Morgunblaðið - 05.08.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.08.1989, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B OG LESBOK 176. tbl. 77. árg. LAUGARDAGUR 5. AGUST 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Hugsj ónavarnir Kúbu treystar: Tvö sovésk tímarit sett á bannlista Havana. Reuter. Kommúnistastjórn Fídels Kast- rós á Kúbu hefúr bannað innflutn- ing tveggja sovéskra tímarita, vikublaðsins Moskvufrétta og Spútniks, sem er mánaðarrit. Seg- ir málgagn Kúbustjómar, Gran- ma, að ritin mæli með borgaralegu lýðræði sem fúllkomnasta skipu- lagi á þátttöku almennings í stjórnmálum og virðist heilluð af bandarískum lífsháttum í skrifúm sínum; því hafi ekki verið hægt að fresta þessari ákvörðun sem sé „í samræmi við grundvallarsjónar- mið“ stjómvalda. „Við berjumst fyrir sósíalisma og kommúnisma og þess vegna henta rit af þessu tagi hvorki aðstæðum okkar né hagsmunum," sagði í for- ystugrein Granma í gær. „Þeir sem vísa á bug forystuhlutverki flokksins í Sovétríkjunum, heimta fjölflokka- lýðræði, mæla með fijálsum mark- aðsbúskap, 4ofa fjárfestingar út- iendra aðila í hástert, vilja koma aftur á einkaeign; slíkir menn draga í efa gildi alþjóðahyggju og samstöðu með öðrum þjóðum." Sagt var að ritin tvö gæfu í skyn að söguleg afrek Sovétríkjanna væru einskis virði og landsmenn yrðu að „byija allt starf frá grunni á ný ... Þeir gleyma því að vegna alls þess, sem áunnist hefur síðan Sovétríkin urðu til og í skjóli jafnvægis á sviði varnarmáttar hefur verið kleift að koma á þeim breytingum sem nú eiga sér stað í landinu.“ Granma segir einnig að þeir sem ekki séu „fyllilega sannfærðir um gildi hinnar sögulegu nauðsynjar og möguleika sósíalismans geti byijað að draga lífvænleika hans í efa, jafnvel glatað allri von,“ ef þeir lesi ritin. Kastró hefur verið við völd frá 1959 er hann velti Fulgencio Batista einræðisherra úr sessi. Forsetinn hefur í engu hvikað frá hefðbundinni harðlínustefnu sinni, þrátt fyrir um- bótastefnu Míkhaíls Gorbatsjovs í Sovétríkjunum. Hressir krakkar á leið á útihátíð frá Umferðamiðstöðinni í gær. Morgunblaðið/BAR Hætt að selja í Þórsmerkurferðir TEKIÐ var fyrir frekari miðasölu í rútur á leið í Þórsmörk þegar búið var að bóka þangað yfir 1800 manns samkvæmt upplýsingum frá Umferðamiðstöðinni sídegis í gær. Rúmlega 500 manns fóru með óvíst var um fjölda í kvöldferðir rútum í Húnaver í gærdag, en þangað. Heldur minni fólksstraum- ur hefur verið til Vestmannaeyja en í fyrra, en þó var fullbókað með Heijólfi í gær. Einkabílar byijuðu að streyma út úr bænum um hádegisbilið í gær og var umferðarþunginn þá þegar orðinn talsverður. Umferð jókst er leið á daginn, en var frekar jöfn á Suður- og Vesturlandsvegi að sögn lögreglunnar í Reykjavík. Bandaríkjamenn beita íslamska mannræningja gífurlegum þrýstingi: Likur á Mðsamlegri lausn gísladeilunnar í Líbanon Nikósíu. Reuter. BANDARÍSK og ísraelsk stjóm- völd binda vonir við að mesta hættan á því, að gíslamálið fyrir botni Miðjarðarhafs fari úr bönd- um, sé liðin hjá. Öfgasinnaðir shíta-múslimar í Líbanon létu und- Sovétmenn endurskoða Stalín-tímabilið: Þjóðnýtíng landbúnaðarins kostaði níu milljónir lífið Moskvu. Reuter. HARTNÆR níu og hálf milljón manna týndi lífi af völdum hung- ursneyðar og oíbeldis er Jósef Stalín kom á samyrkjubúskap í Sovétríkjunum snemma á fjórða áratugnum. Þetta kom frain í grein sem einn fremsti lýðfræð- ingur landsins, Leoníd Pere- verzev, ritaði nýlega í sovéska mánaðarritið Molodaja Gvardý'a. Pereverzev bendir ennfremur á að stofnandi Sovétríkjanna, Vladímír Lenín, hafi átt sök á dauða milljóna bænda með harðýðgislegri stefnu sinni fyrstu árin eftir októberbyltinguna 1917. Að sögn Pereverzevs féllu 4,8 millj- ónir manna í borgarastríðinu eftir byltinguna. 