Morgunblaðið - 05.08.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.08.1989, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1989 28 Helgarskákmót á Flateyri TÍMARITIÐ Skák gengst nú fyr- ir sínu 37. Helgarskákmóti 18.-20. ágúst nk. í samvinnu við Taflfélagið á Flateyri og staðar- yfirvöld. Er þetta í fyreta sinn sem Helgarskákmót er teflt á Flateyri en áður hafa farið fram helgarmót á Patreksfirði, Núpi við DýraQörð, Bolungarvík, Isafirði og Hólmavík. ir bestan árangur í hrinunni sem hefst með þessu móti og stendur fimm mót. Þar er keppt um 60.000 krónur. Til að vinna þá upphæð þarf keppandi að hafa verið með í öllum mótunum 5. Fari svo að sá sem bestan árangur fær hafi ekki verið með í öllum mótunum (lág- mark 3) getur sá sem næstbestum árangri nær í heildina hreppt það sem eftir er. Þá hefur verið ákveðið að veita sérstök verðlaun, ferð fyrir tvo til útlanda. Dregið verður úr nöfnum keppenda. Nauðsynlegt er að keppendur hafi með sér tafl og klukku. Nýr sjúkrabíll til NorðQarðar Teflt verður með hefðbundnum hætti. Fyrst tvær stuttar skákir, síðan fimm umferðir þar sem hver keppandi hefur 1% klst. fyrir fyrstu 30 leikina en síðan er bætt við 30 mínútum á mann til þess að ljúka skákinni. Þannig eru 3 umferðir á föstudag og hefst mótið kl. 18.00. Laugardag og sunnudag hefst fyrri umferðin kl. 10.00. Mótinu lýkur svo með samsæti og verðlaunaaf- hendingu. 1. verðlaun eru 50.000 krónur, 2. verðlaun 25.000 krónur, 3. verðlaun 15.000 krónur og 4. verðlaun 10.000. Þá verða ungl- inga-, kvenna- og öldungaverðlaun sem eru boð á næsta helgarskák- mót auk bókaverðlauna. Veitt verða sérstök verðiaun fyr- Neskaupstað. VIÐ hátíðarhöldin í tilefni af 60 ára bæjarafmælinu fyrr i sumar afhenti Rauðakrossdeild Norð- fjarðar Fjórðungssjúkrahúsinu á staðnum nýja sjúkrabifreið. Bíllinn, sem er af gerðinni Ford Econoline árgerð 1988, er vel búinn tækjum og getur auðveldlega flutt tvo sjúklinga samtímis. Bíllinn var keyptur notaður frá Sauðárkróki og hafði verið ekið um 8.000 km. Kaupverð var tvær milljónir en nýr samskonar bíll kostar um 3,5 millj- ónir. Formaður Rauðakrossdeildar Morgunblaðið/Agúst Blöndal Hin nýja sjúkrabifreið Rauða- krossdeildar NorðQarðar. Norðfjarðar er Guðmundur Sigfús- son tæknifræðingur. - Ágúst Nýr upplýsingafulltrúi Qármálaráðuneytisins: Virðisaukaskattur kynntur al- menningi á næstu mánuðum INNLENT, Morgunblaðið/Helgi Ólafsson 4tlanúpur, hið nýja skip Jökuls hf. á Raufarhöfh. Jökull hf. kaupir Mumma GK Raufarhöfn. MUMMI GK 120 firá Sandgerði hefiir verið seldur til Raufarhafnar. Það var Jökull hf. á Raufarhöfh sem keypti bátinn. Jökull hf. gerir út togarann Rauðanúp ÞH 160. Þegar Mummi var orðinn eign Rauf- arhafharbúa var honum gefið nafhið Atlanúpur ÞH 263. Báturinn var smíðaður í 'Noregi fer skipið á línuveiðar en þær veið- 1959 og er 176 tonn. Hann hefur á þessu ári 395 tonna rækjukvóta og fær væntanlega eitthvað yfir 1.000 tonna síldarkvóta þegar hon- um verður úthlutað í haust. Reiknað er með að