Morgunblaðið - 05.08.1989, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.08.1989, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1989 Minning: Guðmundur Illuga- son skipstjóri Fæddur 30. júní 1940 Dáinn 30. júlí 1989 Mágur minn, Guðmundur Illuga- son, lést á sjúkrahúsinu á Norðfirði sl. sunnudag 30. júlí. Andlát hans bar að með skjótum og óvæntum hætti. Að morgni hafði hann geng- ið glaður og reifur til verka með vini sínum, Þorsteini Sveinssyni, fyrrverandi kaupfélagsstjóra, á góðum og björtum austfirskum degi sem honum entist ekki ævi til að sjá halia og verða að fagurri nótt. Að ganga til verka sinna reifur með óbilandi trú á gildi vinnunnar og athafnanna var eitt af því sem einkenndi Guðmund, mág minn. Vinnusemi og elja var honum í blóð borin ásamt þeirri ósérhlífni sem einkennir og einkennt hefur þá menn sem með athöfnum sínum og starfi í íslenskum sjávarútvegi hafa lagt grundvöllinn að þeirri velferð sem þjóðfélag okkar byggir á. Þótt ég viti að Muggur, eins og við köll- um hann, væri ekki gjarn til að Hann Raggi vinur okkar er dá- inn. Það er svo ótrúlegt að við skul- um aldrei fá að sjá hann framar. Kynni okkar hófust þegar við vorum við nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð og hafa haldist síðan. Það var ungt og fjörugt fólk sem hópaði sig þar saman. Margt kemur upp í huga okkar er við minnumst þessa góða og skemmtilega tíma, ung og áhyggju- laus. Á milli okkar Ragga mynduðust sterk vinatengsl sem við vissum að áttu eftir að vara að eilífu. Það var sama hvað kom upp, alltaf gátum við rætt málin og leyst þau í samein- ingu. Raggi var góður vinur sem gott var að tala við og hægt var að treysta. Hann bar það svo sannar- lega með sér hvaða mann hann hafði að geyma. Hann mátti ekki til þess vita að eitthvað væri að hjá okkur vinunum og reyndi þá að bæta úr því. Það tókst honum alltaf. Eftir að skólanum lauk skildu leiðir og alvara lífsins tók við, en hugurinn leitaði ávallt til gömlu vinanna. Þeir eiga sinn stað í hjarta okkar um alla ævi. Raggi okkar var mjög hug- myndaríkur og hafði fjölmörg áhugamál. Eitt þeirra var að fljúga. Hann reyndi að lýsa fyrir okkur þeirri tilfinningu sem greip hann er hann sveif einn um loftin og við báðum hann um að gera það fyrir okkur að fara varlega í þessum ferðum sínum. Hann bara brosti því ekki var langt í ævintýramann- inn. Þessi hörmulegi atburður kom sem reiðarslag yfir okkur. Við sem eftir lifum stöndum máttvana og íhugum ósjálfrátt hver tilgangur lífsins er í raun og veru. Djúpt skarð er hoggið í vinahóp- inn sem aldrei verður bætt. Söknuð- urinn er svo mikill að honum verður ekki með orðum lýst. Við kveðjum elsku Ragga, okkar besta vin, í hinsta sinni og þökkum honum fyrir að hafa fengið að njóta vináttu hans. Megi góður guð styðja fjölskyldu hans, ættingja og vini á þessari sorgarstundu. Blessuð sé minning hans. Guðrún Kristin Erlingsdóttir, Valgerður M. Backman. Með þessum fátæklegu orðum viljum við minnast besta. félaga okkar, Ragnars Ágústs Sigurðsson- ar. Leiðir okkar lágu saman haust- ið 1988 þegar takast átti við nám nota skáldlegar líkingar, þá þykist ég samt vita að hann gæti hafa tekið undir með skáldinu, sem sagði: „Á vorri storð eitt verk er meira en þúsund orð.