Morgunblaðið - 05.08.1989, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1989
Rósariddaraspori
— Delphinium ruysii
Bióm vikunnar
Umsjón Ágústa Björnsdóttir
134. þáttur
Riddarasporar eru gamlar garð-
plöntur. Þegar á 17. öld voru komin
fram mismunandi afbrigði en það
var þó ekki fyrr en eftir 1850 sem
kynbætur á þeim hófust fyrir alvöru.
Þær byrjuðu í Frakklandi og Eng-
landi og síðar í Þýskalandi og Hol-
landi. Margir tóku þátt í þessu starfi
og einn sá kunnasti var B. Ruys,
Dedemsvaart í Hollandi.
B. Ruys hafði einsett sér að fá
fram kynblendinga með bleikum bló-
malit sem yrði þá alger nýjung.
Næstum allar villtar tegundir ridd-
araspora eru með blá blóm nema
tvær: Jarlaspori (D. nudicaule) og
D. cardinale frá Kaliforníu og eru
þær báðar með rauð blóm. B. Ruys
Rósa-
riddara-
spori.
réði til sín sérfræðing 1906 en hvern-
ig sem þeir reyndu fóru allar þeirra
tilraunir út um þúfur. Svo liðu árin
og B. Ruys hefur vafalaust fyrir
lögnu verið búinn að gefa upp alla
von um bleikan riddaraspora. En þá
gerðist það furðulega á 3. áratug
þessarar aldar að planta sem vaxið
hafði upp af fræi í stöðinni — alveg
óviðkomandi öllu kynbótastarfi —
fór að blómstra fallegum bleikum
blómum öllum að óvörum. Það var
eiginlega merkilegast að þetta skyldi
gerast hjá B. Ruys en ekki einhvers
staðar annars staðar. Þetta nýja
afbrigði var kallað „Pink Sensation"
og varð strax frægt eins og nærri
má geta.
Rósariddarasporinn — Delph-
inium ruysii — er ekki mjög hár,
60-90 sm með stinna stöngla og
fremur gisna blómklasa. Vegna
þessa vaxtarlags er álitið að hann
Nýtíúr
Móttaka hefst 8. ágúst kl. 13
Fyrst í stað verður tekið á móti einnota öl- og gosdrykkjaumbúðum á
10 móttökustöðum og 44 söfnunarstöðum um allt land. Með haustinu færist
skipulagið í varanlegt horf og móttökustöðum fjölgar um allt land.
Að sjálfsögðu er tekið við beygluðum jafnt sem heilum dósum en við
biðjum ykkur að tæma umbúðirnar vel áður en þeim er skilað.
Með tímanum munu vélar leysa móttökustöðvarnar af hólmi. Rétt er að
táka fram að vélarnar geta ekki tekið við mjög beygluðum dósum sem þarf
þá að skila beint til Endurvinnslunnar.
Þannig er móttökunni háttaé:
Á móttökustöðunum er tekið við umbúðum og skilagjaldið greitt út í
hönd. Til að flýta fyrir afgreiðslu eru menn beðnir að flokka umbúðir þannig
að áldósir séu í einum poka, plastdósir og -flöskur í öðrum og einnota gler-
flöskur í þeim þriðja.
Á söfnunarstöðunum er tekið við umbúðum, þær merktar og fluttar til
Endurvinnslunnar í Reykjavík þar sem þær eru flokkaðar og taldar. Endur-
vinnslan sendir eigendum síðan ávísun fyrir skilagjaldinu í pósti. Þeir sem skila
á söfnunarstað þurfa ekki að flokka umbúðirnar en miðað er við að menn
safni a.m.k. 100 umbúðum í einn poka áður en pokanum er skilað.