5,9 milljónir dóu í hungursneyð árin 1921-1923, aðal- lega vegna þess að Lenín neyddi bændur til afhenda ríkinu alla upp- skeru sína. Fólksfjöldafræðingur- inn nefnir engar tölur um mann- fall í hreinsunum Stalíns seint á fjórða áratugnum en þá telja marg- ir að tíu milljónir manna hafi verið drepnar. Tölurnar um mannfallið í upp- hafi fjórða áratugarins eru nokkuð hærri en flestir sérfræðingar á Vesturlöndum hafa nefnt, en Pere- verzev segir að þrátt fyrir alla „per- estrojku" sé „nær ekkert fjallað um þetta ofboðslega manntjón af sagnfræðingum okkar, blöðum, sjónvarpi eða í kvikmyndum." Hann sagði að stjómendur landsins á Stalín-tímanum hefðu gert sig seka um „hryllilega glæpi gegn þjóð sinni“ er þeir gerðu upptækt korn í miðri hungursneyðinni til að selja það til útlanda. Markmiðið var að fjármagna iðnvæðingar- áform stjórnarinnar. Sjónarvottar frá þessum tímum hafa lýst því hvernig öryggissveitir leyniþjón- ustunnar lokuðu kombirgða- geymslum og hindruðu sveltandi smábændur og fjölskyldur þeirra í að yfirgefa hungursvæðin. an miklum þrýstingi bandarískra sljórnarerindreka þegar þeir ákváðu að fresta fyrirhugaðri af- töku Josephs Cicippios, fyrrum starfsmanns Bandaríska háskól- ans í Beirút, á fimmtudag. Talið er að nærvera bandarískra her- skipa við Líbanon og íran hafi einnig stuðlað að þessu. Vestræn ríki telja jafnvel mögu- legt að hægt verði að ná samkomu- lagi við mannræningja í Líbanon um skipti á föngum og gíslum. ísraelar hafa boðist til að skipta á 150 shíta- múslímum og Abdel-Karim Obeid, einum af leiðtogum Hizbollah-sam- takanna (Flokks guðs), sem þeir rændu fyrir viku, og 17 vestrænum gíslum og þrem ísraelskum hermönn- um sem talið er að séu í haldi í Líban- on. ísraelar væntu þess í gær að fá svar fyrir milligöngu Rauða krossins við þessu tilboði. Sérfræðingar þeirra telja þó að það geti tekið mánuði að ná samkomulagi um skipti á föngum og gíslum. Hryðjuverkahópur íslamskra ofsa- trúarmanna, sem nefnist Samtök byltingar og réttlætis, frestaði á fimmtudag hótun sinni um að myrða Bandaríkjamanninn Joseph Cicippio um óákveðinn tíma. Er það þakkað þrýstingi bandarískra stjórnarerind- reka á þær ríkisstjórnir, sém næst standa Hizbollah, og nærveru banda- ríska flotans á Miðjarðarhafi og Persaflóa. Talið er að George Bush Bandaríkjaforseti hafi verið í beinu símasambandi við tug þjóðarleiðtoga víðs vegar um heim til að þrýsta á um lausn á deilunni. Einnig þykir víst að Iranir hafi beitt öfgasinnaða shíta í Líbanon þrýstingi til að fresta aftöku Cicippios. Ali Akbar Rafsan- jani, nýr forseti Irans, gagnrýndi hernaðarógnanir Bandaríkjanna á Miðjarðarhafi og Persaflóa í gær en sagði jafnframt að lausn væri í sjón- máli á deilunni og sagðist reiðubúinn til að vinna að frelsun gíslanna. Bush Bandaríkjaforseti sagði að ummæii Rafsanjanis gæfu nokkra von um friðsamlega lausn mála. Bandaríska dagblaðið New York Times greindi frá því í gær að Bush Bandaríkjaforseti hefði verið reiðu- búinn að fyrirskipa loftárás á aðsetur hryðjuverkamanna Hizbollah í Líban- on ef þeir hefðu framkvæmt hótun sína um að myrða Cicippio. Jafn- framt sagði blaðið að áætlun Banda- ríkjamanna um árás væri væri enn á dagskrá ef.deilan færi úr böndun- um. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að þessi frétt væri úr lausu lofti gripin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.