“ Þó má ekki svo skiljast að Muggur hafi ekki gert sér ljóst gildi orðanna eða mik- ilvægi skáldlegrar iðju. Fáa menn hef ég hitt og umgengist sem með jafn fáum og meitluðum orðum gátu hitt naglann á höfuðið eða vakið kátínu og hlátur með meitluð- um athugasemdum. Hann var fynd- inn! Ég tel að þessir eiginleikar hafi gert hann með öðrum að góðum skipstjóra, góðum stjórnanda. Mann sem fær aðra til að fylgja sér og treysta. Það ætla ég að þeir menn í skipshöfn hans á Gissuri hvíta hafi reynt og sannað vorið 1971, þegar hann og þeir björguðu skip- brotsmönnum sem varð í Horna- fjarðarósi. Fyrir þetta afrek hlutu mágur minn og skipshöfn hans af- reksbikar sjómannadagsins. Mugg- ur, mágur minn, var ekki margorð- sem undirbjó okkur fyrir óskastarf- ið. Strax tókust á milli okkar fjög- urra sterk vináttubönd sem héldust allt til síðasta dags. Er við kvödd- umst með orðunum: „Talaðu við mig í kvöld,“ stukkum síðan hvor upp í sína vélina og flugum af stað, gátum við sem eftir sitjum ekki ímyndað okkur að eitt okkar ætti ekki afturkvæmt. Vegir Guðs eru órannsakanlegir. Ragnar hefði orðið 23ja ára gamall í þessum mánuði og því svo sannar- lega margt sem við áttum ógert saman. Núna getum við einungis reynt að sætta okkur við að Ragnar sé farinn. Það sem kemur til hjálp- ar í biturleikanum eru þær góðu stundir sem við áttum saman, flug- ferðirnar um landið okkar fagra, hlátrasköll í tíma og ótíma yfir námsbókunum. Svo margt kemur upp í huga manns þegar vinatengsl eru rifjuð upp. Þegar við lítum um öxl yfir það stutta tímabil sem við þekktumst svo vel, sjáum við hve góður dreng- ur Ragnar var. Hann var alltaf tii- búinn til að hjálpa, traustur, dug- legur og svo sannarlega var hann vinur vina sinna. Það er söknuður í hjörtum okkar og tómarúm sem erfitt verður að uppfylla. Við trúum því að Ragnari sé ætlað annað verð- ugra verkefni á betri stað og að þar líði honum vel. Foreldrum Ragnars sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur, og elsku Stína megi Guð styrkja þig og styðja á þessum erfiðu tímum sem nú fara í hönd. Minningin lifir um góðan dreng. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Gurrý, Eiki, Nonni Föstudaginn 28. júlí sl. kvaddi ég Ragnar starfsfélaga minn ásamt fleirum og hélt upp til heiða i veiði- skap. Það hvarflaði ekki að mér að þetta væri í síðasta sinn sem við Ragnar sæjumst. Er ég mætti til vinnu á mánudagsmorguninn var mér tilkynnt að Ragnar hefði látist af slysförum. Mig setti hljóðan og samverustundirnar runnu fyrir hug- skotssjónum mér á einu augnabliki. Gat verið að ungur drengur í blóma lífsins, fullur af orku og athafnaþrá hefði verið kallaður burt? Jú, — vegir guðs eru órannsakanlegir. ur um þetta atvik en sannarlega var hann í þessu sem og öðru auðnumaður. Hann var happasæll skipstjóri, sækinn og fiskinn. Faðir hans, Illugi Guðmundsson, skip- stjóri, og ættingjar hans fleiri að vestan voru sjómenn. Skipstjóri varð hann ungur, rétt liðlega tvítug- ur. Skipin, sem hann var með, kann ég ekki að telja utan Gissur hvíta, sem hér áður var nefndur, og það að því viðbættu að fyrir góð orð ættingja sinna tók hann til sjós með sér eitt sumar á því skipi þann sem þetta ritar. Þá sumarmánuði í Norð- Ég minnist þess tíma fyrir rúm- um tveim árum er ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast Ragnari en okkur hafði verið falið að vinna að sameiginlegu verkefni hjá Ósi hf. ásamt Denna kunningja hans. Það var skemmtileg reynsla og kynntist ég þar Ragnari jafnt sem vinnukrafti og persónu. Hann var með duglegri og atorkusamari mönnum sem ég hef unnið með enda gekk samvinna okkar strá- kanna eins og best varð á kosið. Það var góður andi okkar á milli enda var alltaf stutt í húmorinn hjá okkur. Var oft hlegið dátt að fyndn- um tilsvörum og meinlaus stríðni viðhöfð. Þó var alvaran alltaf höfð að leiðarljósi sem og að skila sínu verkefni eins vel og hægt var. Einn atburður er mér minnisstæður en þá gerðist það sem oftar að það sprakk hjá okkur steypumót. Lá fyrir gríðarlegur steypumokstur en áður en nokkuð var sagt var Raggi byrjaður að moka, leit síðan upp og sagði glottandi: „Haldiði að hún hoppi upp í af sjálfum sér eða hvað?