Morgunblaðið - 05.08.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.08.1989, Blaðsíða 33
MÖiÍGUNBLAÐIÐ LAÚGAUDAGUR 5' AGÚST lð89 33 TILKYNNINGAR Launaskrifstofa ríkisins nýtt símanúmer Launaskrifstofa ríkisins fær nýtt símanúmer: 609300 frá og með þriðjudeginum 8. ágúst nk. Lokað vegna sumarleyfa Opnum aftur 14. ágúst. Gleraugnaverslun Benedikts, Hamraborg 7, Kópavogi. Orðsending til mjólkurframleiðenda Framleiðnisjóður landbúnaðarins hefur náð markmiðum búvörusamnings frá 21. sept- ember 1986 um kaup eða leigu á fullvirðis- rétti til mjólkurframleiðslu, og er þeim hér með hætt. Framleiðnisjóður landbúnaðarins. Mosfellsbær Áskorun til greiðenda fasteignagjalda Fasteignagjöld í Mosfellsbæ 1989 eru nú öll gjaldfallin. Gjaldendur sem ekki hafa gert full skil innan 30 daga frá birtingu áskorunar þessarar, mega búast við að óskað verði nauðungaruppoðs á eignum þeirra sbr. lög nr. 49/1951 um sölu lögveða án undangeng- ins lögtaks. Mosfellsbær 3. ágúst 1989. Gjaldheimtan í Mosfellsbæ. FUNDIR - MANNFAGNAÐUR Ættarmót Ættarmót niðja Einars Halldórssonar frá Tungu í Stíflu í Fljótum verður haldið í Braut- arholti á Skeiðum helgina 12.-13. ágúst nk. Upplýsingar í síma 83248. TILBOÐ - ÚTBOÐ Stafholtstungur Stafholtstungnahreppur óskar hér með eftir tilboðum í byggingu einbýlishúss úr timbri að Grenihlíð 5, Varmalandi. Stærð 130 fm. Utboðsgögn verða afhent á skrifstofu Sam- taka sveitarfélaga, Borgarbraut 61, Borgar- nesi og verk- og kerfisfræðistofunni Spor, Oðinsgötu 7, Reykjavík þriðjudaginn 8. ágúst 1989 gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sömu stöðum föstu- daginn 18. ágúst kl. 16.00. Oddviti Stafholtstungnahrepps. SJÁLPSTÆÐISFLOKKURINN FÉLAGSSTARF Fjölskylduhátíð í Viðey Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík efna til fjöldkylduhátíðar í Viðey laugar- daginn 19. ágúst nk. kl. 12.00-18.00 Grillað verður á staðnum, farið í skoðunarferð um eyna og sagt frá uppgreftri fornminja. Davíð Oddsson, borgarstjóri, flytur ávarp, hljóm- sveit spilar og leikir verða fyrir yngri kynslóðina. Hátíðinni lýkur með varðeldi og fjöldasöng sem Geir Haarde, alþingismaður, stjórnar. Ferðir verða út í Viðey frá kl. 12.00. Aðgangseyrir verður eingöngu almenna gjaldið fyrir bátsferð út í eyna. Nánar auglýst síðar. Sjálfstæðisfélögin i Reykjavik. 30. þing SUS - Til þingfulltrúa 30. þing SUS verður haldið dagana 18.-20. ágúst nk. á Sauðárkróki undir yfirskriftinni „Aftur til framtiðar“. Dagskrá þingsins verður sem hér segir: Föstudagur 18. ágúst: Kl. 15.00 Skráning hefst. Kl. 17.00 þingsetning, ávörp. Kl. 18.30-20.00 Nefndastörf. Kl. 21.00 Útreiðartúr og kvöldvaka. Laugardagur 19. ágúst: Kl. 10.00 Nefndastörf. Kl. 12.30 Hádegisverðarhlé. Kl. 13.30 Nefndastörf. Kl. 14.30 Skýrsla stjórnar, afgreiðsla reikninga, lagabreytingar. Kl. 15.30-19.00 Almennar umræður, afgreiðsla ályktana. Kl. 20.00 Hátíðarkvöldverður á Bifröst. Ræðumaður kvöldsins: Pálmi Jónsson, alþingismaður. Sunnudagur 20. ágúst: Kl. 10.30 Knattspyrna. Kl. 12.00 Hádegisverður. Kl. 13.00 Af greiðsla ályktana. Kl. 15.00 Kosning formanns og stjórnar. Kl. 17.00 Þingslit. Skráning fer fram á Hótel Áningu. Þingstörf fara fram i Bifröst. Þinggjald er kr. 2000,-. Verð á gistingu miðast við tvær nætur með morgunverði annað hvort með hátíðarkvöldverði eingöngu eða fullu fæði á Hótel Áningu: Á mann i tveggja manna herbergi + hátiðarkvöldverður kr. 5150,-. Á mann í tveggja manna