Morgunblaðið - 05.08.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.08.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1989 29 Mjólkursamlag KEA: Pökkun Smjörva sparar 14-16 millj. Björgun æfð á láði og legi Morgunblaðið/Rúnar Þór ÞYRLUFLUGMENN á danska eftirlitsskipinu Vædderen æfðu um hádegisbilið í gær björgunar- aðgerðir, en skipið hefur legið við bryggju á Akureyri undanfarna daga. Hífðu þeir menn upp úr sjó og einnig af landi, og þá var þessi mynd tekin. Kópasker: Sótt um úreldingu sláturhúss KAUPFÉLAGIÐ á Kópaskeri hefur lagt inn beiðni til Úreldingarsjóðs, um að hann úreldi sláturhúsið þar, og er þetta liður í heildarskipulagn- ingu á' sláturhúsarekstri á Norð-Austurlandi. Rætt hefiir verið um fækkun sláturhúsa á þessu svæði, úr 6 húsum í þijú, og er þá ráðgert að starfrækja sláturhús á Akureyri, Húsavík og Þórshöfn. MIKILL áhugi er fyrir því hjá kaupfélagsmönnum á Akureyri, Dagsprent: Rekstrarspár stóðust ekki „Þær rekstrarspár, sem notaðar voru fyrir þessum auknu umsvif- um Dags og Dagsprents, stóðust einfaldlega ekki, og nú er fyrirsjá- anlegt að reksturinn beri ekki Qármagnskostnað næstu ára,“ sagði Sigurður Jóhannesson, stjómarformaður Dagsprents, þegar hann var inntur eftir því, hvers vegna ráðist hefði verið í þessar miklu Qárfestingar, sem nú stæði til að seþ'a. „Með því að bjóða húseignina við Strandgötu til sölu erum við að reyna að afstýra frekari rekstarörðugleik- um, og takist okkur að selja húsið, ætti ekki að þurfa að koma til neinna breytinga á útgáfu blaðsins. Það hefur verið unnið að hagræðingu á blaðinu að undanfömu og er greini- legt að það er rekstrarhæft. Forsend- umar fyrir rekstrinum eru hins veg- ar þær, að það takist að selja hús- eignina við Strandgötuna. Einnig er sá möguleiki fyrir hendi að það ta- kist að selja húseignir Prentsmiðju Odds Björnssonar, en allar umræður um samruna fyrirtækjanna hafa ver- ið jákvæðar," sagði Sigurður. Um söluverðmæti húseignarinnar við Strandgötu sagðist Sigurður ekki geta fullyrt neitt; sagði að bmna- bótamat á húsinu um síðustu áramót hefði verið 95-100 milljónir, en mark- aðsverð væri líklega 70-90% af þeirri upphæð. að pökkun á Smjörva fari fram hjá Mjólkursamlagi KEA, en ekki hjá Osta- og smjörsölunni í Reykjavík eins og verið hefúr, en talið er að það geti sparað mjólk- ursamlaginu allt að 14-16 milijónir árlega. Þá myndi þessi ráðstöfún hafa í för með sér talsverðan sparnað fyrir mjólkuriðnaðinn í heild sinni, og er talað um að rúm- lega 10 milljónir króna sparist á ári við pökkun Smjörvans á Akur- eyri. „Við viljum gjarnan fá þessa pökk- un hingað, þó svo það þýði auðvitað nokkrar fjárfestingar fyrir mjólkur- samlagið hér,“ sagði Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri KEA, og benti á að það þyrfti að byggja frysti- geymslu fyrir mjólkursamlagið hér, sem hefði töluverðan kostnað í för með sér. „Það þarf hins vegar einnig að byggja frystiklefa fyrir sunnan, eigi pökkun á Smjörva að vera þar áfram, þannig að þetta er að nokkru leyti spurning um hvar byggja eigi þann frystiklefa," sagði kaupfélags- stjórinn. Hólmgeir Karlsson, framleiðslu- stjóri hjá Mjólkursamlagi KEA, sagði að kostnaður við byggingu frystiklef- ans yrði í kringum 13 milljónir, en stærð hans hefði verið áætluð um 200 fermetrar. Þá sagði hann kostn- að við kaup á pökkunarvél, sem líklega verður óhjákvæmilegt að kaupa, verða á bilinu 8-10 milljónir. „Samkvæmt okkar athugunum virðist sem sparnaður fyrir mjólkur- iðnaðinn í landinu verði rúmlega 10 milljónir króna, en beinn sparnaður fyrir mjólkursamlagið hér verður líklega á bilinu 14-16 milljónir," sagði Hólmgeir. Vísaði hann meðal annars til þess að beinn kostnaður mjólkursamlagsins við pökkunina í Reykjavík væri um 12 milljónir. Eysteinn Sigurðsson; kaupfélags- stjóri á Kópaskeri, sagði að þessi beiðni um úreldingu sláturhússins, væri til umfjöllunar hjá landbúnaðar- ráðuneytinu, og erfitt á þessu stigi málsins, að segja til um hversu mik- ið Úreldingarsjóður greiddi fyrir hús- ið. Sláturhúsið var metið á 74 milljón- ir 1. janúar 1988, en Eysteinn sagði að Úreldingarsjóður myndi sennilega ekki greiða nema hluta af þeirri upp- hæð fyrir sláturhúsið. „Það er mjög erfitt að segja nokk- uð til um það