“ Svona var Raggi, ósérhlífinn en alltaf stutt í gamanið. Við fráfall vinar verður maður oftast bitur og fyllist reiði yfir órétt- læti heimsins. Én í dag veit ég að mér ber að þakka samfylgdina. Ég kem til með að minnast samveru- stundanna sem ég átti með Ragn- ari með söknuði, en þó með gleði í hjarta og þakklæti yfir að hafa orð- ið þeirra aðnjótandi, því minningin lifir og hennar mun ég njóta. Að lokum vil ég votta foreldrum Ragnars, ættingjum og vinum mína dýpstu samúð. Jónas Th. Lilliendahl Ragnar Ágúst Sigurðsson lést þann 30. júlí, á tuttugasta og þriðja ári. Mig langar til að minnast góðs vinar með nokkrum orðum. Kynni okkar Ragnars hófust í Hagaskólanum, þar sem við lentum saman í bekk. Tókst fljótlega með ursjónum kynntist ég mági mínum á ný og lærði að meta öryggi hans, dugnað og skyldurækni. Þessara eiginleika nutum við Ina, systir hans, og okkar börn auk alls ann- ars sem við eigum honum að þakka. Sjómennskan átti án efa hug Muggs allan, en þar kom að hann setti á fót fiskvinnslu- og útgerðar- fyrirtæki á Djúpavogi, en þar er kona hans, Sigurbjörg Kristins- dóttir, fædd og uppalin. Skipstjórn hélt hann samt fram enn um hríð. Árið 1983 fluttu þau hjón og börn þeirra hingað heim til Hafnarljarð- ar, en hér í bæ ólst hann upp á heimili foreldra sinna, Illuga Guð- mundssonar og Halldóru Andrés- dóttur. Þau hjón létust langt um aldur fram með stuttu bili og kom það því fyrst og fremst í hlut Muggs, enda elstur fjögurra systk- ina þeirra, Inu, Orra og Jóhönnu, að halda fyölskyldunni saman. Auð- vitað fórst það honum vel úr hendi, enda samheldni og samstaða með þeim systkinum. Þau báru til hans fyllsta traust og til hans var leitað þegar á bjátaði í lífsins vanda. Öll treystu þau skynsemd hans, for- sjálni og dómgreind. Sigurbjörg kona hans er einnig ein af þeim sem hafa styrk og kraft til að takast á við vandamálin. Enda hefur hún án efa þurft á því að halda í löngum fyarvistum manns okkur góður vinskapur sem hélst óslitið síðan. Ragnar var hlédrægur við fyrstu viðkynningu, en því nán- ari sem kynnin urðu, því betur komu mannkostir hans í ljós. Þessara kosta nutu vinir hans ríkulega, hlýs viðmóts, trygglyndis og hjálpsemi. Ragnar var prýddur öllum kostum góðs drengs. Stutt var í glaðværð og gamansemi, en fíflaskapur og ólæti voru honum ekki að skapi. Hann var ætíð hreinn og beinn, sýndarmennska og yfirlæti honum fyærri. Þegar lífið var frá honum tekið stóð Ragnar á tímamótum. Hann hafði tekið ákveðna stefnu í lífinu, flugmennska skyldi verða ævistarf- ið og flugið átti hug hans allan. Það er huggun harmi gegn að hann skuli hafa kvatt þennan heim við þá iðju sem hann hafði mesta unun af. Ragnari varð vel úr verki þá stuttu ævi sem honum auðnaðist. Alúð og dugnaður einkenndu verk hans öli og þó líf hans hafi endað þegar það virtist rétt að byija nýtti hann vel þær stundir sem honum voru gefnar. Ég kveð góðan vin með þakklæti og virðingu. Aðstandendum Ragn- ars og ástvinum votta ég mína dýpstu samúð. Sigurður Nordal Það var sorgleg fregn sem starfs- mönnum Óss hf. barst sl. mánu- dagsmorgun. Ragnar hafði látist af slysförum um helgina. Menn uróu utan við sig og skuggi sorgar- innar hvíldi yfir staðnum. Það var eins og menn áttuðu sig ekki, ti-yðu ekki, neituðu að trúa. Það er erfitt að átta sig á því að ungur lífsglað- ur drengur sé hrifinn á brott og komi aldrei aftur. Sagt er að þeir sem guðirnir elska deyi ungir og má það vel vera, en erfitt er að sætta sig við það. Okkur starfs- félögum Ragnars hjá Ósi hf. langar til þess að kveðja Ragnar í hinsta sinn og þakka honum fyrir sam- fylgdina og