Atlanúpur fari stax á rækjuveiðar. Hann leggur upp hjá rækjuvinnslunni Geflu hf. á Kópa- skeri, en Jökull hf. á 75% hlut í þeirri vinnslu. Jökull hf. er að vinna í því að fá síldarkvótanum skipt fyrir rækjukvóta. Eftir rækjuvertíð ar kemur hann til með að stunda frá nóvember til febrúar. Fimm manna áhöfn verður á rækjuveiðunum. Skipstjóri er Ragn- ar Tómasson, stýrimaður Hlynur Angantýsson, matsveinn Guðmund- ur Jónasson, allir frá Raufarhöfn, 1. vélstjóri Teitur I. Ingimundarson frá Reykjavík og 2. vélstjóri Erling- ur Ragnarsson úr Mývatnssveit. - Helgi BREYTINGAR á skattkerfinu um næstu áramót verða kynntar ahnenningi á komandi mánuðum auk helstu þátta tekjuöflunar og útgjalda rikisins. Til að skipu- leggja kynningarstarfið hefúr Smábátaeigend- ur á Austurlandi: Itreka kröfú um frjálsar krókaveiðar Smábátaeigendur á Austur- landi vilja að krókaveiðar á bát- um undir 10 tonnum verði gefhar fijálsar. Þessi krafa er ítrekuð í ályktun sem samþykkt var á fundi Félags smábátaeigenda á Austurlandi. í ályktun fundarins segir einnig að smábátaeigendur geri þá kröfu til stjórnvalda að þeir sitji við sama borð og aðrir útgerðarmenn hvað varðar aflatilfærslu á milli ára. Enn fremur lýsir fundurinn sig andvígan sölu á óveiddum fiski í sjó. í fréttatilkynningu segir að fund- armenn telji það réttlætismál að aflahámark hjá smábátum sé reikn- að í slægðum fiski svo sem gildi í annarri útgerð á Iandinu. Þessu þurfi að breyta án þess að til laekk- unar aflahámarks í tonnum talið komi. GENGISSKRÁNING Nr. 147 4. ágúst 1989 Kr. Kr. Toll- Ein. Kl. 09.16 Kaup Sala fjangi Oollarí 58,49000 58,65000 58,28000 Sterlp. 95,58100 95.84300 96,57000 K&n. dollari 49.79400 49.93000 49.24400 Dönsk kr. 8,02300 8.04530 7.98900 Norsk kr. 8,48910 8,51230 8,46970 Sænsk kr. 9,11770 9.14260 9.09630 Fi. mark 13,81760 13.85540 13,80720 Fr. franki 9.20270 9.22790 • 9.17360 Belg. franki 1,48890 1.49290 1,48310 Sv. franki 36,25040 36,34960 36,12020 Holl. gyllini 27,63850 27,71410 27,53020 V-þ. mark 31,17720 31,26250 31,05700 it. líra 0,04327 0,04338 0,04317 Austurr. sch. 4,42940 4,44150 4.41230 Pon. escudo 0.37270 0.37370 0,37180 Sp. peseti 0.49680 0,49820 0,49530 Jap. yen 0,42393 0,42509 0.41853 írskt pund 83.14900 83,37700 82,84200 SDR (Sérst.) . 74.94910 75,15410 74.66890 ECU, evr.m 64,44140 64,61760 64.44310 Tollgengi fynr ágúst er sölugengi 28. júli Sjálfvirkur símsvan gengisskránmgar er 62 32 70. Húsavík: Yíkurblaðið 10 ára Mörður Árnason, fyrrverandi rit- stjóri Þjóðviljans, verið ráðinn í starf upplýsingafulltrúa fjár- málaráðherra. Upptaka virðisaukaskatts í stað söluskatts verður umfangsmesta skattkerfisbreyting um árabil hér- lendis að því er segir í fréttatilkynn- ingu frá fjármálaráðuneyti. Þá seg- ir að í undirbúningi sé ný löggjöf um skattlagningu fjármagnstekna og samstarf við almenning um auk- ið aðhald við innheimtu skatta. Auk upplýsingastarfs um skatta- mál verður efnt til víðtækrar kynn- ingar á þróun ríkisútgjalda og skipt- ingu þeirra milli