Morgunblaðið - 05.08.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.08.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1989 FRÍDAGUR VERZLUNAR M A N N A Morgunblaðið/RAX Bjarni Blomsterberg og Sveinbjörn. Höfum oftast verið með lægsta verðið Litið inn í Fjarðarkaup hjá Sigur- birni og Bjarna kaupmönnum Verslunin Fjarðarkaup í Hafharfirði hefur um langt skeið haft þá sérstöðu að vera oftast með lægsta vöruverð í verðkönnunum og alltaf í lægri kantinum. Fjarðarkaup hafa starfað í 16 ár, en eigend- urnir, Bjarni Blomsterberg og Sigurbergur Sveinsson, vinna sjálfir í versluninni. Við heimsóttum Fjarðarkaup og ræddum við þá félaga. Jú, það má segja að í öllum viða- meiri verðkönnunum um langt skeið höfum við verið með lægsta verð,“ sagði Bjami Blomsterberg, „og þar kemur margt til. Við höld- um niðri öllum kostnaði og höfum til dæmis aldrei auglýst nema þá breyttan opnunartíma. Verslunin hefur auglýst sig sjálf meðal við- skiptavinanna og það er að okkar mati besta auglýsingin. Við leggjum mikið upp úr allri hagræðingu og öllu er lýtur að hagkvæmni og það sjónarmið ræður því að við náum niður vöruverðinu. Við kaupum einnig mikið í stórum slöttum og með staðgreiðslu náum við oft hag- stæðum innkaupum." „Þetta hefur gengið þokkalega í gegn um tíðina, sem er orðin 16 ár, og nýlega urðum við að stækka afgreiðsluhúsið um 70%, því það var orðið verulega þröngt um okk- ur,“ sagði Sigurbergur Sveinsson, en öll verslun í Fjarðarkaupum og aðrir þættir verslunarinnar, svo sem kjötvinnsla og dreifing, fer fram á einni hæð í sérstaklega vistlegu og rúmgóðu húsnæði. „Fyrir 6 árum kostaði þetta hús 7 milljónir króna og það var mjög ódýrt,“ sagði Sigurbergur,“ og nú erum við komnir með um 2.000 fermetra verslun og- 500 fermetra í aðra þætti verslunarinnar. Við leggjum kapp á að vinna skynsam- lega. ísland er eitt albesta land í heimi ef menn vinna eins og mönn- um sæmir. Ef menn gæta þess að vera með annað augað á því sem þeir eru að gera þá er hægt að láta hlutina ganga. Við erum með hátt í 8.000 vörutegundir á boðstólum og endurnýjum vörulagerinn á 11-17 daga fresti. Þetta byggist á miklum veltuhraða hjá okkur og álagning er að jafnaði 15-16% sem er ekki mikið þegar launakostnaður er um 8-9% af þeirri tölu. Við svo búið þýðir ekkert að vera með neina aukastæla. Við byggjum á því að hafa veggi, gólf og vörur og það þýðir lágmarks fjárfestingarkostn- að. í versluninni erum við með 55 stöðugildi og 12 manns í kjötdreif- ingunni. Viðskiptavinir koma víða að, úr nágrenninu auðvitað, en margir koma einnig frá Suðurnesj- um, úr Reykjavík og lengra að, því við höfum verið heppnir með það að ganga á undan með lágu vöru- verði. Við höfum þróað verslun okk- ar í ákveðinn farveg sem við höldum okkur við rneð ákveðnum sveigjan- leika þó. Ég hef alltaf veitt því at- hygli að fólk fylgist með verði á hlutum, en þó hefur orðið mikil efl- ing í verslun á til dæmis tíu ára bili. í óðaverðbólgunni gafst fólk upp á því að að fylgjast með breyt- ingum á vöruverði, en á meðan stað- an er ekki verri en hún er þá sýn- ist mér að fólk spái töluvert í þessa hluti. Það má einnig segja að inn- kaupamunstrið hafi breyst töluvert, því fólk kaupir gjarnan það sem er nýtt eins og til dæmis jógúrt, osta og annað sem kemur í nýrri mynd á markað, en