Morgunblaðið - 05.08.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.08.1989, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1989 + Móðir mín, FANNEY MAGNÚSDÓTTIR, Drápuhlið 44, sem lést 28. júlí verður jarðsungin frá Langholtskirkju þriðjudag- inn 8. ágúst kl. 13.30. F.h. vandamanna, Rúnar Matthíasson. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, SÓLVEIG ÓLAFSDÓTTIR, Sólheimum 44, lést í öldrunardeild Borgarspítalans miðvikudaginn 2. ágúst. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 9. ágúst kl. 13.30. Ársól M. Árnadóttir, Björn Sigurðsson, Margrét Björnsdóttir, Sigurður Björnsson, Ólafia Björnsdóttir, Sólveig Björnsdóttir og fjölskyldur þeirra. + Fóstra mín og amma okkar, OKTAVÍA BERGMANN JÓNASDÓTTIR, lést á Héraðshælinu á Blönduósi miðvikudaginn 2. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd vina og vandamanna, Ásta Gunnarsdóttir og barnabörn hinnar látnu. + Sonur okkar, fóstursonur, faðir og bróðir, JÓNAS SIGURJÓNSSON, Bröttukinn 5, Hafnarfirði, er látinn. Jarðarförin hefur farið fram. Sigurjón Ingvarsson, Anna Sigrún Runólfsdóttir, Ásbjörn Helgason, Sigurjón Ragnar Jónsson og systkini hins látna. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES S. BERGSVEINSSON verkstjóri, Hátúni 4, Reykjavík, lést fimmtudaginn 3. ágúst í gjörgæsludeild Landakotsspítala. Fyrir hönd aðstandenda. Kristfn Jónsdóttir. + Faðir okkar og tengdafaðir, KARLKVARAN listmálari, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 10. ágúst kl. 13.30. Ólafur Kvaran, Anna Soffía Gunnarsdóttir, Gunnar B. Kvaran, Danielie Kvaran, Elisabet Kvaran, Helgi Haraldsson. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafh- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til- vitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Fanney Magnús- dóttir - Minning Fædd 14. september 1914 Dáin 28. júlí 1989 Þá er hún Fanney frænka mín dáin. Þá getum við ekki lengur gantast um landsins gagn og nauð- synjar eins og við gerðum oft í gegnum tíðina, ekki síst þegar ég var heimagangur hjá frænkunum þremur í Drápuhlíðinni á mennta- skólaárunum. En minningin um glettna brosið sem tendraði andlit hennar Fanneyjar þegar henni fannst ég taka einum of mikið upp í mig og gerði grín að okkur sjálf- um, pólitíkinni eða hveiju sem var, það lifir í minningunni. Hún frænka mín vildi ekki að um hana yrði skrifuð lofrulla að henni genginni. En örfá fátækleg orð í minningu hennar á hún svo sannarlega skilið frá minni hendi fyrir þær fjölmörgu ánægjulegu stundir sem við höfum átt saman allt frá því ég var lítill pottormur fram undir það síðasta er hún barð- ist gegn sjúkdómnum harða er hafði sigur að lokum. Ég veit að Fanneyju líður vel nú þar sem hún hefur yfirgefið þennan heim. Þær hafa eflaust um mikið að spjalla stórvinkonurnar og tengdamæðgumar Fanney og Berglind, en fallegri vinskap en var á milli þeirra í lifanda lífi er vart að finna. Það var erfið stund í lífi Fanneyj- ar að fylgja Berglindi tengdadóttur sinni til grafar fyrir tveimur og hálfu ári þegar krabbinn hafði lagt Berglindi að velli tæplega þrítuga og í blóma lífsins. Þá var það heit- asta ósk Fanneyjar að það hefði frekar verið hún sem Rúnar sonur hennar var að fylgja til grafar en ekki Berglind, þannig að augastein- arnir hennar fengju að lifa áfram saman hamingjuríku lífi. En við ráðum engu um örlög okkar. Það vissi Fanney af biturri reynslu. Hún missti Matthías mann sinn þegar Rúnar var agnarlítill drengur. Hún missti elskulega tengdadóttur sína í blóma lífsins. Það vissi Fanney einnig, þegar læknamir úrskurðuðu að hún bæri sjúkdóm sama kyns og tók Berg- lindi frá okkur. Sá úrskurður var Fanneyju þungbær. Ekki sjálfrar hennar vegna, heldur vegna Rúnars sonar hennar. „Hallur, mér finnst það svo óréttlátt að Rúnar minn eigi eftir að ganga aftur í gegnum þessa hræðilegu baráttu," sagði Fanney er ég heimsótti hana þegar