hversu mikið fæst úr Úreldingarsjóði, enda hugmyndin sú að reyna að nýta húsnæðið að hluta, t.d. frystigeymslurnar, undir aðra starfsemi," sagði Eysteinn. „Sláturhúsið er hins vegar stærsta eign kaupfélagsins á Kópaskeri, og þar sem við erum nú að hefja nauða- samninga við kröfuhafa um 100-130 milljóna króna skuld, er alveg ljóst að það ræðst af því, hvað við fáum fyrir sláturhúsið, hvað við getum borgað kröfuhöfum hátt hlutfall af kröfum þeirra,“ sagði Eysteinn að lokum. Morgunblaðið/Rúnar Þór Ellefú krakkar sóttu námskeiðið á vegum Rauða krossins, sem haldið var í íþróttahöllinni, Qórir strákar og sjö stelpur. Góða Island er fagnrgrænt en vonda Island er mengað Börnin á mannúðarnámskeiði Rauða krossins heimsótt MANNÚÐ og menning hét námskeið á vegum Rauða krossins, sem haldið var á Ak- ureyri fyrir börn á aldrinum 8-10 ára. Ellefú krakkar sóttu námskeiðið, sem haldið var í íþróttahöllinni, en markmiðið með námskeiðinu var að kynna fyrir þeim starfeemi Rauða krossins á íslandi og erlendis, svo og uppfræða þau um um- hverfísvandamál, mannleg samskipti, vanda þróunarlanda og kenna þeim skyndihjálp. Það voru félagar í ungmenna- hreyfingu Rauða krossins á ís- landi, sem stóðu að þessu nám- skeiði, Vala Magnúsdóttir og Fan- ney Tryggvadóttir, en áður hafa námskeið af þessu tagi verið hald- in í Reykjavík. Vala sagði að nám- skeiðin hefðu tekist mjög vel og gæfu tilefni til þess að áframhald yrði á þessari starfsemi. Spum- ingunni um það hvort námskeið af þessu tagi ættu sér fyrirmynd í útiöndum, sagði hún það ekki vera, þau væru heimatilbúin, ef svo mætti að orði komast. Góðaísland og vonda ísland Þegar blaðamann og ljósmynd- ara bar að garði í íþróttahöllinni, voru krakkarnir í óðaönn að teikna tvískipta mynd af íslandi. Annar helmingurinn átti að tákna góða ísland, en hinn helmingurinn vonda ísland. Spurningunni um það hvað væri gott ísland og hvað væri vont svaraði Kristín Þóra Haraldsdóttir, 10 ára. „Góða ísland er þar sem er mikið af tijám og gróðri,“ sagði Kristín Þóra, og hélt áfram að útlista fyrir blaðamanni, að hið góða við landið væri hið hreina andrúmsloft og tæra vatnið. „Mengunin er hins vegar vond, og þess vegna þarf að setja síur á strompana á verksmiðjunum, svo þær eitri ekki út frá sér,“ sagði Kristín, og hafði greinilega mjög ákveðnar hugmyndir um hvað það væri sem lægi að baki hugmyndinni ijim |„Hreint land, fagurt land“. Hún var einnig ákveðin í því að starfa á vegum Rauða krossins þegar hún yrði stór, því Rauði krossinn ynni nauðsynleg störf; hjálpaði fólkinu í heiminum án tillits til kynþátta eða landamæra. Skyndihjálpin skemmtilegust Pascal Skúladóttir, 8 ára, sagði að mjög skemmtilegt væri á nám- skeiðinu, en skemmtilegast væri að læra skyndihjálpina. „Það er alveg bráðnauðsynlegt að kunna skyndihjálp, svo hægt sé að bjarga fólki frá drukknun eða eldsvoða,“ sagði Pascal. Hún hafði samt ekki sjálf bjargað nein- um enn frá drukknun, en sagði að það ætti að blása lofti í fólk, sem væri að drukkna, og væri um eldsvoða að ræða, ætti að slökkva eldinn, áður en hann næði að breiðast út. „Það eiga að vera til slökkvi- tæki í öllum húsum, og líka froðu- tæki,“ sagði Pascal, og sagði að svoleiðis tæki væru til heima hjá sér. „Það hefur samt aldrei kvikn- að í heima, bara í húsinu sem er á ská á móti. Þar brann einu sinni köttur inni,“ sagði Pascal að lok- um, greinilega vel að sér um hættur þær sem steðjuðu að í elds- voða. Óréttlæti heimsins Steingrímur Siguijónsson, 8 ára, var kokhraustur þegar mann- leg samskipti bárust í tal, og sagði að einn skólafélagi sinn hefði ver- ið að stríða öðrum, og það hefði sér mislíkað, og gefið honum einn á ’ann, eins og hann kallaði það. „Hann átti ekkert með að vera að stríða öðrum,“ sagði Steingrímur, og var óhugur í hon- um yfir óréttlæti heimsins. Hann sagði að skólafélaginn hefði nú svarað fyrir sig með því að sparka í hann, en þá hefði hann gefið honum blóðnasir. Að lokum sagði hann þá hafa sæst, og fyrirgefíð hvor öðrum. Lærdóminn af þessu sagði hann vera þann, að maður ætti ekki að stríða öðrum eða leggja í einelti, og svo ætti maður ekki heldur að slást. Bæði gæti maður meitt aðra, og ekki síður sjálfan sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.