hlutföllin hafa breyst. Dilkakjötið er orðið dýrara en það var og fiskurinn er talsvert ódýrari en kjötið. En auk þess að fisk- neysla hefur aukist þá hafa vin- sældir svínakjöts og kjúklinga auk- ist á kostnað lambakjöts. Það er ■ margs að gæta þegar markmiðið er að hafa hreint borð og einfalt. Við sleppum til dæmis aurunum þegar vöruverðið er ákveðið og á einu ári spörum við hálft .manns- verk vegna minni innsláttar í út- reikningum. Atriðið er að henda ekki verðmætunum, henda ekki peningunum. Þegar fólk nær að ávaxta raunvextina þá er það sönn- un þess að fjármagnið fær að vinna fyrir sér. Hagkvæmni og jafnvægi skiptir miklu, og oft er það svo að margdeldið af þessu litla býr til yfir- bygginguna." - á.j. Ffl Pfo 1 I :«l N í KÁM> vt IAáNO Fjarðarkaup hefur lengi verið með lágt vöruverð í verðkönnunum. FLÚÐIR: „Fólk vill alls staðar komast í verslun“ Selfossi. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Geiri á Grund í miðjunni ásamt grönnum sínum, Guðmundi Sigurðs- syni og Emil Gunnlaugssyni garðyrkjubændum á Flúðum. „Hvað er það eiginlega sem ber sig í þessu landi,“ sagði Sigur- geir Sigmundsson á Grund um hag verslunarinnar. Hann rekur verslunina Grund ásamt konu sinni, Sólveigu Ólafsdóttur. Verslunin er í hlaðinu á Flúðum. Þar er stöðugt vaxandi umferð enda staðurinn í uppbyggingu og vinsæll af ferðamönnum. Hefðbundinn búskapur er traust- ur í hreppnum og umsvif garð- yrkjubænda vaxa jafnt og þétt. Maður datt einhvern veginn inn í þetta og er búinn að vera við þetta í um aldarfjórðung. Annars mæðir þetta mest á kon- unni, hún snýst mest í kringum búðina,“ segir Sigurgeir. „Reksturinn er þungur það vill verða svolítið um lánsviðskipti til sveita en það er margt léttara núna en var áður. Maður hefur hérna bankann alveg við hliðina sem er mjög þægilegt. Svo eru samgöng- urnar betri og greiðari en var áður. Ég skal segja þer það að fólk vill komast í verslun hvar sem það er statt á landinu. Þó þessar búðir okkar hérna í uppsveitunum seú hálfgerðar kompur þá hafa þær sinn tilverurétt. Við verðum auðvitað aldrei með alhliða þjónustu en hér grípur fólk það nauðsynlegasta með sér. Maður er ánægður ef viðskipta- vinurinn fer ánægður út, þó manni finnist maður aldrei gera nóg. Mér líst vel á framtíðina hérna það er geýsimikil uppbygging hérna og vaxandi umferð um staðinn," sagði Sigurgeir. Hann er þó greinilega lítillátur að kalla verslunina kompu því þar fæst fleira en margan gtunar. Hann hafði á orði að vinnan við verslunina gæfi tækifæri til að kynnast _ mörgum og það er ekki ofsagt. í Grund er kaffihorn þar sem fólk sest niður og spjallar um daginn og veginn, menn stangast á í pólitíkinni yfir kaffibollanum og ganga að joknu spjalli hlæjandi út á hlaðið. Úti var glampandi sólskin og allir garðar yfirfuliir af græn- meti og Sigurgeir, eða Geiri eins og hann er kallaður á Flúðum, hafði áhyggjur af því að það seldist ekki nóg og tæpti á því að upplagt væri að setja upp útimarkað fyrir græn- metið. Þetta fannst garðyrkju- mönnum auðvitað upplagt og sögðu: „ Við komum með græn- metið Geiri minn.