ljóst var hvað hafði verið að hijá hana. Þetta var Fanneyju líkt. Hennar eigin líðan skipti ekki meginmáli, Edda Guðný Benedikts- dóttír - Kveðjuorð Fædd 7. maí 1988 Dáinl. ágústl989 Sólargeisli er frá okkur tekinn. í aðeins 15 mánuði fengum við að njóta samvista við og fylgjast með elsku frænku okkar, henni Eddu Guðnýju Benediktsdóttur, Lauga- völlum 6, hér á Egilsstöðum, sjá hana vaxa og dafna. Hún sem var nýfarin að ganga og hlaupa um, kát og fjörug. Lítil Ijóshærð hnáta sem yljaði öllum um hjartaræturnar hvar sem hún kom. Eitt sviplegt augnablik og eftir standa harmi lostnir foreldrar, systkini og frændur. Hvers vegna hún var tekin frá okkur svona ung getur enginn svarað nema sá er öllu ræður. Við höfum börnin eins og að láni skamma hríð. Eddu Guðnýju höfðum við alltof stutt. „Hví var þessi beður búinn, bamið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: „Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í hðndum, hólpin sál með ljóssins öndum." (Sb. 1886 B. Halld.) Elsku Jóna, Benni og börn, megi góður Guð styrkja ykkur öll á þess- um erfiðu tímamótum. Amma, fbðursystkini og fjölskyldur Veðrið er sá þáttur sem við verald- legt fólk veltum sem mest fyrir okkur. Það skiptast á skin og skúr- + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BERGÞÓRA ÞÓRÐARDÓTTIR, Skógargötu 20, Sauðárkróki, lést 27. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Áslaug Sigfúsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, DÓRÓTHEU HALLDÓRSDÓTTUR, Hringbraut 116, Reykjavík. Brynja Tryggvadóttir, Egill Sveinsson, Björg Ágústsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. I Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við and- lát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR ÁRNADÓTTUR, Hringbraut 92a, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Keflavíkur. Lilja og Margrét Karlsdætur og fjölskyldur. það sem skipti máli var að fráfall hennar yrði syni hennar ekki þung- bærara en nauðsyn bæri. En í þessari heimsókn náði samt giettna brosið hennar Fanneyjar að tendra upp andlitið. „Það er þá á hreinu að lystarleys- ið hjá mér er ekki taugaveiklun eins og læknarnir vildu helst halda,“ sagði Fanney við mig og augun tindruðu þegar brosið náði til augn- anna. Fanneyju þakka ég fyrir ánægju- stundirnar. Og elsku Rúnar. Þær Berglind og Fanney eru horfnar úr þessari jarðvist. En þær skilja eftir hjá okkur fallegar minningar sem ylja um alla framtíð. Hallur Magnússon ir en alltaf er von um uppstyttu, og sólskin er efst í huga okkar. Við eignumst okkar sólargeisla stundum fleiri en einn. Sumir dvelja lengur hjá okkur en aðrir, því oft dregur ský fyrir sólu. - Eins er háttað til í okkar ófullkomnu jarð- vist. Þar eiga sér stað sömu veður- brigði og við skynjum í náttúrunni. A ákveðnum stað er ritað: Vegir guðs eru órannsakanlegir. Þessi til- vitnun segir okkur að trúa á hand- leiðslu guðs, sem mun leiða okkur í þann sannleika sem okkur er ætl- að að skilja eftir hans Ieiðsögn. En hvernig eigum við að skilja og sætta okkur við að einn af okkar sólar- geislum hættir að skína. Því getum við ekki svarað. En eins og atferli náttúrunnar er háttað, og að okkur virðist miðað við þá hringrás sem í henni býr, trúum við því að engu verði um það ráðið hver örlög okk- ar mannanna verði. Litil frænka okkar er horfin yfir móðuna miklu. Hún var einn af þessum sólargeislum sem við vild- um að hefði skinið sem skærast um ókomna tíð. En allt er í heiminum hverfult og af þeim sökum verðum við að taka því sem að höndum ber. Hlutirnir gerast og við fáum engu um það breytt sama hvernig við leitum að orsökum. Enginn get- ur leitað að sök hjá sjálfum sér vegna þess að æðri máttarvöld hafa algera stjórn á því sem gerist á okkar ófullkomna tilverustigi. Jóna, Benni og börn guð fylgi ykkur um alla eilífð. Verið sterk. Rúnar og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.