Morgunblaðið - 27.07.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.07.1989, Blaðsíða 12
£ r 12 'MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JULI 1989 fr Ólesin orð í handriti Jónasar Hallgrímssonar eftir ÓlafHalldórsson handritafræðing Þeir sem sáu um útgáfu á rit- verkum Jónasar Hallgrímssonar fyrir forlagið Svart á hvítu ráðg- uðust við mig um hvernig skyldi ráða í fáeina torlesna staði í hand- ritum Jónasar. Þar á meðal var ljóðið „Ég veit það eitt að enginn átti“. Nú hef ég aftur litið á hand- rit Jónasar af þessu kvæði og sé í hendi mér að vel hefði ég mátt gefa mér meiri tíma í fyrra skiptið til að rýna í það. Fyrsta orð í annarri línu síðara erindis get ég ekki lesið: al- múginn. Þriðji stafur í þessu orði er óljós, en verður fremur lesinn a en m, hvað sem merkingu líður og hvað sem Jónas hefur meint með krabbinu. Síðari hluti orðsins er einnig óljós; depill yfir fyrsta staf á eftir g gæti bent til að hann væri i fremur en u, en samskonar dep- ill er einnig yfir u í orðinu mun í sjöundu línu fyrra erindis. Af þeim sökum verður lögun þessa depils ekki notuð til að skera úr um hvort Jónas hafi meint i eða u. Síðasta orðið í fjórðu línu síðara erindis sem er lesið þjóðarranni í útgáfunni er einnig að hluta til óljóst. Það er skrifað í tveimur orðum í handritinu; sama er að segja um orðið ástarefni í þriðju línu fyrra erindis. Næsti stafur á eftir ð (sem er reyndar skrifað d) er sambærilegur við i í enginn í fyrstu línu fyrra erindis, að því undanteknu að yfir því i-i er dep- ill. En umræddur stafur, ef staf skyldi kalla, er engu síður sam- bærilegur við a sem er næsti staf- ur á eftir t í orðinu ástarefhi í Ólafiir Halldórsson þriðju línu fyrra erindis. Það sem mælir á móti að lesa fyrri hluta orðsins sem þjóðir (eða þjóðin) er að depilinn yfir i-ið vantar. Dep- ill er langvíðast yfir i í handritinu, en þó vantar bæði brodd og depil yfir í og i í orðinu lífið í sjöundu línu fyrra erindis. Af þeim sökum verður depilleysið ekki ótvírætt notað til að skera úr um hvort lesa skal a eða i. Næsti stafur á eftir i er klessa sem einna helst verður lesin r, en enginn getur þó fullyrt að þessi klessa hljóti að vera r. Stafur sá sem er lesinn r í -ranni er mjög óskýr. Þennan staf rhá með góðum vilja lesa sem k, en nákvæmlega eins skrifað k kemur ekki fyrir í handritinu, og raunar ekki nákvæmlega eins skrifað r heldur. Tvímælalaust finnst mér ljóðið betra ef lesið er almúginn í stað alaugum og þjóðin kanni í stað þjóðarranni og efast ekki um að það skáld sé betra sem þannig hefur ort í eyðurnar en hinir sem áður hafa fengist við það. En hvorki vil ég setja höfuð mitt að veði fyrir því að þannig hafi Jónas ort né heldur fyrir því að ótvírætt sé rétt lesið eins og prentað er í útgáfu Svarts á hvítu. Höfundur er sérfræðingur á Stofnun Áma Magnússonará íslandi. Almúgi Helga Hálfdanarsonar eftir Hauk Hannesson V^terkur og kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! 13. júlí síðastliðinn ritaði Helgi Hálfdanarson dálitla grein í Morg- unblaðið undir heitinu Rithönd Jónasar. Hann byrjar á því að þakka aðstandendum nýrrar útgáfu á ritverkum Jónasar Hallgrímsson- ar fyrir vönduð vinnubrögð, síðan segir: „Nú er það sízt af öllu ætlun mín að fjölyrða um útgáfu þessa. Einungis datt mér í hug að drepa á eitt smáatriði sem vakti undrun mína, þegar ég rak í það augun.“ Þetta smáatriði_ sem Helgi nefnir er í erindunum Eg veit það eitt að enginn átti. Þau eru ekki til nema í uppkasti frá hendi Jónasar og óvíst hvort hann hreinritaði þau nokkurn tíma. Einkum er seinna erindið torlesið og hljóðar það svo í hinni nýju útgáfu (Helgi lét prenta það í grein sinni og siæddist þá inn leiðinleg prentvilla í fjórðu línu sem gerði það illskiljanlegra en ella): Ég þakka þér allt, og enn þótt ekki alaugum sjái leiðir háar sonanna bestu sem að treysta sannlega verði’ að þjóðarranni, veit eg og skil eg samt í sveitum svo muni vakna öld að rakni hnúturinn versti og börnin bestu blessi landið, firrist grandi. Smáatriðið sem vakti undrun Helga er orðið alaugum, þar vill hann láta standa almúginn, og vakti hann áður máls á þeirri til- gátu í grein í Morgunblaðinu fyrir tæpum tíu árum, þá í tilefni af út- komu bókarinnar Kvæðafylgsni eftir Hannes Pétursson. Efni þeirrar greinar var einkum um aldur Ferðaloka, en einnig snýr Helgi sér að almúganum, hann skrifar: „Þess er varla að vænta, að Hann- esi gangi betur en öðrum að koma viti í síðara erindi Ijóðsins Eg veit það eitt, fyrst hann vefengir ekki lestur fyrirrennara sinna á „alaug- un“ umfram það að breyta því í „alaugum". En ritgerðinni fylgir mynd af handriti Jónasar, og ég fæ ekki betur séð en þar standi nokk- urn veginn skýrt og greinilega það eina orð, sem þarna hlaut að standa: „almúginn“.