Morgunblaðið - 05.08.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.08.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1989 25 Sri Lanka - Indland: Viðræðum um brottför indverska herliðsins lauk án samkomulags Spenna í sambúð ríkjanna þó minni Nýju Delí. Reuter. STJORNUM Indlands og eyríkisins Sri Lanka mistókst í gær að ná samkomulagi um skilyrði fyrir því að Indverjar drægju allt friðar- gæslulið sitt á brott frá Sri Lanka. I síðustu viku fluttu þeir um 600 af 45.000 manna liði sínu yfir til meginlandsins til að fullnægja að einhveiju leyti kröfu forseta Sri Lanka, Ranasinghe Premadasa, sem heimtaði að allt Iiðið yrði á brott. Forsetinn hefur átt í vök að veij- ast vegna uppreisnartilrauna marxískra þjóðernissinna og tamílskra aðskilnaðarsinna sem hvorirtveggja eru andvígir indversku hersveit- unum þótt af ólíkum ástæðum sé. Stjórnarerindrekar sögðu að Ind- verjar héldu fast við þá kröfu sína að þjóðarbroti tarníla á norð-austur- hluta Sri Lanka yrði tryggt aukið sjálfræði og jafnframt að ofbeldis- fullum tamílasamtökum, Tígrunum, yrði haldið í skefjum. Indveijartóku að sér friðargæslu í Tamílahéruðun- um fyrir tveim árum og hafa síðan átt í blóðugum bardögum við Tígrana en óttast er að hófsamari Tamílar flýi unnvörpum til Suður- Indlands ef Tígrarnir hrifsa til sín völdin í héruðunum eftir brottför indversku hersveitanna. í Suður- Indlandi búa tugmilljónir Tamíla og þar sem þingkosningar verðá í Ind- landi á næsta ári reynir stjórnin að Finim falla í S-Afríku Jóliannesarborg-. Reuter. FIMM suður-afrískir svertingj- ar voru myrtir af kynbræðrum sínum aðfaranótt fimmtudags. Þá voru hæstsetti svarti lög- regluþjónn landsins og tveir synir hans særðir í hand- sprengjuárás. Hópur manna vopnaður hnífum, öxum og hakasköptum réðst á tvo svertingja í þorpinu Katlehong. Þeir myrtu annan og særðu hinn lífshættulega. I Na- tal-héraði fóru nokkrir unglingar inn í verslun og neyddu þel- þökkan búðareigandann og bróð- ur hans út, þar sem þeir voru skotnir til bana. Skammt frá var blökkumaður dreginn út úr leigu- bifreið og drepinn. Annars staðar í Natal uppgötvaði lögreglan lík manns, sem hafði verið stunginn með hnífum og höggvinn með exi til bana. Þeir árásarmenn, sem til sást, voru allir blökkumenn og er talið að þeir séu liðsmenn Afríska þjóð- arráðsins (ANC). Að undanförnu hefur ANC heijað mjög á aðrar hreyfingar blökkumanna, sem ANC-menn telja keppa við sig um völd. I Soweto var handsprengjum kastað inn í hús Fanyana Zwane, höfuðsmanns í lögreglunni, en hann er hæstsetti blökkumaður í suður-afrísku lögreglunni. Einn sonur Swanes er lífshættulega særður og annar sonur hans með alvarleg brunasár. Sjálfur særðist Swane lítillega. forðast allt sem valdið getur auknu umróti. Indveijar vilja að hófsamir Tamílar fái að mynda héraðsstjórn er hafi bolmagn til að kljást við Tígrana. Utanríkisráðherra Sri Lanka, Ranjan Wijeratne, hefur rætt við indverska ráðamenn í sjö daga í Nýju Delí, höfuðborg Indlands. Heimildarmenn hjá stjórnvöldum Sri Lanka sögðu að tekist hefði að ryðja úr vegi ýmiss konar misskiln- ingi í samskiptum ríkjanna og spenna vegna deilnanna hefði minnkað. Indverskur talsmaður tók undir þetta og sagði stjóm sína reiðubúna að taka aftur upp þráðinn síðar og þá í Kólombó, höfuðborg Sri Lanka. Ekki hefur verið ákveðið hvenær eða hvort það gerist. Wijer- atne mun nú gefa Premadasa for- seta skýrslu um gang mála. Uppreisnarmenn marxista úr röðum Sinhalesa, sem eru meiri- hluti íbúa í Sri Lanka, hafa æst til andúðar á Inveijum vegna deiln- anna um friðargæslusveitirnar og framtíð Tamílahéraðanna. Hundruð manna féllu í óeirðum í síðustu viku. Kvæntistþjóðskáldið Rute / óvinalandinu? Það hefur valdið Ungveijum miklu áfalli að heyra að svo geti verið að ungverska þjóðskáldið Sandor Petofi hafi ekki dáið heljudauða 26 ára gamall í frelsisstríði Ungveija árið 1849. Sagnfræðingar segja að ný gögn leiði í ljós að hermenn Nikulás- ar I Rússakeisara hafi tekið Sandor Petofi höndum og flutt hann til Síberíu. Þar hafi hann síðan gifst og eignast son. „Guð forði okkur frá þeim fáránleika að hann hafi dáið sem tengdason- ur síberísks póstburðarmanns. Hvernig gæti slikur maður verið byltingarhetja okkar?“ sagði í dagblaðinu Magyar Hirlap. Mál- verkið af Petofi gerði málarimí Miklos Barabas árið 1948. Shirley Temple sendiherra í Tékkóslóvakíu Washington. Reuter. Öldungadeild Bandaríkjanna staðfesti á fimmtudag útnefningu barnastjörnunnar fyrrverandi, Shirley Temple Black, sem sendi- herra í Tékkóslóvakíu. Shirley Temple Black var sendi- herra í Ghana á árunum 1974-76 og prótókollsstjóri Hvíta hússins 1976-77. Auk hennar samþykkti deildin William H. Taft fjórða sem fastafull- trúa hjá Atlantshafsbandalaginu, en hann gegndi um skeið starfi aðstoð- arvarnarmálaráðherra. Sól og gróöur allt áriö í EINANGRUÐUM ELITE-SÓLSTOFUM Framleiddar í stæröum: 9,1-15,4 og 24,3 ferm. Möguleikar á öörum stærðum samkv. sérpöntun. Auðveldar í uppsetningu - Hagstætt verð. HAFIÐ SAMBAND EF ÞIÐ ÓSKIÐ EFTIR NÁNARI UPPLÝSINGUM SINDRAAaSTALHF Pósthólf 880, Borgartúni 31, 105 Reykjavík, sími: 627222 Síðasta tala númersins segir til um skoðunarmánuðinn. í síðasta lagi tveimur mánuðum seinna skal skoðun hafa farið fram. BIFREIÐASKOÐUN ÍSIANDS HF. Hægt er að panta skoðunartíma pöntunarsími í Reykjavík er 672811 YDDA Y8. 18/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.