Morgunblaðið - 09.08.1989, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1989
5
Skoðanakönnun Skáíss:
Fylgi Sjálfstæðisflokks 53%
28% segjast styðja ríkissljórnina, 78% andvígir
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN fengi 53,1% fylgi, yrði kosið til Al-
þingis nú, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem Skáís gerði
dagana 1. og 2. ágúst síðastliðinn. I síðustu alþingiskosningum fékk
Sjálfstæðisflokkurinn 27,2% atkvæða. Framsóknarflokkur fengi 17,1%
og Kvennalisti 14,9%, Alþýðubadalag 6,9% og Alþýðuflokkur 6,4%,
aðrir minna. I sömu könnun var spurt um fylgi ríkisstjórnarinnar og
sögðust 28,2% styðja hana, en 71,8% voru andvígir. Þá kváðust 77,7%
vilja að brugðist yrði við halla á ríkissjóði með niðurskurði ríkisút-
gjalda, en 6,4% með hækkun skatta. Framangreindar niðurstöðutölur
eru hlutfall þeirra sem tóku afstöðu.
655 manns, 18 ára og eidri, voru
spurðir í könnun Skáís. Niðurstöður
fara hér á eftir, tölur í svigum sýna
hlutfallslegt fylgi viðkomandi flokks
í þingkosningunum 25. apríl 1987.
199 kváðust mundu kjósa Sjálfstæð-
isflokkinn, ef kosið yrði til Alþingis
nú. Það eru 30,4% úrtaksins og
53,1% þeirra sem afstöðu tóku
(27,2%). 64 nefndu Framsóknar-
flokk, eða 9,8% úrtaksins og 17,1%
þeirra sem tóku afstöðu (18,9%). 56
nefndu Kvennalista, eða 8,5% úrtaks
og 14,9% þeirra sem tóku afstöðu
(10,1%). 26 nefndu Alþýðubandalag,
það eru 4,0% aðspurðra og 6,9%
þeirra sem tóku afstöðu (13,3%).
Alþýðuflokk nefndu 24, eða 3,7%
aðspurðra og 6,4% þeirra sem tóku
afstöðu (15,2%). Aðrir flokkar fengu
minna fylgi, Borgaraflokk nefndu
fjórir, 1,1% þeirra sem afstöðu tóku
(10,9%), Frjálslynda hægrimenn
nefndi einn og Flokk mannsins einn.
Fylgi annarra flokka mældist ekki.
166 voru óákveðnir, eða 25,3%
aðspurðra. 68 kváðust mundu skila
auðu eða ekki kjósa og 46 svöruðu
ekki spurningunni. Afstöðu tóku
375, eða 57,3% aðspurðra.
Sjálfstæðisflokkur og Kvennalisti
hafa aukið fylgi sitt miðað við könn-
un Skáís í júní síðastliðnum, fylgi
annarra flokka hefur minnkað eða
staðið í stað.
Spurt var um stuðning við ríkis-
stjórnina. 379 kváðust ekki styðja
hana, 149 kváðust styðja hana, 98
voru óákveðnir og 29 svöruðu ekki
spurningunni. 80,6% aðspurðra tóku
afstöðu. Þeir sem styðja ríkisstjórn-
ina eru 28,2% og andvígir 71,8%
þeirra sem afstöðu tóku. Niðurstöð-
urnar sýna nær óbreyttan stuðning
við stjórnina frá síðustu könnun í
júní síðastliðnum.
Spurt var hvort viðkomandi vildi
kosningar strax, eða bíða með þær
þar til kjörtímabiii lýkur. 90,1% tóku
afstöðu, af þeim vildu 42,8% kosning-
ar strax og 52,6% bíða með þær.
Þá var spurt hvort ætti að bregð-
ast við halla ríkissjóðs með hækkun
skatta eða með niðurskurði ríkisút-
gjalda. 77,7% þeirra sem afstöðu
tóku vildu niðurskurð, 6,4% hækkun
skatta og 16,0% vildu fara báðar
leiðirnar. 86,1% tóku afstöðu.
Aðspurðir voru beðnir að nefna
einn til þijá stjórnmálamenn sem
þeir bæru mikið traust til. Steingrím-
ur Hermannsson forsætisráðherra
fékk flestar tilnefningar, 132, eða
37,8%. Næstur kemur Halldór Ás-
grímsson sjávarútvegsráðherra með
123, eða 35,2%, þá Þorsteinn Pálsson
með 90 tilnefningar, eða 25,8%.
Næstir í röðinni voru Davíð Oddsson
borgarstjóri, Jón Sigurðsson ráð-
herra, Ólafur Ragnar Grímsson ráð-
herra, Jóhanna Sigurðardóttir ráð-
herra, Friðrik Sophusson alþingis-
maður, Jón Baldvin Hannibalsson
ráðherra, Svavar Gestsson ráðherra
og Guðrún Agnarsdóttir alþingis-
maður. Loks var spurt um afnota-
gjöld Ríkisútvarpsins; hvort allir eigi
að greiða þau, eða hvort menn eigi
að geta sagt þeim upp ef þeir vilja.
95,4% aðspurðra tóku afstöðu. Af
þeim kváðust 37,4% vilja að allir
greiði afnotagjöldin, 58,9% sögðust
vilja að fólk geti sagt upp, annað
svar gáfu 3,7%.
• I
v': ■ öSiMÍbI'
ij '
- > Él: “llf , 'Æ
Þarna sérðu Júlíus.
Hann kann að njóta lífsins.
Júlíus er lánsamur maöur og hann
lítur framtíðina björtum augum.
Hann á íbúð og bíl, er í ágætri
vinnu og lætur ýmislegt eftir sér.
Júlíus lætur sig oft dreyma en ólíkt
mörgum öðrum lætur hann
drauma sína rætast. Eitt af því
skemmtilegasta sem hann gerir er
að ferðast til fjarlægra landa enda
gerir hann mikið af því. Júlíus er þó
ekki hátekjumaður en hann er
skynsamur. Hann er í viðskipmm
við Fjárfestingarfélag ísiands hf.
Það gerir gæfumuninn. *
*Júlíus byrjaði ungur að leggja til hliðar
af launum sínum til þess að safna í vara-
sjóð ef eitthvað færi úrskeiðis. Hann var
að vísu ekki ánægður með vextina til að
byrja með en hélt að það tæki því ekki að
kynna sér betri leiðir af því að upphæðin
varsvolítil.
Árið 1985 komst Júlíus hins vegar í
samband við sérfræðinga Fjárfestingar-
félagsins og áttaði sig á því að peningarn-
ir hans gætu margfaldast á stuttum tíma.
Þá átti hann 300.000 kr. í sparifé.
Á rúmurn fjórum árum er upphæðin
orðin 1.200.000 kr. og árið 1990 hefur
fjárhæðin líklega tvöfaldast að raun-
gildi. Sannarlega álitlegur varasjóður
það - og hann fer vaxandi! Júlíus heldur
áfram að leggja til hliðar af launum sín-
um og ávaxtar féð hjá Fjárfestingarfé-
laginu. Það gerir hann m.a. til þess að
geta farið í langt sumarleyfi á hverju ári.
Þetta er maður sem kann að lifa lífinu!
Þessar tölur eru raunverulegar en
nafnið ekki.
Hafðu samband, athugaðu hvort við
getum aðstoðað þig.
FJÁRFESTINGARFÉLAG
ÍSIANDS HF.
HAFNARSTRÆTI • KRINGLUNNI ■ AKUREYRI
28566 689700 25000