einstakra málefna- þátta. Fram kemur jafnframt í til- kynningunni að almenningur geti leitað til upplýsingafulltrúa ijár- málaráðuneytisins um málefni ráðuneytisins og stofnana er því tengjast. Húsavfk. VÍKURBLAÐIÐ á Húsavík - óháð fréttablað — varð 10 ára hinn 31. júlí síðastliðinn og var þess minnst með myndarlegu 24 síðna afinælisblaði. Það voru þrír ungir og áhuga- samir menn, þeir Arnar Björnsson, Jóhannes Sigurjónsson og Kári Arnór Káráson, sem réðust í það þrekvirki að gefa út vikublað á Húsavík. Áður höfðu oftar en einu sinni verið gerðar tilraunir til slíkrar blaðaútgáfu en þær báru ekki árangur nema um stuttan tíma. En fyrir þrautseigju eins stofn- andans, Jóhannesar Sigurjónsson- ar, sem nú ritstýrir blaðinu, hefur útgáfa þess verið svo til stöðug lið- in 10 ár og hann afrekað það að gefa út blaðið án tilkomu utanað- komandi styrkja enda hefur vinnu- dagur hans oft verið langur. Arnar var ritstjóri fyrsta árið og hann og Kári unnu við það fyrst en Jóhann- es hefur eins -og áður segir verið við það alveg frá upphafi. Aðrir eiga ekki svo langan starfsaldur við blaðið. Víkurblaðið hefur að geyma' at- burðasögu héraðsins og þá sérstak- lega Húsavíkur liðin 10 ár og von- andi tekst Jóhannesi að halda út- gáfunni áfram því óséð er hvort blaðið ætti lengri lífdaga ef hann léti af störfum. - Fréttaritari Forsíða afinælisútgáfú Víkur- blaðsins. Morgunblaðiö/Jón H. Sigurmundsson Páll og Jórunn fyrir framan dyrnar á íbúð sinni. Sitthvoru megin við þau má sjá listaverk sem Páll hefúr skorið út í rekavið. Þegar lyklar voru afhentir var efnt til málverkasýningar á vistgöt- unni milli húsalengjanna en hún er öll undir glerþaki. Listaverkin voru fengin að láni hjá Listasalúi Alþýðu. Þorlákshöfii: Ibúðir fyrir aldraða afhentar Þorlákshöfh. FYRSTU íbúarnir eru nú fluttir inn í íbúðir aldraðra í Þorlákshöfii. Páll Þórðarson og Jórunn Valdimarsdóttir voru fyrst til að flytja inn og sögðu þau er fréttaritari leit inn hjá þeim, að þeim líkaði mjög vel á nýja staðnum. Páll, sem er landsfrægur útskurðarmaður á tré, sagði að plássið væri að vísu ekki stórt eins og er, en úr því myndi rætast því þegar kjallarinn væri búinn fengi hann aðstöðu þar til að tálga og dytta að spýtunum sínum. íbúðirnar, sem eru alls átta, eru að íbúarnir eiga 35% en Ölfus- eignarhlutdeildaríbúðir sem þýðir hreppur á 65%. Húsið er alls 940 fermetrar með 159 fermetra vist- götu á milli húsanna og 223 fer- metra þjónusturými. íbúðirnar eru mismunandi stórar, frá 55 upp í 65 fermetra. Guðmundur Hermannsson sveit- arstjóri sagði að búið væri að ráð- stafa öllum íbúðunum nema tveim- ur en um þær væru fleiri umsækj- endur en fengju. Hann sagði að það hefði verið í júlí 1984 að skipuð var undirbúningsnefnd og í framhaldi af því var Geirharður Þorsteinsson arkitekt fenginn til að hanna. Bygg- ingaraðilar voru Stoð sf. í Þorláks- höfn og SH verktakar frá Selfossi. Kostnaður við bygginguna er um 60 milljónir. - J.H.S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.