu Húsnæðisstofnunar ríkisins," sagði Kari Björnsson bæjarstjóri á Selfossi. Við síðustu afgreiðslu húsnæðisstofnunar fékkst loforð um lán til 12 íbúða fyrir aldraða í kaupleigukerfi og 5 ibúða í félagslegri kaupleigu. Einnig var sótt um 8 almennar kaupleiguíbúðir en þeim var hafiiað. Ibúðirnar fyrir aldraða eru í 24 íbúða húsi sem Alþýðusamband Suðurlands og bæjarsjóður Selfoss standa að. Þar er einnig fyrir- hugaður myndarlegur þjónustu- kjarni fyrir íbúa hússins og aðra. í fyrra var fjórum kaupleiguíbúð- um úthlutað á Selfossi og 6 verka- mannaíbúðum. Búið er að gera verksamning um þessar tíu íbúðir en eftirspurn er mikil eftir minni íbúðum á Selfossi. „Það hefur stór- vantað hér smærri íbúðir enda Sel- foss vaxandi bær,“ sagði Karl bæj- arstjóri. Kaupleiguíbúðirnar sem úthlutað var í fyrra eru í fjölbýlishúsi sem hafin er bygging á og eru keyptar þar samkvæmt tilboði frá bygg- ingaverktökum. Þessar íbúðir hafa átt stóran þátt í því að verktakarn- ir hófust handa við byggingu fjöl- býlishússins. - Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Frá byggingu fjölbýlishúss sem í verða nokkrar kaupleiguíbúðir. ELDRI BORGARAR! Styttið skammdegið og komið með okkur í sólskin og hlýju til Portúgals í vetur. Læknisþjónusta á staðnum. Fararstjóri: Jóhanna G. Möller, söngkona. Upplýsingar í síma 628181. EVRÓPUFERÐIR, Klapparstíg 25, Reykjavík. Tóna litgreining Nýtt og þróaðra litgreiningarkerfi. Farið verður í gegnum: ^ ★ Þína bestu liti. ★ Þína sportliti. ★ Þína viðskiptaliti. ★ Þína samkvæmisliti. ★ Förðun út frá litgreiningu. ★ Hvernig þú getur notað liti, sem fara þér ekki vel. ★ Hvernig litir geta haft áhrif á útlit líkamsvaxtar. Hámark fimm manns á hverju námskeiði og fær hver þátttakandi vandað litgreiningarkort. Kennari er Anna Gunnarsdóttir, litgreinir. Módelskólinn Hafnarstræti 15, símar 91-624230 og 985-28778. leiTC! Selfoss: Tónleikar 1 Inghóli Hljómsveitin E1 puerco og enn- israkaðir Skötuselir halda tón- leika í Inghóli á Selfossi laugar- dagskvöld kl. 22. Hljómsveitin Sjöund og söng- konan Gígja Sigurðardóttir leika síðan og syngja fyrir dansi til kl. 3. (Fréttatilkynning) í Kaupmannahöfn F/EST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖOINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁOHÚSTORGI TOKUM UPP DÓSIR ^gðs - að sjálfsögðu!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.