“ — Sig. Jóns. ISAFJORÐUR: Fjórði ættliðurinn að taka við í Bjömsbúð ísafirði. Björn Garðarsson er að taka við kaupmennsku af frænda sínum Aðalbirni Guðmundssyni í Björnsbúð á ísafirði. Björn og Jak- ob Falur, yngri bróðir hans, eru að kaupa tæpan helming hlutafjár- eigna Áðalbjarnar sem hefur rekið Bjömsbúð síðustu áratugina ásamt Garðari bróður sínum og föður þeirra Bjöms og Jakobs Fals. Verslun Björns Guðmundssonar verður 85 ára á þessu ári, hún var stofnuð 1904 af langafa Björns. Sonur hans Guðmundur tók við rekstrinum af föður sínum og svo Aðalbjörn og Garðar af honum. Björn er því vanur kaupmenns- kunni, en segir samt að það sé fyrst og fremst bjartsýni sem fékk hann til að taka við þessum fjöl- skyldurekstri, sem enn um sinn verður undir yfirstjórn Garðars föð- ur hans. Hann segir að óskaplegar breytingar hafi orðið á verslun á íslandi frá því verslunin tók til starfa. Þá hafi Björnsbúð verið stór á landsmælikvarða, enda ísafjörður einn stærsti kaupstaður landsins utan Reykjavíkur. í dag er há- marksviðskiptasvæði verslunarinn- ar byggt um 7.000 manns en á Reykjavíkursvæðinu er nú á annað hundrað þúsund manns. Hann seg- ir óeðlilegt að bera saman vöruverð í stórmarkaði eins og Hagkaupum sem talað er um að hafi um 25% markaðshlutdeild í Reykjavík eða um 30.000 viðskiptamenn og bera saman við Björnsbúð sem hafi ef til vill 25% markaðshlutdeild hér eða um 1.700 viðskiptamenn. Björn segir að það sé ekki spenn- andi að standa í verslunarrekstri á ísafirði í dag. Kvótakerfið bindur togarana við bryggju, en um leið snarminnkar peningamagn í um- ferð í stórum útgerðarstað. Sam- dráttur hefur orði síðustu tvö árin { neyslú.sem kannski sést best á því að æ færri fjölskyldur kaupi nú lambalærið í helgarmatinn, en leiti í staðinn að einhveiju ódýrara. Hann óttast að neikvæð umræða Neytendasamtakanna og íjölmiðla geti orðið til þess að verslun í dreif- býlinu leggist að miklum hluta af þótt lesa megi út úr flestum verð- lagskönnunum að verðlag á lands- byggðinni er lítið hærra en í venju- legum hverfaversiunum í Reykjavík. Hann telur augljóst að mikil uppstokkun verði í dreifbýlisversl- unum á næstu árum, ekki síst vegna stórfelldra breytinga og samdráttar hjá SÍS sem styrkt hef- ur kaupfélögin á landsbyggðinni þrátt fyrir mikinn og augljósan taprekstur. En hvað heldur þá ungum at- hafnamanni við þessi störf úti á landi? „Vinnan er fjölbreytt og skemmtileg og þótt maður hafi lært ýmsar hagfræðiteoríur í skóla og hafi kannski ætlað að verða grjótharður „business“-maður þá lærir maður fljótlega í jafn per- sónulegum þjónustustörfum og í matvöruverslun að það eru ýmis önnur gildi sem skipta máli. Við tökum til dæmis ennþá við pöntunum í síma og sendum heim gegn vægu gjaldi og ellilífeyris- þegum að kostnaðarlausu. Við bræðurnir erum vanir að taka tillit til þarfa viðskiptavinanna og finnst Morgunblaðið/Úlfar Ágústs Björn Garðarsson er fjórði ætt- liðurinn sem starfar í Björns- búð á ísafirði. ‘■ílfsagt að skutla mjólkinni í ísskápinn, kexpakkanum ofan í skúffuna og kartöflunum í skápinn og taka svo með okkur ruslapokann út, ef þannig stendur á hjá við- skiptavininum. Eg er þrátt fyrir allt bjartsýnn. Ég veit að hér er gott að búa og vonandi tekst okkur með mikilli vinnu að halda velli. Það fylgja því auðvitað ýmsir kostir að vera í eig- in atvinnurekstri jafnvel þótt stundum verði lítið eftir fyrir eigin kaupi. Svo er auðvitað alltaf vonin um að úr rætist. - Úlfar -L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.