Morgunblaðið - 05.08.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.08.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. AGUST 1989 Bkðbmr oskast Símar 35408 og 83033 AUSTURBÆR Kleifarvegur MIÐBÆR Lindargata 39—63 o.fl. Upplýsingasímsvari 681511. Lukkulínan: 99 1002. FRÍDAGUR VERZLUNARMANNA Vinnuralla daga frá ntorgnifram á kvöld Keflavík. „Ég hef verið með eigin verslun í liðlega 3 ár og á þessum tíma hef ég ekki látið það eftir mér að taka frí um verslunarmannahelgina," sagði Anna Þóra Pálsdóttir sem rekur verslunina Hornið við Hring- braut 99, í Keflavík. Vinnudagur Önnu Þóru er oftast langur, lengri en hjá flestum verslunareigendum þvi hún er að öllu jöfiiu við störf frá morgni fram á kvöld jafnt um helgar sem virka daga og þegar aðrir hafa lokað þá er opin búð hjá Önnu Þóru á Horninu. Anna Þóra Pálsdóttir byggir verslun sína á gömlum grunni, því í húsnæðinu hefur verið starf- rækt verslun um 30 ára skeið — lengstum Sölvabúð. Þegar Anna tók við versluninni hafði gengið á ýmsu í rekstrinum og hafði þrívegis verið skipt um nafn á búðinni frá því hún hét Sölvabúð. Sá er rak verslunina síðast hafði orðið gjaldþrota og hafði húsnæðið staðið lokað í um li ár þegar Anna tók við henni. „Mig langaði til að vera sjálfstæð og hætta að vinna hjá öðrum, það var kveikjan að þessu ævintýri mínu,“ sagði Anna sem er ættuð frá Mýrum í Borgarfirði. Hún var áður verslunarstjóri í 6 ár í verslun Kaupfélags Suðurnesja við Faxa- braut, en hjá Kaupfélaginu vann hún í 8 ár. Anna sagði að hún hefði komið fyrst til Keflavíkur árið 1959 á vertíð og vann þá um tíma hjá Sölva í Sölvabúð. Anna sagði að reksturinn hjá sér hefði gengið ágætlega og veltan væri alltaf að aukast.„En þetta kostar líka göysi- lega mikla vinnu og ég hef orðið að vinna frá morgni til kvölds og einnig um helgar. í sumar hef ég þó tekið mér frí annað veifið um Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Anna Þóra Pálsdóttir verslunarmaður á Horninu í Keflavík. helgar, því maður endist ekki í mörg ár með slíkri vinnu.“ Anna sagði greinilegt að um þessar mundir ættu margir í erfið- leikum með að láta enda ná saman hjá sér.„Fólk hefur minna á milli handanna og það verslar inn á ann- an hátt en áður og sparar við sig ýmislegt sem það gat veitt sér áð- ur. Þetta er aðallega síðari hluta mánaðarins þegar launin hrökkva ekki lengur til matarkaupanna. En svo er líka ákveðinn hópur fólks sem er með óþarfa barlóm þótt það geti ekki veitt sér allt sem hugurinn girnist," sagði Anna Þóra Páls- dóttir sem ætlar ekki að taka sér frí um þessa verslunarmannahelgi frekar en fyrri daginn. BB SELFOSS: „Fólk leitar minna til höfuðborgarinnaru Karl R. Guðmundsson hefur rekið úra- og skartgripaverslun í 25 ár Selfossi. „Ég er mjög ánægður með að hafa þjónað bæjarbúum þennan tíma,“ segir Karl R. Guðmundsson úrsmiður sem rekið hefur úra- og skart- gripaverslun í 25 ár við Austurveginn á Selfossi, hin síðari ár í fé- lagi við Boga son sinn sem einnig er úrsmiður, A þessum árum hefúr húsnæðið stækkað, úr 15 fermetrum í byrjun, í 150 fermetra. Þessi ár hefur Karl alltaf haft á boðstólum úr, klukkur og skart- gripi ásamt úrvali verðlaunagripa. Lipur viðgerða- og verslunar- þjónusta er aðalsmerki þeirra feðga. Mér finnst fólk fara minna til Reykjavíkur eftir þeim vör- um sem við erum með en það gerði áður og það eru nokkur ár síðan maður varð var við það,“ segir Karl og kveðst auðvitað ánægður með þá þróun. „Varðandi skartgri- pina þá kaupir fólk dýrari hluti núna en það gerði áður og Ieitar ekki til höfuðborgarinnar eftir þeim. Það er nú svo að skartgripirnir sem við úrsmiðir erum með eru mjög svipaðir en við erum hérna í versl- uninni með heldur lægra verð og fólk verður vart við það. Það vill gera góð kaup og veltir þessu því fyrir sér. Annars er það eftirtektarvert að það sem kannski mokselst í Reykjavík tekur ekki við sér hérna fyrir austan fyrr en eftir hálft til eitt ár. Þetta á aðallega við um nýtt tískuútlit á úrum.