herbergi + fullt fæði kr. 7460,-. Svefnpokapláss á Hótel Áningu + hátiðarkvöldverður kr. 3550,-. Svefnpokapláss á Hótel Áningu + fullt fæði kr. 5860,-. Svefnpokapláss í skóla + hátíðarkvöldverður kr. 3350,- Svefnpokapláss í skóla + fullt fæði kr, 5660,-. Ef þörf krefur verður einnig gist í Varmahlið og er verðið svipað og á Hótel Áningu. Gistingu verður að panta gegnum skrifstofu SUS, sími 82900. Gistinguna verður að panta fyrir 11. ágúst til þess að tryggja sér pláss, en mönnum er bent á að panta sem fyrst, vilji þeir tryggja sér gistingu á sérstökum stað. Flugleiðir veita 20% afslátt af flugi. Ódýrar rútuferðir verða frá Reykjavík og kostar farið fram og til baka kr. 2000,-. Farið verður frá Valhöll, Háaleitisbraut 1, föstudaginn 18. ágúst kl. 10.00 og frá Sauðárkróki sunnudaginn 20. ágúst kl. 18.00. Sætapantanir á skrifstofu SUS. Munið að panta gistingu og ferðir fyrir 11. ágúst. SUS. TILKYNNINGAR Hjálpræðisherinn Hjálpræðissamkoma annað kvöld kl. 20.30. Flokksforingjarn- ir stjórna og tala. Allir velkomnir. ÝMISLEGT 1 liii |i íwi Skyggnislýsingarfundur Dj 5_j |ti Þórhallur Guðmundsson, miðill, heldur skyggnislýsingarfund í veitingasalnum Skútunni, Dals- hrauni 15, Hafnarfirði, miðviku- daginn 9. ágúst kl. 20.30. Miðar seldir við innganginn. Wélagslíf Bænastund vepfiur í Grensáskirkju í dag, laugardag, kl. 10.00. Allir velkomnir. Uii YWAM - ísland Munið Seltjarnarneskirkju kl. 20.30 i kvöld og næstu kvöld. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Samkomur helgarinnar falla nið- ur vegna sumarmóts hvíta- sunnumanna i Kirkjulækjarkoti, Fljótshlíð. Krossinn Auðbrekku 2,200 Kópavogur Við verðum á móti í Varmalandi í Borgarfirði yfir helgina. Góða helgi! 4^ VEGURINN V Kristið samfélag Þarabakki 3 Samkoma fellur niður sunnudag. Sumarmót Vegarins verður haldið í Bændaskólanum á Hvanneyri 5. til 7. ágúst. Stundir verða laugardags- og sunnudagskvöld. Þú ert velkominn i heimsókn. Trúin á Jesúm veitir þér sannan fögnuð. Vegurinn. Dagskrá Samhjálpar um Verslunarmannahelgina fyrir þá sem ekki fara f ferðalag. Laugardagur 5. ágúst: Opið hús í Þríbúðum kl. 14.00-17.00. Heitt kaffi á könnunni. Norma Samúelsdóttir les úr bók sinni, einsöng syngur Gunnbjörg Óla- dóttir. Kl. 15.30 tökum við lagið og syngjum saman kóra. Lítið inn og takiö með ykkur gesti. Allir velkomnir. Sunnudagur 4. ágúst Almenn samkoma i Þríbúðum kl. 16.00. Fjölbreyttur almennur söngur, barnagæsla. Gunnbjörg Óla- dóttir syngur einsöng, ræðu- maður er Oli Águstsson. Allir eru velkomnir i Þribúðir, Hverfisgötu 42. Samhjálp. KFUM V KFUM&KFUK 1899^69 90 ár fyrir tcsku Islands Verslunarmannahelgin Engin samkoma á Amt- mannsstig. „Sæludagar" í Vatnaskógi þessa helgi, i tilefni af 60 ára afmæli Skógarmannaflokksins. Félags- fólk og aðrir velunnarar Vatna- skógar eru hvattir til að skreppa i Skóginn þessa helgi. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Sumarleyfisferðir Ferðafélagsins: 9.-13. ágúst: Eldgjá - Strúts- laug - Álftavatn. Gönguferð með viðleguútbúnað. Ekið i Eldgjá og gengið þaðan um Álftavatnskrók, Strútslaug að Álftavatni. Fararstjóri: Páll Ólafsson. 9.-13. ágúst: Landmannalaug- ar - Þórsmörk. Gengið á fjórum dögum frá Landmannalaugum til Þórs- merkur. Gist i sæluhúsum FÍ á leiðinni. Fararstjóri: Árni Geir Snæþórsson. 11.-16. ágúst: Landmanna- laugar - Þórsmörk. Fararstjóri: Árni Sigurðsson. 16. -20. ágúst: Þórsmörk - Landmannalaugar. Fararstjóri: Leifur Þorsteinsson. 