Morgunblaðið - 05.08.1989, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 05.08.1989, Blaðsíða 52
AÞJOÐVEGI1 SUMARÞÁTTURKL. 13.30 Efstir á blaði FLUGLEIÐIR LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Reykhólar: Sláttuhníf- ur þeyttist "T 5 metra Miðhúsum. ÞAÐ óhapp varð á Reykhólum þegar verið var að slá með drátt- arvél og venjulegri sláttuþyrlu að hnífafesting brotnaði og skaust með hnífi um 15 metra yfir lóð, gegnum tvöfalt gler og gluggaijald og þaðan í beinni línu yfir herbergi og í gegnum 12 mm þykka þilplötu. Festingin með hnífnum endaði for sína á milli þilja og ekki er búið að ná henni enn. Þessar sláttuvélar, sem eru þeirr- ar gerðar sem bændur nota yfir- rj^eitt, vinna með miklum snúnings- hraða og geta þeytt brotnum hnífum eða steinum 40—60 metra og geta þær því verið hættulegar mönnum og dýrum. Hjónin Vaka Ólafsdóttir og Þor- geir Samúelsson voru við vinnu í Þörungaverksmiðjunni og bömin að leik þegar óhappið varð, en það var herbergi heimasætunnar, Önnu Bjarkar, sem aðskotahluturinn fór í gegnum. - Sveinn ’Tilboðs- kjötið að seljast upp AF 560 tonnum af lambakjöti á lágmarksverði seldust rúmlega 470 tonn í júlí. Búast má við að lítið verði eftir af kjötinu eftir helgi. Samkvæmt bráðabirgðasölu- tölum frá landbúnaðarráðuneytinu seldust 63.000 pokar eða 470 tonn af lambakjöti á lágmarksverði í r-j1'11' Ef reiknað er með venjulegri kindakjötssölu fyrir verslunar- mannahelgina má búast við að ekki verði eftir nema 30-50 tonn af kindakjöti á lágmarksverði eftir helgi. Aðstæður á slysstaðnum í Langadal. Bílarnir tveir eru á innfelldu myndunum. Þeir eru gjörónýtir. Alvarlegt umferðarslys í Langadal: Ungur maður lést og þrír slösuðust alvarlega VEGNA verzlunarmannahelg- arinnar fór Morgunblaðið óvenju snemma í prentun í gær. Morgunblaðið kemur næst út miðvikudaginn 9. ágúst. Blönduós. 17 ÁRA piltur lést ogsex manns I ásamt þremur öðrum mönnum slösuðust í alvarlegu umferðar- í bíl á leið frá Húnaveri. Blind- slysi í Langadal á móts við hæð er á veginum við Ártún. bæinn Ártún um hádegisbilið í Þar kom bíll á móti og skullu gærdag. Pilturinn sem lést var | bílarnir saman á fúllri ferð. Svo Tillögur um firamtíðaruppbyggingu forsetasetursins: ’Bústaður forsetans verði ekki í Bessastaðastofii ÁÆTLANIR húsameistara ríkisins um viðgerð og endurbyggingu á Bessastöðum miðast við að íbúð forseta verði ekki í Bessastaða- stofú í framtíðinni. Tillögur hafa verið lagðar fyrir forsetann þess efiiis að íbúðin verði í næsta nágrenni Bessastaða, að sögn Garð- ars Halldórssonar húsameistara ríkisins. Lög um endurbætur og framtíð- 'aruppbyggingu forsetasetursins á Bessastöðum voru samþykkt á Alþingi 12. maí síðastliðinn og hefur húsameistari ríksins gert áætlun um framkvæmdir á við- gerðum og endurbyggingu á Bessastaðastofu í samvinnu við Þorstein Gunnarsson arkitekt. ^jSndanleg ákvörðun um fram- ^ kvæmdir er þó í höndum þriggja manna nefndar undir yfirstjórn forsætisráðuneytisins og þarf sam- þykki hennar fyrir tillögum húsam- eistara. Helgi Bergs fyrrverandi banka- stjóri er formaður nefndarinnar og sagði hann í samtali við Morgun- blaðið að komið hefði til athugunar að forsetinn búi ekki lengur í Bessastaðastofu, en það væri ekki endanlega frágengið. Finna þyrfti annað virðulegt húsnæði fyrir for- setann. „Bessastaðastofa er ekki heppi- legt húsnæði og varla boðlegt fyr- ir forsetann að búa þar á efri hæðinni," sagði Helgi Bergs að- spurður um ástæðurnar fyrir því að flytja ætti íbúð forsetans. Viðgerðir á þaki Bessastaða- stofu hefjast í haust, en að sögn Helga Bergs er ekki tímabært að ræða framhaldið. Verið er að gera úttekt á ástandi húsa á Bessastöð- um og kanna menningarsögulegt gildi þeirra, en verið gæti að ein- hver húsanna þurfi að rífa. virðist sem annar bílanna hafa verið á röngum vegarhelmingi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni voru engin hemlaför á veginum þannig að ökumennirnir hafa ekki komið auga hvor á ann- an. Auk mannsins sem lést slösuð- ust allir sem í bílunum voru, alls sex, þar af þrír alvarlega og voru þeir fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem þeir voru færðir á Borgarspítalann. Einn var fluttur með sjúkraflugi til Akur- eyrar og einn er á sjúkrahúsinu á Blöndósi. Þannig vildi til að skammt frá slysstað voru staddir björgunar- sveitarmenn frá Blönudósi og seg- ir lögreglan að þeir hafi veitt ómetanlega aðstoð við aðhlynn- ingu hinna slösuðu. Strax og tilkynnt var um slysið var haft samband við Landhelgis- gæsluna og beðið um stóru þyrl- una. Hún er hinsvegar enn biluð. Hafði Gæslan samband við Arnar- flug sem sendi strax hina nýju Dornier-vél sína norður. í henni var hægt að flytja hina slösuðu til Reykjavíkur í sjúkrabörum. Bílarnir, sem eru af gerðinni Volvo og Mitsubishi Galant, eru gjörónýtir eftir þetta slys. Jón. Sig. Leitað að 3,5 milljörð- um í íslenska laxeldisstöð Á erlendum fjárniagnsmörkuð- um er verið að leita að aðilum til að taka þátt í fjármögnun á laxeld- isstöð á Islandi, sem kosta á allt að 3,5 milljörðum króna og fram- leiða 4.000 tonn á ári. Morgunblaðið hefur upplýsingar um að hollensk lögfræðiskrifstofa Ieiti þar í landi, að beiðni íslenskrar lögfræðistofu, að aðilum sem hafi áhuga á að þróa og taka þátt í fjár- mögnun á laxeldisstöð á íslandi. Verkefnið komi til með að kosta 60 milljónir bandaríkjadala, eða um 3.500 milljónir íslenskra króna og framleiðslugetan nemi 4.000 tonnum á ári. Morgunblaðið hefur borið þetta undir ýmsa aðila sem standa að lax- eidi hér á landi og kannast enginn þeirra við málið, eða hvaðan erindið gæti verið komið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.