“ Nú hefur Helga þótt ástæða til að árétta enn þetta eina orð sem þarna hlaut að standa eftir því sem hann segir sjálfur. í greininni 13. júlí leitast hann við að færa rök fyrir lestrartilgátunni almúginn, tínir til dæmi um rithönd Jónasar sem hann telur að stutt gætu mál hans og fullyrðir auk þess: „sjálft efni vísunnar beinlínis kallar á þetta orð.“ Hér virðist því svo farið sem stundum, að fyrst er búin til til- gáta, orðið hlýtur að standa á þessum stað og efnið kallar á það, síðan er leitað rakanna. Meginveikleiki röksemdafærslu Helga er sá, að hahn þarf að gera a.m.k. þtjár leiðréttingar á stafa- gerð orðsins áður en almúginn er fullskapaður. Fyrst bendir hann á brodd yfir fyrra u-inu í alaugum. Það er tæplega neinn broddur og líkist í engu sannanlegum broddum í þessum erindum, en stundum er þar ritaður punktur í staðinn fyrir brodd; þarna kynni að vera á ferð bugur yfir u-i, en á þann hátt rit- aði Jónas stafinn að öllum jafnaði, oft verður bugurinn þó líkur lykkju eða jafnvel smástriki. Seinna a-ið kallar Helgi m, þó annan legginn vanti samkvæmt tilgátunni, og end- ingin -um verður hjá honum -inn, þó enn vanti einn legg til svo seinni stafurinn sé fullskrifaður. Önnur aðalröksemd sem Helgi færir fyrir tilgátu sinni er sjálft orðið alaugu, það þykir honum ljótt orð og ólíkt Jónasi — er það þó engu fráleitari smíð en mörg nýyrði úr hans smiðju. Má þar nefna orðið ósjálfúr sem er þýðing Jónasar á „Nichtmehrbin" í texta eftir Ludwig Feuerbach og frá svipuðum tíma og uppkastið Ég veit það eitt. MEÐ RÓNUSTUNA AÐ LEIÐARIJÓSI umhmdollt Eftir langa dagleið er Ijúft að láta ferðaþreytuna líða úr sér á þægilegum gististað. íslensku hótelin víðs vegar um landið bjóða góða þjónustu og gistingu við lágu verði. Greiðslumiðatilboð á gistingu og Sumarréttir SVG verða til þess að pyngjan léttist ekki um of á ferð um ísland. Hringdu í síma 91-623350 eða líttu inn á skrifstofu íslensku hótelanna, Rauðarárstíg 18, frá kl. 10-12 alla virka daga. Þar getur þú bókað gistingu á 511 aðildarhótelin á einum og sama stað og fengið allar nánari upp- lýsingar. Qreiðslumiðana hægt að fá á öllum aðildarhótel- um og helstu ferðaskrifstofum. íslensku hótelin eru: HótelLind, Reykjavík Hótel Borgarnes, Borgarnesi tíótel Stykkishólmur, Stykkish. Hótel ísafjörður, ísafirði Vertshúsið, Hvammstanga tlótel tlú'savík, Húsavík tlótel Reynihlíð, Mývatnssveit tlótel Valaskjálf, Egilsstöðum flótel Bláfell, Breiðdalsvík HótelHöfn, Höfn tiótel Hvolsvöllur, Hvolsvelli ISLENSKU HÖTELIN s. 91-623350 Þegar ritstjórar hinnar nýju út- gáfu á verkum Jónasar Hallgríms- sonar voru að búa erindin Ég veit það eitt til prentunar, báru þeir almúga-tilgátu Helga, enda þótt þeir væru vantrúaðir á hana, undir Ólaf Halldórsson handritafræðing sem manna best hefur rannsakað skriftarlag Jónasar. Vísaði hann lestrartillögunni almúginn á bug. Töldu ritstjórar sig því hafa nokkuð fyrir sér að halda orðinu alaugum í erindinu og sáu ekki ástæðu til þess að víkja frá því sem helst sýn- ist standa í texta kvæðisins. Helgi Hálfdanarson lætur í grein sinni ekki við það sitja að benda á almúgann, heldur tekur hann til við að yrkja fjórðu línu seinna erind- isins upp, les þjóðin kanni í stað þjóðarranni. Línulokin eru að vísu nokkuð torlesin, en sú röksemd hans að þar virðist fremur vera tvö orð en eitt er haldlaus, því samsett orð eins og þjóðarrannur voru iðu- lega rituð í tveimur orðum á 19. öld, þó nú sé annar háttur hafður á. Ekki verður þráttað frekar um þessi atriði hér og má Helgi hafa síðasta orðið um þau, ef honum sýnist svo — sem kæmi mér reynd- ar ekki á óvart. Höfundur er einn afritstjórum Ritverka Jónasar Hallgrímssonar I-JV.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.