Morgunblaðið - 05.08.1989, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ 'lAUGARDAGUR 5.' ÁGÚST 1989
1987 Univertal Press Syndicate
,,, í sta&inn íyrir looo kr. kaup-
hælckrun á v/iku • - - hvei-ni^ Litist þér a.
ax) vzrb<x -fram kvaemdastjorí spjoidskrárf"
/
Gvöð. Smurði ég líka
bílskúrshurðina...?
Með
morgunkaffmu
Já, þetta lengir lífið örugg-
Iega. Mér fínnst ég vera
þegar orðinn 10 árum
eldri.. .
HÖGNI HREKKVÍSI
FALLÖXIN OG GÚLAGIÐ
Til Velvakanda.
Það var fróðlegt að fylgjast með
fréttunum um frönsku stjórnarbylt-
inguna. Eg hjó eftir því sem einn
útskýrandinn sagði. Hann sagði, að
árangurinn af byltingunni hefði verið
sá að menn fengu málfrelsi, og svo
bætti hann við að Kína hefði verið
lokað. Þá minntist ég þess, þegar
mér fyrir mörgum árum voru sýndar
koparnámurnar í Ronor í Noregi.
Norðmenn eiga alla þá sögu. Leið-
sögumaðurinn lýsti þessu öllu vel,
og í lokin sagði ég; „Maður sér á
öllu þessu að það hefur ekki verið
neitt sældarlíf hjá námuverkamönn-
unum, en þó höfðu þessir menn þau
forréttindi umfram fleiri tugi milljóna
manna í heiminum í dag að þeir
máttu bölva kúgurum sínum og
þurftu ekki að óttast fallöxina eða
Gúlagið." Leiðsögumanninum brá
sýnilega því þetta hafði honum aldr-
ei dottið í hug. Þegar aftur á móti
1922, að Lenín og Stalín afmáðu öll
mannréttindi og allt það góða sem
bytjað var að berjast fyrir í frönsku
byltingunni, þá voru það skáldin og
menntamennirnir sem best börðust
Millilending-
ar flugvéla
Til Velvakanda.
Sem starfsmaður hér í stöðinni
hef ég oft undrað mig á því þeg-
ar flugvélar erlendra flugfélaga
millilenda hér til að taka elds-
neyti eða af öðrum orsökum, þá
er það í mörgum tilfellum að far-
þegum er ekki hleypt inn í flug-
stöðina.
Það sjá allir, að þegar fólki er
hleypt inn, þá verslar það vel
bæði í íslenskum markaði og
fríhöfninni. Þar gefst tækifæri til
að selja t.d. íslenskar ullarvörur
fólki, sem við myndum annars
aldrei ná til með okkar fram-
leiðsluvörur, sem skapa aftur at-
vinnu í landinu og afla okkur
dýrmæts gjaldeyris.
Eg skora því á stjórnvöld að
hafa það fyrir reglu, að farþegar
komi inn í okkar fallegu flugstöð
þó það væri aðeins öryggisins
vegna, þegar eldsneyti er sett á
vélamar.
Starfsmaður í flugstöð
Leifs Eiríkssonar
fyrir málefnum þessara þá líka fé-
laga. Það urðu í Frakklandi fyrst þau
umskipti, að kvörtunarbréfin skiptu
tugþúsundum. Hvað sést nú í Rúss-
landi, þegar þjóðin fór loksins að tjá
sig, eftir að þurfa að taka hveiju sem
var frá því 1922?
Vonandi verður Stalínistinn
íslenski sannspár, þegar hann sagði
að í Rússlandi yrði aldrei aftur snú-
ið. Til þess að svo verði, verða komm-
únistarnir og attaníossar þeirra þá
líka að taka þátt í mannréttindabar-
áttu vesturveldanna. Mér brá því,
þegar ég las grein í Morgunblaðinu,
þar sem greinarhöfundur ætlaðist til
þess að lesendurnir tryðu frásögn
blaðs, sem gefið er út af alræðis-
stjórn Castrós á Kúbu. Mér dettur
ekki í hug að Castró vilji betur, né
geti en allar kommúnistastjórnirnar
í Austur-Evrópu, og þar af leiðandi
getur almenningur á Kúbu ekki lifað
við mannsæmandi kjör frekar en er
í Austur-Evrópu.
Húsmóðir
Víða liggja vegamót
Til Velvakanda.
Ýmsir hafa undrazt öll þau stór-
yrði, sem Hannes Jónsson félags-
fræðingur hefur látið falla um Jón
Baldvin Hannibalsson utanríkisráð-
herra. Skiptar skoðanir um breyt-
ingar og nýskipan mála geta auðvit-
að verið eðlilegar, en fúkyrði og
skætingur eru allt annars eðlis.