17. -20. ágúst: Núpsstaðar- skógur. Gist í tjöldum. Gönguferðir um stórbrotið landslag. Fararstjóri: Hilmar Þór Sigurðsson. 18.-23. ágúst: Landmanna- laugar - Þórsmörk. Fararstjóri: Þráinn Þórisson. 23.-27. ágúst: Landmanna- laugar - Þórsmörk. Fararstjóri: Dagbjört Óskars- dóttir. 25.-30. ágúst: Landmanna- laugar - Þórsmörk. Fararstjóri: Jóhannes I. Jónsson. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu Feröafélagsins, Öldu- götu 3. Ferðafélag íslands. iBJj Útivist Dagsferðir um verslun- armannahelgina: Sunnudagur 6. ágúst Kl. 8.00 Þórsmörk - Goðaland. Stansað 3-4 klst. i Mörkinni. Verð 1.500,- kr. Kl. 13.00 Ketilsstígur - Krísuvik. Gengið yfir Sveifluháls um þessa gömlu þjóðleið að hverasvæðinu i Seltúni. Verð 1000,- kr. Mánudagur 7. ágúst Kl. 8.00 Þórsmörk - Goðaland. Verð 1500,- kr. Kl. 13.00 Kaupstaðarferð að Maríuhöfn. Létt ganga í tilefni verslunarmannafrídagsins. Gengið um Laxárvoginn að rústum kaupstaðar frá 14. öld. Miðvikudagur 9. ágúst Kl. 8.00 Þórsmörk. Sumarleyfi i Básum er ódýrasta sumarleyfið Dvalartími að eigin vali. Tilboös- verð. Ennfremur dagsferð. Kl. 20.00 Landnámsgangan - Langitangi - Víðines. Létt ganga með Leirvogi. Hluti af landnáms- göngu sem féll niður í vetur vegna veðurs. Verð 600,- kr. Fritt fyrir börn m/fullorðnum. Brottför í ferðirnar frá BSÍ, vestanverðu (bensínsölu). Útivist, ferðafélag. [Blj Útivist Helgin 11.-13. ágúst Fjölskylduhelgi í Þórsmörk 1. Góð dagskrá fyrir alla fjöl- skylduna. Ratleikur, leikir, pylsu- grill, gönguferðir og kvöldvaka. Unglingadeild Útivistar sér um dagskrána i samvinnu við farar- stjóra og skálaverði. Sérstakt afsláttarfargjald: Kr. 4.200,- f. utanfélaga og kr. 3.800,- f. fé- laga. Frítt f. börn 9 ára og yngri og háift gjald f. 10-15 ára m. foreldrum sinum. Árleg ferð sem þið ættuð ekki að sleppa. 2. Fimmvörðuháls Gengið frá Skógum í Bása á laugardeginum, 8-9 klst. ganga. Gisting í Útivistarskálunum Básum. Einnig góð tjaldstæði. Afsláttarverð. Uppl. og farm. á skrifst. Grófinni 1, (Vesturgötu 4), símar: 14606 og 23732. Pantiö timanlega. ®FERDAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Dags- og kvöldferðir Ferðafélagsins: Sunnudagur 6. ágúst kl. 13.00: Sandfell/Hagavfk. Ekið i Ölfusvatnsvik, gengið upp með Öifusvatnsá að Löngugróf og þaðan á Sandfell (404 m). Komið niður í Hagavík. Verð kr. 1000,-. Mánudagur 7. ágúst kl. 13.00: Reykjadalir - Klambragil - Hveragerði. Gengið af Kambabrún að Klambragili og þaðan um Reykjadali í átt að Hveragerði. Verð kr. 1000,-. Kl. 8.00 - Þórsmörk/dagsferð. Dvalið rúmlega 3 klst. i Þórs- mörk. Farnar gönguferðir. Verð kr. 2000,-. Miðvikudagur 9. ágúst: Kl. 8.00 - Þórsmörk/dagsferð. Sumarleyfistilboð fyrir dvalar- gesti gildir út ágúst. Kl. 20.00 - Bláfjallahellar. Verð kr. 600,-. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. Farmiðar viö bil. Fritt fyrir börn i fylgd fullorðinna. Ferðafélag (slands. ®FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Helgarferðir 11.-13. ágúst: Fjallabaksleið nyrðri og syðri. Ekið fyrst til Landmannalauga og um Fjallabaksveg nyrðri siðan um Mælifellssand að Álftavatni og Fjallabaksleið syðri til Reykjavíkur. Gist í Sæluhúsum F.l. Þórsmörk. Gist i Skagfjörðs- skála/Langadal. Landmannaiaugar. Gist i sælu- húsi F.l. í Laugum. Brottför í ferðirnar er kl. 20.00 föstudag. Farmiðar á skrifstofu F.í. Ferðafélag íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.