Morgunblaðið - 27.07.1989, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.07.1989, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1989 45 Týndur köttur Bröndóttur fressköttur, sem gegnir nafninu Gosi, hvarf frá heimili sínu að Ásvallagötu 4 föstu- daginn 21. júlí. Var hann með bleika hálsól og merktur. Kötturinn er vanur að halda sig í nágrenni við gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu. Hafi einhver orðið hans var er við- komandi vinsamlegast beðinn að láta vita í síma 18623 eða 16367. Lítill snáði í sárum Til Velvakanda. Fjögurra ára snáði í Krummahól- um 8 er nú í sárum, þar sem litla rauða BMX reiðhjólið hans hvarf frá blokkinni á sunnudagskvöld. Hjólið er merkt systur hans, Sunnu, og þar er einnig skráð símanúmer þeirra systkina, 76955. Hjólið er ein minnsta gerðin af BMX, með hvítu stýri. Mikið væri nú elskulegt af þeim sem fjarlægði hjólið frá Krummahólunum að skila því aftur, eða að hafa samband í síma 76955 eða 691132. Með kveðju. Móðir V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Þessir hringdu . . Tímabær grein Helgi Vigfússon hringdi: „Eg vil vekja athygli á grein eftir Hallgrím Sveinsson, skóla- stjóra, sem birtist í Morgunblað- inu 22. júní. Þar vekur hann at- hygli á minningarafmæli forset- ans 1991, en þá eru 180 ár liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar forseta. Jón Sigurðsson forseti má aldrei gleymast íslendingum. Hann var vel metinn stjórnmála- maður, ráðhollur og nærgætinn. Jón Sigurðsson var framsýn mað- ur sem hafði til að bera kjark, dugnað og framkvæmdasemi. Eg vil beina því til áhugasamra ein- staklinga, alþingismanna Vest- fjarða og Hrafnseyrarnefndar að hefjast handa um undirbúning sem allra fyrst. Jón forseti var einn göfugasti og stórhugaðasti mannvinur sinnar aldar á íslandi.“ Hugmynd Húsmóðir í Garðabæ hringdi: „Við byggðum okkur bílskúr fýrir nokkrum árum en höfum verið í eilífum vandræðum vegna þess að vetrardekkin skemma allt- af lakkið á bílskúrsgólfinu yfir veturinn. Ég sé það núna að lausnin hefði verið að helluleggja undir hjólin frá innkeyrslunni og inn í bílskúrinn. Með þessu móti væri hægt að koma í veg fyrir allar skemmdir á gólfinu. Það er um seinan fyrir okkur að fram- kvæma þetta en mér finnst hug- myndin svo góð að hún sé þess virði að koma henni á framfæri.“ Kynslóð í rugli Lesandi hringdi: „Þessa dagana er sífellt verið að hampa þessari svokölluðu 68- kynslóð og hafa ýmsir verið að slá um sig með því að rifja upp alls konar sukk frá þessum árum. Enginn talar hins vegara um þá foreldra sem áttu börn sem lentu í eiturlyfjaneyslu vegna lífshátt-' ana _sem þá þóttu eftirsóknarverð- ir. Ég á sjálf dóttur sem hefur aldrei náð sér eftir eiturlyfja- neyslu á þessum árum og þekki margar mæður sem urðu fýrir miklum raunum vegna eiturlyfjaneyslu barna sinna. Þetta fólk var bara í rugli en nú eru ýmsir að hrósa sér af þessu og þykjast hafa verið miklar hetj- ur.“ Páfagaukur Blár páfagaukur með hvítum röndum slapp ,frá Bárugranda 5 í síðustu viku. Vinsamlegast hringið í síma 13465 ef hann hef- ur einhvers staðar komið fram. Ekki Qallað um mótíð íþróttakona hringdi: },Það hefur hvergi verið minnst á Islandsmeistaramót 14 ára og yngri sem haldið var á Selfossi um síðustu helgi. Engin fjölmiðill hefur séð ástæðu til að fjalla um þetta mót eða geta um árangur sigurvegaranna. Þetta fmnst okk- ur sem þátt tókum í þessu móti vægast sagt lélegt." Sýnið meira með U2 Strákur hringdi: „Ég vil skora á báðar sjón- varpsstöðvarnar að sýna meira af tónlistarefni með hljómsveitinni U2. Það yrði mjög vinsælt sjón- varpsefni sem ungt fólk kynni vel að meta.“ U-Matic, High Band. Lítið notað. Upplýsingar í síma 680733. GOLF H? GOLF Opna Búfisks-mótió Golfklúbbur Hellu og Búfiskur hf. halda sitt árlega opna golf- mót á Strandarvelli laugardaginn 29. júlí nk. og verður ræst út frá kl. 08.00. Veitt verða 13 glæsileg verðlaun, sem eru veiðileyfi og dvöl í veiðihúsum við Rangárnar árið 1990. Þau eru veitt fyrir 3 fyrstu sætin, með og án forgjafar, næst holu á öllum 5, par 3 brautum, fyrir fæst pútt og lengsta teighögg. Leiknar verða 18 holur. Skráning fer fram í golfskála föstudaginn 28. júlí frá kl. 13.00-22.00 í síma 98-78208. * Utsalcm byrjar í dag Mikill afsláttur Sandgerði, sími 37415 Opið alla daga til kl. 23 LUX ULTRAFLEX Þessi stórkostlega dýna býóur upp á ein- stök þægindi og fæst í mjúkri og stífri gerð. Tvöföld fjaðramotta, 371 fjöður á fermetra, stífir kantar, stungin dúkur, þykk, þvottekta yfirdýna. kr. 32.520 05x200 cm. kr. 38.340 l 20x200 cm. kr. 43.590 l 40x200 cm. kr. 49.630 l 60x200 cm. kr. 55.680 FYRIR ÞÁ SEM VILJA SOFA VEL HúsgagiU'höllin REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.