um leið votta foreldrum hans og ættingjum okkar dýpstu samúð. Starfsmenn Óss hf. Svo óvænt — svo snöggt — var Ragnar Ágúst, góður vinur minn, kallaður á brott úr þessu lífi. Enginn fyrirvari, aðeins eitt augnablik skildi á milli lífs og dauða. Hjartað fylltist sársauka við þessi tíðindi. Af hveiju hann? Ég óskaði þess að mig hefði verið að dreyma þegar ég heyrði að hann hefði farist í flugslysi. Við Raggi, eins og hann var alltaf kallaður, kynntumst fyrst fyrir átta árum, þá bæði unglingar, í Smára- túni í Fljótshlíð en þar dvaldist ég í þijú ár hjá föður hans, Sigurði og Ingu, seinni konu hans, — síðan var ég eitt ár hjá þeim á Torfastöðum í Biskupstungum. Þau Sigurður og RagnarAg. Sigurðs- son — Kveðjuorð _____________________________41 ~ síns. Hún var honum bæði stoð og stytta, og sannur vinur hefur hún reynst okkur á Langeyrarvegi 13. Hér í Hafnarfirði rak Muggur fiskvinnslufyrirtæki suður á Mela- braut og án efa fór hann ekki var- hluta af þeim erfiðleikum sem nú steðja að íslenskum sjávarútvegi. Aldrei varð ég þó var við að hann léti deigan síga eða hygði á upp- gjöf. Enda bjargföst trú hans á möguleika og framtíð sjávarútvegs- ins. Ég held að hann hafi aldrei efast, þrátt fyrir allt, um að „föður- land vort hálft er hafið“. í börnum þeirra hjóna Sigur- bjargar og hans þeim Árnari, Hall- dóru, Elísabetu, Regínu og Guð- björgu endurspeglast trúin á elju- semi, trúmennsku og skyldurækni. Að þeim öllum er mikill harmur kveðinn, en meðal okkar allra lifir minningin um góðan mann, góðan dreng. Okkar er að varðveita þá minningu. Við á Langeyrarveginum, og ekki síst Orri, Styrmir litli, Gunna og Illugi, höfum öll mikils misst. Nú leitar hugur okkar til baka til allra þeirra góðu stunda sem við áttum með Mugg og fjölskyldunni í Háa- hvammi 15. Við vonum og vitum að góðar og bjartar minningar létti þeim öll- um erfiðar stundir. Gunnar Rafii Sigurbjörnsson Inga reyndust mér og öðrum aðkomu- unglingum, sem voru á heimili þeirra, ákaflega vel og má með sanni segja að þau hafi verið okkur sem foreldrar þann tíma sem við vorum hjá þeim. Raggi dvaldist flestar helgar á veturna í Smáratúni og öll sumur. Hann var geðfelldur strákur, góður félagi og trygglyndur. Það vakti at- hygli hvað hann var verklaginn sem unglingur. Hann gerði við bilaða traktora og aðrar vinnuvélar á bæn- um og jafnvel á öðrum bæjum í kring. Við krakkarnir fórum í marga útreið- artúra saman og þar var hann ómiss- andi félagi því að hann var alltaf svo skemmtilegur. Eitt sinn varð ég fyrir vinnuslysi og var lögð inn á sjúkrahús. Ég minn- ist þess alltaf hvað Raggi reyndist mér þá vel, kom oft í heimsókn og færði mér meðal annars blóm og hljómplötu. Alltaf var hann reiðubú- inn til að uppörva mig og hvetja ef honum fannst ég vera eitthvað niður- dregin. En nú er þessi góði vinur horfinn sjónum. Ég veit að allir krakkarnir sem dvöldust í Smáratúni og síðar á Torfastöðum í Biskupstungum minn- ast hans með söknuði og hlýju. Mikil er sorg þeirra Sigga og Ingu, fjöí- skyldunnar allrar og vina. Mann lang- ar að segja svo margt, segja eitthvað sem sefað gæti sorg þeirra, en vant- ar orð og kjark til þess. Maður er svo vanmáttugur og ráðþrota frammi fyrir dauðanum, veit hreinlega ekkert hvernig maður á að haga sér. Ég er þakklát fyrir þær minningar sem ég á um kynni okkar Ragga. Ég trúi því að lífið hafi tilgang þó að erfitt sé að eygja hann um stund- arsakir í mikilli sorg. Ég bið góðan guð að blessa þau Sigga og Ingu, móður Ragnars, systkini hans og aðra ástvini. Guðný Úlla Blómastofa Friöfinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sfmi 31099 Opiö öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.