“ Karl segir handtrekktu úrin við það að hverfa. Það séu kannski eldri menn sem eigi slík úr sem þeir halda uppá af einhveijum ástæðum. Hann sagði einnig að menn litu úrið núna öðrum augum en gert var áður fyrr. Þá hefði þetta verið gripur sem mikil eign var í og fólk gætti vel að en með auknu fram- boði af alls kyns úrum hefði þetta breyst. Karl sagði að meira hefði verið um það áður að menn úr sveit- unum hefðu komið með úrið sitt í viðgerð og þá hefði hann þekkt til nánast á hveijum bæ í sveitunum. Þessa sagðist hann sakna svolítið. Annars sagði hann að mikil breyt- ing hefði orðið á viðgerðum á úrum síðan kvartsúrin komu til sögunnar. Hins vegar sagði hann að það væri oft heilmikill sprettur í áletrunum á verðlaunagripi og peninga, en um þann þátt sér Bogi. „Maður hefur kynnst alveg aragrúa af indælis fólki og mér hefur fundist ágætt að starfa hérna. Fólk er þægilegt og sýnir biðlund ef eitthvað vantar og einhver bið þarf að vera á því að úr rætist. Það Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Ursmiðirnir Karl R. Guðmundsson og Bogi Karlsson framan við virðu- legri hluta af klukkum sem í boði eru. eru úr af ýmsu tagi sem við fáum hér inn sem fólk hefur keypt í út- löndum. Oftast borgar sig ekki að gera við og þá lítur maður á hlutinn og segir fólkinu hvað best er að gera og fólk tekur þessu alltaf vel og er þakklátt þegar maður segir því til um þessa hluti.“ A fyrstu árum verslunar Karls Guðmundssonar á Selfossi þegar úrið var mikil eign í augum manna. Bárust honum oft á tíðum vísur frá eigendunum þegar þeir höfðu feng- ið úrið aftur í sínar hendur. Ofan í einni skúffunni í vinnuborði Karls var miði frá 1968 með þakkarvísu frá Bjarna Guðmundssyni í Hörgs- holti: Úrið datt ég segi satt ég sakna þess á daginn. Með viðgerð hratt mig gleður glatt góði karlinn laginn. - Sig. Jóns. „ Upp í 30 tegundir fiskrétta í borðinu“ Rætt við Njál í Línufiski, Freyjugötu 1 Neysla fisks virðist hafa aukist nokkuð að undanfórnu í landinu og ein nýjasta verslunin í Reykjavík er einmitt fískbúð, Fiskbúðin Freyju- götu 1, sem er rekin af Línufiski hf. „Við hjá Línufiski opnuðum 5. júní fiskbúð sem við keyptum en hafði verið opnuð tveimur mánuðum fyrr,“ sagði Njáll Torfason hjá Línufiski. Við kaupum hráefnið af bátum, vinnsluhúsum og mörkuðum, leitum þangað sem gott hráefni er að finna, því við viljum ekkert nema það besta og það verður að segjast eins og er að það er sjaldan hægt að fá gott hráefni á mörkuðunum á höfuðborgarsvæðinu. Við leggjum hins vegar kapp á íjölbreytni auk besta hráefnis og höfum verið með allt upp í 30 tegundir í borðinu, stundum sömu fisktegundina, en út- fært á marga vegu. Við seljum til dæmis hinum vinsælu stöðum, Hard Rock og Bæjarins besti fiskur, hrá- efni en vinsælast á þeim vettvangi eru ýsa, steinbítur og lúða. Jú, þetta vex jafnt og þétt. Við erum með búðina opna frá 10-12.30 og frá kl.14-18.30 og auk fiskborðs- Morgunblaðið/RAX Kristín Arsælsdóttir og Njáll Torfason ins höfum við mjólkurvörur og sitt- hvað fleira í smávöru. Það er svolítið skémmtilegt að margir ferðamenn eiga leið hér um Skólavörðuholtið og það er ósjaldan sem þeir líta inn og spytja um íslenska hráefnið, heiti íslensku fiskanna og spá í fiskborðið. - á.j.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.