En fróðir menn og langminnugir
telja sig vita skýringuna á stóryrð-
um Hannesar Jónssonar. Á árunum
1954 og 1955 átti Hannes nefnilega
í hörðum deilum við föðurbróður
Jóns Baldvins, Finnboga Rút Valdi-
marsson. Hugðist Hannes geta
hnekkt veldi Finnboga Rúts í Kópa-
voginum, en fór þar hinar mestu
hrakfarir. Enda var Finnbogi Rútur
þekktur fyrir að geta jafnan hugsað
nokkrum leikjum fleira fram í
tímann við hið pólitíska skákborð
en andstæðingamir.
Þessum hrakförum hefir Hannes
að sögn aldrei getað gleymt, þótt
farið sé að fenna nokkuð yfir Kópa-
vogsdeilurnar. — Að síðustu mætti
og minna á, að orðræður Hannesar
Jónssona hafa oft vakið nokkra
furðu, sbr. ýmsar yfirlýsingar hans
á þeim tíma, er hann gegndi starfi
blaðafulltrúa á árunum 1971 til
1974.
Guðmundur Guðmundsson,
Asparfelli 10, Rvík.
Víkverji skrifar
Mesta umferðarhelgi landsins
er að ganga í garð. Veðurstof-
an spáir góðu veðri um land allt,
þótt kannski verði skýjað við
ströndina. Vonandi standast þær
góðu spár, sem veðurfræðingar
hafa gefið út.
Nú um helgina sakar ekki að
biðja fólk um að fara varlega, flýta
sér hægt og vera minnugt þess að
áfengi og akstur fara alls ekki sam-
an. Þetta er fyrsta verziunarmanna-
helgin, þar sem bjór er löglegur
drykkur og þá verður og að hafa í
huga að hann er einnig áfengi. Einn
bjór er af sama styrkleika og tvö-
faldur vodki í kók. Sumum dytti
þó kannski í hug að aka eftir einn
bjór, en finnst fásinna að aka eftir
að hafa innbyrt vodkann. En þann-
ig er nú styrkleiki hins ljúffenga
mjaðar og því á hann heldur ekki
samleið í akstri.
XXX
Ferðalög á Islandi eru dýr. Ný-
lega fóra kunningjar Víkveija
í tveggja nátta ferðalag á Snæfells-
nes og í Borgarnes. Gist var á hótel-
um á báðum stöðum og snædd
máltíð. Þessi ferð kostaði hátt í 20
þúsund krónur.
Eins má segja að verð á bíla-
leigubílum sé hátt. Til samanburðar
getur Víkveiji getið þess, að kunn-
ingi hans er á förum til Evrópu.
Þar leigir hann stóran bil á um 15
þúsund krónur fyrir hveija viku og
má þá aka ómælt eins og hann vill.
Ef hins vegar er tekinn tiltölulega
lítill bíll hérlendis kostar hann um
3.000 krónur á dag og síðan 30
krónur á hvern ekinn kílómetra. Séu
eknir 500 km er aksturkostnaður-
inn orðinn um 15.000 krónur og
kostar bíllinn þá í heild á sólarhring
miðað við þennan akstur rúmar 17
þúsund krónur. Ofan á þetta leggst
síðan söluskattur og er þá verð
bílsins í einn dag orðið um 22 þús-
und krónur. Eru menn svo hissa á
því að erlendum ferðamönnum þyki
Island dýrt ferðamannaland?
xxx
Arnór Hannibalsson, prófessor
við Háskóla íslands, skrifar
athyglisverða grein í Morgunblaðið
síðastliðinn fimmtudag, þar sem
hann fjallar um ástandið á Kúbu
og hvernig ráðamenn þar hafa
freistast til þess að smygla fíkni-
efnum til Bandaríkjanna vegna
mikils gróða, sem af slíkum við-
skiptum fæst. Á Kúbu eru mann-
réttindi fótum troðin og efnahagslíf
eyjarskeggja er i rúst. Sovétmenn,
sem fjármagnað hafa til þessa ýmis-
legt bruðl valdamanna, hafa kippt
að sér hendinni og í örvilnan og
íjárskorti hafa valdamenn þar leiðzt
út í þessi smyglmál. „Þannig er
umhorfs í þessu mikilvæga forystu-
ríki í þróun sósíalismans," segir
Arnór í greininni, sem ber fyrir-
sögnina „Upphaf endalokanna“.
Víkveiji vill ráða mönnum til að
lesa grein Arnórs, sem er holl lesn-
ing, sérstaklega þeim, sem enn bera
blak af alræðisstjórn Fidels Castros.
x x x
Að endingu óskar Víkveiji les-
endum sínum öllum gleðilegrar
verzlunarmannahelgar. Þegar þetta
er skrifað hefur þegar orðið slys í
Húnavatnssýslu. Það sýnir að varn-
aðarorð era aldrei of oft töluð. Sýn-
ið tillitssemi og aðgæzlu í umferð-
inni.