Morgunblaðið - 05.08.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.08.1989, Blaðsíða 20
Jf; a 3 r.'«) a r «| a r- t r a r r (t \ i c i í rii ít MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1989 FRÍDAGUR VERZLUNARMANNA j ■ I'I'I ■ J11 111MI ■ 111111. Eigendur Kjarabótar, afsláttarverslunar á Selfossi sem opnuð var í sumar. Morgunblaðið/RAX Morgunblaðið/RAX Éil§ |>l flB Í. S- m fy* ■ÉMÉiiJir' •¥ „Höfum 950 vöruteg- undir á boðstólum “ Rætt við Jóhannes í Bónus, afsláttarverslun með nýju sniði Svokallaðar afsláttarverslanir hafa hafíð innreið sina í verslana- keðju landsins. Bónus í Reykjavík reið á vaðið og í kjölfarið fylgdi Kjarabót á Selfossi. Við ræddum við Jóhannes Jónsson fram- kvæmdastjóra í Bónus, en nýlega opnaði Bónus aðra verslunina í Reykjavík. Sú fyrsta var opnuð í Skútuvogi og sú síðari í Faxa- feni. Þessari verslun hefur verið mjög vel tekið og viðskiptin hafa gengið ágætlega," sagði Jóhannes í samtali við Morgunblaðið. „Við þurftum að glíma við barnasjúk- dóma í sambandi við tölvuvæðingu og strikamerkingar ,en erum komn- ir fyrir vind í þeim efnum, aflestri, vörugeymslueftirlitL og fleiru , en afsláttarverslun sem þessi byggist á því að vörugeymslan sé alltaf í lágmarki. Okkur hefur tekist það bærilega með vörulagerinn, því við náum að velta honum og endurnýja á viku, en það er þrisvar sinnum OUfWiP'Á Carreta -margar vélar í einni Carrera er fullkomin ritvél með ótal sjálfvirkum vinnslum. Virkar einnig sem ^ gæðaletursprentari sem tengja má við allar samhæfðar IBM-tölvur. Sannkölluð atvinnu-, heimilis-, ferða- og skólavél sem notuð er við kennslu í fjölmörgum skólum landsins. Carrera og Carrera S i eru fisléttar og fjölhæfar ritvélar sem hlotið hafa hin alþjóðlegu ®-hönnunan/erðlaun fyrir útlit og notagildi. QaKIARAN Síðumúla14,108 Rvík,s: 83022 Útsölustaðir: Bókabúð Brynjars, Sauðárkróki. Bókabúð Böðvars, Hafnarfirði. Bókabúðln Edda, Akureyrí. Bókabúð Jónasar, ísafirði. Bókaskemman, Akranesi. Fyrirtækjaþjónustan, Hvolsvelli. Kaupf. A-Skaftfellinga, Höfn. Kaupf. Árnesinga, Selfossi. Kaupf. Borgflrðinga, Borgarnesi. Pennlnn, Hallarmúla 2, Austurstræti 10 og Kringlunni, Rvík. Prentverk Austurlands, Egilsstöðum. Stapafell, Keflavik. hraðar en í venjulegri búð. Jú, við erum með afmarkaðan fjölda vörutegunda. Við ætluðum að vera með 800-850 vörutegundir, en vörumunstrið sem virðist ganga best spannar um 950 tegundir. Við vitum til dæmis að Aldi í Þýska- landi eru með 7 50 tegundir, en við höfum verið að finna þann farveg sem hentar hér og þreifa á því hvað við getum leyft okkur að fækka vörutegundum, það lækkar heildar- verðlag. Fólk hefur til dæmis tekið því mjög vel að fara sjálft inn í kæliklefann og ná sér í mjólkurvör- ur og unnar kjötvörur. Það fær um 4% afslátt af mjólkurvörum með þessu móti, 10% afslátt af unnum kjötvörum og 3% af uppvigtuðum ostum. Viðskiptin hafa verið stöðugt vaxandi, en þó er alltaf nýjabrum af svona hlutum og við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Við höldum hins vegar hægt og bítandi áfram.“ Við spurðum Jóhannes hveijir væru mestu annmarkarnir í þessum rekstri? „Það er engin spurning," svaraði hann. „Það sem er okkur mjög dýrt er það hvað við verðum að versla við marga heildsala. Til þess að fá þessar 950 vörutegundir vikulega verðum við að versla við 9o heild- sala. í Danmörku myndi ég þurfa að versla við 5 heildsala til þess að fá þessar vörur. Þetta er mjög dýr þáttur í kerfinu og óhagkvæmur. Heildsölukerfið í landinu er aftar- lega á merinni og dýrt að maður tali nú ekki um yfirbygginguna. í einu húsi hér í borginni eru 18 heild- sölufyrirtæki með 18 forstjórum og tilheyrandi. Þetta er ekki klókt fyr- irkomulag með tilliti til vöruverðs. Við þyrftum í rauninni að hafa margar verslanir miðað við þetta kerfi einfaldlega til þess að byggja upp miðjulager fyrir vörur. Okkar verslanir í Skútuvogi og Faxafeni 5 eru opnar daglega frá kl. 12-18.30. Það má segja að þessar verslanir uppfylli ekki 100% þarfir heimila í venjulegu íbúahverfi, en ég tel að við séum með 85-90% af þeim vörum sem heimili þarfnast. Við byggjum einfaldlega á þessari aðferð við að selja. „Jú, við verðum varir við að fólk utan af landi kaupir hjá okkur í stórum st.il, því það virðist vera um verulegan verðmun að ræða miðað við all víða og fólk með rými í bíl sparar flutningskostnaðinn þó ekki sé annað. Annars er ýmislegt að breytast í verslunininni til hagræð- ingar, strikamerkingamar eru að koma og þær auðvelda allt , bæði í tölvukeyrslunni og afgreiðslunni. Við reynum að gera eins vel og við getum, byijuðum fyrir þremur og hálfum mánuði og búðirnar eru orðnar tvær, en ástæðan fyrir stofn- un síðari verslunarinnar var einfald- lega til þess að ná hagstæðara inn- kaupsverði. Ef maður getur keypt inn í stöðluðum vörupöllum þá nær maður hagstæðara verði og styrkir sig á markaðnum." - á.j. í kæliklefa Bónuss.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.