Morgunblaðið - 05.08.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.08.1989, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1989 n í tilefni málræktarátaks Undan skilningstrjenu Egill Egilsson Eftir fara vangaveltur áhuga- manns um málnotkun. Einblínt er á þátt fjölmiðla í málþróun íslenskunnar. Til að gera stutt mál úr löngu skal því lýst yfir, að málfar þjóðarinnar sé að breyt- ast ört þessi árin. Slíkt þarf ekki að vera óæskilegt. En lítum rétt á hvað er að gerast og á þátt fjöl- miðla í þeirri þróun. í fjölmiðlunum vinnur marg- menn stétt blaða- og frétta- manna, sem er meiri ábyrgð á höndum en öðrum. Málfar þeirra hefur þjóðin fyrir augum og eyr- um daglangt og daglega. Aðeins lítill hluti æðstu stjórnmálamanna nálgast að móta málfar þjóðarinn- ar í líkum mæli. Ætla mætti að þessir hópar geri sér far um að vanda málfar sitt, þar sem beiting málsins er hluti starfs þeirra, og málfar þeirra mótar málfar annarra. Hvernig tekst þá til? Sé leitað svars, verður ekki hjá komist að búa sér til matsgrundvöll. Hvað er fallegt mál í fyölmiðli? Hvað er „rétt“ mál? í persónulegri grein er vitaskuld byggt á persónulegu mati höfundar. Það er e.t.v. ekki alltaf hægt að skýra út. En vissra skýringa má leita í aldri og upp- runa höfundar. Víkjum þá að niðurstöðum matsins: Hún er dálítið neikvæð að mörgu leyti. Kjarni greinar- kornsins er ábending til fjölmiðla um að betur megi ef duga skal. Ekki er ætlunin að halda reiðilest- ur. M.a. er mér ljóst að viljinn til að gera vel er allstaðar fyrir hendi, og margt er gert vel. Sumu hefur farið fram undanfarin ár, svo sem málfari nokkurra dag- blaða. Átök sem kunna að hafa verið gerð til umbóta hafa borið árangur. Ekki er hægt að segja hið sama um þær útvarpsstöðvar sem kenndar eru við síbylju. Þar er málfar oft á tíðum hörmulegt. Hvað er þá að? Þetta álit er ekki reist á vísinda- legri könnun, heldur á tilfinningu. Hins vegar getur tifínning leið- beint rökhyggjunni. Því verður að eigna henni ákveðið gildi. Það sem er að gerast tel ég skylt því sem ég nefndi að framan: Fjölmiðla- menn ætla sér að gera vel. Hins vegar standast þeir ekki kröfum- ar sem þeir sjálfír og aðrir gera. Það sem þeir telja rétt mál, fal- legt mál, ritmál eða sígilda íslensku kunna þeir ekki nógu vel. Þeir uxu upp í öðm umhverfi en því þar sem sígild íslenska mótaðist. Orðatiltæki og líkingar hennar skilja þeir því ekki, og fara rangt með: Út kemur röng notkun eða mglingur orðasam- banda, svo sem „að leggja gjörva hönd á plóginn," eða „tefla á tæpasta vað,“ gott ef ekki „að hafa vaðið fyrir neðan nefið,“ eða „reiða baggamuninn“. Því fyrna þeir mál sitt sem lætur það ekki? Þarf að finna sökudólg? Hvern er þá við að sakast? Er það skóla- kerfið? Er búið að kenna manna- greyjunum svo kyrfilega að málið sem þeir ólust upp við sé rangt, að þeir þurfí að leita til annars konar málfars, sem þeir ráða ekki alveg við? Því þessi óeðlilegheit og tilgerð, svo að allt sem minnir á talmál er talið vont mál? Af hveiju er t.d. notkun tíða allt í einu orðin önnur en hún hefur verið í íslensku talmáli? Framtíð, sem var ekki til nema í hátíðlegu máli eða ritmáli veður uppi í fjöl- miðlum. Dæmi: Ef fræðingur á að skila áliti eftir tvo mánuði heit- ir það í ijölmiðlum að' hann muni skila áliti eftir tvo mánuði. í íslensku talmáli, sem mér fínnst eiga við í fréttum, er framtíð ekki til. í munni þjóðarinnar hefur þetta heitið að hann skili áliti eftir tvo mánuði. Enn mun vera stormur á VestQarðamiðum, sagði í verðurspá Verðurstofunn- ar. Á réttri í íslensku er þetta til- gáta um að stormur sé á Vest- fjarðamiðum sem stendur. Veður- stofan var að spá um veður, og mun hafa ætlað sér að sagt yrði: Enn verður stormur á Vestfjarða- miðum. Gamla íslenska nútíðin um að vera að einhverju um verknað sem stendur yfir er horf- in úr fjölmiðlum. Á meðan fræð- ingurinn er að vinna að rann- sókninni, segja íjölmiðlar: Fræð- ingurinn vinnur að rannsókninni. Þessi notkun nútíðar ljær málinu gjamari erlendan blæ. Um hvað er að ræða? Hvað hef ég á móti svona málfari? Ekkert misbýður eins máltilfínningu minni og ef óeðlilegt uppskrúfað mál er notað í stað eðlilegs, þar sem það á við. Þar kemur til mín eigin máltilfínning, sem ég gat ekki skýrt út að öllu leyti, en stutt með að margir em samdóma mér. Þó hef ég ekki heyrt mál- fræðinga taka þetta fyrir í fjöl- miðlum. Enn eitt dæmi af sama toga: „Ég veit ekki hvort hann sé kom- inn.“!!! Þetta heyrði ég þekktan yfir- skólamann segja fyrir skömmu!!! (sic!). Orðið „hratt“ útrýmdi um skeið hinu sígilda orði „hart,“ ákveðinn- ar merkingar. „Hve,“ eða „nversu," hefur útrýmt orðinu „hvað,“ sömu merkingar, sem er þó ekki ómerkilegra en svo að sr. Bjöm Halldórsson og Þorsteinn Erlingsson notuðu það í bundnu máli og óbundnu. Lesendur! Ef þið velkist í vafa um hvað ég á við, kveikið þá á afruglaranum ykkar, og hlustið á barnaefni Stöðvar 2 einn laugardagsmorg- un. Hvaða mál á að vera eðlilegra en sé barnaefni annars vegar? Mér er sagt að íslenskufræðingar hafi yfirumsjón með þýðingum alls efnis þeirrar stöðvar. Halda þeir líka að málið sé því betra þeim mun ólíkara sem það er tal- máli? Dæmin eru auðvitað aðeins tek- in til að skýra það sem ég á við. Þau skýra þá tilhneigingu sem er fyrir hendi í íslenskum fjölmiðlum. Oörugg málkennd fjölmiðlamanna verður til að þeir telja allt því réttara þeim mun ólíkara sem það er talmáli þjóðarinnar. Venjulega er þessu öfugt varið. Hvað fær ykkur til að halda að hin ofnotaða orðmynd „varðandi," sem ég vil gera að tákni þessarar málstefnu, eigi betur við en gamla góða hóg- væra forsetningin „um,“ sem má alltaf setja í staðinn? Fréttamenn! Fréttastjórar! Þið sem berið ábyrgð á þessu. Hvern- ig væri að hlusta eftir því talmáli þjóðarinnar, sem þið eruð ekki enn búnir að brengla, og nota það ásamt upprunalegri málkennd sjálfra ykkar, í stað þess að láta fara frá ykkur þennan negling? Hlustið á málfar frétta á sjötta áratugnum, áður en þessi upp- dráttarsýki kom upp. Fyrir ári (takið eftir að ég skrifa ekki „fyrir ári síðan“) ritaði ég grein um svipað efni í sama greinaflokki. Hún hét: „Hættu- ástand skapast varðandi vaxandi fyölda aðila í hryðjuverkasamtök- um.“ Þið hafíð ekki látið segjast. Hvemig væri að pijóna við, og segja: „Ég veit ekki hvort hættu- ástand hafi skapast eða muni skapast varðandi vaxandi fyölda aðila í hryðjuverkasamtökum eða ekki?