Morgunblaðið - 05.08.1989, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1989
49 ^
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
iw Mrfrgin
Þessir hringdu .
Óþolandi skattheimta
Arni Gunnlaugsson hringdi:
„Samkvæmt lögum um ráðstaf-
anir vegna kjarasamninga frá 1.
júní síðastliðnum eiga þeir sem
misst hafa maka sinn og sitja
óskiptu búi að njóta þess réttar
næstu fimm ár eftir andlát maka,
að eignarskattssstofni sé skipt og
eignarskattur reiknaður út eins
og hjá hjónum væri. Átti þetta
að koma til framkvæmda á þessu
ári en var ekki gert við nýaf-
staðna álagningu. Er engu líkara
en verið sé að gera tilraun til ölög-
legrar skattheimtu.
Veit ég dæmi þess að hirt hef-
ur verið af tryggingarbótum gam-
als fólks, til greiðslu upp í ranga
eignarskattsskuld. Þótt þetta
verði líklegast leiðrétt síðar á ár-
inu, er það óafsakanlegur skortur
á tillitssemi við skattborgara, að
gera þeim ekki viðvart með ýtar-
legum hætti um, að álagningars--
eðlar gæfu ekki réttar upplýsing-
ar um eignarskattinn í tilfellum
þeim sem hér um ræðir. Og ekki
er víst, að skilvíst gamalt fólk,
sem treystir í blindni á tölur
álagningarseðilsins, leiti réttar
síns til endurgreiðslu.
Er til of mikils ætlast að við-
komandi yfirvöld biðjist afsökunar
á glópsku sinni og yfirsjónum?
Svo miskunnarlaus skattheimta
og hér hefur verið gerð að umtals-
efni, er með öllu óþolandi."
Rótað í görðum
María hringdi:
„Ég vil taka undir með garðeig-
andunum, sem skrifaði til Velvak-
anda miðvikudaginn 5. ágúst. Ég
er tvisvar í sumar búin að kaupa
kaupa snyrtingu á garðinum
mínum en í bæði skiptin hafa
maðkaþjófar komið skömmu
síðar, rótað í beðum og skemmt
þau. Fólk í nágrenninu talar einn-
ig um þetta, þannig að þetta virð-
ist vera plága.“
Skattleysismörk þurfa að
vera hærri
Ásta hringdi:
„Ég vil halda áfram umræðunni
um ekknaskattinn. Þessi fimm ára
aðlögunartími, sem talað er um í
sambandi við skattinn, hefur ekk-
ert að segja fýrir mig, sem hef
verið ekkja í 25 ár. Ég bý í lítilli
þriggja herbergja íbúð en þarf að
borga 10.000 kr. í eignarskatt.
Það var nú nóg að þurfa að borga
fasteignagjöld. Þetta getur orðið
til þess, að ég neyðist til að flytja
mig yfir í 2. herbergja íbúð en
það verður erfitt og þannig íbúðir
liggja ekkert á lausu.
Skattleysismörkin þyrftu að
vera hærri. Ólafur Ragnar er að
taka af þeim fátæku, ekki þeim
ríku. Ég hvet Þuríði Pálsdóttur
til að halda áfram baráttu sinni
gegn þessari óréttlátu skatt-
heimtu.“
GOÐIR
ÚTVARPS-
ÞÆTTIR
Til Velvakanda.
Útvaipsþættirnir um Hannes
Hafstein ráðherra og skáld eru
með besta efni, sem flutt hefur
verið í útvarpinu á þessu sumri.
Það hefur vissulega verið mikil
hvíld frá öllu skvaldrinu og létt-
metinu, sem dynur yfir mann dag
og nótt bæði í sjónvarpi og út-
varpi, að hlýða á þessa þætti um
Hannes Hafstein. Flutningstími
þáttanna var að mörgu leyti góð-
ur, kl. 11 á sunnudagskvöldum.
Höfundur handrits er Gils Guð-
mundsson rithöfundur, en Klem-
ens Jónsson leikari hefur annast
upptöku og leikstýrt þeim. Efnis-
val og öll úrvinnsla var sérlega
vandað og hvergi virtist kastað til
höndum. í fáum orðum sagt
áhugavert útvarpsefni og eins og
svo oft áður, þá er rás 1 með bestu
dagskráratriðin.
Eg hvet útvarpið í Efstaleiti til
að flytja meira af svona vandaðri
og fróðlegri dagskrá og jafnvel þ
ó hún hafi verið flutt áður.
Signrður Jónsson
Eurosurf-
seglbrettaskólinn
v/Sjávargrund, Garðabæ og á Laugar-
vatni
Skellið ykkur á seglbrettanámskeið um helgina. Góður
búnaður, íslenskar kennslubækur og alþjóðleg
skírteini að námskeiði loknu. Upplýsingar og skráning
fyrir Garðabæ í síma 91-82579 og fyrir Laugarvatn í
síma 98-61153.
íomhjolp
Dakskrá Samhjálpar um Verslunarmannahelgina fyrir
þá sem ekki fara í ferðalag.
'Laugardagur 5. ágúst: Opið húsí Þríþúðum kl. 14.00-
17.00. Heitt kaffi á könnunni. Norma Samúelsdóttirjes
úr þók sinni, einsöng syngur Gunnbjörg ÓLadóttir. Kl.
15.30 tökum við lagið og syngjum saman kóra. Lítið inn
og takið með ykkur gesti.
Allir velkomnir.
Sunnudagur 4. ágúst Almenn samkoma í Þríbúðum
kl. 16.00, Fjölbreyttur almennur söngur, barnagæsla.
Gunnbjörg Óladóttirt syngur einsöng, ræðumaður er
Óli Ágústsson.
Allir eru velkomnir í Þríbúðir, Hverfisgötu 42.
Samjálp.
Svangir fá grjón, prjón
og matinn góoa og fína
frá Kína segir Lína ...!
Um verslunarmannahelgina er boðið upp á:
Kínavagninn í hádeginu: Átta réttir á kr. 780,-
Kínverskan kvöldverð: Fjórir réttir m/bjór kr. 1.500,-
Opið laugardag og mánudag . . . lokað sunnudag.
Ml
,Laugavegi 28b, s: 16513. Opið: 11:30 til 23:30