“ C-riðill. Árni Már Björnsson — Jóhann Stefánsson 131 Ólafur Ingimundarson — Sverrir Jónsson 122 Helgi Jónsson — Sigurður B. Þorsteinsson 119 Dröfn Guðmundsdóttir — Ásgeir P. Ásbjömsson 119 Hjálmtýr Baldursson — Steingrímur G. Pétursson 113 Og eftir 26 spilakvöld í Sumarbrids, er Brids Arnór Ragnarsson Sumarbrids pör mættu til leiks í Sumarbrids sL fimmtudag. *Spilað var í 3 riðlum. Úrslit urðu (efstu pör): A-riðill. Ragnar Björnsson — Þórarinn Árnason 249 Dúa Ólafsdóttir — Sæbjörg Jónasdóttir - 234 Lárus Hermannsson — Óskar Karlsson 232 Aldís Schram — Júlíana Isebarn 230 Guðlaugur Sveinsson — Magnús Sverrisson 228 Guðrún Jóhannesdóttir — Jón Hersir Elíasson 220 B-riðill. ■ Anton R. Gunnarsson — Jakob Kristinsson 199 Hjálmar S. Pálsson — Sveinn Þorvaldsson 189 Hermann Lárusson — Matthías Þorvaldsson 174 Steinunn Snorradóttir — Þorgerðu r Þórarinsdóttir 168 Anna María Dahlberg — , Ingvar Dahlberg 165 Sigfús Þórðarson — Þórður Sigurðsson 163 Þýsk-íslenska styrkir Sjálfsbjörg SJÁLFSBJÖRG, landssamband fyrirtæki þess styrlga Sjálfsbjörg fatlaðra og Þýsk-íslenska ásamt með milljónum króna. dótturfyrirtæki þess hafa undir- Styrktarsamningur þessi gildir ritað sérstakan styrktarsamning til ársloka 1994 og kveður einnig þar sem Þýsk-íslenska og dóttur- á um sérstaka aðstoð Þýsk-íslenska staða efstu spilara þessi: Þórður Björnsson 321, Murat Serdar 302, Anton R. Gunnars- son 238, Óskar Karlsson 235, Lárus Her- mannsson 235, Jakob Kristinsson 197, Gylfi Baldursson 169, Sigurður B. Þorsteinsson 154, Hjördís Eyþórsdóttir 151, Lovísa Ey- þórsdóttir 150, Gunnar Bragi Kjártansson 143 og Guðlaugur Sveinsson 143. Alls hafa nú 252 spilarar hlotið stig þessi 26 spifakvöld, þar af 54 konur. Af þessum 252 spilurum eru um 20 búsettir utan höfuð- borgarsvæðisins. Meðalþátttaka er um 45 pör á kvöldi eða 180 manns á viku. Tafl- og brids- klúbburinn (TBK) Aðalfundur TBK verður haldinn miðvikudaginn 9. ágúst nk. kl. 20 í húsi Meistarasambands bygging- armanna Skipholti 70. Venjuleg aðalfundastörf. og dótturfyrirtæki þess í baráttunni fyrir framgangi málefna fatlaðra. í samningnum er meðal annars ákvæði um að ferðaskrifstofan Út- sýn muni skipuleggja að minnsta kosti eina sumarleyfisferð á hveiju ári er henti fötluðum. í frétt frá Sjálfsbjörg segir, að landssamband- ið teiji að með samningi þessum hafi verið stigið nýtt skref í barátt- unni fyrir jafnrétti fatlaðra. Undir samninginn skrifuðu fyrir hönd Þýsk-íslenska, Ómar Krist- jánsson en fyrir hönd Sjálfsbjargar, iandssambands fatlaðra, Jóhann Pétur Sveinsson. Einnig voru við- staddir af hálfu Sjálfsbjargar, Guðríður Ólafsdóttir, Trausti Sigur- laugsson, Ólöf Ríkharðsdóttir, Elín Ólafsdóttir og Ólafur Garðarsson. Af hálfu Þýsk-íslenska voru við- staddir Ómar Kristjánsson, Ingi Karl Ingason, Guðmundur Þor- steinsson, og Magnús Jónatansson. Jk jHtðöur morgun ÁRBÆJAR- OG GRAFARVOGS- SÓKN: Guðsþjónusta í Árbæjar- kirkju kl. 11 árdegis. Prestur sr. Ólafur Jens Sigurðsson. Organ- leikari Jón Mýrdal. Sóknarprest- ur. ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Jón Dalbú Hróbjarts- son. Sóknarprestur. BÚSTAÐAKIRKJA: Helgistund kl. 11 í umsjá leikmanna. Sr. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn Hunger Friðriksson. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. VIÐEYJARKIRKJA: Messa kl. 14. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn Hunger Friðriksson. Sérstök bótsferð verður með kirkjugesti kl. 13.30. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 10. Organleikari Kjartan Ólafsson. Sr. Magnús Björnsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta fellur niður. Sóknar- prestur. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Jón Þórar- insson. Fyrirbænir eftir messu. Sr. Gylfi Jónsson. Guðspjall dagsins: Lúk. 18.: Farfseinn og tollheimtumaðurinn. HALLGRÍMSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Altarisganga. Sænsk- ur kór, Hallands Kammerkör, syngur í messunni. Sr. Karl Sigur- björnsson. Þriðjudagur: Fyrir- bænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Guðsþjón- usta kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Kvöld- bænir og fyrirbænir eru í kirkj- unni á miðvikudögum kl. 18. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11 árdegis. Sr. Árni Páls- son. LAUGARNESKIRKJA: Laugar- dagur: Guðsþjónusta í Hátúhi 10B, 9. hæð, kl. 11. Sunnudag- ur: Vegna viðgerðar á kirkjunni messar Jón Dalbú Hróbjartsson í Áskirkju næstu sunnudaga kl. 11. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Miðvikudagur: Fyrir- bænaguðsþjónusta kl. 18.20. Sr. Ólafur Jóhannsson. SELJAKIRKJA: Guðsþjónustur falla niður í ágústmánuði vegna sumarleyfa starfsfólks. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Sighvat- ur Jónasson. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Ungt fólk sýnir leikræna tjáningu. Þorvald- ur Halldórsson syngur. Guðný Hallgrímsdóttir guðfræðinemi prédikar. VÍÐISTAÐASÓKN: Guðsþjón- usta á Hrafnistu kl. 11. Sr. Bragi Friðriksson messar. Sr. Sigurður Helgi Guðmundsson. DÓMKIRKJA Krists Konungs, Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Messan stundum lesin á ensku. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14. Rúmhelga daga er lág- messa kl. 18 nema á laugardög- um þá kl. 14. Á laugardögum er ensk messa kl. 20. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Há- messa kl. 11. Rúmhelga daga lágmessa kl. 18. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Hámessa kl. 10. KAPELLAN St. Jósefsspftala, Hafnarfirði: Hámessa kl. 10.30. Rúmhelga daga lágmessa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. KEFLAVÍKURKIRKJA: Messa kl. 11. Kórar Njarðvíkursókna syngja. Organisti Gróa Hreins- dóttir. Sr. Þorvaldur Karl Helga- son. KAPELLAN Keflavík, Hafnar- götu 71: Messa kl. 16 á sunnu- dögum. STRANDARKIRKJA: Messa kl. 14. Sr. Tómas Guðmundsson. SKÁLHOLTSKIRKJA: Tónleikar í kirkjunni í dag, laugardag, kl. 15 og kl. 17. Tónleikar á sunnudag kl. 15 og messa kl. 17. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar. Organisti Hilmar Örn Agnarsson. Nk. mánudag, 7. ágúst, verða tónleikar í kirkjunni kl. 15. Sókn- arprestur. ÞINGVALLAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Organisti Einar Sig- urðsson. Sóknarprestur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.